Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 3
ullt umboð veitt, en hámark hryðjuverkanna NTB — París og Algeirsborg, 28. febrúar. Serkneska byltingarráðið samþykkti í morgun að gefa uppreisnarsi jórninni (FLN) fullt umboð til að leggja síð- ustu hönd á samningana við frönsku stjórnina um vopna- hlé og sjálfstæði Alsír, án þess að ráðfæra sig meira við byltingarráðið. Er þá endan- leaa séð fyrir enda Alsírstyrj- aldarinnar. — Samtímis frétt- ist frá Alsírborg, að hryðju- verk OAS í Alsír hefðu náð há- marki í dag, svo að jafnvægið ( stórborgunum hékk á blá- þræði. Fregnin um, að byltingarráðið ihefði gefið' FLN frjálsar hendur í sammingaviðræðunum, varpaði þungum steini af hjarta margra stjórnmálamanna í Frakklandi. Margir franskir forystumenn lótu í Ijós þ£ skoðun, að 28. febrúar miini framvegis verða talinn merk isdagur, ekki bara í sögu Frakk- lands, heldur einnig í mannkyns- sögunni. Enn einn leynifundur Enn mun vera eftir að leggja síðustu hönd á nokkur atriði samn- ings frönsku stjómarinnar og upp- reisnarstjórnarinnar FLN. Talið er, að FLN muni fara fram á enn einin leynifund með fulltrúum frönsku stjórnarinnar, áður en hin opinbera lokaráðstefna hefst. Því er ektyi vitað, hvenær lokaráðstefna getur hafizt, en í París er almennt álitið, að það verði einhvern tíma í næstu viku. Hvenær það verður skiptir ekki eins miklu máli og, að nú er tek inn af allur vafi um endanlegan árangur friðarsamninganna. Hjns vegar mun reynt að flýta eftir föngum endanlegri undirskrift samningamna. Franskir stjómmálamenn búa sig nú undir að mæta á þinginu, sem verður eennilega kallað til aukafundar innan 12 daga til þess að taka friðarsamninga til með- ferðar. Ríkisstjórnin mun hafa í hyggju að framkvæma Alsír-stefnu sína í tveimur þrepum. Fyrst verður hald in þjóðaratkvæðagreiðsla í Alsír, þar sem greidd verða atkvæði með eða móti friðarsamningunum. Það verður sennilega gert í apríl. Síð- an verða nýjar kosningar um end anlega stjórnskipan Alsír. Þær kosningar verða að öllum líkind- um haldnar fyrri hluta maí. Útrýma OAS Hinn gamalkunni stjórnmálamað Sænski klúbburinn fær NTB—Stokkhólmi, 28. febr. Yfirlýsing sænsku ríkis- stjórnarinnar um, að hún sé fús til að vera með í kjarn- orkuvopnalausu svæði í Evr- ópu, ef unnt verði að komast að fullnægjandi samkomulagi um það, hefur vakið geysilegt umtal á Norðurlöndunum. í þeim löndum, sem eru í NATO hafa undirtektirnar yfirleitt verið neikvæðar. Blað jafnaðarmanna, Stockholms tidningen, segir í dag, að það mundi ekki vera ósamrýmanlegt skyldum Noregs gagnvart NATO, ef stjórnin þar samþykkti sænsku tillöguna um „kjarnorkuvopna- lausa klúbbinn“ í Evrópu, eins og haldið hefur verið fram í Noregi. Þess vegna komi hin algera höfn- un Lange, utanríkisr’áðherra Nor- egs, á tillögunni mjög á óvart. Bendir blaðið í því sambandi á, að Lange lagðist fyrir stuttu opinber- lega gegn því, að NATO yrði gert ' að fjórða kjarnorkuveldinu. Lík Rapacki-tillögunni Blað frjálslyndra, Dagens Ny- heter, er á öðru máli. Það segir, að tillagan só til þess eins fallin , að koma löndum eins og Noregi í slæma aðstöðu innan NATO. Blað- 1 ið bendir einnig á, hversu geysi- 'vel kommúnistar hafa tekið þess- ari tillögu Unden, utanrikisráð- herra Svíþjóðar, en margir telja tillöguna um „kjarnorkuvopna- lausa klúbbinn" vera í ætt við hina pólsku Rapacki-tillögu, sem kom fram á árunum. Prófessorar mótmæla í Noregí hefur tillaga Unden yfirleitt vakið mcgna óánægju. Nokkrir prófessorar við Oslóarhá- skóla skrifuðu stórþinginu bréf í gær, þar sem m. a. segir, að áætl- un Unden leysi alls ckki vánda- málin, sem liggja að baki kalda stríðsins, hina gagnkvæmu tor- (Framhald á 11. síðu). Paul Reynaud sagði í dag, að OAS mundi ekki geta haldið andstöðu sinni lengur en í nokkrar vikur eftir friðarsamningana. Roger Frey innanríkisráðherra sagði í dag, að 60 hryðjuverkamenn OAS hefðu verið handteknir síðastliðna viku, og að auki væri mikill fjöldi OAS- manna undir nákvæmu eftirliti lög reglunnar. Hann sagði, að ríkis- stjórnin ætlaði sór að útrýma leynihernum OAS gjörsamlega og það væri ekki langt undan. Bíllinn varð að dufti Samtímis sem þetta fór fram í Tripoli og París, náði hryðjuverka aldan hámarki í Alsir. í borginni Oran voru að minnsta kosti 30 Serkir drepnir og yfir 50 særðir í tveimur ofsalegum sprengingum i Serkjahverfinu. Tímasprengjur ollu sprenging- urn. Önnur var i fólksbíl, sem varð gjörsamlega að dufti við spreng inguna. Báðar sprungu við gang- stéttarbrún, þar sem mikill fjöldi Serkja á stöðuga leið um. Franski herinn gerði strax eftir sprenginguna harðar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hefndar- aðgerðir Serkja. Mikill æsingur var í dag meðal Serkja, en herlið ið lokaði öllu hverfinu og tókst að hafa v'ald á fólkinu. 60.000 slógu upp herbúðum í miðri Algeirsborg Franskir herflokkar yfir 60.000 hermanna, sem hafa verið á varð bergi utan Algeirsborgar, héldu í dag inn í borgina. Þeir slógu upp herbúð'um á aðaltorginu, og aðal- gatan, Rue Miehelet, var þéttsetin fallhlífaliði vopnuðu sjálfvirkum vélbyssum. Vörubílar með vopn- um, skotfærum og matarbirgðum var raðað í hring utan um hreyfan lega útvarpsstöð hersins. Þetta er fjölmennasta herlið, er verið hefur í Algeirsborg, og eru heryfirvöldin hrædd um, að það 1 kunni að leiða til þess, að æsinga seggir eigi auðveldara með að koma af stað óeirðum. . OAS-menn rændu í gær átta banka í Alsír og höfðu með sér á burtu fjárhæðir að verðmæti yfir sex milljónir íslenzkra króna. Rhodesía að nýju Alsír? London, 28. febrúar. Brezka stjórnin lýsti í dag yfir nokkrum breytingum é stjórnarskrá hins nýja ríkis í MiS-Afríku, NorSur Rhodesíu. Breytingarnar miSa aS því aS halda sáttum í MiSafríkusam- bandinu, sem þar meS leysist upp. Óttast margir, aS á þess- úm slóSum verSi nýtt Alsír, þar sem fámennur minnihluti hvítra manna heyi borgara- styrjöld viS hina innfæddu svertingja. í Miðafríkusambandinu voru Suður-Rhodesia, NorðurRhodesia og Nyassaland. Af íbúum þessara landa eru 7.9 milljónir svertingj- ar, 300,000 Evrópumenn og 40,000 Asíumenn. í Nyassalandi eru svertingjarn- ir nærri einir um hituna og munu þeir slíta sambandi við Miðafríku- sambandið. Leiðtogi svertingjanna þar er hinn kunni dr. Banda. í Suður-Rhodesiu er mest um hvítu mennina. Þeir ráða þar öllu undir harðri forystu sir Roy Vel- ensky, sem hefur barizt undanfar- ið með hnúum og hnefum gegn upplausn Miðafríkusambandsins. Miðlunartillaga Baráttan um stjórnarskrá Norð- ur-Rhodesiu hefur staðið árum sam an yfir. Bæði hinir svörtu og hin- ir hvítu hafa verið óánægðir með tillögur brezku stjórnarinnar. Hin nýja breyting á stjórnar- skránni gerir ráð fyrir, að á þingi Norður-Rhodesiu verði 15 hvítir og 15 svartir, en 15 þingmenn að auki verði kosnir af báðum aðilum. Þeir verða að hafa minnst 10% at- kvæðamagns síns frá hinum and- stæða kynflokki. Sir Roy hótaði valdbeitingu Miklar og harðar deilur urðu í brezka þinginu, þegar kunnugt var um nýjustu breytinguna. Einn þingmaður, Denis Healy, ákærði sir Roy Velensky fyrir að hafa hót- að styrjöld og vitnaði m. a. í þau ummæli sir Roy, að hann mundi beita öllum ráðum, valdi ef nauð- synlegt væri, til þess að koma í veg fyrir upplausn Miðafríkusam- bandsins. Sir Roy fór í gær flugleiðis til London til þess að reyna að hindra framgang hinnar nýju stjórnar- skrár Norður-Rhodesiu. Hann beitti fyrir sér hinum íhaldssam- ari hluta íhaldsflokksins, þar sem hanri hefur góð sambönd. Sárnar íhaldsmönnum upplausn heimsveld isins. Sandys var 14 daga í Rhodesíu Duncan Sandys, samvcldisráð- herra, var fyrir stuttu í tvær vik- ur í Mið-Afríku til þess að reyna að fá báða aðila til að fallast á hin nýju áform brezku stjórnarinnar. Greiiiilegt er, að honum hefur ekki tekizt að sannfæra sir Roy, en einnig getur farið svo, að Kaunda, leiðtogi svertingja í Norð ur-Rhodesiu, þyki stjórnar’skráin ekki ganga nógu langt til móts við svertingja. Sir Roy hefur undanfarnar vik- ur verið ofarlega á baugi, ekki að- eins fyrir framgöngu sína í Norð- ur-Rhodesiu, heldur einnig fyrir afskipti sín af deilunni um Kat- anga. Frakkar óliprir við I Breta og Bandaríkja* I menn NTB — London, 28. febr. Couve de Muiville, utan- ríkisráðherra Frakklands, mun sennilega ekki verða viðstaddur opnun afvopnun- arráðstefnu 18-veldana í Geneve 14. marz, sagði tals- maður franska utanríkis- ráðuneytisins í dag. í London vildu embættis- menn ekki segja álit sitt á fjarveru Murville, en það var greinilegt, að þessi af- staða fr'önsku stjórnarinnar hefur valdið miklum von- brigðum í London. Menn benda á, að hún sé í beinni andstöðu við brezk-banda- rísku tillöguna um, að ráð- stefnan hefjist með utanrík- isráðherrafundi. Krústjoff og Ulbricht á leynifundi NTB — Moskvu, 28. febr. Krústjoff og sovézk nefnd hafa í tvo daga átt mjög víð- tækar viðræður við Ulbricht forseta Austur-Þýzkalands, og sendinefnd þaðan. Við- ræðurnar voru leynilegar, en eftir þær var gefin út opinber yfirlýsing, þar sem segir, að fullkomin eining riki milli Austur-Þýzkalands og Sovétríkjanna í þeim mál um, sem snerta þau sameig- inlega. Það er samt ekki talið, að þar með sé von ó friðar- samningi milli rikjanna á næstunni, heldur leggja menn meira upp úr því, að þetta sé nýr leikur 1 vestur- austur spilinu um Berlín, einmitt á þeim tíma, þegar Moskvn-viðræður þeirra Gromyko og Thompson standa sem lægst. Powers geról sitt bezta NTB — Washington, 28. febrúar. Lokið er rannsókninni á atvikunum, sem leiddu til þess að njósnaflugmaðurinn Powers var tekinn til fanga í Sovétrí'kjunum í fyira. — Verður sennilega gefin út yfirlýsing um árangurinn á föstudaginn, New York Times heldur því fram, að rannsóknar- nefndin hafi komizt að því, að Powers hafi gert sitt bezta til að fylgja fyrirmæl- um sínum. Sprenging hafi orðið í flugvél hans, hún hafi síðan velzt, án þess að hann gæti ýtt á takkann til að sprengja flugvélina í tætlur, svo að vegsummerki sæjust ekki. Þess vegna hafi hann náðst og allt komizt upp. Kongressflokkurinn með svipaðan þing- mannafjölda NTB — Nýja Dehli, 28. febrúar. Svo virðist sem Kongress- flokkur Nehru muni næsta kjörtímabil hafa völdin í öll um 13 fylkjunum, þar sem kosið var til þings um dag- inn. í fimm þessara fyíkja hefur flokkurinn tapað fylgi en þar sem samvinna hægri og vinstri flokkana gegn Kongressflokknum er ó- sennileg, er talið, að flokk- uiinn verði áfram við völd. Einnig var flokkurinn ör- uggur um yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþing- inu í Nýju Dehli. T í M I N N, fimmtudagur 1. marz 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.