Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 16
Einn góðan veðurdag í vik-
SVÆLDUR ÚT
MED GASI
Milli kl. hálfsex og sex á
laugardaginn var lögreglan
kvödd a8 húsi nokkru í Bú-
staðahverfi, þar sem 15 ára
piltur hafði skyndilega fengið
œðiskast, ráðizt á móður sína
og systkini og brotið og lamið
allt, sem fyrir varð í íbúðinni.
Móðir piltsins komst að lokum
í síma og hringdi í lögregluna
og bað hana um aðstoð. Var
pilturinn síðan í umsjá lög-
reglunnar, unz berserksgang-
urinn var runninn af honum.
Pilturinn, sem hér er um að
ræða, var alls ódrukkinn, en móð'ir
hans sá sér ekki annað fært en
kalla á lögregluna, þegar æðið
greip hann. Þegar lögreglumenn-
irnir komu á staðinn, læsti liann
sig inni í þakherbergi, vopnaður
stórum hnif. Þurfti hann að kom-
ast um lúgu upp í kompuna, sem
er með einum litlum glugga alveg
upp undir þaki. Hótaði hann að
beita hnífnum, ef lögreglan hygð-
ist skipta sér af háttalagi hans, en
einnig sagðist 'hann mundi fara út
um þakgluggann og fleygja sér út
af brúninni, ef lögreglan reyndi að
brjótast inn til sin.
Beittu táragasi
Lögreglumennirnir komust upp
um þakglugga í næstu íbúð út á
þakið og gengu þaðan að gluggan-
um, sem pilturinn var undir. Buðu
þeir honum að fleygja hnífnum
upp á þak, en hann neitaði; kastaði
Framhald á 15. síðu
Fljúga tíl Bergen
Flugfélag íslands hefur nú tekið upp áætlunarflugferðir til
Bengen og var fyrsta ferðin þangað sl. laugardag. Viscount-flug-
vélin „Hrimfaxi“ flaug þessa fyrstu ferð og lenti á Flesland-
flugvelíi við Bergen eftir rúmlega þriggja tíma flug frá Reykja-
vík. Þegar „Hrímfaxi“,lenti á Flesland-flugveili voru þar fyrir
framámenn flugmáta í Bergen, sjónvarpsmenn, blaðamenn og
forstjórar fcrðaskrifstofa, auk margra annarra gesta. Sjónvarp-
að var frá komu flugvélarinnar og blöð í Bergen birtu fréttir
og greinar um Flugfélag íslands og ísland sem ferðamanna-
land. Flugfélag fslands opnaði fyrir nokkru síðan skrifstofu að
Bryggen 8 í Berge.n og veitir Júlíus Egilsson henni forstöðu.
I KVOtD VERDUR DREGIÐ I BILHAPPDRÆTTIF. U. F. - ENN ER HÆGT AÐ NA I MIDA
SÖLUMENN! GERIÐ SKIL STRAX ÞVÍ DRÆTTI VERÐUR EKKIFRESTAÐ i i
Þriðjudagur 10. apríl 1962
84. tbl. 46. árg.
unni, sem leið, átti veitinga-
maður nokkur hér í Reykjavík
von á foriáta skrifborði og
skrifborðsstól sunnan úr
Kefiavík. Þar sem hann bjóst
ekki við að verða heima, þegar
bíllinn, sem átti að flytja góss-
ið, kæmi í hlaðið bað hann bíl-
stjórann að setja það fyrir
framan bílskúr sinn uppi í
Hlíðum.
Bílstjórinn ruglaði saman Hlíð-
um, en gekk þó frá öllu saman,
þar sem hann hélt, ,að það ætti
heima. Húsráðeudum þar leizt
ekki á að láta hlaða annarra
manna mublum upp hjá sér og
gerði lögreglunni aðvart um
þetta athæfi. Hún tók strax til
sinna ráða, en þegar á staðinn
kom, var allt á bak og burt.
Hringdu í lögregluna
Bilstjórinn var beðinn að setja
skrifborðið og stólinn fyrir fram
an bílskúrinn í Bólstaðahlíð 4, en
hann villtist sem fyrr segir og
fór með þag í Blönduhlð 4. Þar
gekk hann kyrfilega frá ihunun-
um og hélt síðan á brott með góðri
samvizku og þóttist hafa gert
skyldu sína. Eins og fyrr segir,
tóku húsráðendur þar þessum bú-
slóðarflutningi inn á sína lóð ekki
með þökkum og geröu lögregl-
unni grein fyrir þessum nýkomnu
óskilamunum. Hún gerði þegar
ráðstafanir til að taka borðið góða
og stólinn í sína vörzlu, en þegar
hún kom að Blönduhlíð 4, var búið
að stela hvoru tveggja, án þess
ag nokkur í nágrenninu hefði hug
mynd um. Má segja, að þar hafi
þeir fingralöngu brugðið skjótt
við og ekki verið lengi ag hugsa
sig um. Þeir, sem kynnu að vita
um þýfið, ættu að láta lögregluna
vita.
Seytján pantaðir
og fjórir seldir
Það ber ekki á öðru en nýju
gerðirnar af Vauxhall ætli að
vekja mikla og verðskuldaða
athygli hér á landi. Véladeild
SÍS hafði sýningu á þessum
gerðum, fjórum að tölu, á
laugardag og sunnudag, og í
kjölfarið hafa siglt það marg-
ar pantanir, að augljóst er að
Vauxhall fellur mönnum vel í
geð.
Samkvæmt fréttum frá Véla-
deildinni eru allir fjórir sýningar-
bílarnir þegar seldir, og um helg-
ina og í gær bárust seytján pantan-
ir á Vauxhall. Allar gerðirnar fjór-
ar hafa verið pantaðar, en þær eru
á mismunandi verði, frá hundrað
fimmtíu og fjórum þúsundum upp
í hundrað níutíu og átta þúsund.
Skipting í gólfi
Mestu athyglina vakti VX4—90,
sem er dýrasta gerð'in af Vauxhall.
Þetta er fjögurra dyra bíll, sem
tekur fimm manns. Vélin hefur
áttatíu og eitt hestafl og er með
tveim blöndungum. í bílnum er
fjögurra gíra kassi og skipting í
gólfi, sem nú ryður sér mjög til
rúms í minni bílum, enda ber þá
vagninn meiri keim af sportbíl en
ella. Gólfskiptingin hefur sem sagt
orðið mjög vinsæl og er í tízku um
þessar niundir. í þessari dýrustu
tegund er sérlega vandað leður-
áklæði á sætum.
Afgreiðsla strax
Þeir hjá Véladeildinni sögðu
Tímanum, að þeir stæðu nú í samn-
ingum við verksmiðjuna um að af-
•greiða pantanirnar hingað strax.
Geysileg aðsókn var á bílasýn-
inguna og mikið meiri en umbjóð-
endur Vauxhall hér höfðu réiknað
með.
MEÐ HLAÐNA SKA
BYSSU Á DANSLEIK
Á suiiinudagskvöldig vakti mað
ur frá fsafirði athygli í Bolunigar
vík fyrír það, að fara með skamm
byssu á dansleik. Ilann var þó
ekkert ag veifa byssunni, enda
ölvaðri en svo, að það gæti talizt
gáfulegur verknaður, því skamm
byssan var af stórri gerð og hlað-
in sprengikúluskoti.
Dansleikur stóð yfir í félags-
heimili Bolungarvíkur, þegar
menn tóku eftir því, að maður
nokkur missti stóra skammbyssu
úr vasa sínum á gólfið. Maðurinn
brá við og hirti byssuna aftur og
lét í vasa sinn, og hélt síðan á-
fram að dansa. En þeir, sem á
þetta höfðu horft, kölluðu á lögi
regluna, því að þeim stóð ógn af
verkfærinu. Lögreglan kom þeg-
ar á staðinn, afvopnaði manninn
og fjarlægði hann
Maður þessi er rúmlega 20 ára
að aldri og hafði aðeins komið til
Bolungarvíkur til þess ag vera á
dansleiknum. Málig verður tekið
til rannsóknar á ísafirði ein-
hvern næstu daga.