Tíminn - 06.04.1962, Page 8

Tíminn - 06.04.1962, Page 8
MINNING: Guðlaug Sigurðardóttir, Holti Þann 22. nóv. s.l. andaðist að sjúkrahúsinu Egilsstöðum Guðlaug Sigurðardóttir, fyrrum húsfreyja að Holti, Fellahreppi. Guðlaug var fædd að Kollsstaðagerði, Valla- •hreppi, 25. des. 1872. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Gutt- ormsson stúdents, Arniheiðarstöð- um, Vigfússonar prests Ormssonar, Valþjófsstað. Móðir Sigurðar var Halldóra Jónsdóttir vefara. Kona Sigurðar, en móðir Guðlaugar var Guðríður Eiríksdóttir frá Skriðu- kiaustri, systir Jónasar Eiríksson- ar, sem lengi var skólastjóri bún- aðarskólans að Eiðum. Sigurður Guttormsson bjó að Kollsstaðagerði og átti þá jörð. Hann varð ekki gamall og var Guðlaug aðeins sjö ára gömul, þeg ar hún missti föður sinn. Guðlaug ólst því að mestu upp á vegum föðursystur sinnar, Gpðlaugar Gutt ormsdóttur frá Arnheiðarstöðum. Hjá frænku sinni naut Guðlaug ást ríkrar umönnunar, sem glæddi og þroskaði þær heilladísir, sem henni voru gefnar í vöggugjöf: góða skapgerð, glaðlyndi og bjart sýni. Það var hið góða veganesti, sem entist henni til hinztu stund- ar. Um tvítugsaldur lagði Guðlaug leið sína til Reykjavíkur, dvaldi þar í tvo vetur og áflaði sér hald góðrar menntunar. Árið 1897 gift ist Guðlaug Ólafi Jónssyni, Skeggjastöðum í Fellahreppi, hin um mætasta manni. Foreldrar Ólafs voru Jón Ólafs son, bóndi að Skeggjastöðum, og kona hans Bergljót Sigurðardótt- ir. Voru þau hjón af þróttmiklu bændafólki komin. x Ólafur og Guðlaug voru því í blóma lífsins um aldamótin 1900, þegar straumar framfara og auk- innar menntunar fóru sigurför um þjóðlíf íslendinga. — Enda hófu þessi ungu hjón þegar brautryðj- endastarfið af miklum dugnaði og forsjálni í ræktun, byggingum o. fl. Þau hófu búskap heima að Skeggjastöðum árið 1898. — En þar var nú orðið þröngt til húsa. Byggði því Ólafur árið 1906 íbúð fyrir fjölskyldu sína, að mestu úr steinsteypu. Mun það hafa verið fyrsta byggingin, sem byggð var úr því efni hér í hreppi. Ólafur og Guðlaug létu hér ekki staðar numið. Þau ákváðu að eiga sitt heimili algjörlega óháð öðrum. — Það var þeirra óskadraumur, sem skyldi rætast. Árið 1915 hófu þau með aðstoð barna sinna, að byggja nýbýli syðst í túni Skeggjastaða og var býlinu gefið nafnið Holt. Kom það fljótt í Ijós, að hér voru græðandi og vermandi hendur að verki. Byggt var myndarlegt íbúðarhús úr stein steypu. Tún ræktað og ' sléttað. Græddur stór trjágarður sunnan við húsið, sem nú veitir öflugt skjól þegar stormar næða. Guðlaug stjómaði heimili sínu, •með festu og skörungsskap, en jafnframt með umburðarlyndi og drengskap. Hún var lífdögg barna sinna. Greiddi þeim leið til mann dóms og þroska. Guðlaug hafði góð tök á því, að blanda geði við aðra, enda glaðlynd og skýr í hugs un og átti jafnan til umræðuefni hugþekkt þeim, sem hún ræddi við. Ólafur maður hennar missti heilsuna nokkru eftir að þau byggðu að Holti. Sýndi Guðlaug þá mikla alúð og fórnarlund, við að hlynna að manni sinum í þeim veikindum. En bjartsýni hennar og góð skapgerð gáfu henni kraft til að sigrast á erfiðleikunum og varna því að skugga bæri fyrir hamingjusól heimilisins. Þó nú væri svo komið, að maður Guðlaug ar gæti ekki unnið líkamlega vinnu, bjó hún sem áður góðu búi, með fyrirvinnu Hallgríms son ar síns. í Holti, heimili Guðlaugar, var unnið kappsamlega að fjölþættum heimilisiðnaði. Fjölskyldan fjöl- hæf í starfi. Fór þar vel saman hugur og hönd. Börn Guðlaugar og Ólafs, sem upp komust eru þessi: Hallgrím- ur, bóndi í Holti, kvæntur Elísa- ibetu Jónsdóttur; Jón, bóndi að Hafrafelli, kvæntur Önnu Runólfs dóttur; Guðríður húsfreyja að Ási, ekkja Guttorms Brynjólfssonar; Laufey, húsfreyja að Droplaugar- stöðum, gift Hallgrími Helgasyni. Eftir að Guðlaug hætti búskap, dvaldi hún til skiptis hjá börnum sínum, nú s.l. ár hjá Laufeyju og manni hennar. Jarðarför Guðlaugar fór fram Framhald á 15. síðu. GÆFIR SKARFA Pétur Þorleifsson tók þessar mynd ir af skörfunum á garðinum út líjá Örfirisey í góða veðrinu fyrir nokkru, en þar voru þeir að spóka sig um hádegisbilið. Þetta var á mánudag, og Pétri hafði verið sagt að þarna væri mikið um skarfa, enda reyndist það rétt. Myndimar eru sín af hverjum skarfi. Ekki vissi Pétur, hvort þetta voru dfla- skarfar eða toppskarfar. Annar skarfurinn var svo nærri ljósopi vélarinnar, að bakgrunnurinn var ekki í fókus, og hinn teygði úr hálsinuin og gapti, eins og hann gat. Þeir reistu byggð í Höfn Ekki er svo unnt aö fara frá Höfn í Hornafirði, að ekki sé spurzt fyrir um sögu staðarins. Ekki svo að Aðalsteinn Aðalsteinsson skilja, að Höfn sé eini stað- ur landsins, þar sem slíkt á við, heldur á þetta við um öll byggð ból, bæði bæi og sveitir þessa lands. Það er engu líkara en undirstöð una vanti að skilningi mannsins á viðgangi staðar- ins, ef sögu þróunar og vaxtar hans skortir. Mér fannst því, að þótt ég hefði haft fyrir augum í nokkra daga Ijós dæmi um upp- byggingu staðarins og fram- takssemi íbúanna, skorti mig enn þá vitneskju um, hvenær farið var að byggja hér og um viðgang staðar- ins á hverjum tíma. Eg sneri mér því til Aðal steins Aðalsteinssonar, fulltrúa hjá Kaupfélagi Austur-Skaft fellinga, KASK, enda hafði mér verið vísað til hans varð- andi úrlausn þessa máls. Tók hann því vel. Þar sem sikamm- ur tími var til mikilla við- ræðna, snerum við okkur þeg ar að viðfangsefninu og Aðal- S'teinn hóf að rekja sögu Hafn ar, en ég skrifaði niður eftir mætti. — Það mun hafa verið Ottó Tuliníus, sem byggði fyrsta hús hér í Höfn árið 1897, en þá flutti hann verzlun sína frá Papósij, þar sem hann hafði verzlað áður. Einnig flutti sama ár, 1897, Guðmundur Sigurðsson, faðir Bjarna, fyrr verandi kaupfélagsstjóra, til Hafnar frá Papósi. — Þórhallur Daníelsson. kaupmaður, sem nú er nýlát inn, mun hafa farið að láta að sér kveða hér strax árið 1909 og um það leyti yfirtekur hann verzlun Ottós Túliníusar Árið 1911 byggir Þórhallur .sláturhús, steinsteypt, 'sem not að hefur verið til skamms tíma. Þá reisti hann verbúðir fyrir aðkomubáta árið 1918 og árið 1920 reisir hann einnig verbúðir í Mikley og nokkru síðar í Álaugarey. Hér var mikil útgerð aðkomubáta, sér staklega frá Austfjörðum, en færri heimabátar. Flestir munu bátarnir hafa verið upp úr 1930 og allt fram til 1940, þetta yfir 30 bátar. Þórhallur Daníelsson seldi KASK öll verzlunarhús sín ár- ið 1920 við stofnun félagsins. en hélt áfram útgerðarverzlun sinni til ársins 1927, ef svo máetti segja. Árið 1933 keypti svo kaupfélagið allar verbúð irnar. \ — En hafnarskilyrðin, Aðal steinn? — Innsiglingin hefur ávallt verið nokkuð erfið, en fyrir um 8 árum var henni breytt Þá var grafin ný leið inn i höfnina og með henni gjör breyttist aðstaðan. Nú geta 1000 tonna skip vel athafnað sig, þar sem litlir fiskibátar gátu tæpast farið um nema á flóði. Eftir því sem bezt er vitað, mun vera aðstaða til frekari dýpkunar. —7 Á síðasta ári voru tolla- afgreidd um 40 skip hér, fyrir utan önnur, sem afgeiðslu hlutu í öðrum höfnum, svo að segja má, að umferð sé orðin nokkuð mikil um höfnina. — En Aðalsteinn, er hægt að tollafgreiða vörur hér, sem koma með skipum erlendis frá eða í framhaldsfragt innan- lands ótollafgreiddar? — Því verður ekki neitað, að Hafnarbúar eru orðnir lang eygir eftir að tollskrifstofa verði sett hér upp, því að eins og nú er, verður að senda öll fylgibréf og pappíra til Víkur í Mýrdal til afgreiðslu, þar sem aðsetur sýslumannsins er þar. Milli Hafnar og Víkur eru engar ferðir og verður því að senda öll gögn og pappíra til sýsluskrifstofunnar gegnum Reykjavík, til mikilla tafa og óhagræðis fyrir alla Væri ekki nema eðlilegt, að hér kæmi áðsetur sýslumanns eða fulltrúa hans, þar sem skrif Framhald af bls. 1&. 8 TÍMINN, föstudaginn 6. aprfl 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.