Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 2
ÞUNGAVARAN KOMIN Á SVID Strax að lokinni sýningu á Gestaganginum hans Sigurðar A. Magnússonar í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld var hafizt handa með að taka upp úr kössunum frá Möbeltransport í Kaupmanna- höfn, sem innihéldu leiksviðs- búnaðinn í My Fair Lady. Eins og frá var sagt í gær, er þar ekki um neina smámuni að ræða, heldur varning í tonnatali. Sviðin i My Fair Lady eru hátt í '20 talsins, svo nóg verður að gera fyrir starfsfólkið á sviðinu, enda mun því verða fjölgað all- verulega. Mörg tjaldanna eru þannig, að þau eru dregin upp í rjáfur og látin síga aftur án þess að atburðarásin á sviðinu sé rof- in, og verður þá hver letkari að passa sinn stað, svo hann verði ekki milli tjalda. Fleira munum við ekki segja frá þessum tjöldum að sinni, en íáta myndirnar hér að neðan tala sínu máli. Ljósmyndari Tím- ans, Guðjón Einarsson, var uppi í Þjóðleikhúsi um nóttina og fylgdist grannt með því, sem upp úr kössunum kom, og smellti af myndunum, sem birtast hér Sjónvarpið IStjórnarflokkarnir fóru mjög halloka í umræðunum í gær um sjónvarn vamarliðsins, enda var málstaðurinn óverj- andi. Eins og kom fram í ræð um Framsóknarmanna er ósköp eðlilegt að’ vamarliðs- menn óski eftir að liafa banda rískt sjónvarp í húsum sínum, eins og þeir geta haft í heima- landi sínu. En er til of mikils ætlazt, að þeir sem gestir okk- ar lands, búi þannig um hnúta, að sjónvarpssviðið sé takmark- að við þeirra dvalarbyggð í stað þess að dengja því yfir meirihluta íslenzku þjóðarinn- - ar. — Sé takmörkunin á sjón varpinu tæknilega örðug eða kostnaðarsöm, verða þeir að taka því. Enginn getur láð ís- lenzku þjóðinni, sem enn á ekk ert íslenzkt sjónvarp, þótt hún vilji ekki láta aðra þjóð skyggja yfir sig með sjónvarpi | og fela henni þar mcð uppeldi | æsku sinnar á svo áhrifaríkan ‘j hátt. — Því verður heldur ekki I trúað að óreyndu, að Banda- ríkjastjórn sjái ekki að sér og misbjóði ekki vinveittri smá- þjóð og setji samskipti og sam búð við hana í hættu þótt um stundarsakir silji að völdum stjórn spilltra undirlægju- manna, sem óðum tapa tiltrú íslenzkra kjósenda. 83 brúóhjón og 12 íbúðir Aðeins var byrjað á 12 íbúð- um á Akureyri á síðastliðnu ári, og er það talandi vottur um samdráttinn, sem kominn er á flestum sviðum. f heilum sýslum hefur ekki verið byrjað á einu einasta í- búðarhúsi. Stöðvun þessi stafar af hinum stórkostlegu skcrðing um lífskjara hjá almenningi, gífurlegri hækkun á byggingar- efni, lánatregðu bankanna og okurvöxtunum. Á sama tíma og „viðreisnin“ spinnur þennan bláþráð í þró- unarsöguna, samþykkja „við- reisnar”- og bláþráðahöfundarn ir yfirlýsingar um það á „Lands fundi“ að þeir stefni að því, að sem flestir geti orðið cfnalega sjálfstæðir í krafti „hins frjálsa framtaks einstakling- anna.“ Árið 1961 voru 83 brúðlijón gefin saman í Akureyrarkirkju, sama ár aðeins byrjað á 12 í- búðum á Akureyri. En íhaldið byggir „sjálfstæðishöll“ fyrir 12—14 milljónir. „Hinar mikiu skatta- lækkanirft Alltaf lækka skattarnir, segir Morgunblaðið. Sannleikurinn í því máli er sá: Að árið 1959 námu skattar og tollar til ríkissjóðs í heild 796 milljónum króna. í fjár- lagafrumvarpi yfirstandandi árs eru þeir áætlaðir 1402 millj ónir. Hækkunin nemur því á sjö- unda hundrað millj. á þessum „skattalækkunartíma“ íhaldsins eða 76%. Söluskattarnir hafa hækkað um 286%, eða úr 166 millj. kr. upp í 485 milljónir, að frádregn um þeim hluta, sem rennur til sveitar- og bæjarfélaga. Það er því naprasta háð, þeg- ar íhaldið minnist á skatta „lækkanir" sínar. Hið eina, sem lækkað hefur, er tekju- og eignaskattur, um 79 milljónir alls. 9 (Framhald á 11. síðu). 2 T I M I N N, fimmtudagur 1. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.