Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 5
Tilhæfulausu ámæli hnekkt f tilefni af grein, sem birtist í dagbl. Visi mánudaginn 26. þ. m. og undirrituS er stöfunum Sv. Þ., viljum við undirritaðir taka fram cftirfarandi: í umræddri grein er fullyrt, án frekari rökstuðnings, að „Allir þeir sem nærri flugmálum koma og þekkja til staðreynda í þessu máli vita, að svo hefur öllu skipulagi flugmála, og allri þjón- ustu á því sviði hrakað suður á Keflavíkurflugvelli, að til stórtíð- inda gæti dregið hvenær sem er“, síðar í sömu grein segir „ ... þar er nú allt á niðurleið, allt að sökkva í stjórnleysi og kunnáttu- leysi á öllum sviðum flugþjónust- unnar, til hins mesta skaða fyrir land og þjóð, ef ekki tekst að spyrna við fæti nú þegar“. Öllum þessum fullyrðingum slær blaðamaðurinn fram án nokkurs frekari rökstuðnings, enda er hér um algjörlega tilefnislausar full- yrðingar að ræða. Við viljum benda á það, að allir starfsmenn í deildum þeim, sem við veitum forstöðu, hafa margra ára reynslu að baki sér og hafa allir hlotið tilskilda sérmenntun tftir því sem við á í hverri starfs- grein. Við flugumferðarstjórn starfa 15 flugumferðarstjórar, og er með- alstarfsaldur þeirra 8 ár, auk yfir- flugumferðarstjóra, sem starfað hefur 16 ár hjá stofnuninni. Allir þessir menn hafa starfsskírteini, sem út eru gefin af Atvinnu- og j samgöngumálaráðuneytinu, og ár- lega eru árituð af loftferðaeftirlit- inu á Reykjavíkurflugvelli. í flugumsjónardeild starfa alls 39 manns, þar af 11 flugumsjónar- menn með starfsskírteini sem eru útgefin af flugmálastjórn Banda- ríkjanna, og eru viðurkennd af loftferðaeftirliti ríkisins, þar sem cnn þá ekki hafa verið gefin út starfsskírteini í þessari atvinnu- grein af íslenzkum yfirvöldum. Meðalstarfsaldur flugumsjónar- manna er 10 ár, en yfirflugumsjón armaður hefur starfað á vegum flugmálastjórnarinnar í 16 ár. Margir hinna ófaglærðu starfs- manna flugumsjónardeildarinnar hafa starfað hjá stofnuninni frá því að þessi starfscmi hófst á Keflavíkurflugvelli. I f flugvirkjadeild starfa 4 flug- virkjar með íslenzk flugvirkjarétt indi, starfsskírteini þeirra cru gef I in út af Atvinnu- og samgöngumála TiBboð Tilboð óskast 1 notaðan rennibekk (50 cm milli odda) og lítinn járnhefil. Upplýsingar á Bifreiða- verkstæði Landsímans. Tilboð sendist til póst- og símamálastjórnarinnar fyrir 8. marz 1962. pdst- og símamálastjórnin, Reykjavík, 27. febrúar 1962. Jörð tiE sölu Jörðin Unnarholt í Hrunamannahreppi, Árnes- sýslu er til sölu og laus til ábúðar í vor. Jörðin liggur í miðri sveit. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús 60—70 ferm. kjallari hæð og ris. Fjós byggt 1953 fyrir 20 kýr. Heyhlaða 650—700 ha., votheysgryfja f. 230 ha. — Fjárhús byggt 1957 f. 110 ær, ásamt hlöðu fyrir 250 ha. — Hesthús og lambhús gömul. — Kart- öflugeymsla byggð 1961. Tún 25 hektarar, engjar. Sérstaklega gott kart- öfluland. Ræktunarmöguleikar góðir. Rafmagn frá Sogsvirkjun, sími, þjóðvegur í 200 metra fjarlægð, sýsluvegur heim að bæ. Nokkur laxveiðihlunnindi bæði í Stóru- og Litlu-Laxá. Áhvílandi ræktunarsjóðslán kr. 70—80.000.00. Áhöfn og vélar geta fylgt. Snorri Árnason, lögfrœðingur, Selfossi. ráðuneytinu og árlega árituð af loftferðaeftirliti rfkisins á Reykja- víkurflugvelli. Yfirflugvirki hefur starfað við flugvirkjun í 15’/2 ár, þar af átta ár á vegum flugmála- stjórnarinnar. Með tilliti til starfsaldurs og starfsreytislu okkar undirritaðra, teljum við okkur fyllilega dóm- bæra á kunnáttu og starfsliæfni þeirra manna, sem undanfarin ár, hafa annazt hina ýmsu þætti flug- þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Við teljum að reynsla undanfarinna ára sanni fyllilega, að tilgreind ummæli blaðsins séu ekki á rök- um reist, heldur tilefnislaus og vísvitandi atvinnurógur, sem skað að getur bæði land og þjóð. Keflavíkurflugvelli, 27. febrúar 1962. Bogi Þorsteinsson, flugumferðarstjóri. Guðjón E. Bjarnason, yfirflugumsjónarmaður. Ólafur Alexandersson, yfirflugvirki. • • Oxlar með fólks- og vörubílahjól- um fyrir heyvagna og kerr- ur. — Vagnbeizli og grind- ur. — Notaðar felgur og notuð bíladekk — til sölu hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík, sími 22724. Póstkröfusendi. Vandaðir hnakkar úr sænsku og ensku úrvals- efni fyrirliggjandi. SÖÐLASMÍÐASTOFAN Óðinsgötu 17. Sími 23939. Gunnar Þorgeirsson. Framtíðarlandið Ferðaminningar Vigfúsar frá Brasiliu, <■ Argentínu. Chile, Perú og víðar, sem talin er ein bezta ferðabók skrifuð af íslendingi, fæst enn í einstaka bókabúð og sr ódýr. Frá og með 1. marz 1962 breytist afgreiðslutími Verzl- unarbanka íslands h.f., þannig, að eftir hádegi er af- greiðsla bankans eftirleiðis opnuð kl. 13.30 í stað kl. 14, eins og verið hefur, en að öðru leyti er afgreiðslutími bankans óbreyttur. Afgreiðslutími bankans er því: kl. 10—12.30 og 13.30— 16; kl. 18—19 fyrir innlánsviðskipti eingöngu. —Laugar- daga kl. 10—12.30. VERZLUNARBANKI ISLANDS H.F. Bankastræti 5. — Sími 2 21 90. BÆNDUR BÆNDUR OLL fjárfesting KREFST RÆKILEGS UNDIRBUNINGS OG AT- HUGUNAR FYRJRFRAM. FYRIR BÆNDUR á þetta ekki sízt við um véla- kaup yfirleitt, svo margt sem á boðstólum er í því efni. EN ÞEIR, seni eiga erfitt með að ákveða sig um kaup á dráttarvél, geta reitt sig á eitt: FÉ ÞEIRRA FESTIST EKKI MEÐ KAUPUM Á MASSEY-FERGUSON DRÁTTARVÉL — VIN- SÆLDIR VÉLANNA OG EFTIRSPURN SJÁ FYRIR ÞVÍ. DRÁTTARVÉLAR H.F. Sambandshúsinu, Reykjavík, Sími 1 70 80. Tilkynning frá Sindra Vegna auglýsingar frá Elding Trading Company um það, að þeir hafi tekið að sér einkaumboð fyrir pólska fyrirtækið Centrozap, hér á landi, þá tök- um við eftirfarandi fram: Undanfarin tólf ár höfum við haft einkaumboðs- störf fyrir þetta fyrirtæki hér á landi. Seint á síð- astliðnu ári kom til ágreinir.gs milli Sindra og Centrozap, meðal annars út af greiðslu umboðs- launa, svo og ágreiningur á milli Sindra og pólska verzlunarfulltrúans hér, um það, hvort hann eigi að vera yfirumboðsmaður hér á landi. Við teljum, að þeim Samningi, sem við höfðum við Centrozap, hafi ekki verið lögformlega sagt upp. Þessum ágreiningsatriðum höfum við skotið til gerðardóms, samkvæmt ákvæðum 1 samningnum. Þar til sá gerðardómur er fallinn í þessum deilu- málum, teljum við og lýsum öllum óheimilt að taka upp okkar fyrri störf fyrir ofannefnt fyrir- tæki. Sindri hefur kynnt samtökum innflytjenda deilu- mál þessi með ósk um, að aðilar þeir, er að þess- um samtökum standa, taki ekki upp verk okkar eða vinnu í einni eða neinni mynd fyrir framan- greint fyrirtæki, fyrr en deila þessi er til lykta leidd. UTSALA er í fullum gangi. Stendur yfir aSeins fáa daga, Stórkostleg verðlækkun. PRJÓNASTOFAN HLÍN, Skólavörðustíg 18 T í M I N N. fimmtiidajrur 1 ma« iflfi?..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.