Tíminn - 06.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1962, Blaðsíða 9
frá Ssfandi Uno von Troil Bréf frá íslandi Haraldur Sigurðsson íslenzkaði. Bókaútg. Menningarsjóðs 1961. Eftir að fornmenntastefnan barst norður fyrir Mundínafjöll höfðu miðaldirnar kvatt. Nýr tími var genginn í garð. Sjómenn og sægarpar fundu ný lönd og nýjar heimsálfur. Kenningar kirkj unnar og veraldlegra valdamanna um alheiminn voru að hrynja. En þjóðirnar voru ekki búnar til að taka hinum nýju viðhorfum af eins miklum fögnuði og feginleik, eins og upplvstum nútíma- manni þætti sjálfsagðast.. Menn fengu að vísu aukinn áhuga á fjarlægum löndum og þjóðum. En flest af því sem skráð var og fest á bækur var Wandað furðu- og ýkjusögum. Frásagnir erlendra rithöfunda um ísland urðu flestar hinar furðulegíistu. Jafnvel sú litla þekking; sem fræðimenn mig alda höfðu um ísland, var betri og fullkomnari heldur en frásagn ir sumra rithöfunda eftir siða- skiptin. Frægastur allra furðu- og ýkjusagnahöfunda um ísland hét Biefken. Frásagnir hans gengu aftur í ritum um fsland allt fram um 1800, þangað til útlendir fræðimenn fóru almennt ag nota Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Arngrímur lærði ritaði mjög ár móti furðu- sagnahöfundum um fsland, en ár- angur af ritum hans varð ekki eins mikill og ætla mætti, enda náðu bækur ekki almennt til fólks þá eins og síðar varð. Útlendir ferðamenn, sem komu til íslands rituðu oft ýtarlegar ferðabækur um landið og þjóðina. Margar þeirra eru hinar merk- ustu og hafa mikið menningar- sögulegt gildi. Þær höfðu einnig mikið gildi fyrir landið út á við, kynntu það erlendiis, menningu þess og lifnaðarhætti þjóðarinnar. Stundum ferðuðust hingað menn, sem voru listhagir og teiknuðu myndir, sem varðveitzt hafa, ým- ist prentaðar eða í söfnum. Mynd- ir þessar hafa mikið gildi og -eru ómetanlegar. f þessari bók eru einmitt prentaðar nokkrar mynd- ir, sem teiknaðar voru árið 1772. og eru allar hinar merkustu. Þær hafa varðveitzt í British Museum, og eru í fyrsta sinn prentaðar hér allar. Eg veit, að margir hafa mikla ánægju af þessum myndum, því að þær sýna vel viðhorf til liðins tíma. Ferðabréf eða ferðabók von Troils kom fyrst út í Uppsölum árið 1777, og var helguð sænska konunginum og drottningunni. Hún hefur oft verið gefin út síð- an, og hefur að nokkru orðið und- irstöðurit um þekkingu erlendra manna á íslandi. Það er því furðu seint, sem hún kemur út í íslenzkri þýðingu — en betra seint en aldr- ei. Uno von Troil ferðaðist hingað til lands í leiðangri sir Josephs Banks árið 1772. En eins og kunn- ugt er, varð Banks mikill fslands vinur og vann íslenzku þjóðinni mikið gagn í þrengingum hennar í Napóleonsstyrjöldunum. Hann aðstoðaði íslenzka kaupmenn til að fá siglingaleyfi til Bretlands á styrjaldarárunum. Hann er tví- mælalaust einhver bezti gestur, sem komið hefur til íslands Von Troil ritar bókina í formi sendi- bréfa. Er það lítt að hætti samtíð- ar hans. En form þetta lífgar efnið upp og gerir það aðgengilegra til lestrar. Hann gaf bókina myndar- lega út, og ef til vill um of, því Dr< Richard Beck: Vinsælt og þjóðlegt ársrit Þarft verk og þakkarvert hefur Halldóra Bjarnadóttir unnið með útgáfu og ritstjórn Hlínar, ársrits íslenzkra kvenna, sem hún hefur annazt í meir en fjóra áratugi. í rauninni er þar um stórvirki að ræð'a, en 43. árgangur þessa vin- sæla rits (fyrir árið, sem leið) er nýlega kominn mér í hendur, og var mér ritið kærkomið nú sem áður. Öndvegi skipa í þessum árgangi þrjú seinni versin úr hinum fagra lofsöng séra Matthíasar Jochums- sonar „Upp þúsund-ára-þjóð“, en í þeim sálmi haldast málsnilld og andríki skáldsins fagurlega í hend- ur. Næst er á blaði safn af frásögnum . merkra manna, karla og kvenna, um landsnytjar: Matföng og lækn- islyf, úr ríki náttúru íslands, sem Halldóra Bjarnadóttir tók saman, og er þar margt girnilegt til fróð- leiks, jafnframt og það á menn- ingarsögulegt gildi. Kemlir þá sá kafli ritsins, sem mér þykir jafnan hvað hugþekk- astur, en það eru minningargrein- ar um merkiskonur eftir ýmsa, og að þessu sinni einnig þáttur eftir Halldóru um „Konur, sem ég hef kynnzt". Allar eiga þær greinar mikið mannfræðilegt gildi, sam- tímis því og þaer bregða upp minn- isstæðum myndum af þeim konum, sem þar koma við sögu þótt frá- sagnirnar séu eðlilega misjafnlega ýtarlegar. Þá eru í ritinu, eins og að und- anförnu, athyglisverðar greinar um uppeldis- og fræðslumál, heilbrigð- ismál og heimilisiðnað. Jón Rögnvaldsson, garðyrkju- maður á Akureyri, ritar tímabæra hugvekju: „Nokkur orð um garð- yrkju“. Greinagóð og fróðleg eru erindi Benedikts Grímssonar, hreppstjóra á Kirkjubóli, um Strandasýslu, og „Jólahald í Reykjavík um aldamót- in 1900“. eftir frú Eygló Gísla- dóttur. í greininni „Æskuár snillings- ins“, segir Halldór Ármannsson, að Snotrunesi við Borgarfjörð eystra, skemmtilega frá æskuárum Jóhannesar S Kjarvals listmálara, og bregður sú frásögn birtu á æskuumhverfi og byrjunarspor snillingsins á listamannabrautinni. Af öðrum greinum má nefna prýðilega frásögn Oscars Clausen rithöfundar „Þegar Gullfoss gamli kom‘ Minnti sú frásögn mig á komu þessa fyrsta og glæsilega milli- landaskips íslendinga til Aust- fjarða, sem er einn allra minnis- stæðasti atburðurinn frá unglings- árum mínum austur þar. Margt annað umsagnarvert er í ritinu, svo sem kaflinn „Sitt af hverju“, en þar kennir margra grasa, eins og nafnið bendir til. Einnig eru í Hlín að þessu sinni eins og áður kvæði og vísur eftir ýmsa. Um heildarefni, þjóðlegt og nyt- samt í senn, sver þessi árgangur sig því glöggt í ætt til hinna fyrri, og er vel í horfi haldið. Sæmir það einnig ágætlega, að allmargir karlmenn róa þar á borð með kon- unum, þótt þeirra sé meginefnið. ag fyrir bragðið náði hún ekki til almennings eins og skyldi. f ferðabók von Troils er tals- verður fróðleikur um ísland og lifnaðarhætti hér á landi á 18. öld, sem mikill fengur er að Bók- in er rituð ýkjulaust og heilbrigð dómgreind höfundarins leynir sér hvergi. Er það meira heldur en hægt er að segja um margar aðr- ar ferðabækur um ísland. Höfund- ur hefur mikinn áhuga á náttúru- fræði, enda var hún í hávegum höfð í þennan mund í Svíþjóð. Þar í landi var mikil gróska í nátt úrufræði, enda áttu Svíar höfund grasafræðinnar, Linné. ísland var einmitt heillandi land fyrir vís- indamann í þessum efnum, því að hér voru fyrir hendi ókennileg undur, alþekkt í erlendum fræði- ritum. Eg efast ekki um, að marga útlenda fræðimenn hafi sett all- hljóða þegar þeir lásu hinar ýkju lausu lýsingar von Troils um ís- lenzka náttúru og jarðmyndanir. Sama er að segja um frásag.iir hans um lifnaðar- og búnaðarhættin hér á landi, þær eru öfgalausar og sannar. Enn þann dag í dag er hægt að byggja á þeim og fá þar föng til uppfyllingar öðrum heim- ildum. Von Troil byggir talsvert á ferðabók Eggerts og Bjarna eins og vera ber. Ferðabók þeirra var sú langbezta bók. sem rituð var í þann mund um ísland og íslenzka náttúru. Von Troil hefur eflaust aukig talsvert þekkingu erlendra manna á hinu merka vísindastarfi þeirra, og bannig valdið, að athygli erlendra fræðimanna beindist að ritum íslendinga sjálfra. En frá sjónarmiði nútímans eru mynd- irnar, selív fýígja þessari bók. og þeir gerðu Millersbræður og Cleve ley, merkastar Þær sýna okkur inn í liðinn tíma, sem er skemmra undan sjónarvídd okkar en við gerum okkur grein fyrir í dag- legri önn. Þess vegna er okkur hollt að skoða þær og athuga sem bezt. Útgáfa þessarar bókar er í alla staði hin prýðilegasta. Hún er gerð eftir frumútgáfunni sænsku og hliðsjón ,höfð af öðrum útgáf- um. þar sem þurfa þótti. Þýðing- in er í alla staði hin ágætasta og smekkleg. Uppsetning bókarihnar er fögur og nútímaleg. Tilvitnan- ir eru settar á innri spássiu og er þag algjör nýjung. Til prent- unar myndanna hefur sérstaklega verið vandað og ekkert sparað til að gera þær sem bezt úr garði. Eg held, að útkoma Bréfa frá ís- landi sé merkur bókmenntalegur viðburður, sem síðar verður oft getið. Jón Gíslason. JEPPI VALT Um kl. 3 á þriðjudag valt jeppabifreið út. af veginum skammt fyrir neðanv Gunnars- hólma. í bifreiðinni var Bjarni M. Jónsson, námstjóri, og kona hans, Anna Jónsdóttir, sem ók bifreið- inni. Þau hjón voru á austurleið í skólaeftirlitsför. — Frúin ætlaði að hægja ferðina, en missti þá vald á bifreiðinni, vegna hálku að því er lögreglan telur o.g valt bif- reiðin hægra megin út af veginum. Bifreiðin fór heila veltu og losn- aði af henni húsið. Hjónin voru flutt á læknavarðstofuna. Meiðsli þeirra voru minni en á horfðist, INGOLFUR DAVÍÐSSON GRÓÐUR og GARÐAR' Sveppasjúkdómar hafa verið til frá alda öðli. Móses aðvaraði lýð sinn við Smaífjall og kvað skap- arann mundu hegna þeim með ryð- og sótsveppum í korninu, ef ekki væri hlýðnazt boðum hans. Grikkir og Rómverjar hinir fornu óttuðust líka jurtasjúkdóma Þeir héldu guðum ryðsveppanna, Rubi gus og Rubigó sérstakar hátíðir og báðust mildi þeirra. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld, sem menn sannfærðust um að sveppir væru orsök þessara sjúkidóma. Þó trúðu margir enn lengi á yfir- náttúrulegar orsakir og stóðu harðar deilur um þetta fram á 19. öld. Kartöflumygían, sem olli gífurlegu tjóni víða i Evrópu sum arið 1845, varð skriður komst og ber að gjalda varhuga við þeim. — Sótsveppir eru varasamir í höfrum o. fl. korntegundum er- lendis. Hér sjást þeir t.d. í öxum þursaskeggs og starartegunda. Ryðsveppir gera oft stórtjón á korni í hlýjum löndum. hér eru þeir all-algengir á blöðum gras- tegunda o. fl. jurta og trjáa. Lyf eru notuð gegn þeim og einnig reynt að framleiða harðgert korn og grasstofna. — Þetta voru fáein dæmi um ill- sveppi, en góðsveppir eru einnig margir til sem betur fer. í skóg- lendi lifa um allan heim mjög sér- s'tæðar svepptegundir, sem stuðla mjög að þrifum flestra trjáteg- unda og runna. Höfðu menn frá þess valdandi, að fornu fari séð. að vissar sveppa- á rannsóknir jurta! tegundir uxu jafnan í nálægð á- lilir sveppir og góðir sjúkdóma. Myglan oUi stórfelldri hungursneyð og mannfelli á ír- landi, þar sem fjöldi fólks lifði ag verulegu leyti á kartöflum. Margt var reynt til varnar mygl- unni, en lítið gekk þangað til vín- berjaþjófar urðu orsök þess að hinn frægi Bordeaux-vökvi var gerður. Menn úðuðu nefnilega vínvið með blásteinsvatni og kalki til þess að þjófunum smökkuðust ekki vínberin. Þá tók franskur prófessor eftir því, ag þannig úð- aður vínviður sýktist elcki af skæðri myglutegund, sem gert hafði stórtjón. Prófessorinn gerði síðan tilraunir með ýmsar blönd- ur ög eftir 1885 hefur Bordeaux-. vökvinn farið sigurför um heim- inn sem lyf gegn ýmsum sveppum. ■ — Grasdrjólar, þ. e. svartir, harðir- sveppastönglar í axi korn- tegunda og fl. grasa, voru lengi hættulegir kornræktinni. Einkum voru þeir oft í rúgi, lentu stund- um saman við rúgmjöl og ollu hættulegum eitrunum. Nú er út- sæðiskomið venjulega sótthreins- að erlenhis til varnar. Hér hafa grasdrjólar fundizt á ýmsum grastegundum, en mest ber á þeim á öxum melgrassins, kveðinna trjátegunda og grunað, að eitthvað samband væri þar á milli. Hefur komið í ljós, að sveppaþræðirnir vaxa utan um og inn í rótargreinar trjánna og er fyrirbærið kallað svepparót (nykar kiza). Tilraunir hafa sýnt, að þarna er um sambúð ag ræða báð- um hagkvæma, sveppnum og trénu — að öllum jafnaði. Rótar- smágreinarnar verða þykkar, þrútnar og nær rótarháralausar. Sveppaþæðirnir hafa að mestu tekig að sér hlutverk rótarhár- anna að afla ólífrænna efna úr moldinni bæði handa sér og trénu. Og í súrri köfnunarefnis- snauðri skógarjörð gengur svepp- unum betur en trjárótunum að ná í köfnunarefni o.fl. ólífræn efni. En þar sem moldin afjtur á móti er auðug af steinefnum og ólífræn um geta þau þrifizt vel án svepp- anna (sem eru'þeim nausyn í súrri mold). Tréin launa greiðann með því að „miðla“ sveppunum af kol- vetnanægtum sínum — sykurteg- undum — sem sveppirnir geta tekið ,,toll af“. Þessir svepprótar- sveppir eru flest „hattsveppir“ en geta oft ekki þroskað hatt sinn nema vera í sambandi við trjáræt einkum í vætusumrum, sumar. Hefur einkum þeim sunnanlands, en einnig fundizt víðar t.d. sl. t. d. borið á hafa þó á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal og vestur í Sauðlauksdal. Þeir eru eitraðirj urnar. T. d. hefur verið tekig svo til orða að lerkihattsveppurinn fylgi lerkitrjánum eins og höfrung ur skipi. í Hallormsstaðaskógi er stór lerkilundur í örum vexti. Og (Framhald á 15. síðu). TIMINN, föstudaginn 6. aprfl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.