Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.03.1962, Blaðsíða 12
Eiga 25 ára starfsafmæli í dag píi xý:;::.; Flugfélögin fara undir sama þakið Byggingarnefnd Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum 22. febrúar s.l. að leyfa Flug- ráði að byggja afgreiðslu- og veitingahús á Reykjavíkur- flugvelli til afnota fyrir bæði flugfélögin. Áætlað er að hef ja byggingu hússins strax í vor, og hafa Loftleiðir þegar boðið fram fé til framkvæmdanna í bréfi. Segir svo í íréttatilkynningu frá byggingarnefnd: Flugvallarvegur. Hlíðarfótur (Reykjavikurflugvöllur). Flugráð íslands, Reykjavíkur- flugvelli, sækir um leyfi til að byggja tvílyft veitinga- og af- greiðsluhús úr steinsteypu við Hlíðarfót (Reykjávíkurflugvöllui). Stærð 1230.7 ferm., 13322 rúmm. Gjald kr. 11.080.00. Samþykkt að iskildu samþykki heilbrigðisnefnd- ir og með fyrirvörum þeim, er gerðir eru í samþykkt borgarráðs 9. þ. m. Á borgarstjórnarfundi 15. febrú- ar s.l. var samþykkt að leyfa bygg- ingu varanlegs afgreiðsluhúss og veitingaskáía á Reykjavíkurflug- velli með 14 atkv. gegn 1. Alfreð Gíslason bar fram breytingartil- lögu, sem kvað svo á, að aðeins yrði leyfð bygging bráðabirgða- I húss á flugvellinum, enda yrði | húsið flutt burt eða rifið á kostn- að eigenda^ ef nauðsyn krefði að 1 dómi borgarstjórnar. Byggðist i breytingartillagan á því, að óráð- j legt væri að leyfa byggingu varan- [legra húsa á óskipulögðum svæð- j um, eins og hér væri um að ræða. I Sú tillaga var felld. Fyrir bæði félögin Þegar blaðið átti tal við Sigurð Magnússon, fulltrúa hjá Loftleið- um í gær, sagði hann, að eflaust hefði brumnn á Reykjavíkurflug- velli fyrir skemmstu átt sinn þátt í að ýta undir þetta mál, en bygg- ingin verður reist á vegum flug- málastjórnarinnar. Snerum við okkur því til Agnars Kofoed- (Framhald á 11. síðu). Myndin er af ellefu lögreglumönnum, sem i dag eiga tuttugu(og fimm ára starfsafmælí. Efri röS frá vinstri: Ólafur Guðmundsson, Ingólfur Sveinsson, Hermundur Tómasson, Jakob Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Hjörtur E. Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Ólafur J. Símonarson, Þórður Ðenediktsson, Guðmundur Jónsson, Haf. steinn Hjartarson, Jóhann Ólafsson. Þessir voru allir seftir lögreglumenn 1. marz ásamt sjö öðrum lögreglu- mönnum. Tveir af þessum sjö eru dánir, þeir Axel Helgason, sem lengi var yfirmaður tæknideildar rannsóknar lögreglunnar og Pétur Kristinsson, varðstjóri. Hinlr fimm hafa hætt störfum á ýmsuni tímum. Lögreglustjarn- an á myndlnni er gerð af Pétri Kristinssyni, varðstjóra. — Myndina tók Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari. Þykir lausmáll innan Kremlmúra Danskennsla í útvarpi Ambassador V-Þýzka- lands í Moskvu Hans Kroll sem er talinn vera í metum hjá Krústjoff hefur síðusfu daga verið ákærð ur harðlega í sumum vest ur-þýzkum blöðum fyrir að ganga með áætlanir um miklu nánari sam- skipti við Sovétríkin, þar sem m. a. sé gerf ráð fyrir miklum eftiigpam af hálfu yestur-Þjóðverja. Mál þetta er nú komið á svo alvarlegt stig að í dag fór vestur þýzka utanríkis ráðuneytið fram á það við Kroli ambassador að hann segði álit sitt á ásökun blaðanna. Samkvæmt ásökununum á Kroll að hafa gefið í skyn við Sovét- stjórnina, að Vestur-Þjóðverjar væru fáanlegir til þess að viður- kenna Oder-Neisse línuna, sem lög Ieg Iandamæri Þýzkalands og Pól- lands, fáanlegir til þess að viður- kenna skiptinigu Þýzkalands sem staðreynd og Austur-Þýzkal. sem sérstakt ríki og loks fáanlegir til þess að lána Sovétríkjunum um 10 milljarða þýzkra marka eða rúma 100 milljarða íslenzkra króna. Það var Felix von Eckart, blaða fulltrúi vestur-þýzku stjórnarinnar, sem skýrði í dag frá beiðni utan- ríkisráðuneytisins til Kroll um skýringar. Hann sagði um leið, að engin ástæða væri til að ætla, að Kroll hefð'i í fyrrgreindum efnum aðrar skoðanir en fram komu í yfirlýsingu vestur-þýzku stjómar- innar til Sovétstjórnarinnar um daginn. í þeirri yfirlýsingu sagði, að núverandi ástand í Austur-Þýzka landi komi i veg fyrir bætta sam- búð Vestur-Þýzkalands og Sovét- ríkjanna. „SlúSur frá upphafi til enda“ Hans Kroll sagði í Moskvu í dag, að lygarar og baktjaldamakkarar standi á bak við orðróminn um, að hann sé samþykkur viðurkenn- ingu Oder-Neisse landamæralín- unnar. Hann sagðist heldur aldrei hafa minnst á viðurkenningu aust ur-þýzku stjórnarinnar. Kroll sagði: — Ásakanirnar á hendur mér hafa ekki eitt satt orð að geyma. Þær eru slúður frá upp- hafi til enda, og það er næstum hlægilegt, að ég skuli neyðast til að bera þær til baka. Skoðanir mínar í jiessum málum eru vel kunnar bæði í vestur-þýzku stjórn inni og meðal þeirra, sem fylgjast í heimalandi mínu með stjórnmál unum. Kroll bar einnig til baka, að hann hefði verið á leynifundi með Krústjoff í bænum Sochi á Svarta hafsströnd. Fyrr í dag hafði von Brentano. leiðtogi þingflokks kristilegra demokrata í vestur-þýzka þinginu, beðið ríkisstjórnina um að skýra málin í sambandi við ásakanirnar á hendur Kroll. Adenauer mun halda að sér höndum Þeir, sem fylgjast með málun- um, segja, að Adenauer kanzlari muni eiga síðasta orðið í deilunni um Kroll ambassador. Þeir segja ennfremur, að Adenauer muní veigra sér við að kalla heim am* bassador, sem á jafn góða áheyrn Krústjoffs og Kroll hefur. Stækkun leyfö Á fundi Byggingarnefnd- ar Reykjavíkur 22. febrúar S.I., var lagt fram erindi Út- vegsbanka íslands, þar sem spurt er, hvort leyft verði að stækka og hækka banka- húsið á Ióðinni nr. 1 við Lækjartorg skv. meðsend- um teikningum. Málinu var vísað til samvinnunefndar um skipulagsmál til umsagn ar. Tíminn spurðist fyrir um það hjá Jóhannesi Elías- syni, bankastjóra, í gær, hvers konar stækkun væri í ráði og hvað Útvegsbankinn hefði í huga í þessu sam- bandi. Hann kvað ekkert hægt að segja á þessu stigi málsins. Stofnunin hefði að- eins. spurzt fyrir um þetta til að vita, hverjar undir- tektir þetta erindi fengi. Allt væri enn óráðið um þessa stækkun hússins og bankaráð ætti eftir að fjalla um málið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.