Tíminn - 03.02.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1962, Blaðsíða 6
BJÖRN FR. BJÖRNSSON Heíting Björn Fr. Björnsson minnti á í framsögu sinni fyrir frum- varpinu um heftingu sandfoks og græðslu lands, að það væri í fjórða sinn, sem þetta mál væri flutt á Alþingi og mætti því þykja tími til kominn að það fengi afgreiðslu. Flutnings- menn fluttu á síð'asta þingi sam hljóða frumvarp. Var frumvarp ið þá ýtarlega rætt við 1. umr. Síðan vísað til nefndar, en fékk þar ekki afgreiðslu. Frumvarp- ið er samið af sandgræðslu- nefnd, sem var skipuð 1957 af þáv. landbúnaðarráðherra, Her manni Jónassyni. Fyrir nálega tveimur árum gerði sand- sandfoks græðslunefnd nokkra breytingu á frumv., og er það nú flutt eins og nefndin gekk frá því. Við flutningsmenn gerðum i Iengstu lög ráð fyrir því að rík- isstjómin flytti þetta mál, svo sem bezt hefðí hæft, en sú von hefur brugðist. Sagði Bjöm, að þeir flutningsmenn vildu á eng an hátt eigna sér málið, en sak- ir þess, hversu málið er gagn- merkt og nauðsyn brýn að knýja það fram til úrslita, telj- um við okkur rétt og skylt að flytja það án undandráttar og vonumst eftir að samstaða geti um það náðst á Alþingi. Rakti Björn í ýtarlegri ræðu og græðsk knds sögu sandgræðslunnar og hve vel hefði tekizt til með störf hennar. Með þcssu fmmvarpi er gert ráð fyrir, að sandgræðslu- starfsemin færist í aukana og lagt verði inn á nýjar brautir og skipulega að því unnið að efla og auka gróð'ur í úthögum og á afréttum. Tækni sú, er nú er komin til sögunnar, gef- ur góðar vonir um árangur og reynsla sú, er fengist hefur af tilraunum á þessu sviði styð- ur það afdráttarlaust. Hér er um að ræða að snúa vörn í sókn og efla og stækka gróðurríki Iandsins, í stað þess að nú blæs landið víða mjög ört upp. Ingólfur Jónsson sagði, að það hefði mátt ætla, að frum- varpið hefði náð fram að ganga 1958, þar sem flutningsmenn frumv. nú hefðu stutt þáv. ríkisstjórn og engu minni þörf þ£ en nú að auka gróðurlendi landsins. Átaldi hann flutnings menn fyrir að flytja mál, sem stjórnin hefði til athugunar og spurði þá hvernig í ósköpunum þeir gætu ætlast til þess að það yrði samþykkt. Þeir mættu vita, að stjórnarliðið hefði meiri á- huga á að samþykkja tillögur frá stjórninni en stjórnarand- stöðunni. Taldi hann málið þó harla gott og mikilvægt. - 14 LÆKNISLAUS HERUD STJÓtNAMtV. m MAMU mi VAHÓANN Bjami Benediktsson sagði í framsögu fyrir stjórnarfrumvarp- inu uim breyting á læknaskipun- arlögum, að ef frumvarpið yrði að lögum, myndi það hafa í för með sér verulega kjarabót fyrir lækna. Frumvarp þetta fjallar um að embættislaun héraðslækna greiðást fyrir embættissbörf og gegningarskyldu, en fyrir lækn- ingar allar beri þeim greiðsla, sem miðuð sé við greiðslu starf- andi lækna, sem ekki eru sérfræð ingar. Tekið tillit til hlífðarlausr ar gegningarskyldu héraðslækna og gert ráð fyrir að um sjúkra- samlagsstörf þeirra verði samið við Tryggingastofnun ríkisins og munu greiðslur fyrir unnin lækn isstörf hækka verulega. Leysir ekki vandann Gísli Guðmimdsson minnti á þingsályktun, sem samþykkt var á; Alþingi 29. marz í fyrra um ráð- stafanir til að bæta úr lækna- skorti. Taldi Gísli að í þessu frv. væri gengið á snið við þær til- lögur til úrbóta, er í ályktuninni fólust. Gísli sagði, að ávinningur- inn af þessu frumvarpi, ef að lög um yrði, myndi verða minnstur! í þeim héruðum, þar sem helzt er hætt við læknaskorti. Frum- varpið leysti því ekki þann vanda, sem við væri að glíma. Launabæt ur lækna myndu verða mestar þar sem mestur væri „praksísinn", þ. e. í fjölmennustu héruðunum. Taldi hann rétt, að nefnd sú er fengi málið til athugunar, athug aði þennan þátt rækilega og hvort ekki væri unnt að taka upp stað- aruppbót í lakari héruðunum óg enn fremur ,hvort ekki væri rétt að ríkið tæki eitthvað af kostn- aðinum á sig, þegar leggja ætti aukinn kostnað á fámenn héruð. Þá taldi Gísli einnig nauðsyn að athuga sem gerst, hvort ekki mætti létta að einbverju leyti hinni stöðugu og þjakandi gegn- ingarskyldu af héraðslæknum, því að hennar vegna gætu þeir aldrei um frjálst höfuð strokið. Aukiíi á aístöíiumun Lúðvík Jósepsson sagði, að það vantaði lækna í 14 læknishéruð að staðaldri og allt útlit væri fyr ir, að ástandið myndi ekki fara batnandi heldur versnandi. Sagði Lúðvík, að þetta frumvarp ríkis- stjórnarinnar myndi ekki leysa vanda læknaskortsins, heldur jafn vel auka hann. Laun héraðslækna hækkuðu reyndar nokkuð, en að- allega og verulega í þeim héruð- um, þar sem aldrei hefur verið við erfiðleika að etja vegna lækna skorts. Héruðum fækka'ð Jóhann Hafstein sagði að hér væri við mikið vandamál að glíma og myndi verða vel þegið, ef nefnd sú, er málið fengi til athugunar vildi gefa ábendingar og gera tillögur til úrbóta. Sagði hann, að athugun um staðarupp- bótina myndi þó verða að koma undir heildarendurskoðun lækna- skipunarlaganna. — Það væri rétt að þetta frumvarp léysti í engu vanda læknaskortsins í hin- um fámennu og afskekktu lækn- ishéruðum. Komið hefði til mála að fækka læknishéruðum, en það mætti andstöðu í héruðunum Bjarni Benediktsson sagi að reynt hefði verið á undanfömum árum að veita héraðslæknum or- lof og hvíld eftir föngum, en ekki verið unnt sem skyldi, vegna þess að erfitt hefur reynzt að fá stað gengla í héruðin. Gísli Guðmundsson sagði að vel gæti komið til mála að breyta Þingstörf í gær Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. Fimm mál voru á dagskrá efri deildar og þrjú í neðri deild. í efri deild hafði Emil Jóns son, félagsmálaráðherra, fram- sögu fyrir stjórnarfrumvarpi um lífeyrissjóð togarasjómanna og undirmanna á farskipum. — Frumvarpið kveður á um, að hásetar á farskipum skuli eiga aðild að lífeyrissjóði togara- manna, en undirmenn á far- skipum njóta nú lífeyris- réttinda í lífeyrissjóðum útgerð arfélaganna. Auk Emils töluðu þeir Jón Þorsteinsson og Ólaf- ur Jóhannesson. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og heil brigðis- og félagsmálanefndar. í neðri deild hafði Bjarni Benediktsson', heilbrigðismála- ráðherra, framsögu fyrir stjórn- arfrumvarpi um læknaskipunar- lög, er var til 1. umr. Frumvarp- ið fjallar um breytingar á kjör um héraðslækna. Auk framsögu manns töluðu Gísli Guðmunds- son, Lúðvík Jósepsson, Jóhann Hafstein og að slðustu Bjarni Benediktsson aftur. Þá var tekið til 1. umr. stjórnarfnrmvarp um almanna- tryggingar, sem er í nánum tengslum við læknaskipunar frumvarpið. Mælti Bjarni Ben einnig fyrir því. Frumvarpið kveður á um, að læknum verði heimilt að taka gjald fyrir við- töl og vitjanir á 2. verðlags- svæði, en í gildandi lögum nær þessi heimild aðeins til 1. verð lagssvæðis. Þetta gjald, sem á- kveðið er 10 króur í lögum skal nú framvegis ákveðið í reglu- gerð eða gjaldskrám héraðs- lækna. Báðum þessum frurn- vörpum var vísað til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmálanefnd ar. Umræðna um þau er getið hér að ofan. Björn Fr. Björnsson hafði framsögu fyrir frumvarpi, er hann flytur ásamt Gísla Guð mundssyni um heftingu sand- foks og græðslu lands, en þeir fluttu frumvarp samhljóða á síð asta þingi. Auk Björns töluðu við þessa 1. umr. málsins þeir Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra og Gísli Jónsson. At- kvæðagreiðslu um málið var frestað. Nánar er sagt frá um- ræðum um málið á öðrum stað hér á síðunni. mörkum milli læknishéraða, en ekki vildi han,n taka undir það' sem reglu að rétt væri að fækka læknishéruðum. Taldi það ekki heppilegt úrræði. ítrekaði hann enn, að þetta frumvarp myndi auka á vandann, sem glímt væri við, en ekki leysa hann. is Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, gerði þá játningu í ræðu í neðri deild í gær, við umræð’u um frumvarp þeirra Björns Fr. Björnssonar og Gísla Guðmundssonar um heft- ingu sandfoks og græðslu lands, að stjórnarliðið og ríkisstjórn- in teldi sig ekki geta fylgt tillögum, sem stjórnarandstaðan bæri fram, þótt áhugi kynni að vera fyrir málinu rikur og um réttlætis- og sanngirnismál væri að ræða. — Sagði Ingólfur, að stjórnarliðar vildu auðvitað heldur samþykkja frumvörp, sem ríkisstjórnin flytti. H Þessi játning Ingólfs á Hellu er athyglisverð og athugandi fyrir þá, sem mest hafa hrifist af frjálslyndi því, er Bjarni Benediktsson sagði ríkisstjórnina haldna í liinni margumtöluðu áramótaræðu sinni. Bjarni sagði, að stjórnin væri ákaflega frjálslynd í þeim málum, sem allir ættu að geta sameinast um og ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vildu ekkert frem- ur en góða samvinnu við stjórnarandstöðuna um slík mikils- verð mál, er æskilegt væri að einhugur ríkti um og myndi hreint ekki setja fyrir sig að samþykkja tillögur, þótt stjórn- arandstæðingar flyttu þær. — Síðan hélt hann áfram að hlaupa hringinn eins og hans er vandi. KH Þessi játning Ingólfs minnir því óneitanlega dálítið á baldið barn, sem alið er upp á heimili, þar sem illa er talað um ná- búann. Þótt lagt sé ríkt að krakkanum, áður en farið er í skylduheimsókn á næsta bæ, gloprar hann því svo út úr sér við nágrannann í barna- og klaufaskap sínum, hveniig í raun og veru er hugsað til nábúans á heimili hans: Hann pabbi minn bannaði mér að segja, að þú værir ljótur! PJ Ingólfur atyrti þá Björn og Gísla fyrir að flytja þetta mál, þeir mættu vita það, að það væri tilgangslaust. Kom þar greini lega í ljós, hve illa þessi ráðherra fellur við þingræðisskipu- lagið. Einkenni þingræðisskipulagsins er, að þingmenn flytja þau mál, er þeir telja til framfara horfa. Þingmeirihlutinn ræður síðan úrslitum mála, hvort þau ná fram að ganga, eru felld eða samþykkt með breytingum. Það fer ráðherra í þing- ræðislandi illa að finna að því og atyrða þingmenn fyrir að flytja mál, sem hann þó um leið lýsir yfir, að séu mikilvæg og brýn nauðsynjamál. Það fer illa að vera bæði með og móti málum. Það á að láta höfuðsóttarskjátur einar um að hlaupa í hringi. ^ í lok ræðu sinnar í gær komst Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra þó þannig að orði, „að nauðsynlegt væri að stíga stórt skref til „framsóknar" í þessu máli“. TÍMIN N. Íaugardaginn 3. febrú?j 19*2 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.