Tíminn - 08.04.1962, Page 7

Tíminn - 08.04.1962, Page 7
Uígefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórannn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indrið) G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- Egill Bjarnason Ititstjórnarskrifstofur i Edduluisinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusím) 12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Lausaskuldir hús- byggjenda í kaupstöSum og kauptúnum fjölgar nú stöðugt þeim mönnum, sem hafa ráðizt í það á undanförnum árum að byggja eigin íbúð, en fá nú illa risið undir hinum sívax- andi kostnað af völdum „viðreisnarinnar11. Margir þeirra hafa ekki heldur fengið viðunandi lán, nema að litlu leyti, og því hvíla á þeim illbærilegar lausaskuldir. Uppboðsaug- lýsingar í Lögbirtingablaðinu bera þess nú ljós merki, að fleiri og fleiri þessara manna eru að missa íbúðir sínar, en þó munu þeir fleiri, sem reyna að selja þær, án þess að til lögtaks þurfi að koma.. í tilefni af þessu fluttu fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins svohljóðandi tillögu, er frv. stjórnarinnar um breytingu á lögunum um húsnæðismálastjórnina var til lokaumræðu í þinginu: „Veðdeild Landsbankans er heimilt að gefa út nýj- an flokk bankavaxtabréfa. Bankavaxtabréf þessi skulu eingöngu notuð til þess að breyta í föst lán lausaskuld- um þeirra, sem hafa ekki fengið nægileg lán til hæfi- legs tíma til byggingar eigin íbúðar, sem þeir hafa ráð- izt í á árunum 1956—61, að báðum árum meðtöldum. Lán þessi skulu vera gegn veði í íbúðum þeirra, sem lánin fá, og mega þau, að viðbættum veðskuldum þeim, sem hvíla á fyrri veðréttum, ekki nema hærri f járhæð en 70% af matsverði veðsins. Lánstími skal vera 20 ár og vextir hinir sömu og á lánum byggingarsjóðs ríkis- ins. Ráðherra setur, að fengnum tillögum húsnæðis- málastjórnar, í reglugerð nánari ákvæði um þessi lán, og sé m. a. tryggt með þeim, að lánin verði aðeins veitt til greiðslu lausaskulda, sem hafa sannanlega orðið til vegna íbúðabygginga. Seðlabanka íslands skal skylt að tryggja sölu þeirra bankavaxtabréfa, sem eru gefin út samkvæmt framansögðu." Rökin fyrir þessari lausn eru m. a. þessi: Síðan ,,viðreisnarlöggjöfin“ var sett í febrúar 1960 hafa verið sett tvenn lög til aðstoðar þeim, sem hafa ráð- izt í framkvæmdh’, er orðið hafa miklu dýrari en horfur voru á, þegar þær voru hafnar. Rikisvaldið hefur talið rétt að koma þessum mönnum til aðstoðar, þar sem það hafi með efnahagsstefnu sinni átt meginþátt í að auka kostnaðinn við framkvæmdirnar. Þessi aðstoð hefur verið veitt í því formi, að breyta lausaskuldum þessara aðila í löng lán með útgáfu nýrra bankavaxtabréfa. Á þingi í fyrra var þetta gert með lögunum um nýja lánaflokka við Stofnlánadeild sjávarútvegsins. Á þingi nú hefur þetta verið gert með lögunum um lausaskuldir bænda. Þriðji aðilinn, sem ekki er síður þurfandi fyrir slíka aðstoð en útvegsmenn og bændur, eru íbúðaeigendur, sem hafa ráð- izt í það á undanförnum árum — margir hverjir af litlum efnum — að koma sér upp eigin íbúðum og fengið á sig hverja verðhækkunina af annarri, af völdum efnahags- stefnu stjórnarvaldanna. Margir þeirra eru nú að sligast undir óbærilegum lausaskuldum og ekki horfur á öðru en að þeir muni missa íbúðir sínar, ef þeim berst ekki sérstök aðstoð. Þess vegna má ekki draga það að koma þessum mönnum til hjálpar og afstýra því að þeir missi eignir sínar. Svo fór, að stjórnarliðið felldi þessa tillögu. Mál um- ræddra húsbyggjenda er því eftir sem áður óleyst, því að vandi margra þeirra verður litlu minni en áður, þótt þeir fái eitthvað aukið lán úr byggingarsjóði. Af hálfu Framsóknarmanna verður haldið áfram bar- áttunni fyrir því, að úr erfiðleikum þessara manna verði leyst, og ekki látið við það sitja, þótt stjórnarflokkarnir hafi stöðvað það að sinni. Stefá*» J95*^soíi, prentsmið|ust|óri: Hin fyrirhugaða fjölgun presta í Reykjavik / Lög um skipan prestakalla eru írá 1952 og því nú 10 ára gömul. Samkvæmt þessum Iögum er gert rág fyrir að skipta Reykjavík í kirkjusóknir eða prestaköll eitir tölu þjónandi þjóðkirkjupresta á hverjum tíma, án tillits til tölu kirkna, sem ýmist eru nú fyrir hendi eða í byggingu. Lögin gera einnig ráð fyrir að safnaðar- nefndir og fjármál safnaða mið- ist við prestana en, ekki kirkj- urnar. Lögin eru því í raun og veru miðuð við það fyrirkomu- lag, að hver þjónandi prestur í 1 5.000 manna söfnuði hafi sína sérstöku kirkju. Strax er lögin tóku gildi kom í ljós, að þau samræmdust illa aðstæðum hér í Reykjavík að því er snertir kirkjubyggingar og rekstur kirkna, en hvort tveggja kostar hér mikið fé mið- að við aðstæður og nauðsyn, Af þessum sökum ákváðu tveir stærstu söfnuðurnir í upphafi, Dómkirkjusöfnuðurinn og Hall- grímsröfnuður í samráði við safnaðarráð að framkvæma ekki lögin, heldur hafa söfnuðina óskipta, hvern með tveimur prestum en einni kirkju. Verður að telja, að með þessu hafi verið staðfestur alvarlegur galli á lög- unum. Hinir söfnuðurnir, sem voru fámennir í fyrstu, en miðuðust við sóknarmörk, er gerðu mögu- lega tvöföldun íbúatölu eða meir, hófust þegar handa um kirkju- byggingar eða undiibúning að slíkum framkvæmdum. í einum af þessum söfnuðum var kirkju- bygging komin langt á veg er lögin komu til framkvæmda, og annar söfnuður, sem var fámenn astur, var til bráðabirgða sam- einaður næstliggjandi hrepp, sem nú ei orðinn sérstakt bæj- arfélag. Kirkjubyggingarnar voru miðaðar við tvöfalda stærð safn- aða, eða sama fyrirkomulag og í » Dómkirkjusöfnuði og Hallgríms- söfnuði, enda ekki fjárhagsgrund- völlur fyrir lcirkjum hér í fá- metnnari söfnuðum. Skipulag bæjarins mun heldur ekki mið- að við fleiri kirkjur í umrædd- um söfnuðum en nú eru ákveðn- ar. Samkomulagið við bæjaryfir- völdin í Reykjavík um tekjur til Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavík- ur er og miðað við ákveðna tölu kirkna, eða núverandi sóknaskip- an. Má því segja, að ráðamenn safnaðanna hér í bæ hafi sl. 10 ár stefnt beint að því marki, að í hverjum söfnuði yrði ein kirkja fyrir tvo þjóðkirkjupresta, ein safnaðarnefnd, einn sgfnað- arfulltrúi og óskipt fjármál. í samræmi við þetta hafa ráða- menn safnaðanna ávallt gert ráð fyrir að þeir fengju tækifæri til, áður en prestum yrði fjölgað, að gera tillögu um breytingu á lög- unum frá 1952 í samræmi við reynsluna og ákveðna stefnu s. 1. 10 ár í1 þessum málum, og er ekki annað vitað en ag leikmenn og hinir þjónandi ^prestar hér hafi átt og eigi enn fulla sam- leið í þessu máli. Það vakti því nokkra furðu er prestafjölgunin í Reykjavík var ákveðin fyrir skömmu án þess að safnaðarráði, sóknarnefndum, safnaðarfulltrú- um og prestum væri kunnugt um þá ákvörðun. Alveg sérstaka furðu vakti, að dómprófasti, sem er formaður safnaðarráðs, skyldi ekki kunnugt um þetta, en éf svo hefði verið, myndi hann strax hafa boðað fund í safnaðarráði. íbúum í Nessókn, Langholts- sókn, Laugamessókn, Háteigs- sókn og Bústaðasókn hefur fjölg- að mikið á s.l. 10 árum og mun nú íbúatalan í hverri nálgast það, að heimilt sé að skipta þeim, samkvæmt nefndum lög- um, og fjölga um fimm þjónandi presta hér í bænum. Mun ákvörð- unin um fjölgunina byggjast á þessari aukningu, og hún síðan ákveðin án samráðs við söfnuð- ina, sem þó eiga að taka við hin- um nýju prestum og sjá þeim fyrir starfsaðstöðu í samræmi við lögin, sem reynzt hafa það göll- uð, eins og áður er fram tekið, að framkvæmd á sumum veiga- mestu atiiðum þeirra hefur verið frestað í 10 ár. Hvaða ástæður ollu því, að prestafjölgunin var talin nauð- synleg nú og afgreidd með þeim hraða er raun ber vitni? Enginn af þjónandi prestum hér í Rvík mun hafa óskað eftir fjölg uninni nú strax. Ekki heldur safnaðarráð, safnailirfulltrúar eða sóknarnefndir. Allir þessir aðilar munu telja, að frekari undirbúningur, t.d. með laga- breytingu, væri æskilegur ef fyr- irbyggja ælti erfiðleika, glund- roða og áframhaldandi lagabrot. Ekki virðist atvinnuleysi presta hafa rekið á eftir málinu, því að fyrir skömmu tilkynnti skrifstofa biskups að átta presta vantaði í prestsembætti utan Reykjavíkur. Fjölgun í Reykjavík um fimm presta getur því hækkað þessa tölu í þrettán prestlaus embætti utan Reykjavíkur. Þvílík nauð- syn! Hér í Reykjavik eru nú starf- andi 9 þjóðkirkjuprestar, 2 frí- kirkjuprestar, sérstakur prestur á Elliheimilinu, margir prestar í Landakoti og ýmsir sérsöfnuðir með eins konar djákna eða menn, sem rétt liafa til að gegna prestsstörfum. Þess utan munu prestlærðir menn hér í bænum skipta tugum, sem ýmist eru hættir störfum vegna aldurs eða af öð'rum ástæðum. Þessir menn munu annast prestverk hér í stórum stil, jafnvel framkvæma giftingar, sem er ólöglegt — og giftingarnar því ógildar — og mun ýmsum af hinum þjónandi prestum þykja nóg um, enda eðlilegt, því að ekki er vitað að neinn þeirra hafi óskað eftir slíkri aðstoð vegna anna. Allt þetta bendir til, að engin knýjandi nauðsyn sé að fjölga prestum nú þegar hér í Reykja- vík. Hyggilegra sé að hafa fyrir- varan nægan og gefa söfnuðun- um hér kost á að undirbúa fjölg- unina í samræmi við reynsluna og hin breyttu viðhorf síðan nú- gildandi lög um skipan þessara mála voru sett. Kirkjubyggingar hér í Reykja- vík eru dýrar og valda því marg- ai' kunnar ástæður. Kirkja af. svipaðri stærð og þær, sem nú eru nýbyggðar eða í byggingu, myndu samkvæmt núgildandi byggingarkostnaði kosta hátt á annan tug milljóna. Reksturs- kostnaður kirkna hér er og mjög hár ef við'unandi þjónusta er veitt. Það er því í raun og veru fráleitt að miða slíkar bygg- ingar og rekstur þeirra við 5.000 manna söfnuði, eða cá. 1.500 fjplskyldur, enda hafa aldrei héyrzt frambærileg rök fyrir nauðsyn slíks kirkjufjölda í þétt- byggðum bæjum. í framhaldi af því, sem tekið (Framnaio a 15 siðu INN, iaugardaginn 7. aprfl f962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.