Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 9
Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í skemmtiferð inn á Hellisheiði í boði Orku h.f. — á snjóbíl. Dálítið föl var ofan á rifahjarni, fagurt veður, sól lágt í suðvestri og við ókum í gullnum mekki. — Þetta var nýstárlegt ferðalag með snert af ævintýri. En ekki var unnt að ráða af því, hvorsu slík farartæki myndu duga í fannfergi og bratt- lendi. Löngu seinna var ég staddur á Seyðisfirði á leið til Reykjavíkur í brýnum erindum. Hríðarmugga var á og hafði snjóað nokkuð undanfarið. Bíll með drifi á öllum hjólum flutti farþega inn á Neðri- Staf. — Þar beið snjóbíllinn. Efri Stafurinn var ekki árennilegur fyrir sjónum leikmanns, fennt í slóðir og hliðhalli gífurlegur að sjá. Það var heldur ekki ekið hratt. Og á verstu köflunum lét bílstjórinn síga niður ýtublað, sem hann hefur komið fyrir fram- an bílnum, og jafnaði fyrir sér brautina. Þannig var hver hindr- un af annarri sigruð, fumlaust og örugglega, og menn komust leiðar sinnar. —0— Nú er aftur vetur og austfirzkir fjallvegir „lokaðir“. — En yfir Fjarðarheiði fer snjóbíllinn reglu- legar ferðir 2—3 á viku. Það þótti því vel hlýða, að hringja til Þorbjörns og inna hann eftir þessum einstæða þætti í samgöngukerfi landsins: — Vaistu kannske að koma af heiðinni, Þorbjörn? (Klukkan var yfir átta að kvöldi þess 16. jan., þegar ég loks fékk samband við hann). —• Nei, ég iagði aldrei til í dag. Útlitið var ljótt, og færð með versta móti — Hvenær byrjaðir þú með snjó- bíl á Fjarðarheiði? — Það mun hafa verið 1953, og þá með lítinn bíl af „Visit“ gerð, eins og þeir sem notaðir voru við jöklarannsóknir. Þeir bílar voru framleiddir í Kanada fyrir heri bandamanna, ætlaðir til innrásar í Þýzkaland frá Frakklandi, að sögn. — Áttu að geta farið veg- leysur og jafnt á láði og legi. — En hann var allt of lítill, tók að- eins 4 farþega. — Og þú skiptir fljótlega? % — Þessi kóm 1955, fyrsti bíll, sem kom til landsins af þeirri teg- und. Hann er einnig byggður í Kanada en frá annarri verk- smiðju og að ýmsu frábrugðinn, er t. d. á tvöföldum beltum, sem ná alveg fram úr, engin skíði að framan. Inr.rétting hans var mjög óheppileg, vélin í miðjum bíl, sæti ökumanns of aftarlega og farþega- sæti þröng og óhentug. Eg breytti honum eftir fyrsta veturinn, setti vélina niður aftast og fékk við það miklu betra rúm, bæði fyrir far- þegana og flutning. Og nú hef ég keypt annan af sömu gerð. Fékk hann vestan af Brjánslæk. — Hann var notaður til mjólkurflutninga til Patreks- fjarðar o. fl„ en hafði of lítil verk- efni þar og var því seldur. — Verið er að breyta honum í svip- að horf og þeim eldri. — Að sumu leyti er bessi bíll betur búinn, hefur t. d. spil, en það er mjög mikilsvert hjálpartæki. Eg mun ekki setja á hann ýtublað, heldur reyna annan útbúnað, sem ég geri mér vonir um að dugi enn betur. Annars hefur ýtuútbúnaðurinn gert mjög mikið gagn, oft hægt að brjótast yfir með því að beita tönninni þegar ella hefði verið ófæit. — Og alltaf töluvert að flytja? — Það er alltaf þó nokkuð. Fólk og mjólk, póstur og flugfragt. I Brekkurnar niður að SeySisfirði eru brattar og langar og fjöllin umhverfis fjörðinn hrikaleg. Það er betra að vera kunnugur ferðaslóðum. Yfir heiði háa Vilhjálmur Hjálmarsson ræSir viS Þorbjörn Arnodds- son hifreiðarstjóra um snjóbílaferðir yfir Fjarðarheiði - Greinin er úr Austra vetur var þetta með meira móti, einkum fólksflutningar. Einnig hefur nokkuð verið flutt af pósti og bögglum fyrir Neskaupstað. — Annars er mjólkin stærsti liður- inn, undirstaðan. — Seyðisfjörður er ekki sjálfum sér nógur með mjólk og hefur hún nú í nokkur ár verið flutt ofan af Héraði, það sem á hefur vantað. — Hvað eru ferðirnar þéttar? — Hef oftast farið þrjár í viku í vetur, en eftirleiðis. verða tvær fastar ferðir vikulega, á þriðju- dögum pg laugardögum. Það virð- ist alveg nægilegt fyrir allan venjulegan flutning, þó stöku sinn- um geti þurft að fara aukaferðir þegar meira er um að vera. — Hvernig hefur svo færðin verið síðustu dagana? — Hún hefur verið mjög erfið. Og í síðustu ferðinni einhver sú þyngsta, sem ég hef fengið. — Snjór er alldjúpur á fjallinu, efsta lagið samanbarið, en heldur ekki, og undir er þurr snjór og viðnáms- laus, botnleysa Ferðin tók um 8 klst. hvora leið. — Hvað væri hægt að gera til að auðvelda snjóbílnum leiðina? — Seyðisfj.megin varla annað en hafa ýtu til taks í Stöfunum, svo fljótlegt sé að laga sneiðing- ana þegar þeir fyllast af snjó. — Að vísu heí ég augastað á snjólétt- ari leið, sem mætti gera færa. En verkið yrði dýrt og hefur ekki verið fallizt á að verja fé til þess. Héraðsmegin eru kaflar sem tví- mælalaust má laga með hóflegri kostnaði, þannig að undirbyggja veg með ýtu yfir verstu höftin, of- aníburður væri ekki nauðsynlegur fyrir vetrarferðir snjóbíls. — Slik- ar aðgerðir myndu gerbreytá - að- stöðunni, einkum ofan til i fjall- inu. — Telur þú möguleika á snjó- bílasam'göngum á öðrum fjallveg- um í fjórðungnum, t. d. Odds- skarði? — Við aðstæður eins og á Odds- skarði tel ég það útilokað með þeim tilfæiingum sem við höfum nú yfir að ráða. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort ekki mætti koma fyrir betri útbúnaði á snjóbílnum sjálfum til að jafna hliðhalla, t. d. með ein- hvers konar snigli. Hef ég fullan hug á að reyna þetta á nýrri bíln- um, hvort sem ég nú kem því í verk á næstunni. Ef vel tekst til með svona vél- búnað, og með því enn fremur að styðjast við spil, þegar verst læt- ur, tel ég víst að sigrast mætti á Oddsskarði Annars bef ég stöku sinnum farið út fyrir mína föstu leið, t. d. einu sinni til Loðmundarfjarðar um Hraundal og öðru sinni niður á Mjóafjarðarheiði og allt út að Beljandabotni upp af firði. En ekki mundi ég vilja taka upp áætl- unarferðir á þeim slóðum! — Hefur þú sérleyfi á Fjarðar- heiði? — Ónei, enn þá hef ég hummað það fram af mér að taka sérleyfi. Mér finnst hæpið að taka á mig sérskatt fyrir að halda uppi ferð- um á Fjarðarheiði! Hef enda mót- mælt söluskatti af far- og flutn- ingsgjöldum. — Taxti minn er jafnan nokkuð hærri en gengið er út frá á sérleyfisleiðum. Eg verð ekki var óánægju út af þv. Menn virðast meta hitt meira að hafa nokkuð ákveðnar ferðir allan árs- ins hring. — Kanntu að segja frá sérstök- um hrakmngum í vetraiferðum? — Það er helzt í þau tvö skipti sem orðið hafa meiri háttar bilan- ir, og þó einkum í fyrra skiptið. Við vorum þá komnir nokkuð inn á heiði Héraðsmegin. Kafbyl- ur var þar uppi, hvasst, svo heita mátti óstætt veður. Þá bilaði bolti í fjaðrahjörulið með þeim afleið- ingum að gírkassinn lá niður á belti. Viðgerð var ekki framkvæm- i anleg eins og á stóð. Þá var engin sendistöð. Tveir harðduglegir menn, sem með mér voru. Sveinn Guðmundsson póstur og Stefán ; bóndi í Ártúni, brutust i „kofann“ 'um langan veg og náðu símasam- bandi. Gistu þar. Sumir vildu að við færum þangað öll, en ég þorði ekki, því meðal farþega var fólk j allmjög við aldur. Bíllinn skókst j til undan veðurofsanum, en vélin ■gekk meðan benzín entist og allt ! fram á morgun. svo aldrei varð i mjög kalt. Mig grunaði að ill? ! gengi upp að norðan og fór á móti 1 gangandi um morguninn, ýta og ^snjóbíll frá Héraði sátu þá föst efst í Norðurbrún. Þangað gekk svo fólkið í vonzku veðri. Við fór- um öll niður. — Um kvöldið hafði veður og færð lagast svo, að við komumst upp á snjóbíl Héraðs- manna. Viðgerð stóð til níu næsta ( morgun. Við fórum svo niður með báða bílana og ég hélt heimleiðis' um daginn með farþegana. — Þá var þetta orðin meira en tveggja! sólarhi'inga törn.E. t. v. hef ég j Strandatindur ris tignarlsgur upp af kaupstaðnum en hefur stundum sent Seyðflrðingum illar sendingar. | \TÍ MIN N, Iaugardaginn 10. febrúar 1962 eitthvað hallað mér aðra nóttina. En undir þessum kringumstæðum má maður ekki vera of vorkunn- látur við sjálfan sig. Svo var það í fyrravetur. Við vorum að komast upp úr öllum brekkum Seyðisfjarðarmegin, átt- um eftir efsta skaflinn í Fells- halanum. Veður og færi ágætt. Þá brotnaði öxull. Nú var hægt að kalla á aðstoð í talstöðina. Snjó- bíllinn frá Egilsstöðum kom eftir klukkustundar bið og tók farþeg- ana. En ég varð að láta ýtu draga minn á verkstæði. Annars má alveg reikna með því í vondri færð, að ofanbíllinn kom- ist ekki upp að norðan. — Það gefur því aukið öryggi þegar ég hef orðið tvo . snjóbíla tiltæka, en alltaf eru tiltækir menn í neðra sem gætu komið til aðstoðar. Að lokum spyr ég Þorbjörn um ætt og uppruna. Hann kveðst fæddur á Jökuldal 13. marz 1897 og var á Héraði í uppvexti. Faðir hans annars ætt- aður úr næstu fjörðum hér suður- undan og Ingunn móðir hans úr Álftafirði. Til Seyðisfjar'ðar flutt- ist hann 1922 og hélt þar áfram trésmíðanámi, sem hann hafði byrjað í efra árið áður, og lauk því. Tilviljuai réð, að hann komst inn á bílabrautina og kennir það Þorsteini Gislasyni og Guðmundi sálaða Hlíðdal, sem leituðu til hans í vandræðum sínum með við- gerð á bíl hins síðamefnda. Af því hlutust fleiri viðgerðir. Og tók svo próf 1937 til þess að mega hreyfa þá viðgerðu, prófa þá! — Fyrsti bíllinn hans var Gamli Ford, sem hann gerði upp aftur, einn gír áfram, tvískiptur, plús einn afturá- bak! Gírskipting með fætinum. Byrjaði ekki verulega að aka fyrr en eftir 1940. — Og maður heyrði að þú hefð- ir viljað hætta í fyiTa eða hitteð- fyrra? — Já, ég vildi gjarnan losna frá vetrarferðunum. Þóttist vera bú- inn að brjóta ísinn og ekkert eðli- legra en yngri maður tæki við. — En það var ekki svo að skilja að ég væri alveg að leggja upp laup- ana! Og fyrst enginn virtist reiðu- búinn ... Þetta er auðvitað ekki alltaf tek- ið út með sældinni, kannske stund- um 8 klst. akstur milli byggða. Og þó er það allt annað nú, eftir að ég hef fengið röska menn með mér í ferðirnar. En þess á milli gengur allt fljótt og vel. — Eifiðleikarnir standa mér sjaldan lengi fyrir brjósti. Þeir gleymast þegar góðu kaflarnir koma. Og sem betur fer þá eru þeir oft miklu lengri. Þetta segir nú Þorbjörn. Og áð- ur en við kveðjum getum við gjarnan fylgzt með honum síðasta spölinn niður af heiðinni. — Að- stoðarmaðurinn hefur kallað upp Seyðisfjarðarradíó í talstöðina og lætur vita að við séum á Efri-Staf og allt í bezta lagi. Það hallar undan og bráðum eium við í sneiðingnum. Það er orðið dimmt og við sjáum ekki snarbrattann til vinstri. Það er kannske eins gott fyrir þá, sem nú fara þetta í fyrsta skipti. Neðar er sums staðar farið beint undan brekkunni. Ovanur farþegi grípur andann á lofti, leit- ar ósjálfrátt eftir handfestu þegar Þorbjörn stingur snjóbilnum fram af bröttustu brúnunum. Við betri birtu hefði e. t. v. líka mátt sjá einhver Iitaskipti á vanga! Svo verður farþegunum litið til bíl- stjórans og hinn skyndilegi beyg- ur þokar fyrir notalegri öryggis- kennd. — Það er gjarnan fleira en aðdáun á tækni og vélamenningu, sem situr eftir í hugskotinu að lokinni ferð yfir Fjarðarheiði í snjóbíl með Þorbirni Arnoddssyni. Síðasti spölurinn er oftaist hindrunarlaus. Og enn erum við komin á iýstar götur Seyðisfjarð- ar. Þar kveðjum við Þorbjörn. Og um leið og ég nú þakka honum viðtalið vil ég einnig þakka þær reisur allar, sem ég hef með hon- um farið „yfir heiði háa“. V. H. 9 'tí !.l t ’tiil.l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.