Tíminn - 17.02.1962, Síða 9

Tíminn - 17.02.1962, Síða 9
Sumarið 1951 bað sýslumaður Árnesssýslu, Páll Hallgrímsson, mig um að koma aus'tur í Hvera- gerði til þess að líta á húseignir, sem í ráði var að kaupa fyrir starf semi elliheimilisins, en nokkur hugur var í mönnum um að ráðast i þá framkvæmd. Þorvarður Guð- mundsson frá Litlu Sandvík hafði gefið allverulega fjárhæð í sjóð, sem verja skyldi til elliheimilis og ýmsir aðrir áhugamenn í sýslunni með Dag Brynjólfsson, formann Búnaðarfélags Suðuilands í farar- broddi, veittu málinu mikilsverðan stuðning. Endalok urðu þau, að ég tók að mér fyrir hönd Grundar að koma upp elli- og dvalarheimili Arnes- inga í Hveragerði — en uppá- stungu að því að svo varð átti Guð- jón Sigui’ðsson í Gufudal. Síðan Elli- og dvalarheimilið Ás tók til starfa, eru nær 10 ár, og margs að minnast, þegar litið er yfir farinn veg, enda þótt áfanginn sé ekki lengri. í Asi eru nú 23 vistmenn, 14 kon ur og 9 karlar, en vistplássin eru fleiri, samtals 35. Er því hægt að bæta mörgum við, en á sumrin eru reyndar flest vistplássin fullskip- uð. Húsin okkar eru nú 12 að tölu, mörg þeirra eru fyrir garðyrkju- menn og aðra, sem hjá okkur starfa. Gróðurhús höfum við einn- ig nokkur, sem og garðrækt. Allt er þetta enn fremur lítið að vöxt- um, en þó á framfaraleið, á von- andi eftir að stækka og eflast. — Ástæðan fyrir því, að ég fór að starfa í Hveragerði er sú, að mér fannst það vera skylda mín að hlýða því kalli til starfa, ekki sízt vegna þess, að hér var um fyrstu tilr'aun til sam.starfs á þessu sviði að ræða — borgin og sveitin tók- ust í hendur til þess að leysa að nokkru þjóðfélagslegt vandamál. Enn fremur vegna þess, að ég trúi því, að mikill lækningamáttur sé í hverahitanum, leir, vatni og gufu, en um þau mál öll hafði Þórður Sveinsson prófessor og læknir sagt mér margt og merkilegt. Erfiðleikar fólksins í dreifbýl- inu, í sveitinni, eru margir og þá ekki sízt vandamálið með eldra fólkið, sem er orðið lúið og farið að heilsu, eftir langt og mikið ævi- starf. Þessu fólki þarf oft að finna samastað. Manneklan í sveitinni er mikil og er því oft og tíðum bók- staflega ekki unnt að hlúa að veiku og lasburða eldra fólki, sem skyldi. Til Reykjavíkur, á Grund, kemur oft fólk til dvalar úr sveit- um landsins, .ekki sízt rúmliggj- andi sjúklingar. En margt af þessu fólki myndi frekar vera heima í sveitinni sinni, eða í kaup staðnum, ef nokkurt hæli væri þar fyrir það. Nú er verið að tala um cg ráðgera að reisa hæli fyrir eldra fólk í Borgarnesi, og víðar, og vona ég fastlega að úr verði. Hefur verið bent á, að kirkjan í landinu, söfnuðirnir, ættu að taka málið upp og stofna og starfrækja heimilin og hælin fyrir elztu sókn- arbörnin, þegar þau þurfa þess með. Myndi slík stárfsemi verða til þess að auka veg kirkjunnar og gefa prestum hennar kærkomið tækifæri tii þess að vinna enn meira og betur fyrir elztu sóknar- börnin en hingað til hefur verið kostur á. Að Ási i Hveragerði tökum við á móti fólki til dvalar um lengri og skemmri tíma — fyrir utan okkar venjulega vistfólk. Kom það oft fyrir, að spurt var um vispláss fyr Hveragerði og framtíðin ii föður eða móður vegna þess, að ungu hjónin þurftu að fara í ferða- lag, líka komu veikindi oft til sög- unnar. Ástæðurnar voru margvís- legar, en sjaldan var hægt að hjálpa, vistplássin á Grund ætíð fullskipuð. En enda þótt vistpláss hefði verið laust, þá gat það stund um valdið sársauka að koma hing- að í fjölmennið alókunnugur, með an börnin voru að heiman. Þetta mál hefur margar hliðar og er erf- itt oft á tíðum, en nú getum við leyst úr því að nokkru. 1 einu af húsum okkar í Hveragerði höfum við aðstöðu til að taka á móti slík- um gestum, getum haft eldra fólk- ið hjá okkur í ágætum híbýlum, og reynt að láta því líða vel, helzt betur en áður, ef þess er nokkur kostur. Að sjálfsögðu er aðalstarfið í Ási fyrir eldra fólkið, en við höf- j um reynt a* vinna nokkuð að öðr-1 um málum, enda er margt hægt að gera í Hveragerði, sem og svo víða í landinu, og þurfum við ekki á neinum sérfræðingum erlendis frá að halda, til þess að segja okkur fyrir verkum. Hitt höfum við gert og eigum að gera — fengið þá til ráðuneytis og leiðbeininga, sem og að senda menn utan til þess að afla menntunar og þekkingar á ýmsum sviðum. Undanfarin ár hafa allmargir þýzkir vísindamenn komið á okk- ar vegum til Hveragerðis til þess að athuga um notkun hverahita, leirs, vatns og gufu til lækninga. Er nú vissa fyrir því fengin, að sumir fá nokkra bót á heilsu sinni með notkun hverahitans og hefur Heilsuhæli Náttúrulækningafélags- ins þegar starfað í nokkur ár. At- huganir og i'annsóknir, sem gerð- ar hafa verið, eru sendar til heil- brigðisyfirvalda landsins. j veit óg ekki, en líklega á það nokk uð langt i land eins og svo margt annað. Skilningur manna og áhugi á þessu miklr. velferðarmáli er hverfandi lítill. Flestir telja þetta allt hégóma og tómt mál að tala um. — Jarðýta var fengin til þess Bananar vaxnir við íslenzka sól og hlta úr iðrum jarðar í Hveragerði Enn um nokkurt skeið verður þessum athugunum haldið áfram, og koma á þessu ári erlendir vís- indamenn til þeiira starfa. Hve- nær hafizt verður handa um fram- kvæmdir, þ. e. reisa gistihús og heilsuhæli (Hotel Sanatorium) í sumar að ýta ofan í hveri og hol- ur á hverasvæðinu, sem notaðar liöfðu verið fyrir öskuhauga. Þetta þótti handhægara heldur en að ; hreinsa upp óþveiTann. Nú er ! þetta allt fint og flott á yfirborð- j inu, en allur óþverrinn og draslið kemur fyrr eða síðar upp í guf- junni. „Þetta er vonlaust“, segja jflestir. — „Hvers vegna eitu að þessu, skilurðu aldrei, að fólkið Ivill þetta ekki, láttu það í friði og farðu aftur til Reykjavíkur“. — Ýmislegt þessu líkt er sagt við mig, reyndar ekki eins oft nú og áður. — Prófessor Dr. Lanmeyer, íslandsvinurinn góðkunni, sem oft kom til íslands, sagði eitt sinn við mig í Hveragerði, þegar við vor- um að tala um framtíðina: „Gísli, þér skuluð ekki vera áhyggjufull- ir um framtíð Hverageiðis. Eg er talsvert eldri en þér, og ég man eftir litlu sjávarþorpi heima í Þýzkalandi um aldamótin, það leit líkt út og Hveragerði, en þér ætt- uð að sjá það í dag — einhver allra fiægasti og mest sótti bað- staður Þýzkalands. Á þessum stað var það sama fyrir hendi og er hér í Hveragerði, — möguleikarnir, — hvenær þeir verða notaðir, vitum við báðir ekki, en hitt vitum við, ekkert mannlegt afl getur til lengdar stöðvað þróunina". Orð þessa lífsreynda, ágæta vinar míns eru mér nnnnisstæð, og ég veit, að það er i'étt, sem hann sagði, en mig langar mikið til þess sjálfan, að sjá drauminn um baðstað í Hveragerði rætast — þess vegna verður haldið áfram, þótt seint gangi. Við höfum nokkur gróðurhús og framleiðum að sjálfsögðu fyrir Grund og As tómata, gúrkur, kál- meti og ýmislegt annað, sem og nokkuð af blómum. En ég held, að mikið sé hægt að gera á þessu sviði og nokkur nýmæli hefur garðyrkjustjórinn, Guðjón Björns- son, þegar tekið upp í ræktuninni. Verður því starfi haldið áfram, enda vonum við að nokkur árang- ur verði, og að þessi starfsemi verði vísir að öðru meira, sem kem ur fólkinu i landinu til góða. Flestir, 'sem þessa grein lesa, þekkja mig ekkert persónulega, en hinir m’unu segja: „Er nú ekki nóg komið af skýjaborgum og loft- köstulum, af hverju er hann að þessum skrifum, er ekki nóg, að hann heldur hrókaræður yfir okk- ur, ef honum gefst tækifæri til?“ Svarið við þessu og þvílíku er þannig: — Vissulega er margt vel gert í nverageroi. par eru margir ágætir garðyrkjumenn. sem árum saman hafa ræktað alls konar grænmeti og blóm, og þekkja vel til sinna starfa. Fólkið getur stað- ið saman um hugðarefni sín og á- hugamál, og hjálpsemi þess er mik il. Rétt fyrir jólin gaf t.d. Kven- félagið út kort til ágóða- fyrir kirkjubyggingasjóð. Samvinna við fólkið er ágæt, og við höfum starf andi hjá okkur úrvals fólk. En samt sem áður þarf maigt að gera, mörgu að breyta, til þess að Hvera gerði sé fært um sitt forystuhlut- verk. Verkefnið er ekki aðcins, að þar komi upp fyrsti baðstaður Is- lands, heldur þarf þar að verða blómabær, fallegustu garðar lands- ins í kringum húsin, sýningarskál- ar, þar sem innlendir og erlendir menn dást að þeim undrum, sem gerast, þegar hverahitinn er not- aður af kunnáttu og vísindin tekin með í ráðum og framkvæmdum. En Hveragerði getur líka orðið friðsælt athvarf eldra fólksins. Fólkið, sem unnið hefur vel og lengi fyrir land og þjóð, en það gerir hver og einn, sem vinnur af skyldurækn: og trúmennsku störf- in sín, þetta fólk á að geta fengið ef það óskar. athvarf í blómabæn- um, garðyrkjubænum og baðstaðn um, sem fyn eða síðar verður að veruleika f Hveragerði. Og að síðustu þetta: Ræður og skrif um framtíðina og verkefnin í þessu stóra og hart- nær ónumda landi, verða aldrei of margar eða of mörg. Aftur og aft- ur þarf að tala kjark í fólkið, von- leysið lýsir sér oft í landflótta, framtaksleysið verður að víkja fyr- ir duglegurr. athafnamönnum, sem vilja vinna af alhug fyrir land og þióð. Við megum aldrei gleyma því, að við erum hér aðeins skamma stund, við þurfum að reyna að vinna saman að velferð fólksins og koma málunum þann- ig. að hlutur lítilsmagnans verði aldrei fyrir borð borinn. Við þurf- um að hugsa um hag náungans — um leið og við vinnum fyrir okk- ur sjálf. — Gísli Sigurbjörnsson. Rusl i hver f Hveragerði Norræni Snmar- Háskólinn í Finn- !andi Norræm Sumarháskólinn verð- ur haldinn i Finnlandi í ágústmán- uði n. k. og mun að venju standa yfir tæpar 2 vikur. Er þetta í 12. sinn, sem Sumarháskólinn starfar. Yfirleitt hafa um 250 norrænir stúdentar, kandidatar og háskóla- kennarar sótt hann á sumri hverju. og ávallt verið um nokkra þátt- töku að ræða héðan. Tilgangur Sumarháskólans er að ræða efni, sem Iiggja á mörkum ýmissa fræði- greina, og hamla þannig á móti of mikilli sérhæfni. í öllum háskóla- bæjum á Norðurlöndum eru haldn- ír umræðufundir að vetrinum til undirbúnings þátttöku í Sumarhá- skólanum sumarið eftir, en þar skiptast menn í hópa eftir áhuga- málum. Gefst mönnum þar tæki- færi til að kynnast persónulega þeim, sem stunda hliðstæð stöif á Norðurlöndum eða glíma við svip- uð viðfangsefni. Hér hafa verið haldnir undir- búningsfundir í Háskólanum siðari hluta vetrar, og er svo einnig ráð- gert nú. Þátttaka er heimil öllum, er lokið hafa stúdentsprófi, og skulu þeir sem áhuga hafa, snúa sér til þeirra Ólafs Björnssonar, prófessors eða Sveins Asgeirsson- ar hagfræðings, fyrir 15. febrúar r..k., en þeir veita allar nánari upplýsingar. TIMIN N. laucardauur 17. febrúar 1962. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.