Tíminn - 08.04.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 08.04.1962, Qupperneq 3
70% jaroaroúa skorttr fréttaþjónustu Utvarpstækin á 200 krónur NTB—New York, 7. apríl. í skýrslu upplýsingaþjón- ustu UNESCO segir, aS tvo milljarði manna skorti hin ein- földustu tæki til að frétta af því, sem gerist í landi þeirra, svo ekki sé talað um það, sem gerist í útlöndum. Að minnsta kosti 70% íbúa jarðarinnar skortir nægjanlega fréttaþjón- ustu. Þetta kemur fram í skýrslu Tor Gjesdal, forstjýra Unesco, sem hann lagði í dag fyrir mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna. í skýrslunni segir, að petta fólk hafi engan glugga, sem snúi út að heiminum, og fari þannig á mis við eitt hinna mikilvægustu mannrcttinda — réttinn til að vita, hvað er að gerast. f skýrslunni er áætlun um stofnun dagblaða, útvarps, kennslusjónvarps og kvikmynda- flokka tií notkunar í Asíu, Suður- AmeTÍku og Afríku. — Þriggja ára vinna liggur að baki áætlun- j arijtjnar. TÓr Gjesdal segir, að á hverja hundrað íbúa verði í minnsta lagi að koma 10 eintök dagblaða, fimm útvarpstæki og tvær kvikmynda- sýningavélar. Hann lagði áherzlu á, ag fréttaþjónustan eigi mikinn þátt í almennri menntun, sem hin vanþróuðu lönd þiírfa svo sár- lega á að halda, er þau ætla sér að vinna það upp á fáum árum, sem aðrar þjóðir hafa öðlast á nofckrum öldum. Útvarpstæki á 200 krónur Unesco leggur sérstaka áherzlu á útvarpið, því það getur náð fram til fjarlægustu landshorna og hrekur ólæsið á stöðugt und- anhald. Stofnunin vill láta hefja fjöldaframleiðslu útvarpstækja, sem kosti ekki meira en um 200 ------------------1- .... - Skrifstofur miðstjérsiar Frsmséknarflokksins ERU í Tjarnargötu 26, II. hæð Símar: 16066 og 19613. Opið alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma. íslenzkar krónur hvert. í áætlun- inni er einnig gert ráð fyrir stuðn ingi við stofnun dagblaða. Útgjöldin við þessar fram- kvæmdir eru metnar 150 milljarð ar íslenzkra króna á 15 árum. Ætl azt er til, að þetta fé komi frá velsældarlöndum jarðar. SVONA LEIT sjúkrahúsið f Bouzar- eh, einu úthverfl Algeirsborgar, út eftlr árás OAS-manna á það. Þelr skutu fyrst með vélbyssum inn um gluggana, æddu síðan Inn og myrtu sjúklingana, þar sem þeir lágu ósjálf bjarga í rúmunum. Að skllnaði settu OAS-mennlrnir sprengju f skrifstofu yfirlæknisins. Sprengjan vóg 15 kg, og breytti sjúkrahúsinu á svipstundu í rústir einar. Þykir þessi verknaður einn sá svívirðilegasti í Ijótri sögu Alsír-stríðsins. Þvingar neyðin Indó- neseu samnmga 7 NTB—Djakarta, 7. apríl. Talið er, að Sukarno Indó- nesíuforseti hafi í aðalatriðum fallizt á hinar nýju tillögur, sem Bandaríkjamaðurinn Bunker lagði fram til friðsam- legrar lausnar deilunnar um nýlenduna Irian. Ef til vill stendur það í sambandi við hið hörmulega efnahagsástand í Indónesíu, þar sem hungurs- neyð er stöðugt yfirvofandi og fjárlögin hafa 35 milijarða ís- lenzkra króna halla. Fyrrverandi ambassador Banda- ríkjanna í Indlandi, Ellsworth Bunker, var milligöngumaður í ALLS EKKIRÆÐAN NTB—París og Algeirsborg, 7. apríl. Franskt herlið tók í gær til fanga 20 skæruliða OAS, eftir að hafa kembt Oursenis-fjall- garðinn nákvæmlega. Þessir skæruliðar höfðu í fyrri viku hertekið þrjár franskar her- stöðvar, en flúið síðan til fjalla. í gær var einnig handtekinn eirin af níu helztu leiðtogum OAS. Þag var fyrrverandi liðsforinginn Pierre Montagnon. Hann fannst við húsrannsókn í háskólahverfi Algeirsborgar. í morgun voru sjö menn myrtir af hryðjuverkamönnum OAS í A1 geirsborg, en í gær voru 40 menn myrtir í borginni. Ræða de Gaull es, sem var flutt þá um kvöTdið var mikið trufluð, því OAS sendi stöðugt jasstónlist inn á sömu bylgjulengd. Ræða de GauUes fékk annars frekar misjafnar undirtektir morg unblaða Parísar, en þau ræddu hana öll í morgun. Mörg blöðin vekja athygli á þeim orðum de Gaulles, að hann muni í framtíð- inni beita þjóðaratkvæðagreiðslu Framhald á 15. síðu. leyniviðræðum Hollendinga og Indónesa í útjaðri Washington fyr ir stuttu, en þær viðræður fóru út um þúfur, þar sem Indónesía vildi ekki fallast á annan samnings- grundvöll en að Indónesíu yrði fal- in landstjórn á hollenzku nýlend- unni Irian. Undir alþjóðastjórn í fyrstu Bunker lagði í morgun fram nýj ar tillögur í málinu, og fengu báð- ar ríkisstjórnirnar þær samtímis, samkvæmt ráði U Thant, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Þrjú höfuðatriði tillagna Bunkers eru þessi: 1. Landsstjórnin í Irian verði til að byrja með falin alþjóðlegri stofn un. 2. Þegar sú stofnun hefur tekið við stjórn, skulu hollenzku emb ættismennirnir á eyjunni hverfa heim smám saman á einu ári og Indónesar koma í þeirra stað. 3. Alþjóðlega stofnunin, væntan- lega Sameinuðu þjóðirnar, skuli halda þjóðaratkvæðagreiðslu á eynni við hentugt tækifæri. Þá geta ibúarnir valið um, hvort þeir vilja öðlast sjálfstæði eða hvort þeir vilja tengjast Indó- nesíu. Þag virðast sem sagt líkur til, að leyniviðræðurnar verði hafnar á nýjan leik, en ekki er vitað, hve- nær það verður. Vitað er, að í þess ari viku hafa verið haldnir margir fundir með stjórnmálamönnum í Indónesíu og ambassador Banda- ríkjanna þar, Howard Jones, Hrísgrjón hækkuðu um helming Meðan á Irian-deilunni stendur, vofir stöðugt hungursneyð og kreppa yfir Indónesíu. Vöruskorti skýtur stöðugt upp og síðastliðinn mánuð hefur verð á sykri og hrís- grjónum, aðalfæðu Indónesa, hækk að um meira en helming. Á fjárlögum landsins, sem voru lögð fram í fyrri viku, er gert ráð fyrir 35 milljarða íslenzkra króna halla, samkvæmt skráðu gengi. Öll fjárlögin nema 70 milljörðum kr., svo að hallinn er um helmingur af öllu saman. Um helmingur útgjalda landsins fer til hermála. Indónesía kaupir um þessar mundir ógrynni her- gagna frá Sovétríkjunum, og hefur í því skyni fengið 1.5 milljarða kr. lán þar. Sovétríkin munu einnig taka þátt í uppbyggingu iðnaðar í landinu, og í gær undirrituðu þeir samning um byggingu stáliðjuvers, sem á að framleiða 100.000 tonn af stáli á ári. Sukarno forseti hefur beint því til þjóðarinnar, að hún verði að taka á sig miklar byrðar vegna bar áttunnar fyrir Irian. Kaupmannahöfn 7. apríl — Einkaskeyti — Úrskurðurinn í Red Crusader- málinu verður lagður fram í danska þinginu af færeyska þing- manninum, séra Johan Nielsen, mun leggja eftirfarandi fyrir- spurnir fyrir varnarmálaráðherra: hvaða afleiðingar það hefur, ef varðskip má ekki skjóta kúlum og hvað ætlunin er að gera frekar í Red Crusader-málinu. — Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að Bretar eru harðánægð- ir með úrslitin í Haag, en Færey- ingar ag sama skapi bæði reiðir og furðu lostnir. Aðils. Stefnumót í geimnum NTB—Washington, 7. apríl. Bandaríski geimfarinn John Glenn sagði í gær á alþjóðlegu vísindaþingi, að hin svonefnda stefnumóts-tækni, sem notuð verður, þegar geimfarar verða sendir til tunglsins, sé mjög heppileg. Glenn sagði þetta á þingj í Washington þar sem 1200 vísinda- menn og sendiherrar 20 ríkja eru saman komnir. Glenn lýsti á þing inu geimferð sinni mjög ýtarlega. Stefnumóts-tæknin er fólgin í því, að hlutum geimfarsins er safnað saman úti í geimnum, þeg ar þeim hefur verið skotið á loft, hverjum í sínu lagi, en öllum á sömu braut umhverfis jörðu. Þar verða þeir skeyttir saman á sjálf- virkan hátt, og síðan er unnt að skjóta þeim til tunglsins, án þess að yfirvinna þurfi aðdráttaraflið í gufuhvolfi jarðar. . Þessi tækni krefst þess, að geimfararnir geti stýrt geimfar- inu sjálfir, og benti Glenn á, að ferg sfn umhverfis jörðu hefði sannað, að þag væri þeim auðvelt verk. Á ráðstefnunni sýndi Glenn fjölda litmynda, sem hann tók i geimferð sinni. Þá kom einnig fram, að Atlas-eldflaugin, sem skaut Glenn á-loft. hristist stöð ugt á leiðinni upp, en það kom Glenn ekki að sök. \ TI M I N N , sunnudaginn 8. apríl^ 1962 J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.