Tíminn - 01.04.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 01.04.1962, Qupperneq 8
B0J'-23í Þessi mynd var tekin í ferðinni og sýnir ferðalangana ásamt bílnum. og komum til Blönduóss eftir tæpan sólarhring. Þetta var eins og hver önnur skemmti- og könnunarferð, okkur þótti sport í því að fara eitthvað, sem ekki hefði áður verið farið á bíl. — Hverjir voru með þér i ferðinni? — Það voru Guðmundur Jóns son, Þorgautsstöðum, Þorsteinn Bjarnason, Hurðarbaki, Andrés Eyjólfsson. Síðumúla. Halldór H. Jónsson, Borgarnesi og Ingólfur Sigurjónsson, þá í Borgarnesi og svo slóst Jóhann Jónsson í Fornahvammi í förina þegar við komum þangað á norðurleiðinni. Annars gat sá maður, sem átti mestan þátt í að ferðin var farin, Jón Bjarnason, læknir á Kleppjárns reykjum, ekki farið vegna lækn isanna, sem komu til á síðustu stundu, og þótti okkur það mjög miður. — Var nú ekki vegurinn víða ógreiðfær? — Jú, sérstaklega var leiðin Þegar komið er til Borgar- ness eftir þjóðveginum, er fyrsta húsið, sem komið er að, gulleitt, tvílyft steinhús til vinstri handar við veginn. í þessu húsi búa þeir Jón Þor- steinsson bifreiðarstjóri og Ragnar bifvélavirki, sonur hans, sem hefur í féiagi við Kjartan Magnússon, bifvéla- virkja komið upp myndarlegu bifreiðaverkstæði nokkru ofar með veginum. Okkur var kunn- ugt, að Jón var einn af braut- jryðjendum bifreiðasamgamgna í Borgarfjarðarhéraði og á lengri starfsdag í þágu sam- göngumála hérlendis en flestir aðrir. Þess vegna þótti okkur bera vel í veiði um daginn, þeg ar við þurftum að láta lagfæra ýmsar smærri bilanir á bílnum, og gripum tækifærið til að spyrja Jón um eitt og annað frá hans bílstjórastarfsferli. Við löbbuðum því niður að húsinu. Við húshornið stóðu tveir drengir hálfbognir yfir litlum bíl, sem þeir höfðu auð- sjáanlega sjálfir smíðað. Vélar- hlífin stóð opin og þeir rök- ræddu um það, hvað að honum gengi, af sömu alvöru og full- orðnu mennirnir á verkstæðinu og virtust kunna góð skil á öll- um þeim mörgu hlutum, sem geta bilað í einum bíl. Við kvöddum dyra á neðri hæðinni. Jón kom til dyra, lág- vaxinn maður, þrekinn en kvik ur í hreyfingum, fremur þurr- legur á svip en glettnin leiftraði í augnakrókunum. Við gengum inn og er við höfðum komið okkur fyrir í stofunni, tókum við að ýja að erindi okkar og féllst Jórf á að svara nokkrum spurningum. — Ert þú innfæddur Borg- firðingur, Jón? — Nei, ég er Skagfirðingur, fæddur að Grænhóli í Skaga- firði 20. júní 1885, og var kom- inn yfir tvítugt, þegar ég kom í Borgarfjörð. Var fyrst kaupa- maður hjá Böðvari Bjarkan í Einarsnesi, en fór um haustið til Jóns pósts í Galtarholti. — Varstu með honum í póst- ferðum? — Já, hann var norðanpóst- ur og ég var með honum í ferð- unum þá tvo vetur, sem ég var þar. — Þú þekkir þá vetrarferðir eins og þær gerðust fyrrum. — Ojá og þá kynntist ég líka leiðinní yfir Holtavörðuheiði. Næstu árin var ég svo á ýmsum bæjum í héraðinu, þangað til ég fluttist til Borgarness. — En hvenær lærðirðu svo á bíl? — Það var árið eftir, að ég fluttist til Borgarness, árið 1919. Eg lærði í Reykjavík hjá Hafliða Hjartarsyni, en hann var fyrsti maður, sem tók bif- reiðarstjórapróf hér á landi, átti ökuskírteini nr. 1. — Fórstu þá strax að stunda akstur? — Nei, það var ekki fyrr en 1925, að ég keypti í félagi við Jón Björnsson kaupmann frá Bæ, eins og hálfs tonna vöru- bíl, gamla Ford, og fór að stunda keyrslu á honum, flutti bæði fólk og vörur upp um héraðið. — Og hvernig farkostur var nú þetta? Jón brosir við og segir: — Það þætti nú víst ófullkomið nú. Hann hafði enga gírskipt- ingu, heldur bara tvö hraðastig eða drif og var skipt með fót- unum. Annað var kallað hæ og var hraðara en hitt ló og var hægara og ef skipta átti í lóið, varð að standa á pedalanum og mátti ekki sleppa, meðan ek- ið var í lægra drifinu. Það gat verið erfiþt, ef fara átti upp langar, brattar brekkur. Annars vann hann vel og gat komizt allt upp undir 40 km. á klukku stund. En það var enginn hraðamælir í honum. Svo var líka annað, sem gat gert manni grikk í brekkum. Benzínið var sjálfrennandi og engin benzín- dæla og þegar hallaði aftur í honum, náði hann engu benzíni og drap á sér, þegar verst gegndi. — En hvernig var svo vega- kerfið? Var ekki erfitt fyrir bíla? — Jú, blessaður, þetta voru bara reiðgötur og vagnabrautir, þegar kom upp í héraðið, en við, sem vorum að keyra, reynd frá Sveinatungu og upp í Heið- arsporðinn seinfarin og leiðin- leg. Þá var fárin póstleiðin yfir Kattarhryggsgil eftir sjálfum Kattarhryggnum, sem ber nafn með rentu og brúna, sem var um að þvælast eins^tfvið ifrete*! svo mjö, að nærri lá, að hjólin ast gátum, því að' auðvl'tað ! stæðu út af og hryggurinn var vildu allir njóta góðariáfRbíIiihR sriítlu hreiðari. Þegar af hryggn um kóm, tók við móhellukast og þar var svo mikill hliðar- 'þalli, að farþegarnir urðu að halda við bílinn með köðlum, svo að ekki kantraði. Þó var þetta að sumu leyti verra á suð urleiðinni, því að þá hallaði ofan hrygginn að brúnni, en bíll inn bremsulítill eftir svalkið í Norðurá, í svonefndum Krók, fyrir framan Fornahvamm. — Urðu farþegarnir að halda aft- ur af honum með köðlunum en þar sem væta var og hafði verið um daginn, rann hann eins og sleði. Sagði einn ferðafélag- anna mér, að þarna hefði hann orðið hræddastur um, að slys yrði, í öllu ferðalaginu. En allt fór vfel, sem betur fór. Svo var um. — Þú hefur þá verið fyrstur til að fara ýmsar leiðir, sem nú eru fjölfarnar? — Já, fyrir kom það. Ég fór fyrstur á bíl að Húsafelli og fór þá fram Hálsasveit hjá Úlfs stöðum. Gilin voru erfiðasti far artálmi á þeirri leið, djúp, bratt ofan í þau og grýtt í botninn. — Nú, og svo fórstu fyrstur manna fram og aftur yfir Holta vörðuheiði? — Já, ég komst til Blöndu- óss, og við sjö saman. — Hvenær var þessi ferð far in og hvers vegna? — Það eru nú 35 ár í vor, síð an þetta var. Við lögðum af stað að kvöldi þess 10. júlí 1927 leiðin frá Fornaihvammi og fram í Heiðarsporð tafsöm, því að bæði þurfti að velta burtu stórgrýti og jafna til, þar sem voru niðurgrafnar moldargötur. Ekki má heldur gleyma Norð- urá, sem bæði var vatnsmikil og grýtt i botninn, en við þurft- um að fara tvisvar yfir hana. — Var heiðin sjálf þá skárri yfirferðar? — Já, vegur mátti þar teljast sæmilegur, enda er nokkuð jafn lent þar. Það var helzt við Litla gil. Þar var hliðarhalli tölu- verður, en hann var okkur erf iður alltaf, vegna þess, að yfir vigt var mikil á bílnum. Ég hafði boddí á honum fyrir far- þegana, þar voru sæti og dívan fyrir þá, sem það vildu nota sér. — En hvernig gekk svo, þeg- ar kom norður af? Voru ekki torfærur þar? — Það voru helzt árnar. Þær voru allar óbrúaðar. Við fórum yfir Miðfjarðará hjá Staðar- bakka. Var hún vatnsmikil en EKID YFIR STOKKA 0G STEINA góður botn. Síðan var farið póst leiðina yfir Miðfjarðarháls. I Selásnum töfðumst við mest. Þar var bratti og hliðarhalli. Yfir Víðidalsá fórum við á Steinsvaði, sem svo var kallað, eða því sem næst. Þetta sumar var verið að brúa hana og vor- um við aðeins of snemma á ferð til þess að njóta brúarinn- ar, en kaffi fengum við hjá þeim brúarmönnum. Versti far artálminn á leiðinni eftir það var Gljúfurá. Hún var óbrúuð og rann í mjög djúpum og kröppum gljúfrum, en einhvern veginn þvældist sá gamli yfir, þó að bratt væri. Eftir það gerðist ekkert sögulegt en þeg ar til Blönduóss kom, taldist okkur til, að við hefðum verið 16 tíma á keyrslu, hitt fór í hvíldir og vinnu við lagfæring- ar á leiðinni. Við gistum síðan á Blönduósi og héldum heim daginn eftir. Gekk sú ferð held ur greiðar en daginn áður, þó voru nokkrar tafir vegna úr- komu og þar af leiðandi vaxtar Jón og fyrsti veghefillinn hans — þa8 var8 aS halda tönninni niSri meS handafli. fa T í M I N N. Slinimrlaffiir t anríl 1Q«0

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.