Tíminn - 27.03.1962, Side 14

Tíminn - 27.03.1962, Side 14
ALANBROOKE hann minnist á Hitler. Eg verð að viðurkenna, að það er mjög erfitt að sjá að hverju við stefn- um og hvað er í vændum, en ég treysti guði fuUkomlega og er þess fullviss, að hvað sem fyrir kann að koma, þá muni það verða mann kyninu til góðs. 23. júíí: Fór í flugvél frá Ilend an til York klukkan 9,30 e.m. og kom þangað kl. 10,30. Hitti þar, auk Adaims (iSir Ronald Adam hershöfðingja) þá Holmes (Sir William Georges Holmes hershöfð ingja) og Alexander (hershöfð- ingja) og ræddi við þá í röska klukkustund, aðallega um fyrir- komulag og framkvæmdir varn- anna gegn væntanlegri innrásar tiiraun Þjóðverja. Ók því næst til Scarborough og athugaði vam irnar á svæðinu þaðan til Bridling ton ... Ók aftur til York og flaug þaðan til baka til Heudon. Kom þangað klukkan 6,45 ... 24. júlí: Flaug til Ohester. Lagði af stað klukkan 9,30 og kom þang að kl. 10,40 e.m. „Copper“ (Sir Robert Gordon Fmiayson hers- höfðingi) beið mín á Sealand flug stöðinni, þar sem við ræddum um varnir Liverpools, Birkenheads o.s.frv. Stigum því næst upp í aðra flugvél og flugum yfir sjón- um allt til Blackpool og Preston og athuguðum mögulega lending arstaði á söndunum. Ókum eftir há begisverð til deildarstöðvar Jimmy Carnwall. Flaug að lokum til baka og kom til Hendon ki. 7,45 e.m. 25. júb': Var allan daginn í skrif stofunni. Hafði ætlað að leggja af stað til Edinburgh um kvöldið, en varð að fresta því vegna her foringjaráðstefnu sem halda átti kl. 4 síðdegis morguninn eftir. 26. júlí: Vann á skrifstofunni allan fyrri hluta dagsins. Fór eftir hádegið tii fundar við Dill í her málaráðuneytinu og næst á fyrr nefnda ráðstefnu. Helzta umræðu efni ráðstefnunnar: yfirburðir orr- ustuflugvéla til vamar, ef til inn rásar kæmi. Fór af ráðstefnunni svartsýnni en áður ... Framkoma fuUtrúa flotastjórnarinnar sýndi Ijóslega að hún hefur nú gert sér það fyllilega Ijóst, hversu andstaða flotans á hafinu hefur orðið veik ari við tilkomu flugvélanna. Yfir ráðin á hafinu eru ekki lengur það sem þau voru og geta ekki lengur gegn öflugustu sprengju- flugvélasveitum tryggt öryggi Bret landseyja. Þetta gerir verkefni •landhersins margfalt þyngra og erfiðara... Þann 2. ágúst skipaði Goering samkvæmt fyrirmælum Hitlers og til þess að hreinsa leiðina yfir Sundið, Luftwaffe að beina öllum sínum styrk að Brezka flughern um og eyða honum. Næstum fjórt án hundruð sprengjuflugvélar og þrettán hundruð orrustuflugvélar voru nú staðsettar á flugvöllunum í N-Frakklandi og Niðurlöndum. — Þann 8. ágúst hófst árésin. Fyrsta dagi.nn voru tuttugu og átta þýzkar flugvélar skotnar nið ur og tuttugu brezkar. Þriðja dag inn hækkaði hlutfallstalan upp í þrjátíu_ og fimm og þrjátíu og tvær. í fyrstu beindu Þjóðverjar árásinni aðallega að Dover og Port landi. En 12. ágúst breyttu þeir um aðferð og hófu nú látlausar 'loflárúsir á ratsjárstöðvar, flug velli og flugvélaverksmiðjur á suð-austur Englandi. Þann dag 13 Frúin hóf hönd á loft og greiddi höigg, sem lenti í veggnum, þar sem stúdentinn vatt sér undan. „Meidduð þér yður?“ spurði stúdentinn og var næstum hlakk- tónn í orðum hans. „Þarna sjái.ð þér hvað það gi-ld ir að glettast við mig.“ Frúin svaraði engu en strikaði hnarreist inn í dagstofu sína. Þar fann hún fósturdóttur sína flóandi í tárum. Stúdentinn var fljótur að taka saman föggur sínar og klæðast ferðamannafötum. Um leið og hann snaraðist út, kastaði hann kveðju á það af Ásfólkinu, sem á vegi hans varð, og bað fyrir kveðju til þeirra er hann ekki sá Var hann hress í máli og bjartur yfirlitum. Á hlaðinu mætti hann Sveini fóstursyni sýslumanns. „Ertu að fara í dag?“ spurði drengurinn. „Já vinur. Komdu með mér fram að hesthúsinu," sagði stúdentinn. Þeir gengu fram túnið. AUt í einu sagði stúdentinn: „Við erum vinir, Sveinn.“ Drengurinn horfði undrandi á hann Og er stúdentinn gaf enga frekari skýringu sagði pilturinn: „Já vinir erum við, ef þú vilt vera vinur minn.“ „Eg var að biðja systur þinnar og fékk hryggbrot,“ sagði stúdent inn „Er hún vitlaus stelpan?“ hraut af vörum drengsins. „Það voru foreldrar þínir sem neituðu. Ekki hún.“ skýrði stú- dentinn. „Og hvers vegna?“ spurði dreng urinn. „Eg er bóndi. Hún á að giftast embættismanni,“ sagði stúdentinn. „Þetta er allt kolbrjálað," sagði • drengurinn „Á ég að trúa þessu?“ „Þetta er sannleikur. Og auk þess eigum við ekki skap saman ég og sýslumannshjónin," sagði stúdentinn. „Jæja, sagði drengurinn með vanþóknunartón. „Ertu þá að fara fyrir fullt og allt?“ „Ætli það ekki. Eg verð hér varla langdvölum nema viðhorfið snúist til betri vegar.“ „Eg sé eftir þér. Og námið. Hvað verður um það?“ mælti drengurinn. Bölvuð vitleysa er þetta allt saman. Stelpan er sann arlega lítils virði samanborið við þig.“ „Farðu hægt drengur minn. Ef þú skerpir þig bjargast þú með námið,“ sagði stúdentinn. Þú ert vinur minn. Og sem vin bið ég þig að fara hægt í sakirnar. Það er bezt fyrir okkur báða. Eg er vongóður þrátt fyrir þessa erf iðu byrjun. Reyndu að hughreysta systur þína og láttu sýslumanns- hjónin verða þeSs sem minnst vör hvar þú stendur í þessu máli.“ Þeir voru nú komnir fram að hesthúsinu Brúnn tók glaðlega við húsbónda sínum. Hann bruddi járnmélin og tvísté á hlaðinu. Stúdentinn lagði á hann, klapp aði honum hlýlega, en sagði ekki orð. Svo kvaddi hann drenginn, sté á bak og stillti Brún á snotrum gangi svo lengi sem sást heim á sýslumannssetrið. VIII. Páskadagur rann upp bjartur og hlýr. Út með firðinum var maður á ferð með tvo til reiðar. Það var stúdentinn. Nú fór hann yfir Dalsá á vaðinu. Þar lágu að ánni hvammar miklir mót suðri og sól. í hvömmum þessum var oft ág á sumrin. Á veturna slúttu þar harðfennishengjur. Nú var að mestu leyst úr hvömmunum. Þó hengu skaflar við efstu brúnir þeirra flestra. Stúdentinn fór af baki í vaðhvamminum. Sá hvamm- ur var um margt frábrugðinn stallbræðrum sínum. Annars vegar lokaðist hann af háum hömrum, er gengu fram í ána. Hinum megin lá hátt gróið malarbarð ofan í hvamminn. Um barð þetta lá veg urinn upp úr hvamminum. Annars vegar hallaði barðinu mjúklega niður í ána og aðalhvamnninn. Hins vegar myndaði það snarbratta brekku. Við rætur hennar kom fram nýr djúpur hvammuí. Tveir menn gátu leynzt þar með hestum sínum, án þess að ferðamenn er veginn fóru yrðu þeirra varir. Það orð lá á þessum litla huldu hvammi, að þar hefðu elskendur notizt mitt í umferðinni án þess nokkur yrði þess var og vinir mynnzt við vasafleyginn i ein- veru og kyrrð. Þótt merkilegt megi teljast voru þag tiltölulega fáir menn. sem þekktu þennan afkirna. Stúdentinum hafði verið sagt frá honum vorið, sem hann flutti í sveitina. Hann hafði því leitað hvamminn uppi og þrásinn is skemmt sér við að hverfa í samreið. Geysast fram úr sam- ferðafóíkinu og snarast upp í hvamminn og alllaf tekist ag dylj ast þar eins og'hann hefði sokkið í jörðu niður. Koma svo á eftir hópnum og henda gaman að undr un fólksins, sem ekki gat áttað sig á því hvar hann hefði leynzt. Nú sté hann af baki i aðalhvamm inum og gekk þar um tímakorn. Er stúdentinn kom í Ás var kirkjufólkið farið. Sýslumanns- hjónin ríðandi og eins ráðsmaður inn, fóstursonurinn og ein roskin þjónustumær. Ilinir gengu. Guð- 22 tókst sex þýzkum sprengjuílugvéla sveitum að laska fimm ratsjár- stöðvar og þrjá flugvelli og einn þeirra — Manston í Kent — svo rnjög að hann varg algerlega ó- nothæfur um nokkurn tíma. í þessum átökum féllu þrjátíu og sex árásarflugvélar og tuttugu og tvær brezkar. Næsta dag misstu Þjóðverjar sjötíu og eina flugvél, en Bretar aðeins tuttugu og sjö. Þegar orrustan um Bretland •hófst, hafði Brooke aðeins gegnt hinu nýja starfi sínu í rúman hálfan mánuð. Hann var enn mjög vantrúaður á getu hinna vanbúnu herja sinna til að hrinda árásum óvinanna. Einkanlega var skortur inn á vopnum og varnartækjum tilfinnanlegur. Af þeim sjö hundr uð skriðdrekum er sendir höfðu verið til Frakklands, komu aðeins tuttugu og fimm til baka. Allt hafði verið gert til þess að fá sem fljótast nýja skriðdreka frá verksmiðjunum og í júní og júlí höfðu rúmlega þrjú hundruð nýir skriðdrekar verið afhentir. En 10. ágúst, rétt þegar orrust an um Bretland var að byrja, fékk Brooke skipun frá forsætisráðherr anum um að koma til fundar við Wavell hershöfðingja, er flogið hafði heim frá Mið-Austurlöndum, til þes's að biðja um lið og vopn til að stöðva yfirvofandi árás ftala á Alexandríu. Samkvæmt ákvörð un forsætisráðherrans var ein þungvopnuð og tvær léttvopnaðar skriðdrekasveitir teknar frá land varnarliðinu er beið innrásar og sendar til að verja Nílar-dalinn. „Þetta,“ skrifaði Brooke síðar, „virðist ekki mikið, þegar á það er litig frá sjónarmiði síðari styrj aldaráranna, en í byrjun stríðsins var jafnvel þetta framlag mikill hluti af vopnabirgðum mínum. Við þetta bættist svo hitt, að Beaverbrook, sá ráðherra er öll flugvélaframleiðsla heyrði undir tók að stofna sinn eigin her, til þess að verja flugvélaverksmiðjur, ef til innrásar kæmi. Hann tók mikinn hlu.ta af öllum þeim stálþynnum er fáanlegar voru, til þess að framleiða litla brynvagna, sem hann afhenti þessu verksm,- varnarliði sinu til umráða. Þetta var á þeim tíma, sem ég þarfnað ist allra þeirra brynvörðu flutn ingatækja sem fáanleg voru. Þessi hugmynd Beaverbrooks var hrein fjarstæða. Hvernig hefðu einstak ar verksmiðjur getað staðizt og hvert hefði hlutverk þeirra verið ef aðal-orrustan Um landið var töpuð?" Brooke varð ag verja rúmlega tvö þúsund mílna strandlengju á Stóra-Bretlandi og Norður-írlandi þar sem a.m.k. átta hundruð mílna svæði var í hreinni árásar hættu — framlínan sem var helm ingi lengri en sú sem sameinaðir herir Fr., Breta og Belga höfðu ekki getað varið í maí. Til þessara varna hafði hann í orði kveðnu tuttugu og sex, en í framkvæmd aðeins fjórtán, ótraustar herdeild ir. Og enda þótt Þjóðverjum væri um megn að ráðast samtímis á alla þessa löngu strandlínu, þá gátu þeir a.m.k. haft yfirráð í lofti á öllu svæðinu milli Wash og Bristol. Frá Marvík til Biarraitz var ó- vinurinn þess nú albúinn ag hefja árás. Hersveitir Mussolinis, sem voru allt að því tíu sinnum fleiri en hinar fáu varnarsveitir Wav- ells, bjuggu sig undir að ráðast inn í Somaliland og Egyptaland. Japanir brýndu sverð sin við hlið Hong Kongs. Meðan raðir fljóta- báta þokuðust niður eftir ám og S'undum Evrópu, í átt til hafnar borganna, stefndu herflokkar gráir fyrir járnum til sinna ákveðnu staða á landi, og stórar svartar flugvélar söfuuðust saman á flug völlunum í Norður-Frakklandi, Belgíu, Hollandi > og Noregi. Það var einn þátturinn í innrás- aráforminu að halda varnaraðil- anum í algerri óvissu, og stöðug- ur straumur frétta og upplýsinga, sem allar gátu verið sannar, BJARNI ÚR FIRÐI: túdentinn I vammi rún var heima. Hún var lasin þennan'morgun, kvartaði um höf- uðverð og flökurleika. Frúin var jafnvel að hugsa um að hætta við kirkjuferðina, en afréð þó’að fara og bað heimasætuna að liggja fyrir meðan hún væri að heiman. Hestur stúdentsins frýsaði hressi lega á hlaðinu í Ási. Þrjár mann eskjur voru heima auk Guðrún ar. Tvær rosknar konur og fjósa karlinn. Stúdentinn frétti þegar um kirkjuferðina. Hann lét inn hest ana og gaf þeim, svo kom hann heim og var boðið til stofu. Hann sá þegar á fólkinu að það var í vandræðum með sig vegna komu hans þó að það léti sem minnst á því bera. Sjálfsagt vissi það um bónorð hans. Sýslumannshjónin höfðu óefag Ijóstrað því upp í upp- námi sínu við brottför hans. Og svo vel þekkti stúdentinn sýslu- mann nú orðið að hann gat á stundu geðofsans átt það jafnvel til að hæla sér af því hve myndar lega hann hefði hryggbrotið stú dentinn. Þótt hug'boð þetta hvarfl aði nú að honum. lét hann sem ekkert væri, og skeggraeddi við fjósakarlinn, sem s-cUist gegn hon um i stofunni. Stofan var þó ekki sú vistavera sýslumannssetursins, sem honum, fjósamanninum, var ætlað að megna með nærveru sinni. En nauðsyn brýtur lög. Stú dentinn vissi vel að þarvera karls ins var gerð til þess að fyrir- byggja fund Guðrúnar og hans. Og hann skyldi viðhorf hinna gömlu dyggu hjúa. Þau áttu á- reiðanlega yfir höfðu sér meiri háttar hrakninga, ef þau létu stú dentinn fara sínu fram á heimilinu í fjarveru húsbændanna. Fyrst höfðu hjúin haft orð á því við stúdentinn, að hann riði til kirkj unnar, þar sem heimilið væri mannlaust að kalla. En er hann tók því fjarri kallaði önnur grið konan á fjósakarlinn og hét á hann að masa við stúdentinn meðan þær hefðu góðgerðir til. Þarna sat nú fjósakarlinn og reyndi að drepa tímann, en var þó eins og á nálum. Stúdentinn sá hvað honum leið og hafði undir niðri gaman af, og hugsaði ráð sitt. Allt í einu sagði hann við fjósa karlinn. „Skrepptu fram í hest hús og láttu vatn í stokkana. Hest ana getur þyrst Eg fer fram í eldhús á meðan og spjalla við Stúlkurnar." Fjósakarlinum þótti 14 T í M I N N, þriðjudagur 28. marz. 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.