Tíminn - 27.03.1962, Side 5
Þorpsbúar í Kulusuk sltja fyrjr dyrum úti f sumar sem leiS.
Ljósm.:V. A.
Hvítabjörnmn reif
höfuðleður konunnar
Á sunnudagsmorgun var
komið meS grænienzka konu
á Landspítaiann, sem hvíta-
björn hafði bitið. Hún heitir
Emife Kimile og er 39 ára að
aldri. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem gera þarf að biti
eftir hvítabjörn hér á Land-
spítalanum, og hafa ekki áður
komið hingað slasaðir Græn-
lendingar eftir viðureign við
slíka skepnu. Samt sem áður
drepur hvítabjörninn þetta
tvo til þrjá Grænlendinga á
ári.
Tíminn hafði í gær tal af hinum
kunna skurðlækni, Árna Bjöms-
syni, sem gerði að sárum konunn-
ar. Sagði hann að hún hefði veíið
mikið tætt á höfði, bitin í hand-
legg og aðra höndina. Arni ^sagði
að með þetta bit gilti það sama og
önnur dýrabit, að sýkingarhætta
væri alltaf töluverð. Hann sagði
enn fremur að sárin sem konan
hafði fengið í viðureigninni við
hvítabjörninn hefðu verið óreglu-
leg og holdið rifið og tætt. Þá sagði
hann að henni liðið orðið sæmilega
og væri ekki í hættu.
Á sunnudag aflaði Tíminn sér
eftirfarandi upplýsinga um slysið:
Það var í birtuskilum á laugar-
dagskvöldið, sem hvítabjöm réðst
á grænlenzk hjón og börn þeirra,
Monjack læknir.
Viktor Aðaisteinsson, flugstjóri.
er fjölskyldan var á gangi á sund-
inu mOli Kulusuk-eyjar og lands.
Stórslasaði hann grænlenzku kon-
una, en maður hennar og eitt barn-
ið slapp minna meitt.
Eftir þessa viðureign var konan
illa bitin, en hvítabjörninn hafði
nær flett af lienni höfuðleðrinu og
bitið vöðva úr öðrum handleggn-
um. Á tímabili var jafnvel álitið ag
konan kynni að vera höfuðkúpu-
brotin.
Það varð að ráði að fá leiguflug-
vél Flugfélags íslands, sem stað-
sett er í Syðri-Straumfirði á vest-
urströnd Grænlands, til að flytja
hina slösuðu konu til Reykjavíkur.
Tíminn hafði tal af Viktor Aðal-
steinssym, flugstjóra á leiguflug-
vélinni, sem flutti konuna hingað.
Sagði Viktor að hvítabjörninn
hefði ráðizt á hjónin og barnið, er
þau voru að ganga með bömum
sínum á isnum á sundinu. Sjálfur
fjörðurinn er auður, en þarna í
sundinu eru borgaríshrannir og
lagnaðarís. Barnið, sem fyrir árás-
inni varð, hafði eitthvað hlaupið á
undan foreldrum sínum, og
heyrðu þau það kalla, að það sæi
hvítabjörn. Sinntu þau ekki þessu
kalli, heldur héldu áfram göngu
sinni. Lentu þau þá bráðlega í flas-
ið á hvítabirni og skipti engum tog-
um, að hann réðst á þau. Lagði
hann sig einkum eftir að ná til
konunnar, en veitti einnig barainu,
sem sá hann fyrst, og eiginmanni
konunnar nokkra áverka, þótt þeir
reyndust ekki hættulegir.
íbúarnir í Kulusuk heyrðu strax
ópin í fólkinu og þustu á vettvang.
Þeir, sem áttu byssur giipu þær
með sér, en þegar út á ísinn kom
mætti þeim ófögur sjón. Eiginmað-
ur konurnar streittist við hvíta-
björninn og reyndi að koma í veg
fyrir að hann drægi konuna burt.
Bi'átt var orðin það mikil mann-
þröng í kringum björninn og kon-
una, að skytturnar gátu ekki beitt
byssun.um öðruvísi en eiga a hættu
að hitta einhvern þorpsbúa. Fór
svo að lokum að einn af þeim sem
báru byssu, tróðst að dýrinu, lagði
hlaupið fast að höfði þess og
hleypti af. Skotið molaði haus dýrs
ins.
Konan var síðan flutt heim í
þorpið. í Kulusuk er aðeins hægt
að veita nauðsynlegustu aðstoð, en
engin aðstaða til læknishjálpar,
eins og þarna var þörf, enda eng-
inn læknir á staðnum. Það varð
því að ráði að gera boð eftir leigu-
vélinni til Syðri-Straumfjarðar á
vesturströndinni. Sagði Viktor
Tímanum, að þeir hefðu fengið
skeytið klukkan eitt um nóttina.
Brugðu þeir strax við og flugu
yfir til Kulusuk. Með í för þeirra
var amerískur herlæknir frá her-
sjúkrahúsinu í Straumfirði. Hafði
verig talað um að flytja konuna
þangað, en horfið var frá því ráði,
þegar læknirinn sá hver meiðsl
hennar voru og emnig vegna þess
hve hátt þarf að fljúga til að kom-
ast yfir Grænlandsjökul. Flugvél-
in kom svo með konuna hingað til
Reykjavíkur á sunnudagsmorgun-
inn. Fylgdi ameríski læknirinn,
Roman Monjack, henni hingað.
Hafði hann við orð að sjá sig um
í Reykjavík, þar sem þetta er í I
fyrsta sinn, sem hann kemur hing-
að, meðan hann biði eftir ferð til
baka, en Viktor sagði, að þeir
myndu fljúga aftur til Straumf jarð'
ar klukkan átta um kvöldið.
Þess er vert að geta, að engin
aðstaða er til næturlendingar í
Kulusuk, en flugvélin lenti þar í
fyistu dagsskímunni við liinar erf-
iðustu aðstæður. Þarna er þröng
fjallakverk, en vélin stór fjögurrai
hreyfla Skymaster.
Fimmtugur í gær
útgerðarmaðuf
Jóhann Júlíusson, útgerðarmað-
ur og framkvæmdarstjóri, Hafnar-
stræti 7, ísafirði, átti fimmtugsaf-
mæli í gær. Hann er fæddur að
Atlastöðum í Sléttuhreppi 26. marz
1912. P’oreldrar hans voru þau
hjónin Guðrún Jónsdóttii- og Júlí-
us Geirmundsson, er þar bjuggu
þá og lengi síðar. Eins og þá var
venja fór Jóhann ungur að árum
að stunda alla algenga vinnu við
búskapinn, og siðar sjómennsku á
smábát með föður sínum. Þegar
hann var 18 ára gamall fór hann
til sjómennsku til ísafjarðar og
var sina fyrstu vertíð með hinum
kunna sjósóknara og aflamanni
Sölva Ásgeirssyni. Jóhann stund-
aði nám í Laugarvatnsskóla, og fá
um árum síðar lauk hann stýri-
mannaprófi hinu minna á Akur-
eyri. Sjómennsku stundaði hann
svo næstu árin.
Eftir að Jóhann hætti sjó-
mennskunni hóf hann veitingastarf
semi hér á ísafirði í félagi við
Þórð bróður sinn, og fengust þeir
við þá starfsemi í nokkur ár. Síðar
ráku þeir í félagi bifreiðar til vöru
o,g fólksflutninga. Á þessum árum
hófu þeir bráeðurnir, Jóhann og
Þórður, fiskkaup og fiskverkun, en
þeir hafa jafnan veiúð mjög sam-
hentir og haft með sér samvinnu
um framkvæmdir.
Árið 1955 stofnuðu þeir bræð-
urnir og fleiri Gunnvör h.f., og
létu þá smíða fiskibátinn Gunnvör
ÍS-270, og hafa síðan rekið þá út-
gerð með dugnaði og fyrirhyggju.
Var Gunnvör fyrsti báturinn af
þeim stærri fiskibátum, sem nú
eru gerðir út héðan, og má því
segja, að þetta framtak hafi verið
fyrsti vísirinn að þeirri miklu og
gagngeru aukningu skipastólsins,
sem síðan hefur orðið hér í bæn-
um. Nú á Gunnvör h.f. í smíðum
í Noregi 150—170 smál. stálskip,
sem bætist við fiskiskipaflotann
hér í bænum fyrir eða um næstu
áramót. Ber þetta framtak vissu-
lega v'ott um stórhug og dugnað.
Gunnvör h.f. á einn sjötta hluta
í íshúsfélagi ísfirðinga h.f. og hef-
ur Jóhann Júlíusson árum saman
átt sæti í stjórn þess fyrirtækis.
Jóhann Júlíusson er vinsæll mað
ur og drengur góður. Hann er for-
sjáll athafnamaður, og hann hef-
ur stjórnað fyrirtækjum sínum af
fyrirhyggju og sérstakri árvekni.
Hann er kvæntur Margréti Leós
og eiga þau hjónin tvo efnilega
syni.
Eg og fjölskylda mín óskum Jó-
hanni og fjölskyldu hans allra
heilla í tilefni afmælisins.
ísafirði, 26. marz, 1962.
Jón Á. Jóliaiinsson.
Kennslubók í átthagafræði
Nýlega er komin út á vegum
Ríkisútgáfu námsbóka Átthaga-
fræði, leiðbeiningar fyrir kennara
og foreldra eftir ísak Jónsson
skólastjóra Bókin er 256 bis. í
Skírnisbroti. i henni eru 53 ljós-
myndir og teikningar til skýringar
efninu. Hún skiptist í 25 kafla, er
heita m. a.: Hvað er átthagafræði?
— Litir og litun. — Lögun hluta,
form og teiknitækni. — Barna-
teikningar. — Kennsluaðferðir. —
Kennslutæki, hjálpargögn, áhöld
og efniviður. — Hópkennsla, ein-
staklingskennsla. — Fastir liðir
kennslunnai. — Undirbúningur
kennslunnai — Hlutverk kennara
við kennslu og námsstjórn. —
Þroskagildi námsefnis. — Stjórn
og agi. — Tillag barna í störfum
og stjórn skólans. — Val átthaga-
fi’æðiverkefna. — Kennsluáætlan-
ir. — Frjálst starf barna. — Skóla
stofan, húsgögn og útbúnaður. —
Vélanotkun við kennslu. Kjör-
verkefni og sjálfsnám. —
Prentun bókarinnar og band ann
aðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar
h/f.
- ** 4IWTWS _______— ^
Örin vísar á þorpið Kulusuk, en framundan því er sundið, þar sem hvítabjörninn réðst á konuna. Svarta rönd.
in efst til hægri er flugvöllurinn á Kulusuk. Ljósm.:V. A.
TÍ’MPTNN, þriðjudaginn 27. marz 1962
3