Tíminn - 06.04.1962, Síða 6

Tíminn - 06.04.1962, Síða 6
Taka á 61$ milljónir frá bænd um til stofnlánadeildarinnar á 14 árum Frumvarpið um stofnlánadeild landbúnaðarins og launaskattinn á bændur kom til 1. umr. í neðri deild í gær. Ingólfur Jónsson land búnaðarráðherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði og sparaði ekki stóru orðin í garð Framsóknarmanna, eins og harís var von og vísa. — Þeir Ágúst Þprvaldsson og Ingvar Gíslason andmæltu honum í snjöll um ræðum. Hér fara á eftir stutt- ir kaflar úr ræðu Ágústs Þorvalds- sonar: Varla verður um það deilt, að þær miklu framfarir, sem á und- anförnum áratugum hafa orðið í sveitum landsins, hefðu ekki getað átt sér stað ef ekki hefði við notið þeirra lánasjóða, sem Framsóknar flokkurinn beitt sér fyrir að stofn aðir voru fyrir þremur áratugum, til stuðnings landbúnaðinum, en það eru Ræktunarsjóður og Bygg- ingarsjóður sveitabæja. Þessir sjóðir hafa með hagkvæm um lánum gert bændum kleift að ráðast í byggingar og ræktun. — Þetta hefur svo leitt af sér gífur- lega aukningu á framleiðslu land- búnaðarvara þrátt fyrir það, þótt fólki hafi á þessu tímabili fækk- að í sveitum að minnsta kosti um helming. Örastar og mestar hafa þessar framkvæmdir orðið síðasta áratug inn og jukust þá á því tímabili útlán þessara sjóða mjög mikið. Má minna á, því til sönnunar, hversu mikið fé þessir sjóðir þurftu til að geta sinnt eftirspurn, að á árunum 1955 til 1958 lánuðu sjóðirnir árlega 40—50 milljónir króna. Eigið fé sjóðanna nægði vit anlega hvergi nærri til að lána svona mikið fé. Á því tímabili Þingstörf í gær í efri deild voru frumvörp um ríkisborgararétt, skipun | prestakalla, sjúkraþjálfun, síld | arútvegsnefnd og læknaskipun- arlög til 1. umr. og afgreidd til 2. umr. og nefnda. Frumvarp um dánarvottorð var afgreitt til 3. umr. og sömuleiðis frumv. um almannatryggingar. Frumv. um að afhenda Seðlabankanum gengisskráningarvaldið var tek ið til 2. umr. Ólafur Björnsson mælti fyrir áliti meirihluta fjár hagsnefndar og þeir Karl Krist- jánsson og Björn Jónsson fyrir álitum minnihlutanna. í neðri deild var frumv. um Síldarverksmiðjur ríkisins af- greidd til efri deildar og breyt ingatillaga Gísla Guðmundsson ar og Gunnars Jóhannsosnar við frumvarpið felld. Frumvarp um lögskráningu sjómanna var af- greitt til 3. umr. Frumvörp um happdrætti styrktarfélags van- gefinna, Háskóla íslands og skemmtanaskatt voru afgreidd til 2. umr. og nefnda. Frumv. um stofnlánadeild landbúnaðar ins og launaskattinn á bændur var til 1. umr. Ingólfur Jónsson fylgdi frumv. um hlaði. en auk hans töluðu þeir Ágúst Þor- valdsson, Ingvar Gíslason og Halldór E. Sigurðssorí. Kvöld- fundir voru í báðum deildum í gær. ■nnaHHBBi Ágúst Þorvaldsson. varð oft verulegur tekjuafgangur thjá ríkissjóði. Lánasjóðir þessir fengu af því fé með sérstökum lög um 52 millj. kr. Ræktunarsjóði var auk þess fengið allmikið fé árlega úr mótvirðissjóði. Þá var til þess að sjóðirnir gætu lánað eins og framkvæmdir bænda gerðu nauð- synlegt, gripið til þess ráðs að taka útlend lán og Byggingarsj. og Ræktunarsj. fengu það til láns, til þess að þeir þyrftu ekki að neita bændum um lán til ræktunar og bygginga. Nú hafa mál skipast svo, að gengi hefur verii. fellt tvívegis. Þar með hafa allar þær stofnanir og einstaklingar er tekið' höfðu útlent fé til láns, orðið fyrir svo- kölluðu gengistapi. Rikisvaldið tók ákvörðun um gengisbreytingar þær er þessum gengistöpum hafa valdið. Lánasjóðir landbúnaðarins, sem voru með útlent fé í veltunni fengu sinn skell af þessu, en þar tel ég að ríkinu hafi borið skylda til að bæta úr. En það var nú ekki því að heilsa. í ofanálag á allan þann skaða, sem bændur ia haft af gengisfellingum hæstv. ríkisstjórnar þá var lánstími hjá ræktunarsjóði styttur um V-í og vextir hækkaðir um %. Nú á að grípa til þess ráðs að leggja sérstakan framleiðsluskatt á bændurna og n„. jan neyzluskatt á almenning. í vetur voru afgreidd fjárlög upp á tæpa tvo milljarða króna. Vissulega má deila um í.auð syn ýmsa af þeim útgjöldum sem þar eru, en ekki hefði munað mik ið um að veita þeim ríkisstofnun um, sem eiga að lána bændum fé til framkvæmda nokkra hjá.p og leysa vandræði þeirra eins og Framsóknarmenn hafa alltaf gert þegar þeir hafa einhverju ráðið þar. Mcðan framsóknc. ....mn höfðu vald á þessum málum þá var láns tími Ræktunarsjóðslána 20 til 25 ár og vextir 3—4%. Bændur f mgu þá lán í Ræktunarsjóði eins og þeir þurftu með til framkvæmda og lán til ibúðarhúsa voru þá hlut fallslega miklu hærri en þau u nú. Nú þegar búið er, með ráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar að nfa þessar stofnanir niður, þá er farið að tala um að byggja þær upp að nýju, og þá á að gera það á þann hátt að þeir sem enga sök eiga á þessu niðurrifi. eiga að leggja til að miklu leyti það fjárn.dgn, sem til uppbyggingarinnar þarf. Það er bændurnir sjálfir. Uppbyggingin á, í stuttu máli, að vera sú, að 1 stað þess að vextir voru 3—4%, þá eru þeir 6—61/2%. í stað þess að lánsfími var 20—25 ár, þá er hann nú 15 ár. Síðan eru bændur skatt- lagðir í stórum stíl til sjóðanna, þannig að þeir verða að láta af sínum launatekjum 2%. Svo á að lána þeim skattpeninginn sem dregin er úr vösum þeirra aftur með háum vöxtum. Þetta fram- kvæmir sú stjórn, sem notar hvert tækifæri til að auglýsa það, að allar peningastofnanir séu nú að fyllast af sparifé. Ilún sér eng in ráð til þess að landbúnaðurinn geti fengið eitthvað af j ssu sparifé að láni. Nei, hún vill ’d ur loka það inni í geymsluhóífum bankanna heldur en Iána það til bænda. Áætlunin um( Efnahags- og rekstrar Stofnlánadailda.innar sem rui-----rpið gerir ráð fyrir að komið verði á fót, er fróðlegt, og sýnir hvernig ætlast er til að þessi stofnlánadeild verði byggð upp. Þessi áætlun nær yfir tíma- bilið 1962 tii 1975 \eða í 14 ár. » eaeu' hj n Á þessum 14 árum er ætlaA til að tekjurnar verði þessar: Það er í fyrsta lagi vextir af lánum til bænda 485 og hálf millj. kr. í öðru lagi framlag ríkissjóðs á fjörlögum 56 millj. kr. í þriðja lagi 1% skatturinn á landbúnaðar vörur og mótframlag ríkissjóðs, sem er til samans 265 millj. kr. rúmlega. Af þessu leggja bændur fram helminginn eða 133 millj. kr. í fjórða lagi er svo neytenda- skatturinn, en það er áætlað að hann geri um 86 millj. kr.,— í fimmta og síðasta lagi Mótvirðis- sjóðsframlagið sem á að verða 570 'millj. kr. Af þessu sést að frá bændum eiga að koma í framlagi og vöxt- um nál. 618 millj. króna. Það er augljóst að í þessari á- ætlun um uppbyggingu stofnlána deildarinnar er gert ráð fyrir að halda 6%% vöxtunum á útlánum d uldarinnar. Ég hafði haldið, að hæstv. land búnaðarráðherra þætti nóg aðgert með hækkun vaxta á landbúnaðar- lánum um % og styttingu láns- tíma um 14, þó ekki kæmi einnig til stórfelld skattlagning á bænd- ir :a. Það hafa margir bændur og framámenn í þeirra hópi látið í ljósi kvíða yfir því að meðalaldur bænda í þeirri og þeirri sveitinni sem um var rætt, sé alltaf að hækka. Ungu mennirnir geti tkki tekið jarðirnar og þegar hinir eldri falli frá, þá sé ekki útlit fyrir að nýir komi í staðinn. Það getur ekki verið neitt vafamál, að efna hagsráðstafanir þær, sem núver- andi hæstv. rikisstjórn hefur gert, hafa nú þegar eftir stuttan íma orðið bændum svo þungar í skauti, að í góðu árferði eins og verið hefur nú tvö síðustu árin, þá eru erfiðleikar í efnahagsmál- um bænda mjög vaxandi. Hið -ór hækkaða verðlag á rekstrarvörum, svo og vélum og byggingarefni, hækkun vaxta og stytting láns- tíma, eru allt samverkandi orsak- ir til að kippa fótum undan heil- brigðum búrekstri, í ofanálag bæt _ist svo það, að dómur sá um verð ’grundvöllinn, sem felldur var af meirihluta yfirnefndar á s.l. hausti hefur áreiðanlega dregið kjark úr mörgum og gert þá vonlitla, og fer svo alltaf þegar menn sjá að þeir eru órétti beittir, en geta .kki fengið aðgert til að rétta hlut sinn. Sú nýja skattlagning á bænd- urna sem hér er gert ráð fyrir, er harkaleg. Framleiðsluskatturinn samsvarar 2% af launum þeirra að meðaltali. Auk þess er 0,75% n eyzluskatturinn, en hann kemur einnig að talsverðu leyti á bænd- ur. Ég býst við að launþegum í land inu þætti ríkisvaldið leika sig all grátt, ef lagður yrði á þá sérstak ur launaskattur, t.d. 2%, sem IIús- næðismálastofnun rikisins fengi til að efla byggingarsjóðinn. Ætli verkamönnum, sjómönnum og em bættismön. ám þ. „kki muna um sl'kan skatt. Slík skattlagning væri þó alveg hliðstæð þeirri sem hér er verið að koma á fót, og margt hefur ótrúlegra gerzt en það fordæmi sem með þessu frumv. er verið að skapa, verði brátt not- að og slík skattlagning hafin. Að sérstakur launaskattur á almean- ing verði upptekinn til þess að ila lánastarfsemi í bæjum. Ég veit ekki hvar skattlagningaræði liæstv. ríkisstjórnar endar. Það væri svo ■sem auðvelt að raka saman miklu fé á þennan hátt. Góðar fermingargjafir Skíði, Skautar, Vindsængur, Ferðamatar-áhöld í tösku, Ferðagasprísumar, Svefnpokar, Tjöld, Bakpokar. Myndavélar, .Vpiðistangarsett og fl. PÓSTSENDUM. Sport Austurstræti 1, Kjörgarði, Laugaveg 59, | sími 13508 Ásgeir Bjarnason hafði í sameinuðu þingi í fyrradag framsögu fyrir þingsályktunartiilögu, sem hann, flytur ásamt Ólafi ,Tó- hannessyni um endurskoðun skiptalaga. Gildandi skintalög eru frá árinu 1878 og þar af leiðandi af skiijanlegum ástæðum úrelt orðin. Alþingi er nýbúið að afgreiða ný erfðalög, en skiptalögin og erfðalögin eru í nánum tengslum. Sagði Ásgeir að því frem- ur væri nú brýnt að endurskoða og lagfæra skiptalöggiöfina. Nú gilda t.d. ekki sömu matsreglur alls staðar við skipti á dánar- búum. Mannréttindi hafa tekið miklum breytingum síðan 1878 eins og kunnugt er og þó einkum réttindi kvenna. Ný ákvæði og margháttuð breyting ýmsra ákvæða laga hefur orðið, sem lög- gjafinn 1878 gat ekki séð fyrir eða tekið tillit til. — Ásgeir sagði, að þar sem tillagan færi aðeins fram á það, að endur- skoðun skiptalaga færi fram og þar sem ágreiningslaust lilyti að vera um siíka endurskoðun, en mjög liðið á þingtímann og því ólíklegt að tillagan fengist afgreidd frá nefnd, leggði hann til, a® tillögunni væri ekki vísað til nefndar, heldur kæmi strax tii atkvæða. Forseti spurði þingheim, hvort óskaði eftir því að tiliagan færi til nefndar. Stundarþögn var, en svo hóf Emii Jónsson ráðherra upp róminn og sagði sjálfsagt að vísa til- lögunni tii nefndar eða með öðrum orðum að svæfa hana í nefnd. Fékk hann það samþykkt. — Svo illa stendur nú hnífur í ráð- herranum, að þeir geta ekki Iiðið, að ein einasta tillaga Frám- sóknarmanna fái samþykki, — þótt um almenn mál séu og vitað að enginn ágreiningur ríkir um í raun og veru. \ Hl Ingvar Gíslason sagði í gær við umræður um landbúnaðarmálin, að hið eina nýja, sem núverandi ríkisstjórn hefði haft til land- búnaðarmála að leggja, væru nýjar skattaálögur og hærri kostn aður við búrekstur, og þarafleiðandi stórum verri kjör bænda. — Taldi hann þó ekki ólíklegt, að stjórnarflokkamir mvndu ekki veigra sér við að telja sér sérstaklega til ágætis „afrekin“ í landbúnaðarmálunum. m í gær var kosið hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi í hús- næðismálastjórn. Kjörnir voru 5 menn, samkv. hinum nýju lögum, sem afgreidd voru í fyrradag. Með þeim var hámarks- heimild lána hækkuð i 150 þús. á hverja ibúð. Leikuripn mun þó ekki sízt hafa verið gerður til að koma Þorvaldi Garðar Kristjánssyni í stjórríina, en hann var kjörinn, auk þeirra fjög- urra sem fyrir voru í húsnæðismálastjórn, þeirra Eggerts G. Þorsteinssonar, Ragnars Lárussonar, Hannesar Pálssonar og Guðmundar Vigfússonar. t T í MIN N , föstudaginn 6. apríl 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.