Tíminn - 07.04.1962, Blaðsíða 9
:;;;;:;: i:;;::;;;:!;f::;;:;i-;i!;;:
Skólameistarafrú
alldóra
Sjöfug í dag:
Hinn 10. nóv. 1949 hneig SigurS-
ur skólameistari í valinn. Með hon-
um hvarf að sýnilegum návistum
„— einn sérstæðasti persónuleiki
og merkasti andans maður, sem lif-
að hefur með þjóðinni síðustu ára-
tugi —", sagði þá eftirmaður hans,
Þórarinn Björnsson skólameistari,
og vissu allir að slíkt var sann-
mæli. Og hann bætir við: „— Sig-
urður skólameistari getur með
sanni kallazt faðir Menntaskólans á
Akureyri. Hann stóð í fylkingar-
brjósti sem hinn gunnreifi foringi
er fyrir því var barizt að afla skól-
anum réttinda til að brautskrá
stúdenta, og það kom í hans hlut.
sem ekki var minna um vert, að
ala menntaskólann upp, skapa hon-
um anda og venjur —".
En fyrir því er þetta rifjað upp
nú, að konan, sem við hlið hans
stóð í baráttunni, skólameistara-
frúin, Halldóra Ólafsdóttir, á sjö-
tugsafmæli í dag. Og allir kunn-
ugir vita, hver þáttur hennar var í
lífi og starfi skólameistarans. Um
það segir einn nemandinn úr skól-
anum, ¦ dr. Broddi Jóhannesson,
m. a. í grein um Sigurð látinn 18
nóv. 1949. „— Ég þykist ekki hafa
kynnzt meiri persónuleika en Sig-
urður skólameistari var. Því furðu-
legra er það, ef«.til vill, að í sum-
um greinum á ég erfitt með að
Reykhólakirkja
Á Reykhólum í Bairðastrandar-
sýslu er nú í smíðum ný kirkja.
Gamla kirkjan, sem á sínum tíma
var talin eitt veglegasta guðshús á
Vestfjörðum er nú mjög farin að
láta á sjá og svo gisin er hún orð'in
og skekkt á grunni að nær ógern-
ingur er að messa í henni nú orðið
á vetrum nema í blíðskaparveðri.
Er það og ekki furða, því að hún
verður 105 ára á ^essu ári, og rík-
ið, sem var eigandi hennar sein-
ustu árin, gerði ekkert henni til
viðhalds.
Nýja kirkjan er teiknuð á teikni-
stofu Húsameistara ríkisins og hið
fegursta hús, eins og sjá má af
meðfylgjándi myndum.
Byrjað var á smíðinni árið 1958
og þá ráðinn kirkjusmiður Magnús
Skúlason úr Vogum. Hefur smíð-
inni miðað vel áfram, og var þó
ekkert að unnið árið 1960 vegna
fjárskorts.
Nú er kirkjan nær fullgerð að
utan, en innrétting er öll eftir og
vantar nú fé til þeirra hluta. Söfn-
uðurinn hyggst taka lán úr Kirkju-
byggingarsjóði, en það er takmark-
að og mun ekki duga til. Því eru
nú uppi ráðagerð'ir um fjáröflun,
og heitir Reykhólasöfnuður á alla
velunnara þessa máls að Ijá því
lið eins og efni standa til. Hér ar
aðeins um herzlumun að ræða og
væntir söfnuðurinn þess að með
aðstoð góðra manna muni takast
að jafna þann mun.
Minningarsjóðui' breiðfirzkra
mæðra
Á 100 ára afmæli gömlu Reyk-
hólakirkju árið 1957, tóku tvö átt-
hagafélög í Rvík. Barðstrendinga-
félagið og Breiðfirðingafélagið,
höndum saman og fjölmenntu vest-
ur að Reykhólum, þar sem sungin
var hátíðamessa Enn * fremur
efndu þessi félög til skemmtunar í
Bjarkalundi og gáfu ágóðann í
sjóð, sem þá var stofnaður með
peningagjof Sigurðar Hólmsteins
Jónssonar og systkina hans, til
minningar um móður þeirra Júlí-
önu Hansdóttur. Heitir sjóður
þessi „Minningarsjóður breið-
firzkra mæðra" og honum ætlað
það hlutverk að kosta skreytingu
nýju kirkjunnar og innrá búnað
hennar eins og hann hefur bol-
magn til.
í innra búnaði og skreytingu
kirkjunnar er fyrirhugað að sýna
eða undirstrika á sérstakan og
táknrænan hátt móðurkærleikann,
sem næst kemst því af allri mann-
legri ást að líkjast hinum guðlega
kærleika. Verð'ur þá haft í huga
kvæði Matthíasar Jochumssonar er
hann orti um móður sína, Þóru í
Skógum, en þar segir hann m. a.
um bernsku sína heima hjá henni:
Þá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og endi.'um Guð og
mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af
þér;
sú skyrtan bezt hefur dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
Og þó verður sérstaklega haft í
huga síðasta erindið:
En þú, sem ef til vill lest mín ljóð,
þá löngu er orðið kalt mitt blóð,
ó, gleym ei móður minni,
en legg þú fagurt liljublað
á ljóða minna valinn stað
og helga hennar minni.
Um leið og hugsfað er að láta
hina táknrænu skreytingu vera
þetta „fagra liljublað'" til minn-
ingar um Þóru í Skógum verður
hún jafnframt táknræn um móður-
ina yfirleitt, því þó að ljóð Matt-
híasar sé ort til hennar og um
hana, er það jafnframt dýrlegur
lofsöngur til móðurkærleikans, —
óður til allra góðra mæðra á öllum
tímum, allt frá henni, sem stóð hjá
krossi sonar sínv austur á Gyðinga-
landi fyrir mörgum öldum og til
hinnar bláfátæku íslenzku sveita-
kohu, sem sat með son sinn ungan
og sagði honum sögur svo vel að
hann „sá guðs hetjuna deyja", og
kenndi honum betur en nokkur
gera mér ljóst hvar hann þraut, en
kona hans, frú Halldóra tók við,
svo samhent voru þau og samhjört-
uð í lífi og starfi. Frú Halldóra bjó
honum og börnum þeirra fagurt
heimili og stjórnaði því af al-
þekktri rausn, en hún átti líka sinn
hlut í að gera skólann að öðru
heimili allra þeirra er þar dvöldu,
og hún átti hlut að skólastjórninni,
ef þörf krafði vegna fjarvistar
skólameistarans. Hún var hamingja
hans, einkahamingja sú, er efldi
hann til starfa þeirra er stofnun
hans, nemendur og þjóðin nutu.
Sæmd skólameistara var sæmd frú
Halldóru, byrðar hans byrðar
hennar, og við, sem nutum þeirra,
vitum í raun aðeins hvað þau unnu
saman. Þess vegna verður hans
ekki minnzt án hennar og heimilis
þeirra —".
Og vissulega er það þá líka svo
nú, að þegar hugsað er til skóla-
meistarafrúannnar á þessum merk-
isdegi í æviferli hennar, þá verður
hennar ekki svo getið, að eigi sé
manns hennar minnzt líka.
Frú Halldóici Ólafsdóttir er fædd
7. apríl 1892, prestsdóttir frá Kálf-
holti, af kunnum og merkum ætt-
stofni. Hún giftist 23 ára gömul
Sigurði magister Guðmundssyni og
flutti tæplega þrítug að aldri,
1921, með honum til Akureyrar.
En þangað fór hann til þess að
taka við skólastjórn Gagmfræða-
skólans vegna eindreginna tilmæla
nokkurra þingmanna og þáverandi
kennslumálaráðherra.
Þar beið þeirra mikið verkefni.
því að bæði er það, að stór heima-
vistarskóli krefst jafnan mikillar
fyrirhyggju og umhyggju, ef vel á
að vera, og svo mun Sigurður Guð-
mundsson þegar í upphafi hafa á-
sett sér, úr því hann tókst forsjá
þessa norðlenzka skóla á hendur.
j að hefja hann til þess réttar, sem
hinn forni Hólaskóli hafði. aS
brautskrá stúdenta, en slíkt mundi
verða fyrirhafnarsamt verk.
Og norður komu þau, sáu og
sigraðu. Menntaskóli reis þar að
nýju, er tók sæti hins forna Hóla-
skóla. Nú voru aftur brautskráðir
stúdentar norðanlands. Það var
mikill sigur, sem eigi aðeins var
mikilsvert að vinna, heldur og líka
vel að gæta Og það tókst þeim
einnig.
Um aldarfjórðungsskeið gerðu
þau þann garí! frægan. Skólameist-
arinn stýrði skólanum með srulld
og prýði, svo sem margvottað eí og
viðurkennt af öllum, ser.n til
þekktu.' Og eins og dr. Bruddi segir
;í grein sinni. sem hér var'vitnað
; til, átti skólameistarafrúin sinn
; stóra hlut að því „— að gera skól-
1 ann að öðru heimili allra þeirra
; sem þar dvöldu —". Af því er eng-
um ofsögum sagt. Það munu allir
votta er til þekktu, að ég hygg. Og
slíkur heimilisbragur, sím þar
ríkti jafnan, mun orðið hafa skól-
anum, starfi hans og stjórn, ómet-
anlegur styrkur Og það var vissu-
lega eigi síður hennar verk en
hans.
Og svo var það heimili þeirra
hjóna sjálfra. Þar ríkti rausn og
höfðíngsskapur. Og ekki voru það
aðeins vinir og kunningjar á Akur-
eyri, sem þess nutu, heldur mátti
segja að heimili þeirra væri eins
konar opinbert mótttökuheimili á
Akureyri þessi ár. Það vissu þeir
sem þar bjuggu að leið fjölmargra
ferðamanna, sem bæinn gistu, eða
áttu leið þar um, lá þangað. Marg-
ir áttu erindi, margir vinir og
kunningjar, mörgum boðið, en all-
ir velkomnir. Þau hjón höfðu
ánægju af gestum, kunnu líka að
taka á móti þeim og láta þeim líða
vel, eigi aðeins við rausnarlegar
veitingar, heldur og líka skemmti-
legar samræður. Og því þótti þar
hverjum gesti gott að dvelja.
Er raunar furðulegt, hvernig
þeim tókst að halda uppi slíkri
risnu og rausn, ásamt öllum heim-
ilisþörfum, af naumum embættis-
Iaunum skólameistarans. En ekki
var kvartað, en stórvel á öllu hald-
ið og stórmannlega. Og einmitt hér
var hlutverk húsfreyjunnar af
hendi leyst með þeim ágætum,
sem vissulega má minnast og
þakka.
Frú Halldóra Ólafsdóttir er Irag-
sýn búsýslukona og búforkur,
starfsöm og nýtin. Hún ann sveit
Framhald á 15. síðu.
annar fyrr eða síðar um „hið eilífa
og stóra, kraft og trú", og gaf hon-
um „svo guðlegar myndir".
Skreyting hinnar nýju Reyk-
hólakirkju er þannig hugsuð, sem
minnisvarði og um leið eins konar
svar eða uppfylling þeirrar bónar
Matthíasar, er hann setur fram í
kvæðislok, að þeir sem lesi ljóð
hans og meti þau að einhverju,
gleymi ekki móður hans, því henni
sé mest að þakka allt hans „and-
lega skrúð" En um leið verður
skreytingin minnisvarði um allar
góðar mæður, sem góð börn vilja
heiðra og minnast á veglegan hátt
þótt flestir verði að láta sér lynda
(Framhald á 15 síðu*
i T í MIN N, laugardagiiin 7. apríl 1962
9j