Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 8
RITSTJÓRl FRIÐRIK ÓLAFSSON
Er Bobby verðandi heimsmeistari ?
Hefði einhver spurt mig þessar-
ar spurningar fyrir tveimur árum
síðan, er ég ekki í nokkrum vafa
um, að ég hefði hrist höfuðið á-
kveðinn á svip og sagt nei. En
sjónarmiðin hafa talsvert breytzt
á þessum tveimur árum, og nú er
svo komið, að ég tel möguleika
Bobby’s tií að hrifsa veldissprot-
ann úr höndum Botvinniks ekki
síðri en annarra, sem þar korna
til greina. Framfarir hans á þessu
tímabiii hafa verið slíkar að fá-
dæma er og með hinum glæsilega
sigri sínum á millisvæðamótinu í
skák í Stokkhólmi, hefur hann
sýnt hei.minum svart á hvítu,
hversu feykileg geta hans er. í
skákstil sínum hefur hann náð ó-
trúlegri fullkomnun og minnir
hann að því leyti á skákmeistar-
ann, sem hann dáir mest allra, fyrr
verandi heimsmeistara, Capa-
blanca. — í Á^korendamótinu,
sem nú fer í hönd í Curacao eru
möguleikar Bobbys til að ná efsta
sæti allgóðir, en þess ber að gæta,
að þar á hann við fimm Rússa að
etja, oig þeir munu allir gera sitt
ýtrasta til að viðhalda einokun
sinni á þessu sviði. En Bobby er
ekki maður, sem lætur hlutina
vaxa sér í augum og takizt honum
að ryðja þessari hindrun úr vegi,
er ekki líklegt, að hindrunin, sem
hann mætir næst, heimsmeistar-
inn Botvinnik, verði honum erfið-
ari viðfangs. En þetta allt mun
tíminn leiða í ljós. —
Fyrir þá skák, sem hér fer á
eftir, og tefld var í 21. umferð
millisvæðamótsins í Stokkhólmi,
hlaut Bobby fegurðarverðlaun.
Byrjunina teflir hann á frumleg-
an hátt og ruglar andstæðing sinn
algjörlega í ríminu. Eftir 20 leiki
er staðan „strategiskt“ unnin og
Bobby á einungis effir að „inn-
byrða“ vinninginn. Það gerir hann
á óaðfinnanlegan hátt.
Hv: Bobby Fischer - Sv: Bolbochan
Sikileyjarvörn
1. e4—c5 2. Rf3—d6 3. d4—
cxd4 4. Rxd4—Rf6 5. Rc3—a6 6.
h3 (Óvenjulegur leikur og efa-
laust nýr í stöðunni).
6. —Rc6 (Venjulega leikið 6.—
e5 og er það efalaust bezti leikur
inn einnig hér. Bolbochan hefur
hins vegar óttast, að Fischer hefði
einhverja nýjung í fórum sínum
og breytir því út af).
7. g4—Rxd4? (Bolbochan hefur
að vonum skelfzt við síðasta leik
Bobby’s og flýtir sér að hefja upp
skipti á mönnum. Leikurinn er
hins vegar misráðinn og gefur
hvítum of sterka aðstöðu á mið-
borðinu. Betra var 7.—e6 eða jafn
vel —'h6 til að koma í veg fyrir
framrás g-peðsins hvíta).
8. Dxd4—e5 9. Dd3—Be7 10. g5
—Rd7 11. Be3!—Rc5 (Skiptin 11.
—Bxg5 12. Bxgð—Dxg5 13. Dxd6
eru hagstæð hvítum).
12. Dd2—Be6 13. 0-0-0—0-0 14.
f3—Hc8 (Svartur virðist vera á
undan í liðsskipan sinni, en hann
á erfitt um vik vegna veikleikans.
á d5).
15. Kbl (Áður en hvítur hefst
handa á kóngsvængnum, treystir
hann aðstöðu síns eigin kóngs).
15. —Rd7? (Heldur linlega leik-
ið. Eina vonin til áð halda ei.tt-
hvað í horfinu var 15.—f5. Nú
hallar stöðugt umdan fæti).
16. h4—b5 17. Bh3—Bxh3?
(Næstum því óskiljanlegur leikur.
Hvers vegna eftirlætur svartur
hvíti öll völd á d5-reitnum. Jú,
BOBBY FISCHER
hann sér fram á peðstap eftir 17.
—Rb6 18. Bxb6—Dxb6 19. Rd5—
Db7 20. Rxe7f—Dxe7 21. Dxd6.
Það var þó engin ástæða til að
gefa sig þannig örlögunum mögl-
unarlaust á vald, reynandi var 17.
—He8).
18, Hxh3—Rb6 19. Bxb6—DxbG
20. Rd5—Dd8 21. f4 (Nú strandaði
21. Rxe7f—Dxe7 22. Dxd6 á —
Hd8).
21. —exf4 22. Dxf4—Dd7 23.
Df5!—Hcd8 (Drottningarkaup eru
óhugsandi 23—Dxf5? 24. Rxe7f).
24. Ha3—Da7 25. Hc3 (Hvítur
gat að sjálfsögðu unnið peð hér
með 25. Rxe7f—Dxe7 26. Hxa6, en
hann kýs heldur að viðhalda stöðu
yfirburðum sínum).
25—ge 26. Dg4—Dd7 27. Df3
—De6 28. Hc7—Hde8 (28—Hd7
Strandaði á 29. Rf4).
29. Rf4—De5 30. Hd5—Dh8 (í
slíkri stöðu geta úrslitin varla ver-
ið langt undan)!
31. a3 (Þótt Bobby sé ungur að
árum rasar hann aldrei að neinu.
Hann opnar kóngi sínum undan-
komuleið, ef á þarf að halda).
31—1»6 32. gxh6—Dxh6 33. h5
—Bg5 34. hxg6—fxg6 (Eða 34—
Bxf4 35. gxf7t—Hxf7 36. HxH—
HxH 37. Hf5f).
35. Db3f—Hxf4? (Svartur var í
miklu tímahraki og finnur ekki
réttu vörnina. Bezt var 35.—Kh8
og þá er ekki að sjá, að svartur
eigi betra áframhald en 36. Hxg5).
36. He5t!—Kf8 37. Hxe8 og
svartur gafst upp, t.d. 37.—Kxe8
38. D‘e6t—Kf8 39. Dc8f mát.
Kvittað fyrir svari
póstmeistara
Eg þakka póstmeistara
fyrir hið hógværa og skýra
svar hans, þar sem hann
gengst drengilega viS sök póst
hússins.
Eg efa ekki að erfitt hafi
verið með útburð þennan
laugardag, vegna inflúenzu-
faraldursins en þar eð ég vissi
að borin voru út bréf um
Vesturbæinn þennan dag,
undraði mig að mín bréf
skyldu ekki vera látin fljóta
með. Hitt get ég hinsvegar
ekki fallizt á, að ég hefði
þurft sérstaklega að fara
fram á það, að þau yrðu bor
'l’ramhain ? lr> -ilðu
Um þessar mundir er tímarit-
ið „Heimili og skóli“ tvítugt að
aldri. Það var stofnað af Kenn-
arafélagi Eyjafjarðar og hefur
verið gefið út á vegum þess í
20 ár. Það kemur út á Akur-
eyri í 6 heftum á ári, hefur alla
tíð verið selt mjög ódýrt, enda
flestir unnið við það kauplítið.
Það kostar nú aðeins 40 krón-
ur árgangurinn.
„— í tvo áratugi hefur ritið
flutt uppalendum í heimilum
og skólum mikinn fróðleik og
lífshollan, verið þarfur vinur
þeirra og ráðgjafi. Mun hver og
einn, sem flettir blöðum þess í
dag, verða þess áskynja, að
jafnframt því sem þar er
skyggnzt til starfs og stefna
annars staðar og margt gott og
nytsamt þaðan flutt, þá er all-
ur grunntónn þess fyrst og
fremst þjóðlegur og kristilegur.
Og það hefur verið góður og
hógvær boðberi milli heimila og
skóla og kennurunum góður
vinur ....“.
Þannig blasir þetta við kunn-
ugum nú, er ritið leggur út á 3ja
áratuginn.
Sami maðurinn hefur frá upp-
hafi verið ritstjóri þess, Hannes
J. Magnússon, núverandi skóla-
stjóri á Akureyri. Hann segir nú
er hann lítur um öxl:
„— Ritið hefur aldrei verið
ádeilurit, þótt á margt megi
deila í uppeldisháttum okkar og
skólamálum. Það hefur því
aldrei haldið uppi neikvæðum
málflutningi, en aftur leitazt
við að flytja mál sitt á jákvæð-
an hátt, benda frekar á það,
sem ér tii fyrirmyndar og vekja
athygli á heilbrigðum uppeldis-
háttum, t.d. beita þeirri upp-
eldisaðferð, að lofa fremur en
lasta. Þá hefur það einnig vakið
athygli á kristinni trú og lífs-
viðhorfum sem hinum traust-
asta grundvelli alls uppeldis. Allt
þetta hefur væntanlega tekizt
ALÞJÓÐL
LEIKHÚSDAGUR
í dag minnast leikhús víðs-
vegar um allan heim hins al-
þjóðlega leikhúsdags. Það er
Alþjóða-leikhúsmálastofnunin,
sem hefur hvatt til þess að
þessi dagur verði haldinn há-
tíðlegur, og er kjörorð hans:
— Farið í leikhús.
ísland er meðlimur Alþjóða
leikhúsmálastofnunarinnar, og er
ætlunin að hafa leiksýningu bæði
í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu i til-
efni dagsins.
42 meðlimaríki
Alþjóðaleik'húsmálastofnunin
var stofnuð árið 1947, og var
fyrsta ráðstefna hennar haldin í
Prag árið á eftir. Alls tóku 361
þjóðir þátt í stofnuninni, en nú
er meðlimatalan komin upp í 42,
en 6 önnur lönd hafa þar að auki
sótt um upptöku. Flest landanna
eru í Evrópu, en einnig eru nokk
ur Asíu- og Afríkulönd auk landa
Norður- og Suður-Ameríku.
Stofnunin hefur aðsetur í
París, og þar rekur hún m. a.
leikhús þjóðanna, en það er í
hinu gamla Sara Bernard-leik-
húsi.
Alþjóðaleikhúsmálastofnunin
er þannig starfrækt, að í hverju
landi hafa leikhús, leikarar, gagn-
rýnendur. leiktjaldamélarár og
sjónvarps- og útvarpsmenn með
sér félag, og er það síðan með-
limur í alþjóðastofnuninni.
ísland frá 1957
í íslandsdeildinni eru Þjóðleik-
húsið, Leikfélag Reykjavíkur og
Félag ísl. leikara. í stjórn eru:
Guðlaugur Rósinkranz fyrir hönd
Þjóðleikhússins, Jón Sigurbjörns-
son fyrir Fél. ísl. leikara og Brynj-
ólfur Jóhannesson fyrir Leikfélag
Reykjavíkur.
íslendingar gengu í stofnunina
árið 1957 á ráðstefnunni, sem þá
var haldin i Aþenu.
Hvert meðlimaríki greiðir visst
árgjald, og er það í hlutfalli við
mannfjölda. íslendingar eru með-
al þeirra, sem minnst þurfa að
greiða, og er framlag þeirra 100
dollarar á ári. Auk þessa hefur
UNESCO, Menningar- og vísinda-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, veitt
Leikhúsmálastofnuninni nokkurn
styrk ár hvert. Hefur hann verið
25 þúsund dollarar á ári, en nú
hefur verið farið fram á, að hann
verði auknn, þar eð mikið fé þarf
til þess að reka Leikhús þjóðanna
í París.
HANNES J. MAGNUSSON
misjafnlega. Það mætti ætla, að
foreldrar hefðu tekið þessari
hjálp með framréttri hendi, en
ritið hefur þó ekki fengið þá út-
breiðslu sem slcyldi — “. „— En
við stöndum þó í mikilli þakkar-
skuld við marga,“ segja útgef-
endur ritsins nú, en bæta við:
„Engin afmælisgjöf væri ritinu
kærkomnari en nýir áskrifend-
ur ....“.
Slífea afmælisgjöf á ritið skil-
ið að fá. Og er það ósk mín og
von að svo verði. — Er nýjum
kaupendum heitið síðasta ár-
gangi í kaupbæti, — meðan til
hrekkúr. '
Utanáskrift ritsins er: „Heim-
ili og skóli“, Akureyri
Enn fr. má panta ritið í síma
24751, Rvík.
Snorri Sigfússon.
Sýnir í 5 mánuði
Leikhús Þjóðanna var stofnað
fyrir 5 árum. Framkvæmdastjóri
þess er ráðinn af stjórn sam-
bandsins og er hann nú sá hinn
sami, sem stjórnar Óperunni í
París. Auk hans stjórnar leikhús-
inu 7 manna framkvæmdanefnd.
Það er þó áðallega framkvæmda-
stjórinn, sem sér um val leikrita,
sem flutt eru í leikhúsinu. Leik-
sýningarnar standa yfir 5 mán-
uði ársins, en í upphafi voru þær
aðeins í 2 mánuði.
Leikflokkum frá ýmsum lönd-
um er boðið að halda þarna sýn-
ingar og sýna þeir þá leikrit,
vanalega sérstæð fyrir sitt land,
og eru þau sýnd á frummálinu.
Aðsókn er oft lítil, og stundum
koma ekki fleiri en 40 á sýning-
ar. Af þessu er oftast mikill halli
á leikhúsinu, en franska ríkið
veitir þó einhvern styrk til rekstr
ar þess.
}
Vantaði fjármagn
íslendingum hefur verið boðið
að koma og sýna þarna, og var
það, er þeir fóru í leikhúsferð
með Gullna hliðið til Norðurland-
anna. Ekki var hægt að taka
þessu boði þar eð leikflokkarnir
þurfa sjálfir að standa straum af
kostnaði. Þó borgar leikhúsið
sjálft fyrir leiguna á húsinu og
allar auglýsingar, en leikflokkur-
inn fær það sem inn kemur fyrir
’li't’Í * \V i’i ♦ L \
Tjí MI-NN, þriðjudaginn 27. marz 1962