Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 6
í vikunni, sem leið svaraði samgöngumálaráðherra á Al- þingi fyrirspurnum, sem höi'ðu verið bornar fram uvr> lausn verkfræðingadeilunnar og verkfræðingaþörf ríkisins og ríkisstofnana. Sérstakiega var spurt um, hvort vitamálaskrif stofunni (sem bæði sér um hafnargerðir og vitabygging- ar), vegamálaskrifstofunni, raforkumálaskrifstofunni og landssímanum hefðu tekizt ag ráða nó^u iþarga verkfræð- inga í þjónustu sína eftir lausn verkfræðingadeilunnar. Ráðherrann svaraði þessum fyrirspumum með því að lesa upp svör forstöðumanna um- ræddra stofnana. Svör þeirra voru öll á þann veg, að þetta hefði ekki tekizt, en revnt væri að bæta úr þörfum stofn ananna fyrir verkfræðileg störf með bví að fá verk- fræðinga til þess að vinna viss verk í ákvæðisvinnu, en það þýðir að þá er unnið eftir taxta þeim, sem verkfræð- ingar hafa sett og mun a.m.k. tryggja þeim jafnhátt kaup og þeir fóru upphaflega fram á. Þessi „lausn“ verkfræðinga- deilunnar er lítið sýnishorn um þá upplausn í kaupgjalds málum, sem er að skapast undir handleiðslu núv ríkis- stjórnar. Þegar ekki fást bæt ur vegna hinna hóflausu kjara skerðingar, sem stjórnar- stefnan hefur valdið, og allir kaupsamningar. sem gerðir eru, eru jafnóðum ógiltir með gengisfellingum, munu fleiri og fleiri stéttir og starfshóp- ar, sem hafa til þess aðstöðu, fylgja í hóp verkfræðingann. og setja sína eigin taxta og verja sig þannig gegn kjara- skerðingunni og gengisfell- ingunum. Þetta er eðlileg af- leiðing þess, ag hinar tíðu gengisfellingar gera alla kaup samninga þýðingarlausa Uppíausn í kaup- gjaldsmálunum Því fer vitanlega fjarri, að gengisfellingarstefnan muni nokkuð hræða launþegana þeg ar til lengdar lætur. Hún fær- ir aðeins kjarabaráttuna inn á nýja braut. Leið kaup- samninga milli atvinnurek- enda og launþega hefur verið lokað með gengisfellingarhót- uninni. Gengisfellingarnar gera slíka samninga að þýð- ingarlausum blaðasneplum. í staðinn munu þær stéttir og starfshópar, sem það geta, setja sína eigin taxta eins og verkfræðingar hafa þegar gert og læknar eru að gera. Þessu mun fylgja vaxandi upplausn, glundroði og ósam ræmi í kaupgjaldsmálum. Hinn fasti farvegnr, sem ríkis stjórnin hefur komið efna- hagsvandræðunum í, svo að notað sé org Benedikts Grön- dals, er því farvegur upplausn ar og glundroða i efnahags- málunum. Mál, sem síjórnar- blöðin þegja um Ríkisstjórnin og málgögn hennar guma nú mjög af því, að gjaldeyrisstaðan fari batn andi. Þýðingarlaust er þó að ætla að skrifa þetta á reikn- ing stjómarstefnunnar, því að meginsakir eru metafla- brögð og hækkandi verðlag á útflutningsvörum. En jafn- hliða því, sem stjórnarblöðin guma af gjaldeyrisstöðunni, þegja þau vandlega um ann- að.Hvað hefur vinnandi fólk- ið I landinu, — bændurnir, launafólkið og miðstéttirnar — fengið í sinn hlut af vax- andi þjóðartekjum? Um þetta atriði þegja stjórnarblöðin vandlega, en það er þó þetta atriði, sem öðrum fremur sker úr því, hvort stjómar- stefnan er itettlát og heiðar- leg. Ur 99 í 83 Þögn stjórnarblaðanna um framangreint atriði er hins vegar skiljanleg. Reynslan hefur nú áþreifanlega leitt það í ljós, að gengisfellingin á síðastl. ári var ekki aðeins óþörf vegna atvinnuveganna, heldur hið hróplegasta rang- læti við almenning f landinu — launafólk, bændur og millistéttlr. Gengisfellingin hefur nú eytt þeirri kauphækkun, sem samið var um í fyrrasumar, að fullu og öllu, eins og sjá má á því, að vísitala kaup- máttar tímakaups Dagsbrún arverkamanns er nú 83 stig, en var 84 áður en samið var í fyrra. Og þessi vísitala hef ur ekki lækkað um minna en 16 stig síðan í febrúar 1960, er „viðreisnar“-lögin voru sett. Eða m.ö.o. kaup- máttur verkamannalauna er 16% minni nú en i febrúar 1960. Þetta er hlutur launþeg- anþ af hinum auknu þjóð- artekjum. Þetta er það, sem Benedikt Gröndal kallar að láta efnahagsvandræðin ganga í heild vel, og Mbl. kall ar að koma efnahagsmálun- um „í viðunandi horf“. Góðærið og tekju- skiptiogin Að því hefur verið vikið hér í blaðinu, að horfur séu fyrir gott árferði framundan Þetta er einkum byggt á þmmur á- stæðum. í fyrsta lagi því, ag afli bát anna hefur víðast verið góð- ur undanfarið og kemur þar enn í ljós árangur af útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958. í öðru lagi eru síldveiðar orðnar miklu öruggari en áð- ur vegna nýrra tækja. í þriðja lagi fer verðlag á útflutningsvörum nú yfirleitt hækkandi. Við þetta bætist svo það, að auknar horfur eru á því. að ríkisstjórnin láti nokkuð und an baráttu stjóppafiápcjstæð- inga og taki upp .hyggilegri vinnubrögð. Þannig hefíir vi?T skiptamálaráðherra lofað því, að vextir verði lækkaðir alveg á næstunni. Allt þetta styður að því, að það verði ekki dregið öllu lengur að bæta almenningi þá óþörfu og röngu kjara- skerðingu, sem hann hefur orðið fyrir af völdum gengis- fellingarinnar í fyrra. Slíkar bætur væru eðlileg viðbót við þá 4% kauphækkun sem launþegar munu fá 1 júní næstk. og tryggð var með samningv.m verkalýðsfélag- anna og samvinnufélaganna í fyrra. Ef þetta verður ekki gert, munu hinar auknn tekj- ur, sem góðærinu fylgja, fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum almenningi og misskipt ing og ranglæti aukast í þjóð- félaginu. Þingmál ríkis- stjórnarinnar í stjórnarblöðunum er nú gumað mjög af því, að ríkis- stjórnin hafi lagt mikið af málum fyrir Alþingi. öetta er rétt, þegar litið er 1 mála- fjöldann Þegar kenur að efni málanna, verður annað upp á teningnum. Fiest, eru þessi mál minniháttar og fela í sér litlar breytingar Þetta gildir t.d. frumvörpin um Hvað verður um Hóla? tekjustofna bæjar- og sveitar félaga, en þau eru 10 tals- ins. í þeirn felast engar meiri háttar breytingar, því að eng inn stórmunur er á veltuút- svarinu og aðstöðugjaldinu. Nokkur frumvörpin fjalla um ónógar bætur vegna þeirr ar skerðingar, sem „viðreisn- in“ hefur haft í för með sér, t.d. frumvörpin um stofnlána sjóði landbúnaðarins, hús- næðismálastofnunina og verkamannabústaðina Það stjórnarfrumvarpið, sem fvr- ir þinginu liggur og mestur veigur er í, er frumvarp um tekju- og eignarskatt. Þar kemur líka stjómarstefnan^' greinilegast til dyranna þ.e. að skapa bætta aðstöðu fyrir mikla auðsöfnun gróðafélaga. Allar horfur eru á. að stjórnarflokkarnir ætli að svæfa öll þau umbótamál, sem andstæðingar hennar hafa borið fram. Yerkfaíl togara- sjomanna Verkfall togarasjomanna hefur nú staðið í þrjár vikur, án þess að nokkuð bóli á lausn þess. Togarasiómenn hafa lengi beðið efti~ því að fá kjör sín bætt Þeir hafa d.regið að gera verkfall i von um að fá kjarabót án þess, en þegar það dróst og í stað- inn kom gengisfellmgin í fyrra, sem enn skerti kjör þeirra gátu þeir ekki beðið lengur. Hún réð úrsHtum. Það, sem dregur lausn tog- araverkfallsins, er aðgerða- leysi ríkisstjórnarinnar í mál um togaranna. Þar er um tvennt að velja: Leggja tog- urunum alveg eða skapa þeim starfhæfan rekstursgrund- völl Vitanlega er síðari kost- urinn einn raunhæfur og hann átti ríkisstjórnin að UM vera búin^að velja fyrir löngu. í stað þess hefur hún haldið að sér höndum með þeim af- leiðingum, að um þriðjungnr togaranna mun til jafnaðar hafa verið frá veiðum á síð- astl. ári og þjóðin tapað við það gjaldeyristekjum svo að hundruðum millj. kr skipti. Jafnframt borgaði svo stjórn in talsvert meira með sum- um þeirra togara, sem voru bundnir, en hinum, sem voru á veiðum. Slík vinnubrögð mega ekki haldast áfram. Þjóðin má ekki við því að missa af þeim miklu tekjum, sem togararnir getá aflað. Þess vegna má ekki lengur dragast að leysa mál þeirra. Ríkisstjórnin cin er til ábyrgðar, ef togaradeil- an leysist ekki, vegna þess að vanrækt er að tryggja togur- unum rekstrargrundvöll. Alþýðuflokkurinn í sambandi af togaradeil- unni, hafa orðið söguieg orða skipti milli Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins. Þjóðviíjinn lét þau orð falla, að Alþýðuflokk urinn gæti auðveldlega leyst þetta mál sjómanna ineð því að gera lausn þess að skilyrði fyrir stjórnarsamvmnunni. Benedikt Gröndal var fljótur að svara. Ef við gerum þetta, sagði Benedikt, víkja Sjálf- stæðismenn ráðherrum Al- þýðuflokksins úr stjominni. Alþýðuflokkurinn getur ekki átt slíkt á hættu. Þetta svar Benedikts sýnir bezt hvílík undirlægja íhalds ins Alþýðuflokkurinn er orð- inn. Ótti foringja hans við að missa ráðherrastólana er svo mikill, að þeir þora engum andmælum að hreyfa við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna finnst þeim bað eins og hin furðulegasta fjarstæða þegar talað er um, ag þeír setji einhver skilyrð’ fvrir stjórnarsamvinnunni. En eru hinir óbreyttu fylgismenn Al- býðuflokksins hér sama sinn- is og ráðherrar hans og Bene dikts Gröndals? T f M I N N, sunnudagur 1. apríl 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.