Tíminn - 11.02.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 11.02.1962, Qupperneq 1
Fimm rithöfundar skrifa á baksíðu blaðsins höfundaréft Fóik er beöið að athuga, al kvöldsími blaðamanna er 303 Kompás spíra stolið Vestmannaeyjum, 10. febrúar. Svo bar til hér í nótt, að brot- inn var upp kompás í bát í höfn- inni- og spíritusinn tekinn af hon- um. Veldur þetta nokkrum ugg manna á meðal, þar’ sem vitað er að vínandi sem þessi er eitraður. Hefur verið birt tilkynning um þetta, þar sem þeir eru beðnir að gefa sig fram, sem vínandann tóku. í nótt þurfti að dæla upp úr manni sem hafði fengið krampa, og var það atvik talið standa í sambandi við spíra-hvarfið. Mál þetta er í rannsókn. ________________________________________ POWERS í SKIPTUM FRANCIS POWERS Berlín, 10. febrúar. Bandaríski flugmaðurinn Francis Powers, sem skotinn var niður yfir Sovétríkjunum í maí 1960, var í morgun lát- inn laus og afhentur fulltrú- um Bandaríkjanna í Berlín. Samtímis afhentu fulltrúar Bandaríkjanna Rudolf Abel, sem var dæmdur 1957 í Bandaríkjun- um fyrir njósnir, og A.-Þjóðverjar afhentu bandarískan námsmann, er þeir höfðu handtekið í fyrra og kært fyrir njósnir. Mál Powers vakti mikla athygli Framhald á 15. síðu Mælzt til að börn yrðu sótt í skólana KENNSLU HÆTT VEGNA VEÐURS Á fimmtudaginn geði suð- vestan kalsaveður hér í Reykjavík og víða í nágrenn- inu, og hefur það haldizt síð- an. í gær var éljagangur um nær allt landið nema austan til. í gærmorgun mældust 9 vindstig í Reykjavík, á Kefla- víkurflugvelli, Eyrarbakka og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar. í gær birtist í hádegisútvarpinu tilkynning frá fræðslustjóranum í Reykjavík, þar sem því var beint til foreldra að senda ekki börn sín í skóla eftir hádegið, nema þau yrðu sótt þangað aftur. Enn frem ur var lesin upp tilkynning frá Austurbæjarskólanum um, að kennsla félli niður eftir hádegið ivegna veðurs. — Þegar blaðið | hafði samband við veðurstofuna , um tvöleytið í gær, var talið, að búast mætti við svipuðum élja- Igangi og vinstyrk það sem eftir I var dagsins. I Þegar spurzt var fyrir hjá_yega j gerðihni í gær, var vérið áð rýðja Suðurlandsveginn upp frá Reykja | vík. Krýsuvíkurleiðin var þá fær |0g Hvalfjarðarleiðin var það einn ;ig í gærmorgun. Frá Hvarfi langt suður í haf Rokið og éljagangurinn nær yfir svæðið frá Hvarfi og langt suður í haf, en áttin er suðvest- an. Klukkan átta í gærmorgun var Gullfoss staddur skammt suður af Reykjanesi í 10 vindstigum, er. veð (Framhald á 15 siðu Dattí sjáim Klukkan 1:45 í fyrrinótt henti það við Ægisgarð, að kona nokkur datt I sjóinn. Henni var bjargað um borð í enska togarann Red Sabre, sem liggur við Ægisgarð. Konan var síðan flutt á Slysa varðstofuna, en þar sem henni hafði ekki orðið meint af þessu miðnæturbaði við Ægisgarð, var hún flutt heim til sín. - ■ .............. - Liósmyndari Tímans tók myndirnar hér til hliSar í svartasta élinu í gær. Það var sannkallaður blindbyl- ur þá stundina, og fólk mátti hafa sig allt vlð að hemja á sér höfuðfötin. — Fólk gerðl tvennt í einu, að skýla andlitinu og halda höttunum kyrrum. Mynd- Irnar eru teknar á horni Pósthússtrætis og Austur- strætrs, en þar er gjarnan hvasst í bænum, þótt vel viðri. Því miður var eng- inn viðstaddur til að taka mynd af Ijósmyndaranum, en hann hefur áreiðanlega þurft að halda vel um vél sína, sem að sjálfsögðu er eins og hver önnur kóróna altra góðra blaðaljósmynd- ara og því höfuðfat í viss- um skilningi. (Ljósmynd: G. E.) ?' ■ í • ■ MSSBSk

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.