Tíminn - 06.04.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 06.04.1962, Qupperneq 7
’éwtm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egili Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu: afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7, Simar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — i Hvað tefur banka- málaráðherrann? Um langt skeið hefur ekki önnur tilkynning stjórnar- valdanna vakið meiri og almennari ánægju en sú yfirlýs- ing, sem Gylfi Þ. Gíslason bankamálaráðherra gaf í efri deild snemma í fyrri viku, að útlánsvextir yrðu brátt lækkaðir í sama horf og þeir voru í fyrir ,,viðreisnina“. Það hefur hins vegar dregið nokkuð úr þessum fögn- uði, að ráðherrann hefur enn ekki staðið við þessa yfirlýs- ingu, en vænta ber þess, að það dragist ekki lengi úr .þessu. ísland er nú það land í Evrópu, sem hefur langhæsta forvexti. Hér eru þeir um 9%, en í þeim löndum Evrópu, þar sem þeir eru næsthæstir, eru þeir 7%. í langflestum löndum Evrópu eru þeir miklu lægri eða frá 4—5%. Þegar bráðabirgðalögin um Seðlabanka íslands voru nýlega til 3. umræðu í neðri deild, fluttu tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Björn Pálsson og Þórarinn Þórar- insson, þá breytingatillögu, að bankinn skyldi miða ákvörðun sína um hámark vaxta eftir því, sem unnt væri, við það, að íslenzkir atvinnuvegir þyrftu ekki að greiða hærri vexti en atvinnuvegir þeirra þjóða, sem íslendingar þurfa helzt að keppa við. Þótt undarlegt megi virðast. fann þessi tillaga ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar ■ og var því felld af fylgiliði hennar. Það má þó vera öllum ljóst, að íslenzkum atvinnuveg- um verður samkeppnin alltaf erfið, ef þeir þurfa að búa við miklu lakari vaxtakjör en keppinautarnir. Hvernig eigum við t. d. að vera samkeppnisfærir við keppinautana í löndum Efnahagsbandalagsins, hvort sem við tengjumst því eitthvað eða ekki, ef vextir verða miklu hærri hér en þar? Því er furðulegt, að ríkisstjórnin skyldi ekki fást til að samþykkja það, að Seðlabankinn skuli miða vaxta- kjörin eftir því, sem unnt er, við það, að vaxtakjörin séu ekki lakari hér en í samkeppnislöndunum. íslenzkir útflytjendur skilja hins vegar vel þessa nauð- syn. Af þeim ástæðum krafðist fundur hraðfrystihúsaeig- enda þess nýlega að vextir afurðalána yrðu lækkaðir úr 7% og 71/2% í 5% og 5V2%. í ályktun fundarins sagði m. a.: „Fundurinn fær ekki séð, hvernig það þjónar hag þjóðfélagsins að íþyngja framleiðslunni með háum vöxtum á framleiðsluvíxlum sjávarafurða, er teknir eru af fyrirtækjum, se.m fjárhagslega berjast í bökkum, en stunda þá framleiðslu, sem öll þjóðin byggir afkomu sína á." Vissulega er erfitt að koma auga á, hvaða hag slík vaxtapólitík þjónar. Það eru líka sannarlega margir fleiri en frystihúsaeigendur, sem nú spyrja þannig. Hvað tefur því það, að bankamálaráðherrann standi við umrædda yfirlýsingu sína? Er eitthvað, sem tekur í taumana og hindrar það, að ráðherránn standi við orð sín? Island og Argentína Stjórnarblöðin skýrðu nýlega frá því undir stórum fyrirsögnum, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði nýlega farið miklum lofsorðum um batnandi gjaldeyrisstöðu ís- lands og þakkað hana stjórnarstefnunni. Það var ekki látið fylgja þessari fregn. að rétt áður hafði Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn látið í ljós mikla ánægju yfir árangri efnahagsráðstafana þeirra, sem voru gerðar að ráði hans í Argentínu. Almenningur þar í landi virðist hins vegar á talsvert öðru máli. Þýzki utanríkisráðherrann Verður Gerhard Schrdder hinn pólifíski arftaki Adenauers? ÞAÐ VAKTI nokkra furðu, þeg ar Adenauer tilkynnti núver- andi stjórn sína eftir þingkosn- ingarnar á síðastl. hausti, að hann hafði skipað Gerhard Schröder í embætti utanríkis- ráðherra. Það var að vísu vitað áður, að hinn nýi stuðnings- flokkur hans, frjálsir demokrat- ar, höfðu krafizt þess, að von Brentano viki úr því sæti og að Adenauer yrði að beygja sig fyrir því. Við hinu hafði hins vegar verið búizt, að Adenauer myndi ve’ ' þetta starf ein- hvern af imönnum sínum, sem hafði öðlazt reynslu á sviði utanríkismála. Af þessum ástæð um kom val Adenauers á Schröder óvænt, því að hann hafði aldrei áður komið nærri þessum málum. Hitt vissu menn Mns vegar áður, að Adenauer hafði öllu meira dálæti á Sehröder en öðr- um samverkamönnum sínum, enda fáir staðið betur með hon- um gegnum þykkt og þunnt. Ger hard Schröder hefur líka marga þá kosti, sem prýða utanríkis- ráðherra. Hann er myndarlegur og fríður sýnum, gengur manna bezt klæddur og kemur vel fyr- ir í allri framgöngu. Hann er greindur vel og fljótur að átta sig á málum, laginn samninga- maður og fylginn sér. Dugnað- ur hans er líka viðurkenndur. Hann hefur og aldrei hikað við að fást við óvinsæl mál, þegar yfirmaöur hans hefur ósk að þess. Adenauer gat því ör- ugglega treyst honum. Ef til vill er Schröder lika sá maður, sem Adenauer treystir bezt til að fylgja fram stefnu sinni. Fram að þessu hefur hins vegar sjald an verið rætt um Schröder sem hugsanlegan eftirmann Adenau- ers, enda hann staðið of mikið í skugga kanslarans. Ef Schröd- er getur sér gott orð sem utan- ríkisráðherra, geta möguleikar hans hins vegar mjög aukizt og það enn fremur vegna þess, að Strauss, landvarnarráðherra, sætir nú talsverðum mótgangi, en hann hefur verið talinn sig- urstranglegastur meðal yngri manna í flokki Adenauers. GERHARD SCHRÖDER verður 52 ára næsta haust, fæddur 10. sept. Hann er fæddur í Saar- briicken, en ólst upp víða í Þýzkalandi, því að faðir hans var starfsmaður við járnbraut- irnar og fluttist sem slíkur milli borga. Af þeim ástæðum stund- aði Sehröder laganám sitt við háskólann í Königsberg, sem er í þeim hluta Austur-Prússlands. sem hefur verið innlimaður í Sovétríkin. Síðar stundaði Sehröder framhaldsnám við há- skólann í Edinborg. Hann reynd ist ágætur námsmaður. Schröder hóf lögfræðistörf að loknu námi og gekk um svipað leyti í fl. nazista. Kommúnist- ar hafa mjög hallmælt honum fyrir það. Schröder ber því við. sem vafalaust er rétt, að _ion- um hafi verið það nauðugur einn kostur, ef hann átti nokk- uð að geta notið menntunar sinnar. Ferill hans sýnir að öðru leyti, að hann sóttist ekki eftir hylli nazista og vann ekki heldur neitt fyrir þá. Árið 1938 GERHARD SCHRÖDER gekk hann t.d. í kirkjufélag, er barðist fyrir því, að kirkjan fengi að vera óháð trúarflokk- um. Um svipað leyti réð hann dóttur Niemöllers á skrifstofu sína eða um þann mund, er naz istar fangelsuðu föður hennar. Árið 1941 giftist hann svo stúlku af Gyðingaættum og gekk úr nazistaflokknum. Hann var óbreyttur hermaður öll stríðsárin og er það glöggt merki þess, að nazistar hafa haft horn í síðu hans. Annars hefði maður með hæfileika Schröders hækkað fljótt í tign. EFTIR stríðsárin vann Schröd- er fyrst hjá hernámsyfirvöldun- um og kom enskukunnátta hans þar að góðum notum. Hann gekk fljótt í hinn nýstofnaða flokk kristilegra demokrata og var erindreki hans um skeið Hann hafði þó ekki meiri póli- tiskan áhuga þá en svo, að hann gekk úr þjónustu flokksins, tók upp lögfræðistörf og gekk strax vel á þeim vettvangi. Adenau- er hafði hins vegar komið auga á hann og fékk hann til þess að bjóða sig fram við þingkosning- ar fyrir kristilega flokkinn 1950. Schröder náði kosningu og hefur átt sæti á þingi síðan Árið 1952 varð hann varafor- maður þingflokks kristilega flokksins og ári siðar innan- ríkisráðherra. Því starfi gegndi hann þar til á síðastl hausti, cr hann tók við störfum utanríkis- ráðherra. STARF utanrikisráðherra er ekki vænlegt til vir.sælda og Schröder hefur fengið að kenna á því. Hann hefur oft orðið fyr- ir þungum ádeilum. En hann hefur staðið þær allar af sér og unnið sér sívaxandi traust Ad- enauers. Þetta hefur kanslarinn líka sýnt í verki með því að færa hann yfir á svið, þar sem hann hefur góða aðstöðu til að gera sig þekktan og afla sér vin sælda. Sehröder hefur valið þann kost, að láta ekki mikið á sér bera siðan hann varð utanríkis- ráðherra. Hann virðist trúa því. að sígandi lukka sé bezt. Kunn ugir fullyrða þó, að hann sé undir niðri metnaðargjarn og ætli sér langt. Það er talið af kunnugum, að skoðanir þeirra Adenauers og Schröders fari mjög saman Þeir telji, að Vestur-Þýzkaland verði að grundvalla framtíð sína á traustri og einlægri bátt- töku í vestrænn. samvjnnu. Sér samningar við Rússa séu útilok aðir, a.m.k. að sinni, og þar með sameining Þýzkalands Þeir álíti hlutlaust, sameinað Þýzkaland hafa veikari stöðu en Vestur-Þýzkaland, sem tekur þátt í vestrænni samvinnu. En að sjálfsögðu byggja þeir þetta á því, að Vestur-Þýzkaland verði forysturíki vestræns sam- starfs. Það er svo annað mál. hvað Vestur-Þýzkaland kann að gera, þegar það hefur náð þeirri stöðu Vel gæti það orð- ið annað en þeir Adenauer og Schröder kunna að ætlast til Þ. Þ. TI MI N N, föstudaginn 6. apríl 1962 /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.