Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 12
 ÍÞRÓTTIR •ÍiiilÍiiÍÍÍÍÍÍÍ RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON .v.viv.v.. Mullersmótið í svigi verður á sunnudaginn Sigurvegarar KR f Innanhússknattspyrnunnl. Efri röð frá vlnstri: Sigurgeir GuSmannsson, þjálfarl, Gunnar Felix son, Ellert Schram og Kristlnn Jónsson. Fremrl röð: Hreiðar Ársælsson, Garðar Árnason og Jón Sigurðsson. Ljómynd: Bjarnleifur. Lið KR hafði yfirburði í innanhúss knattspyrnu Afmælismót íþróttasam- bands íslands í innanhúss knattspyrnu var háð í íþrótta- húsinu a'ð Hálogalandi á mið- viku- og fimmtudagskvöld. Guðmundur Sveinbjörnsson, varaformaður Knattspyrnu- sambands íslands, setti mótið, en síðan hófst keppnin. Alls tóku 18 lið þátt í keppninni og bar A-lið KR sigur úr být- u m, sigraði alla andstæðinga sína með yfirburðum. Fyria kvöldið urðu úrslit þessi: Þróttur B — Keflavík B 6—1 Valur A — Reynir A 8—1 Fram ,A — Breiðablik A 8—1 K.R. Á — Keflavík A 6—2 Akranes A — Breiðablik B 13—4 Þróttur B — Víkingur 9—3 Fram B — Valur B 6—3 Þróttur A — K.R. B 7—4 Keflvíkingar voru óheppnir að mæta KR-liðinu í fyrsta leik sin- um, en ef þeir hefðu verið heppn- ari í drættinum er líklegt, að þeir hefðu komizt langt í mótinu, jafn- vel í úrslit. KR-ingum gekk illa með Keflvíkinga framan af, en þeir Gunnar Felixson, Ellert Schram og Garðar Amason gerðu þó örugglega út um leikinn, þegar þeir voru þrír saman inn á. Svo mikil harks var í leiknum, að öll- um leikmönnum Keflavíkur var vísað út af. og var enginn þeirra á leikvellinum nokkrar sekúndur! Slíkt mun nær algert einsdæmi, og var þetta mjög klaufalegt hjá Keflvíkingum. Það var álit sigur- vegara K.R. eftir mótið, að Kefl- vikingar hefðu verið orfiðasta lið- ið fyrir þá. Úrslit síðasta kvöldið urðu þessi: Fram B — Valur A 5—3 Þróttur A — Þróttur B 7—2 K.R. A — Akranes B 10—3 K.R. A — Fram A 11—10 K.R. A — Þróttur A 4—1 Skemmíilegasti leikurinn um kvöldið var milli A-liða Þróttar og Fram og kom það talsvert á óvart, að Þróttur skyldi bera sigur úr býtum. Fram hafði forustuna fram an af og skoraði tvö fyrstu mörk- in í leiknum. í hálfleik var staðan 4—2 fyrir Fram. Þrótti tókst fljótt að jafnan þennan mun og tókst að ná forustunni (6—5), sem hélzt til leiksloka. Um tíma hafði Þróttur þrjú mörk yfir. K.R.-ingar sigruðu andstæðinga sína létt og kom það nokkuð á ó- vart hve þeir áttu létt með Akur- nesinga, en þess má geta, að Hall- dór Sigurbjörnsson, bezti maður Akumesinga, gat lítið leikið gegn KR vegna meiðsla. Úrslitaleikurinn milli KR og Þróttar var aldrei spennandi, því t;’ v......— of miklir. 1 fyrri hálfleik var að- eins eitt mark skorað og voru KR- ingar þar að verki. í síðari hálf- leik komst KR í fjögur mörk áður en Þróttur skoraði sitt eina mark í leiknum. Varnarleikur KR var áberandi beztur hjá liðunum í mótinu, og allur leikur þeirra heilsteyptari en annarra. Mótið var prýðilega vel heppnað og margir áhorfendur bæði kvöldin. Innanhússmótið var erfitt fyr- ir þá leikmenn, sem komust iangt í mótinu. Það veitti því ekki af að hvíla sig vel á milli lelkja. Hér sjást leikmenn bróttar í búningsherberginu að hvíla sig fyrlr lokaátökin Á sunnudaginn fer fram | Múllersmótið, sem haldið er til minningar um L. H. Múller, hinn mikla frumkvöðul skíða- íþróttarinnar hér á landi. Þetta er í annað sinn, sem mótið er haldið, en keppt verður i svigi. Sveitakeppni er og keppt í fjögurra manna sveitum. í Múllersmótið fer fram við skíða skála Skíðafélagsins í Hveradölum og hefst klukkan 2. Nafnakall kepp enda verður kl. 11. í mótinu taka þátt 28 beztu svigmenn Reykja- víkur. Ármann, KR og ÍR senda tvær sveitir hvert félag, eða átta keppendur frá hverju félagi, og Víkingur sendir eina sveit, eða fjóra menn í keppnina. Mótið í fyrra var mjög vel heppn að, en þá bar ÍR sigur úr býtum og mun ÍR-sveitin hafa fullan hug á því, að endurtaka þann sigur nú. Keppt er um far’andbikar, en auk þess fær hver þátttakandi í sigursveitinni verðlaunapening og L. H. MULLER einnig sá, sem beztan braulartíma fær. Nægur snjór er nú við skíðaská) ann og færi ágætt, og má því bú- ast við að mótið geti orðið mjög ánægjulegt. Aðstaða er hin bezta fyrir áhorfendur til að fylgjast með keppninni. Sérstakar ferðir verða frá BSR kl. eitt. PiQ S. 1. laugardagskvöld hélt íþróttafélag Miklaholtshrepps hátíðegt 25 ára afmæli sitt, með hátíðarsamkomu að Breiðabliki. Var þangað boðið öllum hreppsbúum, svo og öll- um félögum, sem fluttir eru burt úr sveitinni ásamt fleir- um. Formaður félagsins, Erlendur Halldór’sson, setti samkomuna, sem var fjölsótt, með ræðu og stjórn- — *Vi L . — — Z Oá.AÍtnM A f, w, n n AW fl 1 ágrip af sögu félagsins, sem stofn- að var 31. jan. 1937. Kom hann víða við og var erindi hans fróð- legt og skemmtilegt. Þá var sýnd- ur gamanþáttur er heitir „Síminn hringir“. Þá var sameiginleg kaffidrykkja og að lokum var stiginn dans með miklu fjöri. Mar'gar ræður voru fluttar. Meðal þeirra sem töluðu voru: Sigvaldi Jóhannsson, sem af- henti félaginu silfurbikar, sem skal vera farandbikar og veittur þeim, sem vinnur bezt afrek í frjálsum íþróttum á hverju ári. Gripur þessi er gefinn af gömlum félögum, sem fluttir eru til Reykja (Framh. á 13. síðu Körfubolti í kvöld Ellefta íslandsmótið í körfuknatt leik hefst í kvöld að Hálogalandi. Bogi Þorsteinsson, formaður Körfu knattleikssambandsins, mun setja mótið, en síðan fara fram tveir leikir. ÍR og Ármann leika í 2. fl. karla og síðan KR og Ármann í meistaraflokki karla. í mótinu taka þátt 31 lið og eru þátttakendur rúmlega 300 eða miklu fleiri en nokkru sinni fyrr. Keppt er í fimm karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. ÍR og KR senda átta lið í mótið, KFR fimm, og Ármann einnig fimm, ÍFK tvo, ÍS tvo, og fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði einn kvennaflokk og er það í fyrsta skipti, sem það félag sendir þátttakendur á körfu knattleiksmótið. Mólið heldur á- fram á sunnudagskvöld. 1& T í MIN N, laugardaginn 10. fcbriiar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.