Tíminn - 25.03.1962, Side 12

Tíminn - 25.03.1962, Side 12
Nei, þessl mynd er ekki tekin hér í Reykjavik, þaðan af síður í Sandgerði og alls ekki á Akranesi, Hún er nefnllega tekin í Kaupmannahöfn og auk þess vlð sérstakt tækifæri. Kennarar í Hundested, sem er iítill bær á Norður-Sjálandi, hafa fyrir skömmu endurvakið gamlan sið, sem sagt þann, að flytja fisk í hjólbörum til Hafnar. Markmiðið er að selja fiskinn ýmist á leiðinni eða í Höfn. Og þarna á myndinni eru viðskiptin í fullum gangi. Sunnudagur 25. marz 1962 71. tbl. 46. árg. KYNNING BÚVÉLA Bændur hafa oft kvartað undan þvi, að lítið væri gert til þess að kynna þeim ný bún- aðartæki og áhöld, þannig áð þeir gætu sjálfir séð þau og kynnt sér þau áþreifanlega. Það var því ákveðið í stjórn SÍS i nóvember að efna til búvélasýninga, og hefur bú- véladeild SÍS nú sýnt búvélar á níu stöðum úti Um land, og KEYPTI TURNA MÓTIN Magnús Sigurjónsson á Bakka- felli í Rangárvallasýslu keypti ný lega notuð stálmót, til að steypa votheysturna, af Regin h/f, sem hefur einkaleyfi á þessum mótum. Mun ætlunin, að hann sjái um byggingu turna, sem steyptir eru í þessum mótum, í Rangárvalla- sýslu, en Reginn annars staðar, en Magnús hefur samvinnu við Regin. Tíminn spurði Magnús um þetta í gær. Hann kvaðst hafa unnið að byggingu votiieysturna í Rang árvallasýslu í fyrrasumar. Hafði hann með sér nokkra menn, og notuðu þeir flekamót við bygging arnar. Þá stunduðu þeir þessa at- vinnu eingöngu í hjáverkum með (Framhald á 3. síðu). ákveðið er að hafa 10. sýning- una í Reykjavík nú innan skamms. Þessar sýningar hafa verið á eftirtöldum stöðum: Selfossi, Hvols velli, Vík, Egilsstöðum, Þórshöfn, Húsavík, Akureyri, Blönduósi og Borgarnesi. Lítill sláttutæfari Það sem einna mesta athygli vekur á þessum sýningum, er Far mall-dráttarvélin B 275, með á- moksturstækjum og sláttuvél út frá hlið, og þá ekki síður Tárup- sláttutætari, sem er til hliðar við dráttarvélina og sérstaklega ætluð fyrir einyrkja. Þá er sett sérstök dráttarfesting fyrir sláttutætarann framarlega á vélina ,og er síðan hægt að láta hann blása grasinu beint upp í vagn, sem tengdur er aftan í dráttarvélina á vanalegan hátt. Þegar vagninn er fullur, er sláttutætarinn losaður frá með fáum handbrögðum og farið heim með vagninn. Þessi litli og lipri tætari kostar ekki nema um 20 þúsund kr. Til að skipta um Ijáblöð Þá var sum staðar sýnd ný gerð af Bamford múgavél, sem miklum vinsældum hefur náð á skömmum tíma. Og meðal anharra tækja má nefna áihald, sem ætlaö er til þess að skifta um blöð í ljábakka. Hjá einum bónda brotna ljáblöð varla svo ört, að það borgi sig fyrir ein stakling að eiga þetta áhald, en þægilegt væri að samtök þeirra, s.s. kaupfélögin, ættu áhaldið og sæju um að skifta um blöð í lján- um, þvf á því er nokkur hætta, að Ijábakkinn skekkist, þegar skift er um blöð með hamri og slíkum áhöldum. FORD STENDUR AÐ SAM- 'SSSSiS VINNUSTARFI I Sýning í Reykjavík Búvélasýningar þessar vöktu mikla athygli, þar sem þær voru haldnar, þótt ekki væru alls stað- ar samskonar áhöld sýnd, en það fór nokkuð eftir því, hvers konar vélar þurftu hvort sem var að fara til Viðkomandi byggðarlaga, því flutningskostnaður á stórum tækjum og þungum er ærinn. — Og nú á sem sagt að klykkja út á næstunni með því að halda bú- vélasýningu í Reykjavík. Hér á landi hafa heyrzt hávær- ar raddir um það, að samvinnu- félögin séu versti óvinur ríkis og þjóðar, þar sem þau starfa, og eigi engan rétt á sér. Sömu raddir halda einstaklingsframtakinu mjög á Iofti og benda á Bandaríkin sér til fulltingis, en einmitt um þessar mundir eru samvinnufélögin þar mjög að eflast, og stuðla Banda- ríkjamenn að’ því að koma á fót samvinnufélögum í löndum, sem stutt eru á veg komin í þróun og þroska til þess að flýta fyrir framförum þar. Nú hefur verið ákveðið, að Sam band bandarískra samvinnufélaga sendi 8 af færustu skipuleggend- um sínum til Indlands, til þess að aðstoða þar Ford-stofnunina í því að koma á fót samvinnufélög um í Indlandi. Nákvæm rannsókn mun fara fram til þess að finna sem hæf- asta menn til þessarar farar, að sögn Jerry Voorhis, framkvæmda- stjóra sambands samvinnufélag- anna. Mennirnir, sem valdir verða, eiga að hafa góða þekkingu og reynslu í skipulagningu og stjóm kaup- og sölufélaga samvinnufé- laga og framleiðslulánastofnana félaganna. (Framhald á 3. síðu) Til minningar um Dag Hammarskjöld S.Þ., 22. marz. — Löggjafarþing New York-fylkis samþykkti í fyrra dag að veita 100 þúsund dollara til byggingar minnisvarða um Dag Hammarskjöld fyrrum fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Minnisvarðinn á að vera inn- gangur að East River-görðum Sam einuðu þjóðanna. Garðarnir eru þannig staðsettir, að aðeins er hægt að komast inn í þá með því að fara nokkurn útúrkrók, og eru þeir því lítið sóttir af gestum S.þ. Hammarskjöld var í lifandalífi mjög hlynntur því að breyta inn- ganginum þannig, að almenning- ur gæti átt auðveldara með að njóta garðanna, og ganga um þá, eins og hann gerði oft sjálfur. Framkvæmdastjórinn hafði sam þykkt uppdrátt að innganginum, og verður farið eftir hónum, nú þegar New York-fylki lætur reisa þennan minnisvarða Hammarskjöld. um Dag Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á miðvikudag gamanleikinn Tauga sfríð tengdamömmu. Félagið sýndi leikinn víðs vegar um landið í sumar við mjög mikla aðsókn og góðar viðtökur. Leikrit þetfa er framhald af Tannhvassri tengdamömmu, sem sýnd var í Iðnó 1957—1958. Það leikrit var sýnt 86 sinnum og hefur ekkert leikrit erlent verið sýnt jafn off. Með aðalhlutverkið fer Arndís Björns- dóttir, en ieikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Meðfylgjandi mynd var tekln á æfingu fyrir skömmu og sjást hér Brynjólfur Jóhannesson, Amdfs Bförnsdóttir og Nína Sveinsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.