Tíminn - 25.03.1962, Blaðsíða 11
mftiHfcapnrmál
Pramihalld af 7. síðu.
ggrt af mi.killi snilld og þó í
s>tuttu máli.
Einar lifði f tímum mikilla
bjfltinga í íslenzku þjóðlífi.
AI<írei hafa jafnsterkir erlend-
ir straumar ffætt yfir landið,
síðan kristnin kom. Kirkjan
féddk nýjan anda og þurfti að fá
sáteia og söngva nýja. Voru
þeir sóttir til Lúthers og
lærisveina hans, en umkveðnir
á íslenzka tungu. En þeir
meistarar málsins, sem um þá
fjöHuðu, lögðu til hliðar mikig
af þeim éinkennum, sem áður
bar hæst í ljóðagerð ís'lend-
inga. Þótti þá mörgum íhalds
sömum manni, að miikils væri
misst. En meistararnir svöruðu
því til, að lúthersk hugsun,
frjáls og kristileg, yrði ekki
fjötruð í spennistakk ríms og
stuðla og ekki sómdi nákvæmri
hugsun nýrrar kirkju að bind
ast úreTtum formum. Er svo
að sjá af skrifum Guðbrands
biskups, að hann hafi noklcuð
látig undan síga fyrir þessurn
áhrifamiklu röksemdum, og
vildi hann þó vera fastheldinn
á fornar ljóðvenjur.
Einn af sálmum þessara
daga hefst á þessa leið:
„Ó, gug vor faðir, sem ert
altið himnum á
hátt yfir oss, því, andlega
viltu tilheðinn vera,
þitt heilaga nafn
þú lát útbreiðast svo veglega
að það sé prísað ævinlega
á jarðríki sem himni
þitt ríki til komi vor náð-
lega,
sem oss kann friðinn gefa.“
Hér var þá á 16. öld fundið
það form, sem ekki setti
frjálsri hugsun og fagurri fram
setníngu óeðlilegar skorður.
Þá kom Einar Sigurðsson
fram á sviðið. Hrærði hann
vöggu lausnarans svo snilldar-
iega mcð rími og stuðlum
fornrar venju, að sú hræring
nær hjörtum íslendinga enn í
dag.
„Pjármenn hrepptu fögnuð
þann,
þeir fundu bæði guð og
mann,
í lágan stall var lagður hann,
þó lausnarinn heimsins væri.
Með víshasöng ég vögguna
þína hræri.“
Þetta kvæði er nú orðið einn
af sálmum íslenzku kirkjunn-
ar, og stuðlar þess hafa staðið
yfir moldum allra þeirra siða-
bótarsálma, sem ættu ag heita
atómsálmar á nútíðarmáli.
Ég er einn þeirra manna,
sem játa skuldir mínar við
Einar í Eydölum. Ég hygg, að
sigur hans yfir ljóðleysum
Gísla biskups og stefnuhræðra
hans hafi valdið reisn og feg-
urð íslenzkrar ljóðagerðar í
300 ár. Andi hans er í sálmum
Hallgríms og Matthíasar, og
sami kliðurinn er enn í orðum
Davíðs:
„Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.“
Svo segja hinir fróðustu
menn, að Einar Sigurðsson hafi
fyrstur íslenzkra manna ort
ættjarðarkvæði. Heitir það
„Vísnaflokkur um gæði ís-
lands.“ Síðan hafi margir far-
ið í fótspor Einars, og allt
fram á þessa öld bera íslands-
kvæðin sama hug og hreim.
Einar Sigurðsson fæddist að
Hrauni í Aðalreykjadal. Snill-
ingur 19. aldar, Jónas Hall-
grímsson, fæddist að Hrauni í
Öxnadal. En hvar er nú það
Hraun, sem elur bjargvætt
þessarar aldar?
Ritað í Holti í Önundarfirði
á góu 1962.
Guðm. Ingi Kristjánsson.
Auglýsið í Tímanum
Bezta bygging yðar
BOKUNAR-
DAGINN
Hreinlætistæki frá
Hollandi
Handlaugar margar gerðir.
W.C. samstæður S og P gerðir.
VIS þökkum innilcga öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
Guttorms S. Jónassonar,
frá Svínafelii
Vandamenn.
Faðir minn og fóstri okkar,
Jón Þórðarson,
frá Hausthúsum
andaðist í Landakotsspítalanum, föstudaginn 22. marz.
Jarðarförin ákveðin fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 10,30 fyrir há-
degi í Fossvogskirkju, — Útvarpað verður frá athöfninni.
Ketill Jónsson
Þóra Árnadóttir, Ingólfur Kristjánsson
Húsmæður
Aukið fegurð augnanna með
Kurlash augnsnyrtivörum.
Kuriash
Fæst í snyrtivöruverzlunum.
Heildsölubirgðir: H. A TULINIUS
Nú er kominu tími til að
vekja blómin eftir vetrar-
hvíldina og flýta fyrir
þroska þeirra með töfra-
mætti SUBSTRAL sem inni-
heldur m. a. hið bráðþrosk-
andi Bl. vitamín.
SUBSTRAL er viðurkennt af vísindamönnum og (
fagmönnum á sviði blómaræktarinnar.
SUBSTRAL fæst í öllum blómaverzlunum.
íslenzka Verzlunarfélagið h.f.
Laugavegi 23 Sími 19943.
Vönduð vara
Kynnið yður verð
og gæði.
Félagar í Byggingarsamvinnufélagi
starfsmanna ríkisstofnana,
sem hafa áhuga fyrir byggingu íbúða í sambýlis-
húsi á vegum félagsins, eru beðnir að hafa sam-
band við skrifstofuna í Hafnarstræti 8 næstu daga
kl. 5—6 e. h.
Stjórnin.
BOKAMARKAÐUR
Stærsti og fjölbreyttasti
bókamarkaður, sem haldinn
hefur verið hefst í Lista-
mannaskálanum 30. marz
n. k.
Fjöldi fágætra bóka, sem
ekki hafa verið á boðstólum
lengi, með 50% afslætti
Erá gamla verðinu.
Einstakt tækifæri, sem ekki býðst aftur.
BÓKAMARKAÐUR BÓKSALAFÉLAGS ÍSLANDS
Listamannaskálanum.
T í M I N N, sunnudagur 25. niarz 1962.
11