Tíminn - 03.02.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1962, Blaðsíða 8
f NÆSTLIÐNUM desembermán-1 uði komst útflutningur dilkakjöts skyndilega og óvænt á dagskrá,' og með þeim hætti að eftirtekt vakti. Málið upphófst með því að; í Morgunblaðinu þann 6. dag mán- aðarins birtist leiðari, sem undir j fyrir'sögninni „Kartöflur og útflutt j kjöt“ hafði inni að halda eftirfar- andi ummæli: „Þá eru ákvæði í lögum um það, að ríkissjóður greiði það sem á vantar, til að ná innanlands- verði, þegar kjöt er selt til út- landa. Ákvæði þetta er mjög vafa- samt, vegna þess að það dregur úr áhuga útflytjenda á því að ná hagkvæmu verði erlendis. Mismun inn fá þeir hvort sem er bættan. Það er líka svo, að lítil sem engin alúð hefur verið lögð við þennan útflutning. — SÍS hefur verið aðalútflytjandinn og ekkert gert til að gera vöruna vel úr garði, heldur hafa skrokkarnir ver ið sendir óhrjálegir til útlanda. Hér er þörf á auknu aðhaldi og betri vinnubrögðum.“ Þrem eða fjórum dögum seinna var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá þremur þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Jónasi Péturssjmi, Bjartmari Guðmundssyni og Gunnari Gísla- syni, svohljóðandi tillaga: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að beita sér fyrir, að tilraunir verði gerðar með útflutn ing á dilkakjöti, þar sem reyndar verði nýjar aðferðir með pökkun og verkun á kjötinu, Vei'ði kann- aðir til þrautar hugsanlegir mark aðsmöguleikar fyrir dilkakjötið í hverju því formi, sem gefur hag- stæðast verð.“ Tillögunni fylgdi greinaigerð, sem ég hirði ekki að tilfæra hér, en verð þó að víkja að síðar. Þriðja lotan kom svo í ummæl- um fjármálaráðherrans við fjár- lagaumræður á Alþingi þann 12. desember, og kann ég ekki að til- færa þau orðrétt. Efnislega munu ummæli ráðherrans hafa verið á 'þá leið, að útflutningsuppbætur ríkissjóðs á dilkakjötið hefðu til þessa orðið meiri en eðlilegt mætti teljast. Úreltar aðferðir væru við- hafðar sölu kjötsins og það hlyti að vera hægt að selja það fyrir miklu hærra verð en hingað til, slík afbragðsvara sem það væri. Það fer varla fram hjá neinum að hér er um samræmda árás á Samiband ísl. samvinnufélaga að ræða, og er þá ekki að sökum atí s-pyrja, en allir vita að Sambandið hefur frá upphafi verið eini út- flytjandinn á frosnu dilkakjöti' og Helgi Pétursson: Athugasemd um út- lutníng dílkakjöts aðrir hafa ekki heldur flutt út saltkjöt síðustu 25—30 árin. Sala og útflutningur íslenzkra afurða hefur orðið hlutskipti mitt allt frá árinu 1919, lengst af í þjónustu Sambandsins; framan af sem Sðstoðarmaður og fulltrúi Jóns Árnasonar, þáverandi fram- kvæmdastjóra útflutningsdeildar- innar og síðustu 16 árin sem eftir- maður hans í þeirri stöðu. Það liggur því í augum uppi, að eigi Sambandið einhverja sök í því máli sem hér um ræðir, ber mér öðrum fremur að svara til þeirrar sakar og það mun ég leitast við að gera hér á eftir í sem stytztu máli. Eg verð þá fyrst að minna á að frá upphafi annaðist Sambandið sölu afurðanna i umboði framleið endanna til lands og sjávar, og skilaði þeim andvirðinu að f rá- dregnum kostnaði. Æðsta mark- mið slíkrar umboðssölu er að skila framleiðendunum hæsta verðinu, en til þess þarf stöðugt að hag- nýta beztu markaðina, vanda og bæta framleiðsluna eftir beztu getu, og stilla öllum kostnaði í hóf. Sambandið hefur fyrr og síðar kappkostað að ná sem beztum ár- angri á þessu sviði, og þótt mikill fjöldi manna eigi hér hagsmuna rð gæta hefur lítið borið á óá- «i; Mor-gunblaðið' biitir í igæn grein éftir Helgá Pétursson, framkvæmdastjóra útflutn- ingsdeildar SÍS, þar sem hann svarar ýtarlega skrif- uin Mbl. uin þessi mál und- anfama mánuði. Þar sem í grein þessari koma fram mik ilvægar upplýsingar, er snerta bændur landsins mjög, þykir Tímanum rétt að birta greinina, þótt henni sé að gefnu tilcfni fyrst og fremst beint til Morgun- blaðsins. nægju eða aðfinnslum umbjóðend- anna. Hvað veldur þá þeirri skyndi- legu áiás, sem hér er á dagskrá? Lögfesting útflutningsuppbót- anna á dilkakjöt og nokkrar aðrar Iiúvörutegundir fyrir tveim árum síðan, hlaut að hafa þá breytingu í för með sér, að útflytjandinn selur nú þessar afurðir ekki í um- boði framleiðendanna, sem nú eiga að fá fyrirfram ákveðið verð, heldur í umboði ríkissjóðs, sem er ábyrgur fyrir því veiði. Samband ið var eftir sem áður útflytjandi dilkakjötsins, ekki þó í skjóli r.einnar einokunnar, heldur vegna þess að enginn annar hefur hafizt handa í þessu efni, hvað sem veld ur. Engum vitibornum manni dett ur í hug að Sambandið hafi af ráðnum hug vanrækt skyldu sína sem útflytjandi, til þess að valda ríkissjóði tjóni, og þó er það ein- mitt þetta sem Morgunblaðið gefur í skyn í umræddum leiðara, og ég fæ ekki betur séð, en að áðurnefnd ummæli fjármálaráð- herrans á Alþingi hnígi að hinu sama. Eins og sjá má, örlar hvergi á neinum rökum í þessum mál- flutningi, enda liggja þau ekki á lausu. Hið sanna um útflutning dilka- kjötsins er það, að Sambandið hef ur frá fyrstu tíð og allt til þessa dags gert sér far um, fyrst og fremst að selja það þar sem verð- ifr 9ar i;hæ3t. .á hverjum tíma, og énri fr<ymjr, í, þyí ástap.di. sem. sfcij. aði bezta árangrinum. Markaðirnir hafa að staðaldri verið þaulkann- aðir af þeim starfsmönnum Sam- bandsins, sem haft hafa afurða- söluna með höndum, en þar hafa ýmsir hæfir menn verið að verki fyrr og síðar. Eg nefndi áðan Jón Árnason, en auk hans má minna á Guðmund Vilhjálmsson, Sigurstein Magnússon, Agnar Tryggvason og Valgarð J. Ólafsson svo nokkrir séu nefndir og ég hygg að margir verði mér sammála um að Sam- bandið þurfi ekki að biðja einn HELGI PÉTURSSON, f ramkvæmdastjóri eða neinn afsökunar á vinnubrögð um þessara manna. Árangurinn af starfi þeirra, í góðri samvinnu við íslenzka bændur er sá, að dilka kjötið er selt á beztu mörkuðum heims, í Bretlandi, Bandaríkjun- um og á Norðurlöndum, í sam- keppni við sambærilega vöru, sem er frosna lambakjötið frá Nýjá Sjálandi,. Ástralíu óg Argen- tínu. f upphafi var aðstaða okkar erfið þar sem við urðum að keppa við vöru, sem áratugtum saman hafði unnið sér hefð á mörkuðun- um. Þeir sem fengust til að kaupa íslenzka kjötið, komust þó fljót- lega að raun um bragðgæði þess, og svo hafa vinsældir þess vaxið með árunum, upp á síðkastið eink um vegna þess að það er ekki eins feitt og annað lambakjöt. Nú er svo komið, þrátt fyrir vissa ann- marka á líkamsbyggingu íslenzku dilkanna, að þeir seljast í Bret- landi fyrir sama verð og Nýja- Sjálands-lömbin, sem þar hafa þó liingað til þótt taka öllu öðru fram, og alls staðar annars staðar seljast okkar dilkar fyrir hærra verð. Ef taka á orð Morgunblaðsins um „óhrjálega skrokka“, og fjár- málaráðherrans um úreltar aðferð ir við söluna, sem gagnrýni á það fyrirkomulag að flytja kjötið út og selja i heilum skrokkum, en ekki niðurskorið í neytendaumbúð um, er því til að svara, að þessi hlið málsins er og hefur lengi ver ið í athugun. Sambandið hefur gert ýmsar tilraunir á þessu sviði, en á því eru ýmsir annmarkar, sem ekki verða raktir hér, og enn sem komið er hefur ekki tekizt að ná þannig hærra meðalsöluverði, en um það hlýtur þó allt að snúast, hver sem umbjóðandinn er. Það er líka mála sannast, að langmest- ur hluti milliríkjasölu á frosnu lambakjöti fer fram í heilum skrokkum og þegar út af bregður mun tilgangurinn fremur vera að losna við offramleiðslu en að ná hærra verði. Liggur það ekki í augum uppi, að Ástralíumenn og Ný-Sjálendingar ættu að vera hættir að flytja „óhrjálega skrokka" þriggja vikna sjóleið á markað, með miklu meiri flutn- ingskostnaði en við búum við, ef önnur úrræði reyndust betur? Með þessu er þó engu spáð um framtíðina. Að sjálfsögðu þarf stöðugt að fylgjast með þróuninni á þessu sviði sem öðrum. Eg held að óþarft sé að ræða frekar þátt Morgunblaðsins í þess ari sókn gegn Sambandinu. Nokk- uð öðru máli gegnir um þátt fjár- málaráðherrans, en til viðbótar framansögðu vildi ég mega upp- lýsa eftirfarandi: Rá'ðherrann á nú að hafa öðlazt tveggja ára reynslu af útflutnings- uppbótunum á dilkakjötið, og hún er þessi: Út voru flutt alls 4,465 tonn af árgöngunum 1959 og 1960, og uppbæturnar námu sem næst 31,5 milljónum króna, eða um kr. 7.07 á kíló að meðaltali. Ekki neita ég því að þetta eru tilfinn- anleg útgjöld og víst hefðu þau þurft að vera minni, en hér er þó á fleira að líta. Til dæmis það að sömu árgangar dilkakjötsins voru í sölunni ínnanlands niðurgreiddir af ríkissjóði að meðaltali um kr. 9,80 á kíló. Mér reiknast til að á þessum útflutningi Sambandsins hafi ríkissjóði því sparazt um 12 milljónir króna, miðað við sölu sama magns innanlands, en þar voru niðurgreiðslurnar á valdi f.iármálaráðherrans og flokks hans. Eg veit ekki hvort ríkisstjórnin hefur í upphafi ætlazt til að nið- urgreiðslurnar innanlands yrðu hærri en útflutningsuppbæturnar, én hvað sem því líður, er ég hrædd ur um að ráðherrann hafi gleymt þessari staðreynd á því augna- bliki sem hann var að senda Sam- bandinu kveðju sína frá Alþingi á dögunum. Þá er ekki úr vegi að .gera nokkra grein fyrir söluverði dilka- kjötsins ytra og reyna að fá ein- hvern samanburð við verð sam- bærilegrar vöru þar, en hér er erfiðara um vik. Eg hef ekki hand bær gögn til að gera slíkan sam- anburð, hvað árgangana 1959 og 1960 áhrærir, og verð í þess stað að takmarka mig við útflutninginn aí haustframleiðslunni 1961. Af henni er búið að flytja út og selja 1.838 tonn frosið dilkakjöt, og enn fremur eru seld 307 tonn saltað, sem nú er á förum úr landi. Á tímabilinu frá októberbyrjun til janúarloka hafa því verið seld til útflutnings 2.145 tonn dilkakjöts, og meðalsöluverð þess er kr. 20.45 kílóið frítt um borð, en það jafn gildir kr. 22.70 cif. London. Til að fá réttan samanburð við heild söluverð á Smithfield-markaðinum, þarf að bæta við cif.-verðið upp- skipun, flutningi frá skipi til mark aðarins, geymslukostnaði og heild- söluálagningu og nemur sá kostn- aður um 10% af cif.-verði. Lítum á frosið nautakjöt á sama tíma. Það kostaði í Reykjavík ................... afturp. kr. 34.00 framp. kr. 18.60 London (Argentínukjöt)........ — — 26.60 — — 16.07 Fyrir þennan útflutning fá því|legri vöru á umræddu tímabili, Islendingar verð, sem svarar til | fundið með því að fara mitt á milli kr. 24.97 (kr. 22.70+10%) heild- hæsta og lægsta söluverðs, samkv. söluverðs á Smithfield-markaði, en | vikulegum verðlistum markaðar- meðalheildsöluverð á sambæri- ins, var sem hér segir: Nýja-Sjálandslömb Ástralíulömb Argentínulömb 19,25 pence pr. lb. = kr. 21.35 pr. kg. 17,50 — — — = — 19,41 — — 14,87 — — — = — 16,49 — — dilkaskrokkar í íslenzku sláturhúsi. Eg ætlast ekki til að þetta verði ;tekið sem algildur samanburður, jen hann mun þó fara nálægt því rétta, og samkvæmt honum hefur Sambandinu á áðurnefndu tíma- bili tekizt að ná um 17%, 29% og 51% hærra verði fyrir íslenzka dilkakjötið en Ný-Sjálendingar, T í MIN N, laugardaginn 3. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.