Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 2
Islands myndin sú bezta í fyrrasumar kom þýzkur kvikmyndatökumaður Alfred Erhardt, hingað til lands á vegum Ferðamálafél. Reykja víkur, ásamt aðstoðarmönn- um sínum, og tóku þcir fé- lagar fræðslu- og kynning- armynd frá fslandi. Árang- urinn af þessari för varð fjórar kvikmyndir, scm frumsýndar voru í Hamborg nýlega að viðstöddum full- trúum flugfélaganna og fleiri íslenzkum gestum. — Myndir þessar hlutu allar mikið lof, og ein þeirra, sem heitir Jöklar og ár á íslandi, er talin bezta kvikmynd menningarlegs eðlis, sem Þjóðvcrjar tóku á síðasta ári. Þessi mynd verður bráð lega sýnd í Stokkliólmi á- samt fleiri menningarkvik- myndum víða að úr heimin- um. Alfred Erhardt hefur hlot ið mörg gullverðlaun í sínu heimalandi fyrir snjaUar fræðslu- og menningarkvik- myndir, m.a. hefur hann sjö sinnum fengið æðstu verð- laun Þýzkalands fyrir þessa grein. Brölluðu margt á/Akureyri er ættaður af Akranesi. Málið var tekið, fyrir á Akureyri í gær, en ekki var ákveðið hvað gert yrði við falsarana. Þrír menn frá Reykjavík, HafnarfirSi og Borgarnesi eru nú sakaðir um ávísanaföisun og svik ýmiss konar á Akur- eyri. Munu þeir hafa gefið úf , ávísanir fyrir um 40 þúsund HLJOMLEÍKAR kronur, flesfar avisamrnar sfimplaðar Rafmagnsveifu Reyðarf jarðar. SVAVARS GESTS Heimsmót æskunnar Áttunda heimsmót æskunnar verður haldið í Helsingfors í Finnlandi dagana 27. júlí til 5. ágúst. Alþjóðlegt íþróttamót verður haldið í borginni í nán- um tengslum við heimsmótið. A1 þjóðasamvinnunefnd íslenzkrar æsku á hér frumkvæði að undir- búningi til þátttöku í mótinu, og hefur hún boðið íslenzkum æsku- lýðssamtökum samvinnu um myndun mótsnefndar. Öllum á aldrinum 14—35 ára er heimil þátttaka í þessu móti. luwfcaamiingawMiÆriiimiiliilllnn iiii i|l'i I Auglýsendum er vinsamlegast bent á, að allar almennar auglýsingar þurfa að hafa borizt auglýs- ingaskrifstofu blaðsins, — Bankastræti 7, — í síðasta lagi fyrir kl. 5 daginn áður en þær eiga að birtast. Fyrir hádegi á föstudag barst lögreglunni á Akureyri beiðni um að rannsaka mál 3 ungra manna, sem dvalizt höfðu á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag. Höfðu þeir gefið út nokkrar ávísanir, Sem allar reyndust falsaðar. Síðan fóru þeir frá Akureyri áleiðis til Siglu- fjarðar án þess að borga reikninga sína á hótelunum á staðnum. Þessir ungu menn, sem eru 21 árs, 26 ára og 32 ára, höfðu komið til Akureyrar með flugvél á mið- vikudaginn. Fyrstu ávísunina gáfu þeir út í Reykjavík, en ávísanaheft- inu munu þeir hafa stolið á dans- leik hér í borginni. Á fimmtudaginn leigðu þeir Al- þýðuhúsið á Akureyri og slógu þar upp dansleik. Annars bjuggu þeir bæði á Hótel KEA og á Hótel Ak- ureyri, og hurfu þeir þaðan á föstudagsmorgun, án þess að hafa borgað reikninga sína, en skildu þó eitthvað eftir að dóti í her- bergjunum. Á meðan þeir kunningjarnir dvöldust á Akureyri keyptu þeir m. a. ferðaútvarpstæki, rafmagns- rakvél og mikið af fatnaði. 1 flest skiptin hljóðuðu ávísanimar upp á hærri upphæð, en það, sem þeir keyptu, og fengu þeir mismuninn greiddan. Á föstudagsmorgun hurfu þeir úr herbergjum sínum, eins og fyrr segir, og var talið líklegt, að þeir hefðu tekið sér far með póstskip- inu Drang, sem fór til Siglufjarðar þá um morguninn. Lögreglan á Akur’eyri hringdi strax til Siglu- fjarðar, og tók lögreglan þar á móti þeim, er póstskipið lagðist að. Þremenningarnir voru í vörzlum lögreglunnar í 3 klukkutíma, en voru síðan sendir aftur til Akur- eyrar með Heklu, sem kom með þá þangað seint á föstudagslcvöldið. Mennimir viðurkenndu fyrir lögreglunni á Siglufirði, að þeir hefðu gefið út falskar ávísanir, og þar var talið, að upphæðin, sem þær hefðu hljóðað upp á væri milli 40 og 50 þúsund. Litlir peningar fundust á mönnunum, og er ekki vitað, í hvað þeir hafa eytt þeim. Mennirnir þrír eru eins og fyrr segir frá Reykjavík, Hafnarfirði og Borgarnesi, en sá úr Borgarnesi Gemini, en það er nafnið á næstu gerð bandarískra geim- skipa, hefur marga augljósa kosti fram yfir Mercury geim- 'ý.'lvlv^vlvíííí'-íí Það mun óalgengt, að danshljóm sveit geti meira en leikið þokka- lega fyrir dansi, og að sjá hljóm- sveit íslenzka, sem ekki aðeins full nægir kröfum tímans hvað snertir túlkun dægurlaga, heldur ep skip- uð hrá^fyndnum einstaklingum, i.r óvænt, kemur eins og högg í skall- ann. Svavar Gests er orðinn þekktur fyrir fyndni sína, en ég skal ekki \segja, hvort þeir félagar hans eru fæddir „húmoristar", en þeir hafa að minnsta kosti hlotið gott upp- eldi í vistinni hjá Svavari. Hljóm- leikar hljómsveitarinnar þetta ár- ið eru afbragðsgóðir. Það er ekki hlaupið að því að skemmta okkur fslendingum, það er eins og við ætlum aldrei að losna við skammdegið úr sálinni, þó að sól sjáist víða að. En á skemmtun Svavars Gests rikti kæti, hátíðleiki íslendingsins eins og hrundi af honum þarna í Aust- urbæjarbíói, hann skemmti sér af- skaplega, hvort sem hann vildi eð- ur ei. Sjaldan hef ég verið vitni að meiri sigri léttleikans yfir þyngsl- um íslenzks Htiga sem á skemmtun Svavars Gests. Framkoma allra í hljómsveitinni er létt en skemmti lega virðuleg. Það mætti halda að Sven Aage Larsen hefði þaulæft hljómsveitina í sviðsframkomu. En auk ytra glæsileika, sem birtist í fallegum klæðum og fjölbreyttum, merkilegri nýtingu Ijósa, er enginn vafi á að hljómsveitin er skipuð frábærum einstaklingum. Atriði eins og eftirhermur Svavars, hugs- anir hljómsveitarmanna, syrpa vin- sælustu laga ársins o.fl. o.fl., vöktu mikla gleði og kátínu. Þessir hljómleikar eru gott frarn lag til fjölbreytni í fátæklegu og skemmtanasnauðu lífi okkar, sem búum sunnan megin Esjunnar. — -Maður fer ósjálfrátt að hlakka til aprílmánaðar 1963. — j.j. Skrifstofur miðstjórnar Framsóknarflokksins ERU í Tjamargötu 26, II. hæð Símar: 16066 og 19613. Opið alla virka daga á venjulcgum skrifstofutíma. Gemini hylkið. Gemini, sem er latneskt orð og þýðir tvíburar, mun hýsa tvo geimfara. Hvor um sig munu þeir verða bundnit niður á bekk meg bríkum, en bekkurinn mun einnig gegna hlutverki sem neyðarstóll, sem skjóta má út úr geimhylkinu, ef geimskotið misheppnast. Gemini verður út- búið geysihaglegum fallhlífar- væng, sem Francis Rogallo hef ur fundið upp. Rogallo er 50 ára gamall >starfsmaður við NASA, banda- rísku geimvísindarannsóknar- stofnunina. Árið 1949 bjó hann tíl nokkra flugdreka fyrir börn, sem hann útbjó með væng, byggðum á sömu aðalatriðum og fallhlífarvængurinn. Honum tókst ekki ag vekja áhuga annarra en barnanna á þessari hugkvæmni sinni, fyrr en árið 1958, þegar NASA fór að leita ráða til að endurbæta geimskip. Gemini-geimfarar verða að læra nákvæma meðferð á Rog- allo-vængnum, því að honum verða þeir sjálfir að stýra til lendingar — á sjó eða landi. Fyrsta tilraunin til að senda mannað Gemini út í geiminn er áformug árið 1963. Fyrsta til- raún með Rogallo-væng er áform uð! árið 1964. Rogallo-vængurinn HÉR kemur svolíflll bréfstúfur um umferð og eftlrlit meS umferð- arreglum: „MÉR ÞYKIR ÁSTÆÐA tll að vekja athygll á því, a8 umferSa- mennlng fer mjög vaxandi, og er það fýrst og fremst að þakka bættu umferðaeftirlitl lögregiunn- ar, nýjum og betrl umferðamerkl- um, sem eru I senn greinileg og sett víða, akreinaakstri vlð kross- götur og gatnamót, skýrum og af- mörkuðum bifreiðastæðum og fleiru. Þó er eins og aldrei megi slaka á lögreglueftlrlltinu, því að þá fer allt úr skorðum. Menn verða kærulausir og færa sig upp á skaft ið með hirðuleyslð. Þetta sést gerla í ýmsum fáfarnarl götum, sem lög- reglan er ekki daglegur gestur í. Þar sér maður bifrelðar hálfar uppl á gangstéttum, skakkar og jafnvel útl á miðjum götum og standa svo jafnvel daglangt. Geri lögreglan hins vegar helmsókn í slíkar götur og kæri þefta, lagast þetta mjög, og næstu daga má sjá allt í röð og reglu. En eftir viku fer aftur að færast í fyrra horf, og bileigend- ur þarfnast nýrrar áminningar. MIG LANGAR til að segja frá svo- litlu dæml um þetta. Fyrir nokkr- um dögum bar svo við, að ég átti erlndi skömmu fyrir hádegi inn Lindargötuna hjá Sláturfélagí Suð urlands. Þar stóðu margar bifreið- ar vlð neðrl götubrún, eiginlega eins þétt og komlð varð fyrir með góðu móti. En um það bil önnur hver bifreið stóð hálf uppi á gang stétt. í þessu bar að umferðalög- regluþjón á bifhjóli Hann sá, að hér var verk að vinna og tók tll starfa. Skrifaði hann og festl kæru miða á bifrelðarnar, sem lagt hafði verið ólögiega, og urðu þær einar tíu talsins þarna á stuttum götu- kafla. Eigendunum hefur vafalaust brugðið í brún, þegar þelr komu út klukkan tólf og hugðust aka h'eim glaðir og matlystugir i há- degisverðinn. Vonandi hafa þeir samt ekki misst matarlystina og haft einhver ráð með að greiða sektina. NÆSTU DAGANA hef ég svo oft átt leið þarna um Lindargötuna, og þar er mikill fjöldi bíla eins og venjulega, en nú ber svo við, að engin einasta blfreið sést hálf uppi á gangstétt. Þetta hefur orðið mönnum kenning í bili og þeir gæta sín. En iiði svo sem vika eða tíu dagar þangað til lögreglan hreinsar tll að nýju, sækir vafa- laust í sama horfið. Eftirlitið er brýn nauðsyn. — Borgarl". Sr. Lárus á Miklabæ látinn Séra Lárus Arnórsson, prestur á Miklabæ í Skagafirði varS bráð- kvaddur síðast liðinn miðvikudag. Var hann á heimleið þegar þetta gerðist. Þurfti hann að koma við á bæ í leiðinni, en brekka var upp að bænum. Féll hann niður í brekkunni og andaðist skömmu síðar. Hann var sextíu og sjö ára að aldri og hefur verið sóknarprestur Blöndhlíðinga síðan 1921. Séra Lárus var merkur maður um margt og vinsæll og er að honum mikill sjónarsviptir. Vandræóalausn í ágætri ræðu, sem Ingvar Gíslason flutti um lánamál land búnaðarins, komst hann m.a. svo að orði: „Það eru nokkur nýmæli í frv., sum þannig, að það er ekki ástæða til að amast við þeim, en önnur þess háttar, að þau geta ekki hlotið óskiptan stuðning, enda slík vandræða- lausn, að það cr ekki við þau unandi fyrir þá, sem eiga að njóta þessa frv. ef að lögum verður. Eitt mikilvægasta ný- mælið í þessu frv. er að finna í 4. gr. þess, þar sem rætt er um tekjuöflun til stofnlánadeild ar landbúnaðarins, þ.e.a.s. rækt unarsjóðs og byggingasjóðs, sem hér cftir ciga að starfa sem cin deild. Er um að rætt í aths. við frv., að tekjuöflunarleiðir 4. gr. séu við það miðaðar að stofn Iánasjóðum landbúnaðarins yrði innan skamms tíma kleift að standa undir eðlilegri fjárfest- ingarþörf vegna framkvæmda í, Iandbúnaði. Það er jafnframt fullyrt, að ef fjáröflunarSkvæði frv. verða samþ., ætti að vera lagður traustur frambúðar- grundvöllur að stofnlánasjóði landbúnaðarins og til styrktar þessari fullyrðingu er sýndur útreikningur um vöxt sjóðsins næstu fjórtán ár miðað við að hann haldi þessum tekjum og að óbreyttum öðrum aðstæðum, geri ég ráð fyrir. Erlendu lántökurnar Því er haldið fram, að stofn- lánasjóðirnir séu i rauninni gjaldþrota og þetta gjaldþrot stafi af röngu skipulagi að starfsgrundvelli sjóðanna og að meginorsök hinnar bágu fjár- —hagsafkomu megi rekja til þess að á árunum 1952—1959 hafi sjóðimir verið látnir taka er- lend lán, sem síðan hafi verið endurlánuð án gengistrygging- ar. Hér er því slegið föstu, að erlendu lánin, sem gengið hafa til uppbyggingar í landbúnaði, féu aðalbölvaldur stofnlánasjóð- anna, en hvort sem þau eru það eða ekki, cf litið er ein- hliða á málin, þá er hitt víst, að þessi erlendu lán hafa gert okk ur kleift að auka stórlega fram- farir okkar í landbúnaði undan- farinn áratug, svo óvíst er að þær hafi verið meiri á jafn skömmum tíma áður. Erlendu lántökurnar ha.a því ekki orðið sá bölvaldur íslenzk- um landbúnaði, sem hæstv. ráðh. og fylgismenn hans vilja vera að láta. Þær eru ásamt öðru fjármagni, sem lagt hefur verið til stofnlánasjóðanna, .md irstaða. landbúnaðarframkvæmd anna um margra ára skeið. Þessi er bölvaldurinn Bölvaldurinn í þessu máli er stefna hæstv. núv. ríkisstj., gengisfellingarstefnan, þar sem lxver gengisfellingin hefur rek- ið aðra með fárra mánaða milli bili. Með þeirri stefnu hefur tekizt að gera fjárfestingarsjóð- ina nær gjaldþrota og það af þeirri stefnu, sem við verðum nú að súpa seyðið í þessu máli eins og fleirum. Það var þvi sannarlega happ fyrir bænda- stéttina, að ekki var gengisklá- súla í lánveitingum sjóðanna, því að ef svo hefði verið, er al- veg víst, að allur búandlýður, jafnt ríkir sem fátækir, hefðti komist á vonarvöl og það hcfði þýtt endalok sjálfstæðrai bændastéttar hér á landi. Það er áreiðanlega ekki ara að stofna til slíkra þjóðfé- lagsbyltinga, sem það mund1 Framhald á 15. síðu. 9 T f M I N N, þriðjudagur 10. aprfl 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.