Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 5
Bjarni M. Brekkmann frá Brekku á Hvalfjarðarströnd átti nýlega sextugsafmæli, 14. febr. í tilefni af afmælinu komu nokkrir vinir Bjarna saman í Hótel Akraness og drukku kaffisopa með afmællsbarninu. Bjarni veitti vel vinum sínum og fór samkvæmið fram öllum til ánægju, er þar voru. — Meðfylgjandi mynd var tekin á hótelnu. Talið frá vinstri, affari röð: Agnar Sigurðsson skrifstofumaður; Torfi Bjarnason, héraðslæknir; Sturlaugur Böðvarsson framkv.stj.; Finnur Árnason, hótelstj.; Geirlaugur Árnason hárskeri; séra Jón M. Guðjónsson sóknar prestur; Karl Helgason, símstjóri; Ólafur Fr. Sigurðsson skrifstofustjóri; Indriði Björnsson, skri-ístofumaður, Ragn heiður Júlíusdóttir, ungfrú. — Fremri röð: Frú Ingunn Sveinsdóttir, Bjarni Brekkmann, Sigríður Auðunsdóttir, læknisfrú. — Ólafur Árnason Ijósmyndari tók myndina. — Geirlaugur Árnason ávarpaði afmælisbarnið og þakk- aði fyrir hönd vina Bjarna Minntist Geirlaugur mikillar átthagatryggðar hans og fórnfýsi gagnvart hverju góðu máli. Las Geirlaugur kvæði Bjarna, Hvalfjörður, en það sýnir vel hvern hug hann ber til æskustöðvanna. J.M.G. MINN9NG: Guðmundur Þórðarson Grænumýratungu 1 dag fer fram að Stað í Hrúta- firði, útför Guðmundar ÞÖrðar- sonar frá Grænumýrartungu, en hann lézt í sjúkrahúsi á Hvamms- tanga 29. f. m., tæplega áttræður að aldri, fæddur 23. nóv. 1882 að Miðhúsum í Hrútafirði. Foreldrar Guðmundar voru Þórður Sigurðsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Bjuggu þau hjón síðast, fyrir og eftir alda- mót, í Grænumýrartungu og gerðu þar garðinn frægan. Var Guð- mundur fjórði í aldursröð sex sona þeirra hjóna, er til aldurs komust. Er nú einn þeirra á lífi, Gunnar, sem var yngstur og tók við búi af föður sínum og bjó síðan um langa tíð í Grænumýrartungu, sem al- kunnugt er. Það kom snemma í ljós, að Guð- mundi var gefin hagleiksgáfa í rikum mæli, og átti hann það ekki langt að sækja, því að faðir hans var í bezta lagi búhagur. En ástæð ur voru með því móti í þá daga, að það varð ekki smíðanám, held- ur vinnumennska, sem beið Guð- mundar, þegar hann fór að heim- an, nálægt tvítugsaldri. Vorið 1906 kvæntist Guðmundur fyrri konu sinni, Margréti Jóns- dóttur, ættaðri úr Dölum en hún lézt eftir rúmlega eins árs sambúð þeirra. Sonur þeirra er Jón Stefán starfsmaður hjá trésmiðjunni „Víð- ir“ í Reykjavík. hefði alizt upp við þjóðfélagsað- stæður eins og þær gerast nú, þá. hefði hann orðið starfsmaður í iðn grein, þar sem hugkvæmni og list- ræn handtök njóta sín bezt. Mér er í minni stutt samtal, er ég átti við Guðmund um þetta efni fyrir tveimur árum. Lýsti hann því, hve sér væri nú aftur farið. Áður fyrr nægði honum að skoða vandlega smíðagrip, er honum fannst mikið til um. Hann gat þá síðar, er tóm gafst til smíðað nákvæma eftir mynd eftir minni. „En nú hefur mér förlazt rninnið", sagði hann. Ragnheiður kona Guðmundar lézt 2. nóv. 1946 Fluttist hann þá að Grænumýrartungu til sonar síns og tengdadóttur og átti þar heima til æviloka, en var þó stund um í dvöl hjá börnum sínum í Reykjavík. Átti hann rósama elli við góða aðbúð, en var líka nýtur maður á heimili, meðan kraftar í-ntust. Guðmundur og Ragnheiður eign- uðust níu börn, sem öll eru á lífi, og eru þau þessi: Ragnar bóndi í Grænumýrartungu, Sigurrós kona Hermanns Danielssonar smiðs í Reykjavík, Fanney kona Þórðar Eyjólfssonar á Goddastöðum í Lax- árdal, Þórður skósmiður (ólst upp hjá föðurbróður sínu^m í Grænu- mýrartungu), Jóhann og Þórir bifreið'arstjórar hjá Strætisvögnum1 Reykjavíkur, Gunnar háseti á milli i landaskipi, Bergur og Óskar bíla- viðgerðarmenn; þessir allir bú- settir í Reykjavík. Guðmundur var hæglátur í framkomu, en vel viti borinn og viðræðugóður. Hann er kvaddur með vinarhug af öllum, sem þekktu hann að fornu og nýju. Jón Guðnason Seinni kona Guðmundar var Ragnheiður Sigurðardóttir frá Junkaragerði í Höfnum, atorku- kona og góð húsmóðir. Þau voru allmörg ár í húsmennsku í Gilhaga í Hrútafirði, en árið 1925 settust þau að á Borðeyri. Reistu þau sér þar snoturt íbúðarhús, sem Guð- mundur byggði sjálfur að öllu leyti og bætti síðar og stækkaði. Fá- tæk voru þau hjón' alla tíð. enda atvinnuskilyrði ekki hagstæð á Borðeyri. En heimili þeirra var jafnan snyrtilegt. og börn þeirra komust til góð« þroska Þetta er saga hins liðna tíma, eitt dæmi um það. er heillaríkum árangri var náð við fátækleg kjör. En það er ekki að eia, að ef Guðmundur SELFOSS OG WÁGRENNI „Samband við uefnist erindið. sem Svein B. Johansen flytur í Iðnað armannahúsinu Selfnssi sunnudaginn 8. apríl kl 20:30 Frú Anna Johansen syngur. Allir velkomnir. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA Efnahagsreikningur pr. 31. desember 1961 Rekstrarreikningur 31. desember 1961 Laun ..........................Kr. 58.718,00 Húsaleiga ..................... - 11.280,00 Burðargjald og sími............. — 6.185,95 Auglýsingar ................. — 16.810,30 Ljós og hiti .................. — 1.079,36 Fjölritun, pappír og prentun .... — 3.729,65 Akstur ...................... — 501,00 Félagsgjöld ................... — 9.019,70 Námsstyrkur .................. — 17.000,00 Ferðastyrkur .................. — 32.000,00 Ýmislegt ...................... — 5.135,63 Söngskemmtun Róbertíno .................... Merkjasala ................................ Leikskólinn: Laun .......... Kr. 99.934,67 -í- Endurgr. laun af rikissj. - 24.381,92 Kr. 75.552,75 Ýmis kostnaður.............. — 26.578,16 -4- Leikskólagjöld ......... — 19.650,00 Kr. 161.459,59 23.740,35 - 8.378,10 Jólagjafir til vistmanna ..................... Afskrift af áhöldum........................... Tekjur.......................................,. 82.480,91 - 33.500,00 1.135,78 - 1.342.637,91 Kr. 1.053.332,64 Félagsgjöld ................................. Kr. 20.850,00 Happdrætti .................... Kr. 887.600,00 Söluv. bifr. ’61 .... Kr. 299.500,00 Söluv. bifr. ’60 .... Kr. 235.000,00 - 534.500,00 Kr. 1.422.100,00 Kaupv. bifr. Kr. 459.495,70 Ýmis kostnaður - Kr. 257.631,61 - 717.127,31 - 704.972.69 Merkjasala .................. Minningarspjöld ............ Tappasjóður ................. Framl. frá Reykjavíkurbæ .... Framl. frá ríkissjóði ....... Framl. frá sveitafélögum..... Vextir ...................... Gjafir og áheit: í jólagjafasjóð ........... Aðrar gjafir .............. Kr. 2.950,00 79.452,22 • 122.129,24 11.372,50 250.000,00 350.000,00 50.000,00 59.530,00 2.075,9tí 82.402,22 Kr. 1.653.332,64 Reykjavík, 12. marz 1962. • Ingólfur Þorvaldsson (sign) Endurskoðað. Ekkert athugavert, sbr. bréf Ara Ó. Thorlacius, lögg. endurskoðanda, dags. 12. þ. m. Reykjavík, 12. marz 1962. I. Guðmundsson Guðm. Illugason Efnahagsreikningur pr. 31. desember 1961 E i g n i r: Peningar í sjóði........... .............. Kr. 27.971,75 Innstæða I banka ............................. — 631.380,24 Viðskiptamennn ............................... — 3.500,00 Víxilreikningur .............................. — 65.428,92 Ávísanabók nr. 629 (Jólagjafasj.) ........... — 8.026,04 Framl. til Dagheimilis í Safamýri............. — 2.056.051,73 Framl. ti’ Skáiatúnr. ....................... — 141.609,99 Áhöld .......................Kr. U.197,30 -í- Afskrift 31/12 1961 ..... - 1.135,78 - 13.061,52 Kr. 2.947.030,19 S k u 1 d i r : Höfuðstóil pr. 1/1 1961 .....Kr. 1.604.392,28 Tekjur...................... - 1.342.637,91 Kr. 2.947.030,19 Kr. 2.947.030,19 Reykjavík, 12. marz 1962. Ingólfur Þorvaldsson tfndurskoðað Ekkert athugavert. sbr. bréf Ara ó. Thorlacius, lögg. endurskoðanda, dags, 12. þ. m. Reykjavík, 12 marz 1962. I. Guðmundsson Guðm. Illugason T f MIN N, laugardaginn 7. aprO 1962 O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.