Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 7
« Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Xndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs. ingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjómarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Áskriftafrgj. kr. 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. — Nauðsyn nýrrar stefnu Ef heilbrigðir stjórnarhættir hefðu ríkt á íslandi sein- ustu þrjú árin, ættu kjör manna að hafa batnað verulega á þessum tíma. Árferði hefur verið hið bezta, m. a. hag- stæð aflabrögð vegna útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958. Þjóðin hefur búið að mikilli uppbyggingu og aukn- ingu framleiðslutækja, sem hafði átt sér stað á árunum á undan eða búið var að leggja drög að. Væri nærri að ætla, að lífskjörin hefðu getað batnað um 10—15% á þessum tíma. Allt framkvæmdalíf ætti einnig að standa með miklum blóma. í stað þess hafa lífskjörin hjá langflestum stórversnað og flestar framkvæmdir dregizt meira og minna saman. Þetta sést t.d. á því, að sementssala varð 34% minni 1961 en 1958 og framræsla með skurðgröfum um þriðjungi minni 1961 en 1958. Það, sem veldur þessari óhugnanlegu öfugþróun, er ,.viðreisnarstefnan“, sem var tekin upp í febrúar 1960. Hún hefur magnað dýrtíðina meh'a en nokkurru sinni. Hún hefur þannig skert lífskjörin og gert allar fram- kvæmdir og framleiðslu miklu óhægari en ella. Nokkurt dæmi um það er eftirfarandi: 360 rúmmetra íbúð kostar nú á annað hundrað þús. kr. meira en í október 1958. Verð helztu landbúnaðarvéla hefur hér um bil tvö- faldazt síðan haustið 1958. Byggingarkostnaður skipa og báta hefur á sama tíma hækkað um 70—100%. Þessi dæmi sýna bezt, hve allt framkvæmda- og fram- farastarf er nú orðið miklu örðugra en það var fyrir fjór- um árum. Sú stefna, sem hefur slíkar afleiðingar, er sönn helstefna fyrir lífskjör almennings og framfarir í land- inu. Ef þannig heldur áfram, mun stöðugt síga meira og meira á ógæfuhliðina. Þjóðin verður því, áður en það er um seinan, að hverfa frá þessari stefnu. í staðinn verður aftur að taka upp þróttmikla framfara- stefnu, sem jafnframt stefnir að réttlátri skiptingu þjóð- arteknanna. Það verður þjóðin að gera í næstu kosning- um með stórfelldri eflingu Framsóknarflokksins. Verkalýðsfélögin Stjórnarblöðin hlakka nú ákaft yfir því, að þau hafi leikið heldur betur á verkalýðsfélögin. Þau sögðu þeim, að stjórnarkosningarnar í þeim ætlu fyrst og fremst að snúast um, hvort menn væru með eða á móti kommún- isma. Alltof margir héldu því stjórnarkosningar í verka- lýðsfélögunum óviðkomandi kjarabaráttunni, en litu á þær sem eins konar prófkjör um afstöðu þeirra til komm- únismans. Eftir kosningarnar túlka stjórnarblöðin þetta hins vegar á allt annan veg. Menn voru ekki að greiða atkvæði gegn kommúnismanum, heldur að votta fylgi sitt við kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnarinnar! í framhaldi af þessu hlakka svo stjórnarblöðin yfir því, að nú þurfi stjórnin ekki lengur að óttast baráttu verka- lýðsfélaganna fyrir bættum kjörum. Þetta sýnir bezt álit stjórnarherranna á þeim mönnum, sem þeir hafa teflt fram í verkalýðsfélögunum. En stjórnarherrarnir hlakka hér of fljótt. Það er ekki endalaust hægt að blekkja fólk í verkalýðsfélögunum. Það er ekki endalaust hægt að fá menn til að gleyma versn- andi lífskjörum með því að æpa: Kommúnismi, kommún- ismi. Hannes Jónsson, féSagsfræÖingur: Island tregur bandamaöur Fyrir nokkru kom út í Banda ríikjunum hjá forlaginu Cornell University Press bókin „Iceland, Recultant Ally“ eftir dr. Donald E. Nuechterlein. Er bók þessi byggð á doktorsritgerg Nuecbter- leins í þjóðfélagsfræði við há- skólann í Miohigan, og hafa ís- lenzk blöð vitnað í einstaka atr- iði úr henni ag undanförnu, án þess þó að meta gildi bókarinnar og þess sjónarmiðs, sem hún túlkar. Bókinni er skipt í 10 kafla, og hefur hún að geyma örstutt á- grip af sögu íslands, stjórnskip- an og flokkaskiptingu. Síðan eru rakin í sérstökum köflum íslenzk viðhorf til vamarmála fram til ársins 1960. Bregður höfundur upp mynd af_ framkvæondum á samkomulagi íslendinga og Dana um meðferg utanríkis- og land- helgismála konungsríkisins ís- lands, rifjar upp yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi íslands, getur um heimsókn þýzka herskipsins Emden til fslands seinni hluta marzmánaðar 1939 og yfirlýsingu Hermanns Jónassonar, þáverandi forsætisráðherra, 17. marz 1939 um, að Þjóðverjar sæktust eftir samningum um flugrétt á íslandi fyrir flugvélar Lufthansa. Jafn framt getur hann um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. marz 1939, þar sem tekið var fram. ag hvorki Þjóðverjum né öðrum þjóðum verði veitt slík réttindi þar sem að þag samræmdist ekki hlutleysisstefnu íslands. Að þessu loknu ræðir Nuech- terlein þróun íslenzkra vamar- mála, hernám Breta á íslandi 10. maí 1940, varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1 júlí 1941 og þróun íslenzkrar stjórnarstefnu frá hlutleysi til ábyrgrar þátt- töku í varnarsamtökum vest- rænna þjóða. Sem heimildir til þess að rekja pessa þróuoarsögu. notar hann einkum Alþingistíð- indin og íslenzku dagblöðin. auk þeirra milliríkjasamninga, sem við sögu koma. Nueehterlein leggur á það á- herzlu, að reyna að skýra það, sem hooum finnst vera hin flökt andi stefna fslands í varnarmál- um. Hann bendir á það, að fs- lands hafi yfirgefið hlutleysis- stefnuna 1941 með vamarsamn- ingnum við Bandaríkin, neitað síðan Bandaríkjunum um áfram haldandi varðstöðvar á fslandi 1945, samlþykkt 1946 að banda- rískir borgarar hefðu bækistöð á Keflavíkurflugvelli og rækju hana, neitað að gerast stofnmeð- limur Sameinuðu þjóðanna á meðan skilyrðið var stríðsyfir- lýsing á hendur Japönum og Þjóðverjum, samþykkt í sundur- lyndi að gerast meðlimur í NATO 1949 og taka her inn í landig 1951, þrengt athafna- og ferðafrelsi bandarískra her manna um sumarið 1954, ákveðið með þingsályktunartillögu 1956 að vísa hemum úr landi og tek- ið þá ákvörðun aftur innan fárra mánaða. f augum Nuech- terleins eru þetta miklar sveifl- ur, sem hann á erfitt með að skilja að því er virðist vegna ' þess, að hann gerir ekki greinar- mun á meginmarkmiðum og leið- um íslenzkrar utanríkisstefnu Meginmarkmiðið er og hefur verið — eins og hver íslenzkur utanríkisráðherra hefur lýst yf- ir af öðrum — , að eiga vinsam- leg samskipti við allar þjóðir en þó vinsamlegust við Norður- lönd og Atlantshafsríkin vegna Ritdómur um bókina „lceland, Reluctant Ally,(l eftir Donald E Nuechterlein, 214 bls., útgefin af Cornell University Press, Ithaca, New York, 1961 landfræðilegrar legu, skyldleika, hliðstæðra lífsviðhorfa, menn- ingar og stjórnskipulags. Hitt hefur aftur á móti alltaf verið talið taktis'kt spursmál en ekki vneginstefnumið, hvort vamar- her skyldi vera í landinu. Áskildi íslenzka ríkig sér vig inngöng- una í NATO rétt til þess að meta það sjálft, hvenær ástandið í al- HANNES JÓNSSON þjóðamálum væri þannig, að varnarher þyrfti ag vera hér og hvenær hann væri óþarfur. Það er því mikil grunnfæmi að tala um „sveiflur" á meginstefnu ís- lenzkra utanríkismála, þótt tak- tfskar breytingar hafi verið gerðar vegna breyttra viðhorfa til sambúðarvandamála þjóða á alþjóðavettvangi, sbr. t.d. Súez og Ungverjaland. Skýringar dr. Nuechterlein á þessum „sveiflum“ eru þó athygl isverðar, enda þótt þær verð'i ekki taldar merkilegar. Hann fullyrðir sem sé, að „Framsókn- arflokkurinn hafi farið með aðal- hlutverk i þeim miklu sveiflum, sem orðið hafa á stefnu íslenzku ríkisstjómarinnar I varnarmál- um árið 1940—1956“ (bls 193), og að „viðhorfin í innaniands pólitíkinni hafi verið aðaláhrifa- valdur, og ef til vill úrslitaáhrifa- valdur, við mótun stefnu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í varn- armálum“ (bls. 192). Þessum staðhæfingum til sönn- unar rekur dr. Nuechterleln nokkug valdabaráttu flokkanna og einkum flokksforingjanna Ól- afs Thors og Hermanns Jónas- sonar. Einnig skýrir hann til- komu Þjóðvamarflokksins, tap og sigra Framsóknarflokksins. Jafnframt lýsir hann nokkuð að draganda stjórnarmyndana á tímabilinu frá 1940, vltnar í um ræður um utanríkismál á Al- þingt, rekur efni framboðsræðna og áramótagreina stjórnmálafor- ingjanna og vitnar 1 blaðaskrif um þessi mál. Er þar að sjálf- sögðu margt vel og réttilega mælt, en hætt er við. að íslenzk- um lesanda finnist dr. Nuech- terlein leggja meira upp úr póli- tísku þrasi og pexi pólitísku blað- anna en góðu Kófi gegnir, enda er pólitísk blaðamennska á ís- landi í sérflokki, og því ekki nema eðlilegt, að útlendingar taki meira mark á hentii en við íslendingar sjálfir. Þar sem höfundur talar ekki íslenzku, dvelur aðeins 2 ár á. íslandi og starfar þá fullan vinnudag sem sendiráðsritari við bandaríska sendiráðið, þá eru að sjálfsögðu á bókinni nokkrir vankantar. TO dæmis hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til bókar um stefnu íslands í varnarmál- um, að hernaðarþýðing fslands á öld flugtækni, atomsprengja og kjamorkuknúinna kafbáta, sem skotið geta flugskeytum óraveg, sé metin og þar með tilfærð um- mæli færustu henaðarsérfræð- inga. Engin tilraun er gerð í þessa átt, en hinu slegið föstu, án sér- staks rökstuðnings, að ísland sé þýðingarmikill hlekkur í vamar- keðju vestrænna þjóða. Hefði gildi bókarinnar að sjálfsögðu aukizt, ef tilfærð hefðu verið um- mæli til dæmis nokkurra þýzkra, brezkra og bandarískra herfor- ingja um hernaðarlegt mikilvægi íslands, og ummæli þessi síðan krufin til mergjar í ljósi fyrir- liggjandi staðreynda um eyðing- armátt kjarnorkusprengja. Þá má og telja það galla á bókinni, að höf- undur virðist hafa mjög takmarkaðan skilning á íslenzku cfnahagslífi og lætur sig fátt annað varða í því sambandi en fé það, sem íslendingar hafa feng ið fyrir dvöl Bandarikjamanna á íslandi síðan 1941. Kveður svo rammt að þessu, að vafasamt má teljast, að erlendur lesandi bók- arinnar, sem lítið veit um ísland, hafi að lestri loknum minnsta skilning á, hverjar séu undirstöðu stoðir íslenzkra efnahagsmála. Maltabúi, sem læsi bókina, myndi t.d. vafalítið ímynda sér að lestri loknum, að ísland væri eins kon ar Malta, sem efnahagslega ætti allt sitt undir áframhaldandi her setu í landinu og hefði því tak- markaða möguleika tO efnahags- legs sjálfstæðis. í bókinni er eng in tilraun gerð til þess að sýna verðbólguáhrif vamarliðsvinnunn ar, sem til sanns vegar má færa að sé undirrótin að ýmsum erf- iðustu vandamálum íslenzks efna hagslífs tímabilið 1940—1956|og hefur að vissu leyti skaðað undir stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Höfundur virðist heldur ekki gera sér gréin fyrir þeim viðáttumiklu vandamáium, sem deila íslend- inga og Breta um landhelgina skapaði allt frá árinu 1952, enda leiðir hann þetta mól að mestu hjá sér. Þó eyðir hann í það ca. 3/4 af bls. 146 og má telja það gott dæmi um „sannsýni" höf- undar, þegar hann metur hina „flöktandi stefnu íslands í varn armálum“, sem hefur að hans dómi fyrst og fremst mótazt af „innanlandspólitík". Vita þó allir íslendingar, hvern vanda fisk- veiðideilan við Breta skapaði, bæði þegar Bretar lokuðu mörk- uðum sínum fyrir íslenzka tog- arafiskinn 1952 og fóru í herskip um meðfram ströndum íslands 1958—’61 til þess að vernda brezka landhelgisbrjóta, og verð- ur þag þó naumast talið „innan landspólitík". Dr. Nuechterlein heldur því fram, að efnahaigsráðstöfunum (Framhald á 11. síðu). T í M I N N, fimmtudagur 1. marz 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.