Tíminn - 17.02.1962, Qupperneq 13

Tíminn - 17.02.1962, Qupperneq 13
M I N N I N G: Pétur HjáSmtýsson í dag er kvaddur í Fossvogs kirkju Pétur Hjálmtýsson, Barðavogi 36, en hann lézt í sjúkrahúsi 11. þ. m. Jóhann Pétur hét hann fullu nafni, fæddur 29. sept. 1875 á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Hjálmtýr hrepp- stjóri Magnússon og Sigríður Jónasdóttir, er lengi bjuggu á Svínhóli, en síðast á Kvennabrekku. Voru þau hjón vinsæl og vel metin, enda af traustum og merkum ættum komin, sem of langt yrði að rekja. Skal hér að- eins fárra atriða getið. Hjálm Ritgerðarsamkeppni um vernd tannanna Fræðslunefnd Tannlæknafélags íslands hefur ákveðið í samráðl við fræðslustjóra Reykjavíkur og fræðslumálastjóra, að efna til rit- gerðarsamkeppni um efnið: — „Hvernig get ég verndað tennurn- ar?“ Tilgangurinn er að hvetja sem flesta nemendur á barna- og ungl- ingastiginu til umhugsunar um hirðingu og vernd tanna sinna. Öllum börnum á fræðsluskyldu- aldri, er gefinn kostur á að taka þátt í keppninni og ritgerðirnar skulu ekki vera lengri en 350 orð. Þær skulu samdar með hliðsjón af væntanlegum blaðagreinum fræðslunefndar Tannlæknafélags íslands og öðnim upplýsingum, er börnin geta aflað sér. Greinar fræðslunefndar verða 5 að tölu, og mun hin fyrsta birtast í öllum dagblöðum Reykjavíkur laugardaginn 17. febrúar og Mðan hver greinin af annarri á sama hátt með viku millibili og sú síð- asta hinn 17. marz. Ritgerðir í sama skóla skal skiifa á arkir af sömu stærð og gerð til þess að auðveldara verði að vinna úr þeirn. Ritgerðirnar á að skrifa í skólanum undir um- sjón kennara, og vinnur hver skóli úr sínum ritgerðum, en sendir_3 þær beztn til Tannlæknafélags ís- lands, Reykjavik, merktar nafni höfundar og aldr'i, bekk og skóla. Fræðslumálaskrifstofan hefur Iof- að að annast miUigöngu, ef skól- um þykir hentara að senda rit- gerðirnar þangað. Við mat ritgerðanna verður tek- ið tillit til aldurs nemendanna. Skólar, sem taka þátt í keppn- inni, þurfa að hafa lokið henni fyr ir 1. apríl og póstleggja ritgerðim ar fyrir 10. sama mánaðar. Bezta ritgerðin úr hverjum skóla fær viðurkenningarskjal. Þar að auki verða veitt verðlaun, bækur o. fl., fyrir nokkrar beztu ritgerðh'nar, og tvær þær, sem skara fram úr, verða verðlaunað- ar með flugfari innanlands. týr hreppstjóri var fimmti maður í beinan karllegg frá Brandi hreppstjóra Skeggja- syni, er bjó í Hvammsdal í Saurbm 1703 og var kvæntur Halldóru Teitsdóttur prests í Bitruþingum, af Eydalaætt. Sigríður kona Hjálmtýs var dóttir Jónasar á Vatni í Haukadal Marteinssonar. En afi Marteins var Egill Egils- son hinn auðgi á Vatpi. Dótt- ursonarsynir hans voru hinir nafnkunnu Sívertsens-bræð- ur: Ólafur prófastur í Flatey, Þorvaldur umboðsmaður í Hrappsey og Matthías á Kjörs eyri. Pétur var yngstur barna þeirra Hjálmtýs og Sigríðar. Elzt var Sigurrós húsfreyja á Hörðubóli (d. 1925), næstur Magnús í Miðskógi (d. 1936), þá Jónas (d. 1885) og næst- yngstur Hildiþór á Harrastöð- um (d. 1922), nafnkunnur fyrir gestrisni og greiðasemi, enda voru Harrastaðir í mik- illi þjóðbraut í hans búskap- artíð. Þegar Pétur var níu ára, drukknaði faðir hans í kaup- staðarferð. En hann átti að, auk móður sinnar, góð systk- in, og naut því öryggis og góðrar aðbúðar um öll æsku- ár sín. Kom snemma í ljós, að hann var starfh'neigður og lagvirkur, athugull og hagsýnn. En þröngt varð mörgum svigrúmið í þá daga, er þeir vildu fara að eiga með sig sjálfir. Skortur var á jarðnæði við hæfi framsæk- inna ungra manna. Pétur hóf búskap á Hörðubóli, en síðar Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andiát og iarða rför Friðjóns Jónssonar, frá Bjarnasföðum Rósa Þorsteinsdóttir og dætur. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Breiðfjörð Sigurðssonar frá Hofakri, Hvammssveit. Sesselía Bæringsdóttir, börn og tengdabörn. bjó hann á Gautastöðum og í Skógskoti, lengst af þessi ár í tvíbýli. Búnaðist honum þó farsællslega þrátt fyrir erfið ar aðstæður að ýmsu leyti og mikinn tilkostnað. Eftir 15 ára búskap í Dölum fluttist hann að Ytra-Leiti á Skógar strönd. Blómgaðist þar hagur hans. Bú hans var stórt, eftir þeirrar tíðar mæli- kvarða, og að því skapi gagn- samt. Er búskaparsaga hans vissulega fagurt dæmi um það, hve miklu iðjusemi, ár- vekni og hagsýni fær áorkað. Kona Péturs var Helga Þórðardóttir á Harrastöðum, síðar lengi á Glitsstöðum í Norðurárdal, Þorsteinssonar, ágæt kona að mannkostnm og í starfi, eins og hún átti kyn til. Hún lézt fyrir 13 ár- um. Börn þeirra, öll búsett í Reykjavík, eru: Sigríður kaup kona, Hjálmtýr kaupmaður, Fanney, starfar við Þjóðleik- húsið, og Þórdís Valgerður; sér um heimili beirra. Vorið 1935 brá Pétur búi og fluttist tii Reykjavíkur. Ekki settist hann þá í helgan stein, heldur vann sleitulaust, eink- um í smíðastofu sinni, meðan kraftar entust. En öruggt skjól átti hann hjá börnum sínum til æviloka. Pétur Hjálmtýsson var hæg látur maður í framgöngu og lítt gefinn fyrir ag Játa bera á sér, ljúfur í viðmóti og íhugull, en óhlutdeilinn um annarra hagi. Með þökk og virðingu er hann nú kvaddur af mörgum vinum frá fornri og nýrri tíð. Jón Guðnason. Sænsku samvinnufélögin FramhaJd al 7 síðu og verkalýðshreyfingarinnar í Svlþjóð. Formaður sænsku verkalýðsfélaganna, Arne Geij- ir, flutti ýtarlegt ávarp á sein- asta aðalfundi KF, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, ag leiðir samvinnuhreyfingar- innar og verkalýðslhreyfingar- innar lægju saman á mörgum sviðum og frá sjónarmiði verka lýðshreyfingarinnar hefði sam- vinnuhreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélagi nútímans. Samstarf samvinnu- hreyfingarinar og verkalýðs- hreyfingarinnar hefur nýlega verið áréttað með því, að þess- ar hreyfingar beita sér nú sameiginlega fyrir fjársöfnun, sem síðar á að verja til náms- styrkja handa væntanlegum leiðtogum samvinnufélaganna og verkalýðsfélaganna í Asíu og Afríku. Á síðasta aðalfundi KF var þetta mál mjög rætt og hafði hinn þekkti kvenskörungur Alva Myrdal framsögu um það. Hún rakti það m. a. í þessu eri.ndi sínu, að forustumenn flestra þessara landa hefðu mikla trú á því, að samvinnufélagsskapurinn gæti átt góðan þátt í uppbygg- ingu þeirra. í þeim efnum væri skemmst að minnast þeirra orða Nehru, að þrennt væri nauðsynlegt í hverju sveita- þorpi í Indlandi í framtíðinni. eða skóli, lýðræðislega kosin sveitarstjórn og samvinnufélag. Menntun, lýðræði og samvinna eru beztir hornsteinar heil- brigðs þjóðfélags. Þ.Þ. Tannlæknaþjónusta Framhald £f 8. síðu Hið opinbera þarf auðvitað að hafa forustuna, því ag þetta er mikið fjárhagsatriði, og varðar alla þjóðina. Þyrfti að fá tannlækni til þess að sjá u;m þessi mál og skipu- leggja þau frá grunni. Gera þyrfti framtíðaráætlun og fylgj- ast síðan stöðugt meg þeim miklu framförum, sem nú eru að verða á sviöi tannlækninga, aðal- lega hvað tækjum viðvíkur, til aukinna afkasta og minnkunar sársaukans. Sérstaklega til þess að nýta til fullnustu þá fámennu starfskrafta, sem völ er á. En sum þau tæki, sem nú eru notuð hér í skólum bæjarins, þyrftu nauðsynlegra endumýjunar með til þess að fylgjast með þeim kröf- um, sem gerðar eru nú til dags til slíkra tækja. Því má heldur ekki gleyma, þegar gerðar eru áætlanir um skólabyggingar, að gera strax í upphafi ráð fyrir góðri aðstöðu til tannlæknisþjónustu í sjálfum skólunum. Ekki er að búast við að fáist tannlæknir til starfa við alla skól- ana strax, en frumskilyrðig er, að stöðumar séu opnar, starfsskil- yrðin góð og launin sæmileg, þegar menn bjóðast og koma frá námi. Skortur er á tannlæknum víða, t.d. á Norðurlöndum, en þess vegna er nauðsynlegt að nýta sem bezt þá starfskrafta, sem kostur er á. En hvergi nýtast starfskraftarnir betur en við skóla tannlækningar, þar sem haft er reglulegt eftirlit með tönnunum og skemmdirnar verða því aldrei mjög útbreiddar og miklar. Þetta er sjúkdómur, sem draga má verulega úr, með tiltölulega lítið tfmafrekum aðgerðum, séu þær framkvæmdar á réttum tíma. Sé aðgerðin aftur á móti dregin, verður hún margfalt tímafrekari, eða kannski óframkvæmanleg. Við höfum fengið erlenda sér- fræðinga í efnahagsmálum, um- ferðamálum, loftvarnamálum o.s. frv. En vig þurfum ekki s'iður að fá sérfræðing og þá láklega helzt frá Skandinavíu, til að skipu- leggja tannlækningar í skólum frá grunni og varnir gegn tann- skemmdum. Einmitt núna er rétti tíminn til slíks, þegar byggja þarf allt frá grunni. Tannlæknafélag íslands. Getur Tomy (Framhald af 2. síðu). Englandi og víðar, og skoðanir manna skiptar á þessari ráðstöf- un. Vissulega er Sunday Times réttu megin í pólitíkinni og hef- ur slíkt álit, að ef menn vilja teljast betri tegundar, þá kaupa þeir Sunday Times. Enda er það talið fullvíst, að ef um annað dagblað hefði verið að ræða, hefði þetta alls ekki komið til greina, jafnvel þótt Tony hefði bráðlegið á aurum. Aumingja Tony! Það er svo sem von, að hann vilji vera eins og aðrir menn, þó að hann sé giftur Margréti prinsessu. En það er vandlifað í þeirri stöðu, menn fylgjást með hverju skrefi hans óg tala um allt, sem hann tekur sér fyrir hendur. Svitaperlur (Framhald af 4 síðu) en maður á að vera bjartsýnis- maður — er það ekki? — Ann- ars er þetta allt saman skrifað í stjornurnar. — Við erum að fægja stjörn- urnar, segir Bidsted, — svo að við getum lesið, hvað stendur þar. — Já, þetta er allt skrifað í stjörnurnar, segir leikstjórinn og horfir þögull fram í áhorf- endasalinn. Birgir. Sænsk úrvalsframleiðsla L E VIN-FRYSTIKISTUR 150 — 250 — 410 lifra. Samband ísl. samvinnufélaga Véladeild. TÍMINN, laugardagur 17. febrúar 1962. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.