Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 16
........ ^............................ Óku hratt og ultu Á sunnudaginn fór bíll út af veginum á Sandskeiði og enda- sentist utan vegar nokkurn spöl. Tveir menn voru í bíln- um, ökumaður og eigandi, og meiddist ökumaðurinn svo á öxl, að hann liggur nú á Landakoti Þessir piltar voru að koma ofan úr Skíðaskála á gömlum Ford, R 2379, en þegar þeir komu að beygj- unni austan við Sandskeiðið missti ökumaðurinn vald á bílnum, sem þá fór út af vinstra megin vegar. Bíllinn hlýtur að hafa verið á þó nokkurri ferð, þvi þegar hann loks nam staðar á hliðinni, sneri hann í sömu átt og þeir komu úr. Önnur hliðin var alveg úr bílnum, og lágu hurðirnar 10—20 metrum austar en bíllinn. Sama kvöld valt VW bíllinn R 12887 við Grafarholtsendann. Var hann að koma ofan að, en fór svo greitt að ökumaðurinn náði ekki beygjunni og bíllinn valt eina og hálfa veltu. Bíllinn er mikið skemmdur, en þau tvö, sem í hon- um voru, sluppu við stórmeiðsli. AÐSOKN VEXAÐ STARFSFRÆÐSLU S.l. sunnudag var haldinn 7. al- menni starfsfrœðsludagurinn í Reykjavík. Mikil aðsókn var að deginum, og komu um 2608 manns í Iðnskólann, eða nœrri 660 fleiri en í fyrra. Fyrstu 15 mínúturnar komu 700 manns inn í Iðnskólann. Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur um aðsókn að hinum ein- stöku starfsgreinum, en þær voru milli 130—40, enda er stundum allerfitt að kasta tölu á þá, sem leita fræðslu, því oft koma margir í einu. Nú í. ár spurðu 14—23 um skó- smíði, og er það nýbreytni, því að á undanförnum árum hefur enginn spui't um þetta fag. Flugfreyjur komust í efsta á- hugasætið hjá ungu stúlkunum, en hjúkrunarkonur, hárgreiðslukonur og flugfreyjur keppa jafnan um efsta sætið. Alls komu 270 stúlkur til fulltrúa flugfreyjanna, 217 leit- uðu sér upplýsinga um hárgreiðslu og við fulltrúa hjúkrunarskólans og hjúkrunarkvenna ræddu 253, þar af tveir piltar. Fulltrúi Samvinnuskólans sýndi skuggamyndir frá skólanum alls 6 sinnum og fluttar voru leiðbeining- ar af segulbandi um skólann sjálf- an. Var þar um algera nýjung á starfsfræðsludeginum að ræða, og gafst hún mjög vel, og munu um 550 unglingar hafa komið til full- trúa skólans. Samband matreiðslu- og fram- reiðslumanna hafði í tilefni dags- ins gefið út mjög smekklegan myndskreyttan bækling um námið og störfin, og var hann vel þeginn af unglingunum. Er þetta í annað skipti, sem fulltrúar iðngreinarj gefa út smekklegan fræðslubækl-! ing í tilefni starfsfræðsludagsins, j en fyrstir urðu skósmiðir. Alls' Framhalri t> !5 s'ðu Ljósmynd: Sigurður Bjarnason. Bílinn, sem valt á Sandskeiðinu í fyrradag. EITURLYFJA- SALI TEKINN Á sunnudaginn var maður> úr Reykjavík staðinn að sölu- eiturlyfja á Akranesi. Varj hann þá með á sér nokkurj hundruð töflur af amfetamíni, en það lyf verkar f jörgandi og æsandi. Það er oft gefið eftir læknisráði, og skólanemar hafa oft neytt þess til þess að halda sér uppi í prófum, og hafa þá fengið það ýmist út á lyfseðil eða hjá kaupahéðnum, sem hafa smyglað því til lands- ins. Mjög er hætt við, að þeir sem taka að neyta amfetamíns, verði háðir því og eigi erfitt með að venja sig af því. A sunnudaginn var lögreglunni á Akranesi bent á að athuga Reyk- víking, sem hafði aðsetur sitt á hótelinu þar. Þegar lögreglan kom þangað, hittist svo vel á, að mað- urinn var að verzla með vöru sína, og var hann þegar tekinn. Hann seldi töfluna á kr. 6. Reyndist hann hafa talsverðar birgðir af lyfinu með höndum, og auk þess skammbyssu og nokkuð af skotum í hana. Var maðurinn fluttur suður, og tók rannsóknar- lögreglan málið í sínar hendur. Málið er í rannsókn, og er ekkert látið uppi um það að svo komnu, en álitið er, að hér sé um smygl- hring að ræða. Raddir hafa heyrzl um það, að skip sé á leið hingað til lands með meiri birgðir af amfeta- míni, og að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að fylgjast með skeytasendmgum til þess. Þa8 er trú manna, að ef Við- eyjarkirkja stendur ekki opin, verði sjóslys á Viðeyjarsundi. Að undanförnu hefur Viðey verið i eyði, en þar sem hún er kostaland, hafa hestar oft gengið þar af veturinn, og svo er einnig nú í vetur. Þar sem hrossunum er beitt þarna, en kirkjan verður að standa opin, nota þau tækifærið og leita sér þar skjóls í kalsaveðrum, en hrossataðið á kirkjugólfinu ber því vitni. Um helgina fór skátaflokkur út í Viðey og skoðaði hann kirkjuna m.a. Höfðu hrossin augsýnilega lagt leið sína þangað inn, því að gólfið bar þess greinilegar menjar. Úrbætur von bráðar Eigandi Viðeyjar, Stefán Steph- ensen, gaf íslenzku þjóðkirkjunni nýlega kirkjuna í Viðey og afhenti biskupi formlega. Síðan mun hafa verið ákveðið, að hún yrði fram- vegis í vörzlu og umsjá þjóðminja varðar, og er hún um þessar mund ir að komast „á skrá“ þeirra húsa, sem hann hefur umsjón með. Er því engin von til þess, að hann sé búinn að gera ráðstafanir til að hindra, að menn og skepnur geti valsað þar um að vild, en úr því verður eflaust bætt á næstunni, þar eð kirkjan er nú komin á skrá. ■------------——j—-——j—. . . , —, ,,------, , . , _ , „ . Annað væri ekki vanzalaust, því Myndin er tekin á starfsfræðslunnl í iðnskolanum t fyrradag. Plltarnir eru að leika ser að toflu, sem symr raf. ag kirkjan j yigey mun Vera með [kerfið í bíl. Þarna eru aðalljós, stefnuljós, flauta og þess háttar, og var s'töðug ös við töfluna. Umsjónarmaður elztu kirkjum ^ Jandinu. reist af [hennar stóð álengdar og sagði: — Eg verð alltaf að taka hana í gegn lið fyrir lið, eftir að strákarnir hafa kom. SfcÖla^MagnÚssyni. Á gamalsaldri í hanaí Liósmynd: Runélfuiv igaÉ'iSkúIi kirkjunni-.4caleik-og pat- ínu með sérstakri áletrun, og eru þessir munir nú geymdir í þjóð- minjasafninu samkvæmt upplýsing um þjóðminjavarðar, en verður að öllum líkindum komið aftur fyrir á sínum stað, þegar fært þykir og bætt hefur verið úr ástandinu á eynni. Patreksfirði, 26. marz: Þegar v.b.’Jónas Jónasson frá Patreksfirði var að koma úr róðri um kl. 23 á laugardagskvöldið varð það slys, að Davíð Þórðarson varð undir fisklöndunarkassa í lest báts ins. Beið hann þegar bana. Skipverjar höfðu verið að landa afla bátsins, en við það voru not- aðir þar til gerðir járnkassar, er dregnir voru í land með spili og bómu bátsins. Davíð var við vinnu í lest bátsins og féll löndunarkassi í höfuð honum, og lézt hann þegar. Dráttarvír í kassanum hafði slitn- að. i ; ' Davíð var ókvæntur, en á móður á lífi á Þingeyri. Hann var 22 ára gamall.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.