Tíminn - 25.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1962, Blaðsíða 7
& <$■ ttHK' Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G Þorsteinsson Fullfcrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán. innanl t lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sundhölð Reykjavíkur Merk stofnun í Reykjavík átti 25 ára starfsafmæli í vikunni sem leið.Það var Sundhöll Reykjavíkur. Hún var opnuð almenningi til afnota 23. marz 1937. Þá voru liðin 14 ár síðan Jónas Jónsson flutti fyrst tillögu á Alþingi um byggingu sundhallar í Reykjavik. Þá fór Sjálfstæðis- flokkurinn með völd þótt hann gengi þá að vísu undir öðru nafni. Það hefði mátt ætla, að málið fengi góðar undirtektir hans, þar sem hann hefur jafnan stært sig af því að vera vinveittur höfuðstaðnum. Svo reyndist þó ekki að þessu sinni, og málið náði ekki fram að ganga á Alþingi fyrr en 1928 eða eftþ- að Sjálfstæðisflokkurinn hafði misst meirihlutann þar. Á þinginu 1928 urðu allhörð átök um málið, því að ýmsir Sjálfstæðismenn snerust þar gegn málinu með þeim rökstuðningi, að Reykjavík væri hér gert hærra undir höfði en sveitunum. Slíkt væri óþolandi og sýndi bezt, hve lítið Framsóknarmenn bæru hag sveitanna raunveru- lega fyrir brjósti! Ekki nægði þessi mótstaða þó til þess að stöðva málið á þinginu. Andstaða og áhugaleysi Sjálfstæðismanna var þó ekki úr sögunni. Þeir komust aftur til áhrifa í stjórn landsins eftir 1930 og beittu þeim, ásamt yfirráðum sínum í bæjar- stjórn til þess að stöðva framgang málsins. Árum saman stóð Sundhöllin því hálfgerð. Það var fyrst eftir að stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins kom til valda sumarið 1934, að skriður komst á bygginguna að nýju. Sundhöllin var svo tilbúin til afnota fyrir almenning 22. marz 1937, eins og áður segir. Saga Sundhallar Reykjavíkur er táknræn fyrir flest framfaramál Reykjavíkur seinustu áratugina. Það er meira en erfitt að benda á nokkur framfaramál borgar- innar, sem sá flokkur, sem stjórnað hefur málum hennar, hefur sjálfur átt frumkvæði að. Andstæðingar hans hafa orðið að hefja baráttuna eins og Jónas Jónsson gerði í Sundhallarmálinu. Annað gott dæmi um þetta er virkjun Sogsins. Undir forustu Sigurðar Jónassonar höfðu and- stæðingar bæjarstjórnarmeirihlutans barizt fyrir því máli árum saman áður en ráðamenn bæjarins fengust til stuðn- ings við það. Þeir töfðu framkvæmdir meðan þeir gátu og þorðu. Þannig hefur þetta verið fram á þennan dag. Seinasta dæmið er það, að það er fyrst nú fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, sem þeir taka upp þá tillögu Þórðar Björnsson- ar að leita eftir verulegu lánsfé til hitaveituframkvæmda. Af þessu ber Reykvíkingum vissulega að læra Þeim ber að gera áhrif andstæðinga bæ]arstjórnarmeirihlutans sem mest og knýja hann þannig til aukins framtaks og athafna. f „Eigin íbúðir“ Mbl. birti í fyrradag leiðara undir þessari fyrirsögn. Efni greinarinnar er það, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji láta sem allra flesta eignast sínar eigin íbúðir. í verki framkvæmir Sjálfstæðisflokkurinn þannig þessa stefnu sína, að síðan „viðreisnin" kom til fram- kvæmda, hefur byggingarkostnaður 340 rúmm. ibúðar hækkað um 110 þús. kr. Ríkisstjórnin ráðgerir hins vegar að hækka lán út á slíka íbúð um 50 þús. kr. eða sem svarar helmingi þess kostnaðarauka, er „viðreisnin11 hefur valdið. - Þannig hjálpar Sjálfstæðisflokkurinn unga fólkinu til að eignast eigin íbúðir. Og þetta kallar Mbl. að koma málum þess „í viðunandi horf“.1 Guðmundur Ingi Kristjánsson: < olar um skáldskaparmál I. HvaS skuldar Matthías mér? Gamall vinur minn og sálu- félagi, Hjálmtýr Pétursson, hef ur orðið fyrir ofsóknum af hendi Matfchíasar Morgunblaðs- ritstjóra. Matfchías telur sig skáld gott og metur dýrt þær setningar sínar, er hann kallar ljóð. En Hjálmtý henti það, að hann tók upp í gtein, sem hann fékk birta í Tímanum, nokkrar línur úr bókum Matthíasar. Þyk ii höfundi hæfilegt að Hjálm- týr eða Tíminn greiði 2000 kr. fyrir línurnar. Má hér segja sem fyrr: „Dýr myndi Hafliði allur.“ En er þetta mál var upp kom ið, hvarflaði hugur minn að atviki litlu, sem átti sér stað á næstliðnu sumri. Þá flutti ég fáeinar vísur frumortar á minn ingarhátíð Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri Vöktu þær nokkra athygli og báðu ýmsir um þær til eignar eða birtingar. Bar þá svo við, að Matthías ritstjóri hringdi til mín frá Reykjavík og bað um ljóðið til að prenta í Morgunblaðinu. Veitti ég hon um leyfið o-g birtust vísurnar í blaðinu. Ekki minntist ritstjór inn á greiðslu, enda fór ég ekki fram á neina. Notfærði Matfchí- as sér fáfræði útkjálkamanns- ins, en ég gerði mér ekki ljóst, að slík birting á vísum mín- um væri sízt ofgreidd með 2000 krónum. Sé ég enga ástæðu að mínar vísur kosti minna en Matthíasar. Veit ég raunar ekki eftir hverju gjaldið skal metið. en það ætla ég að vísu, að hvor ugur okkar kveði betur en páf- inn. Nú veit ég, að ég hef engan rétt til þess að krefjast gjalds af Morgunblaðinu fyrir vísur mínar, þar sem ég áskildi enga greiðslu í upphafi. En Matthías mun sjá hina siðferðilegu hlið. Vinni hann málið gegn Hjálm- tý, lætur hann Moggann greiða mér með næstu póstferð. Morg unblaðið getur ekki verið lé- legra blað en Tíminn í augum ritstjóra þess. Hjálmtýr Pétursson er maður ljóðelskur og listunnandi, en ekki leggur hann allt að jöfnu. Lætur hann enga kreddukarla né fagurfræðinga segja sér, hvað sé mikil list og hvað sé lítils virði. Treystir hann sín- um eigin smekk og er ekki myrkur í máli. Satt er það, að ekki birti Hjálmtýr kveðskap Matthíasar honum til lofs eða dýrðar. En hvergi ber á því, að Matthías erfi það við hann. Hitt skal verða dómsmál, hvort mönnum sé heimilt að taka í blaðagrein- ar orðrétt ummæli ákveðinna höfunda. 1!« Hverfa vísur af vörum Svo er sagt, að íslendingar hafi allt frá upphafi borið Ijóð á vörum sér fremur öðrum þjóð um. Þeir ortu vísur við öll tæki færi. en auk þess kunnu þeir og fluttu annarra manna kvæði Þormóður Kolbrúnarskáld kvað Bjarkamál hin fornu á Stikla- stöðum, og Þórður Andrésson mætti dauðadómi sínum með vísuorðum úr nýju danskvæði: „Mínar eru sorgir, þungar sem blý.“ Gömul kvæði geymdu fornar sagnir og þegar menn tóku að GUDM. IN!©Í KRISTJÁNSSON rita sögur, voru þær flestar studdar vísum og kviðlingum. Nýlega hefur Gunnar Benedikts son gert grein fyrir því, af hve mikilli snilld Sturla Þórðarson felldi vísur inn í íslendinga* sögu sí'na. Þannig var íslandssagan allt fram á vora daga. Þegar ég var á fermingaraldri, voru ný kvæði Davíðs Stefánssonar á hvers manns vörum. Ungmenna félagarnir báru bækur hans milli bæja og fluttu Ijóðin, sum úr bókunum, en sum úr huga sínum, sum á fundunum, en sum á göngunni. Ófermd yngis- mær las mér úr Iðunni kvæðið Útburð eftir Jakob Thoraren- sen. Eftir að ég hóf barna- kennslu var það einu sinni, að 12 ára telpa flutti mér utan- bókar nokkrar vísur framan af kvæði Goethes um korintsku brúðina í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Kvaðst hún myndi læra kvæðið allt, ef hún þekkti lag við það. — Ræður manna voru fluttar af tilvitn- unum í Ijóð og stökur. Kvæðin voru fólkinu hand,gengin, hug- leikin og tungutöm. Það er mjög haft á orði, að mikil umskipti hafi orðið í þess um efnum á síðustu áratugum. Liggja sjálfsagt til þess margar orsakir. Sú mun þó einna á- hrifamest að þorri hinna yngri skálda hefur svipt verk sín hálfu íslendingseðlinu, stuðlum og rími, þótt ljóð eigi að kall- ast. Með þessu ásamt ýmsum undrum í efni og formi valda þau aðskilnaði almennings og nýrra Ijóða. Og nú á að auka þann að- skilnað með því að heimta hátt gjald, ef maður tekur hálfar eða heilar vísur eða kvæðisnefn ur upp í blaðagreinar eða önn- ur rit. III. Nöfn á ný]u formi íslendingar hinir fornu áttu skýr og fögur nöfn á öllu því, sem þeir geymdu í orðum Það. er menn höfðu að segja, hét sögn eða saga og seinna frá- saga. Það, sem kveðið var, hét kvæði og kviða eða kviðlingur Og skyldi ljóð ekki í fyrstu hafa verið það, sem lýðurinn lærði, var á hvers manns vör- um, almenningseign? Ekki veit ég upptök vísunafnsins, en staka varð ' eðlilegt gælunafn á lausavísum Sérgrein -kveð- skapar. sem varla náði þeirri vegsemd að heita ljóð eða kvæði, fékk nafnið þula. Þegar tekið var að yrkja með suðrænu sniði. fylgdi nafnið með forminu. Voru kvæði þau köllug dansar. En er slík kvæðagerð tók íslenzkt rím með fullum stuðlum og varð ag söguljóðum, nefndust þau rímur. Virðist svo sem for- feðrum vorum hafi verið til- tækar fagrar nafngiftir hverju sniði máls og mennta. Nú er öldin önnur. Nú fæst ekki nafn á nýjar grþinar s'káld skapar. AJdrei hefur „novelle“ fengið nafn á íslenzku. Og skáldskapur sá, sem kallaður er í vanmætti órímuð ljóð, er enn nafnlaus á tungu vorri. Ekki kann ég við atómljóð og atómskáld, og þykir mér tóma- h!ljóð í þeim nöfnum. Þeir, sem tala um prósa í íslenzku máli og að „gera víðreist“, gætu vel kallað þessi skáldverk póm ,og væri það orð beygt eins og blóm. Heldur vildi ég þó kalla þau sónur, því að af Són og Boðn munu þau runnin. Myndi ég þá segja: Mörg er sónan vel gerð, en hvorki eru þær ljóð né kvæði. IV. Erih gefa stuðl- asíi? sfyrk Jón úr Vör er eitt hið bezta sónusikáld á íslenzka tungu. Eru sumar só’nur hans um þorp ið prýðilega gerðar og myndir þeirra skýrar og verða lesend- um hugstæðar. Fátt er þag þó, sem ég hef lært í þeirri bók. Samt kann ég þessar setn- ingar: „Og næsta morgun var blár steinbítur á héluðum hlaðvarpasteini og sól sindraði í silfri ýsu- hreisturs og hamingjan í húsi fátæks manns.“ Enda tekur þessi sóna ljóð- form í lokin. En í kvæðum Jóns úr Vör eru hendingar, sem mér eru tungutamar. Þessa vísu raula ég oft: „Ég heyri hvernig grasið grær og gleðst meg hverjum ung- um dreng, sera finnur vorsins fyrsfca blóm og fagnandi við hlið hans geng.“ En af öllum verkum Jóns úr Vör hef ég mestar mætur á þessum hendingum úr kvæði hans um Verdun: ,,Enn fer ekkja með blóm á óþekkta hermannsins gröf ung fyrir 20 árum.“ Aldrei hefur saga ástar og tryggðar verið sögð á einfaldari hátt á íslenzku. Orðin eru lát- laus og hversdagsleg, en klið- ur þeirra sprettur af þvf, sem dýpst er og dýrast. í mannheimi' Efcki skal nú vitnað frekar í verk Jóns úr Vör. Mun ég orð- inn honum æði skuldugur, ef Matthías vinnur Hjálmtý. En í kvæði og sónur Matthíasar imun ég ekki vitna, því að honum vil ég ekki skulda. V. Sksnlfii^ viö Einar Sigurðsson Útvarpið minntist eitt kvöld í vetur austfirzkra skálda, Einars Sigurðssonar í Eydölum og niðja hans. Var þag vel gert. Guðmundur Hagalín, sá mikli sögumaður minntist þess í út- varpspistli í Vísi. Dró hann þar fram hluta Einars £ bók- menntum fslendinga. Var það (Framhald á 11. síðu). msmu T í 1 I N N, sunnudagur 25. marz 1962. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.