Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 3
Hinn 1. febrúar s I. lögðu Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandarjkjanna, og kona hans upp í 26 daga ferðalag umhverfis hnöttinn.-Þau koma m.a. við í Tokyo, Hong Kong, Kína, jndónesfu og fleiri löndum í Asíu. Auk þess munu þau hafa viðkomu í öllum helztu stórborgum Evrópu. Áður en dómsmálaráðherr ann lagði upp í þessa miklu reisu, raeddi hann við bróður s|nn, Kennedy forseta, í Hvíta húsinu í hálfa klukkustund. Þau hjónin eru I dag stödd í HongKong. NTB—Bruxelles, 9. febrúar. Spánn bað í dag um viðræð- ur við Efnahagsbandalag Evr- ópu um mögulega aðild Spán- ar að bandalaginu, sem síðar geti leitt til fullrar aðildar. Stjórnir Efnahagsbandalagsríkj- anna hafa enn ekki látið í ljósi neitt álit á umsókn Spánar, en vestur-þýzkir stj órnmálafræðingar segjast ekki vera hissa á umsókn inni. Daghlöðin í Bruxelles lýsa almennt yfir ánægju sinni með hana. Verða að breyta efnahagnum í fréttatilkynningu framkvæmda nefndar bandalagsins, þar sean skýrt er frá umsókn Spánar, seg- ir, að Spánn geti þá fyrst öðlazt þátftöku, þegar landið hefur stigið þau sícref, sem nauðsynleg eru til þess að breyta efnahag Spánar í samræmi við ríkin í Efnahags- bandalagipu. Grikkland er nú eina landið, sem hefur aukaaðild að bandalaginu. AD EINANGRA NTB—Washington, 7.—9. febrúar. Talið er, að Bandaríkja- stjórn hafi alvarlega í hyggju að fara formlega fram á það við fastanefnd Atlantshafs- bandalagsins í París, að með- limaríki NATO taki virkan Nærri 300 NTB—Saarbriicken, 9. janúar. Það var upplýst af opinberri hálfu i kvöld, að 287 hafi farizt í námuslysimi mikla á miðviku- daginn, en 10 er saknað enn þar áð aúki. 62 eru særðir og liggja nú á sjúkrahúsum. Milljónir króna hafa streymt til aðstandenda hinna látnu, bæði víðs vegar að úr Vestur-Þýzka- landi og erlendis frá . þátt í að einangra Kúbu. Bandaríkjastjórn vill gjarna, að bandamenn sínir í NATO banni allan útflutning mikilvægra vara ^ til Kúbu og athugi'jafnframt, hvort : ekki sé rétt að stöðva allan útflutn ' ing þangað. I Refsiaðgerðir Ameríku- rjkjanna Áður hafði tilskilinn meirihluti aðildarríþja Ameríkubandalagsins samþykkt að mæla ineð refsiaðgerð um gegn hinni kommúnistísk sinn uðu ríkisstjórn á Kúbu. Aðeins nokkur Suður-Ameríkuríki sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu, en það voru stærstu og þróuðustu ríkin, Argentina, Brazilía og Chile. Argeptina hqfur nú snúið við blaðinu og slitið stjórnmálasam- bandi við Kúbu. Frondizi forseti varð að láta undan kröfum yfir- manna hersins, um að Argentína tæki upp harðari afstöðu gegn Kúbu en á ráðstefnunni í Punta del Este, þar sem Argentina sat þjá við atkvpeðagreiðsluna um Kúbu. Hins végar thkynnti talsmaður Brazilígstjómar í dag, að Brazilía hefði engan veginn í hyggju að slíta stjórnmálasambandi við Kúbu og afstöðu Brazilíu á Amefíkuríkja ráðstefnunni í Punta del Este verð ur ekki breytt. (Fran.h á (5 siðu NTp—Bonn, 9. febrúar. Mestur hluti aSstoSar Vesj;- ur-Þjóðverja við vanþróuð ríki verður í framtíðinni í mynd NTB—London, 9. febrúar. Yfirlýsingar Breta og Banda- ríkjamanna um, að þessi lönd séu að undirbúa sig í að hefja aftpr kjarnorkutilraunir í andrúms- loftinu, hefur vakið mikla reiði í Sovétrikjunum. Jafnframt ræða menn það mikjð á Vesturlöndum, hvernig Sovétríkin muni svara til- lögum Vesturveldanna um utan- ríkisráðherrafund um bann við kjamorkutilraunum. Pravda skrifar í dag, að ákvörð un Vesturveldanna um undirbún- i.ng að nýjum tilraunum sé nýtt skref til aukins vígbúnaðarkapp- hlaups. Blaðið fullyrðir, að það hafi yerið Bandaríkin og Bret- land, sem hafi eyðilagt Geneve- ráðstefnuna um bann við kjarn- orkutiiraunum. Heimurinm hafi nú berlega orðið var við hræsn- isyfirlýsingar Vestuiveldanna. Moskvuútvarpið kajlar ákvörðun- ina alvarlegt högg gegn heirns- friðnum. Ekkert opinberlegt svar hefur verið birt frá Sovétríkjunum við tillögum Vesturveldanna um utan- ríkisráðherrafundinn, en sagt er, að þau hafi afhent Vesturveldun- um svar, sem sé líti.g skuldbind- andi fyrir Sovétríkin. einkafjármagns, sagði vestur- þýzki efnahagssamvinnumála- ráðherran|i, Waltef Scheel, á blaðamannafundi í dag. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 3,5 milljarða þýzkra marka efnahagsaðstoð til vanþró- aðra likja, en fyrir næsta ár hefur ríkisstjórnii) í hyggju að hefja stórkostlega baráttu fyrir því, að einkaaðilar ávaxti fé sitt í fyrir- tækjum í vanþróuðu löndunum. Ríkisstjóniih áiítur, að einka- fjármagriið geti tekið að sér þessa hjálp með tæknilegri aðstoð ríkis- stjórnarinnar. Til þess að auðvelda einkafjárféstingu i vanþróuðu löndunum mun stjórnin koma á laggirnar sérstöku efnahagsaðstoð- arfélagi. Enn fremur er mögulegt, að þau fyrirtæki fái skattfriðindi, seip ávaxta fé sitt í þessum lönd- um. í Tyrkland, Svíþjóð, Sviss og Aust- urríki hafa sótt um viðræður, sem miði að aukaaöild. Bretland og Danmörk hafa sótt um fulla aðild, O'g nú er sá möguleiki fyrir hendi ,að frland verði einhvers konar aðili að bandalaginu. Landbúnaðarafurðir Spánar Umsókn Spánar koim í formi bréfs spanska utanríkisráðherra ans Fernando Castjella til utan- ríkisráðherra Frakklands, Couve de Murville, sam er formaður ráðherranefnd'ar bandalagsins. f bréfinu leggur Castieila á það áherzlu, hversu Spáni sé það nauð synlegt, að halda við og auka út- flutníng landbúnaðarafurða til bandalágsríkjanna. 4, tunglið NTB—Canaveralhöfða, 9. febr. Bandaríkjamönnum tókst í gær að skjóta fjórða veður- tungli sínu á braut umhverfis jörðu. Veðurtunglið var af gerðinni Tiros eins og hiri fyrri. Skotið gékk eins og i sögu, og er tunglið nú komið á braut sína umhverfis jörð í um það bil 680 kílómeti'a fjarlægð. Gervitunglið er útbúið miklu fullkomnari sjónvarpsljósmynda- vél en fyrri veðurtunglin. Hún á að gela gefið veðurfræðingunum á jörðu niðri miklu nákvæmari myndjr af skýjamyndunum og veðrum þar efra en hingað til hafa fengizt. Áð öðru leyti er Tiros IV líkur hinum fyrri. vann Svíinn Ingemar Jo- hannson sigraði Bretann Joe Bygraves á teknisku rothöggi í hnefaleika- keppni, sem fram fór miili þeirra í gærkvöldi. Ingemar náði undirtökun- um þegar í annarri lotu, en blökkumaðurinn var þéttur fyrir og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana, þótt hinn fyrrvergndi heimsmeistari léti rigna á hann vinstii- handarhöggum sínum, sem hann er frægur fyrir. Það sprakk fyrir á vinstri auga- briín Bretans og blóðstraum. arnir runnu niður andiit hans, og í sjöundu lotu gafst hann upp og var Ingémar þar með orðinn sigurvegari. T í M I N N, laugartlaginn 10. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.