Tíminn - 10.02.1962, Blaðsíða 7
imf
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta-
itstjóri: Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas
<arlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstof-
ir í Edduhúsinu, afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur
' nkastræti 7 Símar: 18300 - 18305 Auglýsingasími 19523 —
Afgreiðslusími 12323 . — Prentsmiðjan Edda h.f —
Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. i3 eint.
Áfurðalánín stérlækkuð
í hinni glöggu yfirlitsgrein, sem Erlendur Einarsson,
forstjóri SÍS ritar í janúarhefti samvinnunnar um þróun
mála á samvinnuvettvangi s.l. ár segir m. a.:
„Nefna má annað réttlætismál. sem bændastéttin
verður að berjast fyrir. Hér er um að ræða hinn mikla
drátt, sem verður á því, að bændur fái greidd laun sín.
Afurðalán til bænda út á birgSir sauðfjárafurða hafa á
tveimur árum verið lækkuð úr 67% í 50—54%. Lán út á
birgðir sjávarafurða eru hins vegar að minnsta kosti
75% Þótt samvinnufélögin hafi i fiestum tilfellum greitt
bændum meira að haustinu en afurðalánum nemur, eru
þau fæst það fjárhagslega sterk, að þau geti tekið á sig
þá viðbótargreiðslu, sem er ekki aðeins æskileg, heldur
nauðsynleg til þess að bændur sitji við sama borð og
aðrir þjóðfélagsþegnar með greiðslur launa til sín og
sinna.“
Tölur þær, sem hér eru nefndar, tala skýru og hlut-
lausu máli um réttlæti þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr
1 landinu. Stjórnarstefnan hefur ekki aðeins verið sú að
draga úr framkvæmdagetu framleiðsluatvinnuveganna
a’mennt með okurvöxtum, sparifjárfrystingu og tilbúinni
lánsfjárkreppu og gengisfellingum, heldur er markvisst
stefnt að því að kreppa að lífskjörum fólks með því að
vinna að því að menn fái laun sín og afurðaverð greitt
seinna en verið hefur. Og þá er alveg sérstaklega níðzt á
bændastéttinni í þessu efni og sölufélögum hennar, sam-
vinnufélögunum með því að stórlækka afurðalán til
þeirra. Hér er um svo skefjalaust ofstækisranglæti aS
ræða, að menn munu eiga bágt með að trúa því, að nokk-
ur ríkisstjórn skuli gera sig bera að slíku. En hér tala
tölurnar sínu máli, svo að ekki verður um villzt.
Hér er sama ranglætishöndin að verki og ekki vill
unna bændum jafnréttis við aðrar stéttir, þegar um er
að ræða breytingu á lausaskuldum í föst lán, sama við-
horfið og mótaði bráðabirgðalögin, sem nú eru fyrir
þinginu.
Skuldaði 17,6 millj.
í yfirlitsgreininni segir Erlendur Einarsson enn
fremur:
„Hinn 31. desember s.l. skuldaði ríkissjóður vegna
lögboðinna útflutningsuppbóta á kjöt 17,6 millj. króna.
Upphæð þessi fékkst ekki greidd fyrir'áramót, þrátt fyrir
það, að upplýst hefur verið, að ríkissjóður ætti innstæðu
í Seðlabankanum í árslokin, að upphæð 39 millj. kr.
Hvers á bændastéttin að gjalda?"
Þeir munu verða fleiri, sem spvrja, er þeir fá þessar
upplýsingar: Hvers á bændastéttin að gjalda? Menn
muna, að fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen brá
þeirri skrautfjöður í hatt sinn um síðustu áramót og
skartaði ákaft fyrir þjóðinni, að ríkissjóður hefði átt 39
millj. kr. innstæðu um áramótin. Hann gat þess hins
vegar ekki, að þessi upphæð var fengin með því að telja
þarna með nokkra milljónatugi af gengishagnaði frá s.l.
sumri og einnig með því að skulda almannatryggingun-
um meira en hóflegt var.
Og nú koma þær upplýsingar, að fjármálaráðherra
hafi ekki getað komið sér upp „skrautfjöðrinni" nema
níðast á bændastétt landsins og halda fyrir henni hluta
af launum hennar og afurðaverði, sem lögboðið er að
greiða. Hvað er ranglæti af hálfu stjórnarvalda, ef það er
ekki þetta? Það er ástæða til að spyrja einu sinni enn:
Hvers á bændastéttin að gjalda?
Opið bréf til Eysteins
Jónssonar frá sjálf-
stæðisverkamanni
Mig langar til þess að biðja
yður að gera mér smá greiða.
Þannig er mál með vexti, að
Guðjón á Margarnúpi var að
biðja yður um að útvega sér
vinnumann. Ég hef nefnilega
mikinn áhuga fyrir þessu starfi,
ég er Sjálfstæðismaður og vil
komast áfram í heiminum og
þegar ég las bréfið hans Guð-
jóns í Morgunblaðinu um dag-
inn, sá ég í hendi mér að hvergi
á þessu landi hefur verið eins
mikil grózka á síðasta ári og á
Marðarnúpi. Þá ákvað ég að
Ieita yðar hjálpar til þess að
komast þangað norð'ur. Ég er
Sjálfstæðisverkamaður og þess
vegna er ég frábitinn allri
kröfugerð, ég veit, að Bjarni
hækkar kaupið, þegar það cr
tímabært, en samt þori ég ekki
annað en að spyrjast fyrir um,
hvað Guðjón borgar mikið í
kaup. Ég kemst ekki af með
fæði og húsnæði, ég þarf að fá
eitthvað af aurum líka.
En það er bezt að ég segi yð-
ur alveg hreinskilnislega
hvernig mínar ástæður eru og
Iivað ég kemst af með minnst,
til þess að þér getið látið Guð-
jón vita um það.
Ég er 26 ára gamall, kvænt-
ur og á 3 börn. Ég veit, að það
er of mikið fyrir 26 ára gamlan
mann að eiga 3 börn, en þetta
þriðja var nú komið af stað fyr-
ir viðreisn og það reyndist ó-
mögulegt að sporna við því, að
það kæmi, þetta er eins og með
vinstri stjórnarskipin, sem voru
að tínast hingað fram á árið
1961, og eru enn að tefja fyrir
því, að viðreisnin nái tilgangi
sínum.
En ef ég fengi vinnumanns-
starfið á Marðarnúpi og konan
vcrður eftir fyrir sunnan, von-
ast ég til þess, að börnin verði
ekki fleiri. En til þess að standa
straum af svona stórri fjöl-
skyldu hef ég ekki komizt af
með minna en átta þúsund kr.
á mánuði. Ég held, að það sé
ekki gott að komast af með
minna hér‘í Reykjavík. Við er-
um að sjálfsögðu búin að venja
okkur af öllum heimskulegum
lúxus, sem við vöndúmst á í
tíð vinstri stjórnarinnar, að
vísu borðum við enn þá kjöt
tvisvar í viku og drekkum f jóra
potta af mjólk á dag, en það er
kannski heimskulega mikið? Ef
til vill gætum við líka sparað
við okkur sykurinn ögn meira,
en krakkarnir eru nú svo sólgn
ir í sykur, og eitthvað finnst
mér að verði að gera þessum
greyjum til geðs.
Við getum ekki sparað meira
i húsnæði, við borgum ekki
nema tvö þúsund krónur i húsa
leigu, en húseigandinn segir, að
ef hann seldi fbúðina og Iegði
andvirðið í banka, fengi hann
2.950 kr. í vcxti. Þannig að við
förum mjög vel út úr húsaleig-
unni, enda er íbúðin nú ekki
stór. Okkur hefur líka dottið í
hug að það gæti verið ódýrara
að búa í bragv An það sækj-
ast allir svo eftir þvi að komast
í bragga. að það eru allir bragg
ar fullir.
Þegar við erum búin að borga
liúsaleiguna, rafmagn, olíu til
hitunar, mat, Morgunblaðið, út-
svar og skatta (sem er mjög j
hóf stillt), miðann í liappdrætti
Alþýðúblaðsins, sjúkrasamlags
gjöld og strætisvagnafargjöld,
þá cru eftir 7—800 kr. fyrir
fatnaði. Það segir konan mín,
að sé alveg lágmark, því að þó
að hún telji ekki eftir sér að
bæta flíkurnar, skuli hún aldrei
bæta bæturnar, hún sé þó mann
eskja. Ég veit, að svona orð-
bragð er kommúnistískt, en kon
an mín tekur oft dálítið stórt
upp í sig, þó að hún sé sann-
kristin manneskja. Við erum
bæði mjög trúuð og læsum á-
reiðanlega ekkert nema sálm-
ana hans Jóhannessens, ef þeir
væru ekki svona fjandi dýrir.
2.000,00 kr. pr. 6 stk.
Þar með eru upptaldar þarfir
okkar. Við förum aldrei í bíó,
en á meðan ég man, við kom-
umst víst ekki hjá því að fá
okkur sjónvarp á næstunni. Við
hjónin erum bæði sannfærð
um, að sjónvarp sé þjóðinni til
góðs og efli vestræna samvinnu
verulega, a.m.k. á meðan íslend
ingar koma sér ekki upp sjón-
varpi sjálfir. Ætli náist í Kefla-
vík á Marðarnúpi?
Ég hef getað skrapað saman
þcssuin átta þúsund á mánuði
að undanförnu svona oftast
nær. Ég er í bæjarvinnunni á
daginn, eins og aðrir Sjálfstæð-
isverkamenn, og á kvöldin fell-
ur oftast nær eitthvað til, ef
maður hefur augun opin og
kann á það að koma sér í mjúk
inn hjá réttum mönnum, ég hef
t.d. oft komizt í steypuvinnu á
kvöldin, en nú er eins og það
sé minna byggt en áður, svo að
þetta er að vcrða svolítið erfið-
ara. Líklegast cru allir búnir
að byggja. En satt að segja er
ég orðinn dálítið þreyttur á að
vinna stöðugt fram undir mið-
nætti. Ég voua, að vinnutíminn
sé styttri á Marðarnúpi.
Og svo er eitt enn, scm ég
þarf að minnast á. Þannig er
nefnilega mál með vexti, að mig
langar til þess að eignast eitt-
hvað og verða sjálfs mín herra.
i Framhald a 13 s1ðu i
Breyting á kvennakaupi
Eftir ósk Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur launajafnað-
arnefnd samkvæcnt ákvæðum laga nr. 60/1961 um launajafnrétti
karla og kvenna, ákveðið hækkuii á mánaðarkaupi kvenna, samkv.
kjarasamningi dags. 14. júlí 1961, sem hér segir:
3 gr. A-Iiður 4. fl. a.
Byrjunarlaun kr. 3639.00 hækkar um kr. 119.00 í kr. 3758.00
eftir 1 ár — 3854.00 — — — 114.00 3968.00
— 2 ár — 4069.00 — — — 129.83 4198.83
— 3 ár — 4283.00 — — — 147.00 4430.00
— 4 ár — 4509.00 — 155.00 4664.00
3. gr. B-liður 1. fl. b. Byrjunarlaun kr. 4606.00 hækkar um kr. 124.83 í kr. 4730.83
eftir 1 ár — 5004.00 — — — 101.17 5105.17
— 2 ár — 5264.00 — — 98.50 5362.56
3. gr. B-liður 4. fl. a. Byrjunarlaun kr. 2916.00 hækkar um kr. 248.67 í kr. 3164.67
eftir 6 mán. — 3206.00 — — — 263.67 3469.67
— 1 ár — 3834.00 — — — 159.00 3993.00
— 2 ár — 3834.00 —i — — 200.50 4043.50
3. gr. B-Iiður 4. fl. b. Byrjunarlaun kr. 2450.00 hækkar um kr. 203.50 í kr. 2653.50
eftir 6 mán. — 2951.00 — — — 120.00 3071.00
— 12 mán. — 3614.00 — — — 76.00 3690 00
— 24 mán. — 3834.00 — — — 95.67 3929 67
— 4 ár — 3834.00 — — — 159.50 3993.00
— 5 ár — 3834.00 — — — 200.50 4034.50
Samkvæmt samkomulagi milli Félags söluturnaeigenda og V.R.
dags. 27. júlí 1961, gilda framangreindar breytingar hjá þeim aðil-
um, að viðbættum 4%, er bætast á alla kauptaxía, er þar greinir.
sbr. 2, tl. samkomulagsins.
Þá hefur nefndin enn fremur ákveðið hækkun samkvæmt samn-
ingi Apótekarafélags íslands við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
v/afgreiðslustúlkna í apótekum, dags. 23. ágúst 1961, sem hér segir:
8. gr. A.
Launin breytast á sama hátt og samkvæmt 3. gr. B, 4. fl. b„ sji
framanritað.
8. gr. B.
Fyrsta ár kr. 4218.00 hækkar um kr 95.00 í kr 4313 00. annað of
þriðja ár lrr 4408.00 hækkar um kr. 104.83 í kr 4512.83. fjórða ái
kr. 4567.00 hækkar um kr. 78.33 í kr. 4645.33
Á kaup þetta greiðist álag vegna eftirvinnu, næturvinnu og helgi
dagavinnu samkvæmt samningum.
Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda frá og með 1. jan. n.k.
a
TÍMINN, Iaugardaginn 10. febrúar 1962