Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 14
LÖGREGLUÞJÓNSSTAÐA á ísafirði er laus til umsóknar frá 20. júní n.k. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. apríl n.k. Bœjarfógetinn á ísafirði, 6. apríl 1962. Ný verzlun að Vesturgötu 15. Verzlum með alls konar barna- fatnað, einnig barna- og unglingaskótau. Verzlunin Miðhús. talsvert á þessu þar eð hann hafði verg þar svo nýlega, en gerði ráð fyrir, að það væri til þess að til- kynna sér brottför Dills og val eftirmanns hans. Hann var eins og venjulega heima fyrri hluta sunnudagsins og lagði af stað til Chequers klukkan 5,30 e.m. Þegar hann kom þangað voru þar fyrir nkkrir gestir, Louis Mountbatten lávarður, hinn vísindalegi ráðu- nautur forsætisráðherrans og vin- ur Lindemann prófessors eða Cberwell lávarðar eins og hann var nýlega orðin; og Lt-gen Ismay. Að loknum miðdegisv-erði, sem frú Churchill snæddi með gestunum, fór forsætisráðherrann með Brooke inn í skrifstofu sína og sagði honum ag vegna þess að Dill hefði haft við mikla erfiðleika að berjast og væri lang-þreyttur maður hefði hann ákveðið að létta af honum erfiðinu meg þv að gera hann að yfir-hershöfðingja og landsstjóra í Bombey. „Svo bætti hann því við,“ skrif aði Brooke, — að hann vildi að ég tæki við starfi hans og spurði, hvort ég væri reiðubúinn að gera það. Eg hikaði við ag svara vegna þess að margvíslegar tilfinningar börðust í brjósti mér.Mér féll illa við þá tilhugsun, að gamli Dill væri á förum og hið nána sam- band okkar að rofna. Forsætisráðherrann misskildi þögn mína og sagði: — Haldig þér kannski, ag þér munið ekki geta starfað með mér? Hingað til hefur okkur þó samið ágætlega. Eg reyndi að fullvissa hann um, að slíkt kæmi mér ekki til hugar, enda þótt ég vissi fullkomlega, að braut mín yrði ekki strág rósum En ég ber hina dýpstu virðingu fyrir honum, svo að ég vona, að ég verði fær um ag standast þá bylji blóðgana og skamma, sem kunna að skella á mér oft og iðu- lega. Hann lýsti því einnig yfir, að hér eftir yrði samband hans við mig að vera eins og samband for- sætisráðherra við aðra ráðherra sína. Enginn hefði getað verið alúðlegri en hann var nú og þegar við gengum loks til rekkju klukk- an 2 e.m. fylgdi hann mér til svefnherbergis míns, tók í hönd mína, horfði á mig með vingjarn- legu brosi og sagði: — Eg óska yður allra heiUa. Eg háttaði. en gat ekki sofnað vegna tilhugsunarinnar um ábyrgð arþunga og vanda þess starfs, sem ég átti í vændum. Á friðartíma hefði ég fúslega viljag reyna, en í styrjöld var ábyrgðin nánast meiri en maður gat borið. Hugs- unin úm afieiðingar mistaka eða misskilnings er verri en nokkur martröð. Eg bið guð þess af öllu hjarta, að hann veiti mér leiðsögn sína og styrki mig á komandi tím um ... Hugsanirnar komu og fóru og klukkan 4 e.m. lá ég enn and- vaka og bylti mér eirðarlaus í rúm inu... „í dag“, skrifaði Brooke þrem dögum síðar — skýrðu blöðin frá brottför Dills og útnefningu minni sem C. I. G. S. (yfirþingi her- þingjaráðs). Eg býst við, að ég ætti að vera mjög þakklátur og ánægður yfir því að komast þannig upp í efstu tröppu mannvirðingastigans. En I ALLT Á SAMA STAÐ ég get ekki sagt, að ég sé það. Mér þykir mjög leitt, að Dill skuli fara ... Eg hafði aldrei búizt við eða sótzt eftir þvi, að ná þessari svimandi hæð og nú, þegar ég stend á hátindi hernaðarframa míns, er umhverfið kuldalegt, autt og einmanalegt, þar sem á- byrgðin vofir yfir mér, eins og svart. þrumuský ... Timken-legur Eigum ávallt miklar birgðir af rúllu- og kúlulegum í bíla yðar. SENDUM GEGN KRÖFU Egilfl ViBhjálmsson h.f. Laugaveg 118, sími 2-22-40. 25 koti og móðirin dó er annað barn þeirra hjóna fæddist og barnið fylgdi henni í gröfina. Gamla kon an annaðist heimilið. Dulur var hann um framtíðaráætlan sína. En stúdentinn, sem var athugull mjög, grunaði eitthvað. Þess vegna hitti hann á snöggan blett, þegar hann las spá sína í gervi förumannsins. Þennan dag var að mestu hirt í Ási. Daginn eftir var lagt í við- legu. Þá gerðist fátt heimafólkið. Þóroddur fór í viðleguna sem aðrir. Nú var heyið flutt heim á hverjum degi. Stundum fór ráðs- maðurinn á miHi, en oftar einhver annar og valdist jafnan til þess röskleika maður, sem var í senn árvakur og kunni vel með hesta að fara. Milliferðamaðurinn svaf venjulega í tjöldum. Þó kom það fyrir, að hann gisti heima. En þá var hestunum smalað og lagt á þá fyrir venjulegan fótaferðatíma. Báðsmaðurinn reis jafnan fyrst- ur manna úr rekkju og kom öllu af stað. Það gekk á ýmsu um háttu Guð- rúnar þetta snmar. Ráðsmaðurinn hafði ekkert yfir henni að segja Stundum gekk hún í heyþurrkinn og lét þá muna um sig. Stundum lá hún í rúminu mest allan dag- inn, átti þag jafnvel til að fara undir kvöldið eitthvað upp í hlíð- ina fyrir ofan bæinn og koma ekki heim fyrr en komið var fram á nótt. Stundum sat hún auðum höndum á rúmi sínu og anzaði varla þó að á hana væri yrt. En þó þóttust heimamenn sjá held- ur brá af henni er á sumarið leið. Svo gerðist sá atburður undir haustið, sem hafði mikið að segja fyrir þessa hugsjúku ungu mey. XVIII. Einn dag bar að garði tiginn mann og erindið var að biðja heimasætunnar. Sýslumaður vissi fyrstur manna erindið og lofaði meynni. Og frúin varð einnig mikið glöð. Nú vonaði hiún að úr rættist. En hvað skeður. Guðrún neitar biðlinum. Fortölur fóstur- foreldranna höfðu ekkert að segja. — Eg geng aldrei ag eiga þann mann, sem ég ekki elska, sagði Guðrún. — Elska, endurtók sýslumaður og hló kuldahlátur. — Þú leggur sjáanlega rangan skilning í orðið elsku, telpa mín, sagði hann. — Það sem gildir í lífinu er að hafa Sæmilega afkomu, skipa veglegt sæti, njóta virðingar fjöldans, eiga heimili, sem ekki þarf að kvíða örbirgð. AUt þetta stend- ur þér til boða, og sannaðu til, að allt, sem vert er að nefna elsku, það kemur eins og sólskin í heið- ríkju, af sjálfu sér, ef undirstaða heimilisins er traust. Slík undir- staða, örugg undirstaða býðst þér nú. Og auk þess ungur eiginmaður af góðum ættum. Eg trúi því ekki að þú haldir fast við neitun þíná. Eg hefi játað fyrir þína hönd. Og sú játning var mér gleðiefni. Þú hefur aldrei brotið gegn vilja okkar fósturforeldra þinna. Vel sé þér fyrir það, stúlka mín. Enda höfum við krafizt þess eins af þér sem við trúðum að efldi farsæld þína. — Heldur þú virkilega fóstur- faðir minn, að allar þær hörmung ar, sem ég hef liðig síðastliðið ár hafi bætt mig. Út úr þeirri eld- raun kem ég beisk í lund og van- fær til allra góðra verka. Eg hef látið að vilja þínum og beðið þær píslir, að ég ætla mér framvegis að taka ákvarðanir á eigin spýtur, þá hef ég heldur ekki við neinn að sakast ef illa fer. Sá sem með köldu blóði virðir að vettugi óskir og þrár aðstandenda sinna, tæmir það traust, sem til hans má bera. Þú ferð háðulegum orðum um ástina. En hún er annað og meira en hversdags flapur. Hún er dýr- asta eign mannsins. Þess vegna verða helstungurnar svo sárar, þegar ástin berst um í fjörbrot- unum. Eg hefi kennt þeirrar yfir- þyrmingar. Og þótt þú ætlir að vitna þetta þá leyfir þú þér að að ýfa upp opin sár. Svo tala ég ekki meira um þetta. Þú vísar biðlinum frá. Ef ekki, þá geri ég það. — Og Guðrún stikaði út úr herberginu og skellti hurðinni í lás. — Skárri er það nú ofsinn. Hvað er að barninu? Er hún vit- laus?, öskraði sýslumaður og barði í borðið. En frúin svaraði engu. Hún sat í þungum þönkum. Sýslu- maður gerði nú ýmist ag æða um stofuna með hávaða og bægsla- gangi, eða hlamma sér niður í hægindi og dæsa þungt. — Hvað er þetta manneskja hefur þú ekkert til málanna að leggja? Þarna situr þú eins og dolfallinn þöngulhaus. Skilurðu ekki hvað er í húfi? — Jú, sagði frúin. — Og kannski skil ég þar meira en þú. Þú horfir á allt út frá biðlinum. En Guðrún er barnið okkar. Við verðum ag athuga hvað er í húfi með hana. Hún þolir ekki aukið sálarstríð. Það hefði verið mér mikið gleðiefni, ef hún hefði tek- ig þessu bónorði. En hún er enn of sár til að sinna slíku. Geturðu ekki gert biðlinum það ljóst og fengið hann til ag fresta bónorð- inu sínu? ' BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn í Hvammi — Fresta bónorði sínu, segir þú. Það er hægt að fresta ýmsum áformum, en ekki bónorði sem borig hefur verið upp. Því er ekki hægt að fresta. Eg hef lofað biðl- inum stúlkunni. Eg hvorki get né vil afturkalla það loforð mitt — En nú neitar hún. Og Guð- rún heldur fast við neitun sína. Það hefst aðeins illt upp úr frek- ari áherzlu. Hér er um tvennt ag velja, láta biðilinn vita afdrátt arlaust neitun stúlkunnar, eða fá hann til þes að bíða og vinna meyna með atgervi sínu og þol- gæði. Hann hlýtur að geta sett sig í hennar spor. Og ef ást, glæs mennska og úrræði fara saman, þá má komast langt. Það ætti að vera biðbnum nokkur uppörvun að vita það, ag við erum með hon- um. Anna er ekki hægt að gera eins og málum er komið. — Við höfum réttinn með okkur. Þann rétt eigum við að nota. Hún verður að láta undan. Og þegar henni skilst þag kemur allt annað af sjálfu sér, sagði sýslumaður og var hin reiðasti. -— Nei, karlinn minn, sagði frú- in. Þú getur beitt sakamenn hörku. En Guðrúnu færðu ekki beygt, þegar hún hefur tekið síiia ákvörðun. Það verður hennar bani. — Eg hlusta ekki á þetta slúð- ur, öskraði sýslumaður. — Hvernig ertu orðin manneskja? Þú stendur upp í hárinu á mér í seinni tíð. Hvað heldur þú að ég þoli það lengi? Frúin svaraði engu. Og nú var stundar þögn. Loks sagði hún: — Þú hefur rétt ag mæla. Eg er breytt. Spámaðurinn kenndi mér að líta lífi.g öðrum augum en áður. Hann leysti af mér fjötra. Nú er allt betra en það var áður. Áður var ég nærsýn og þoldi eng ar mótgerðir. Nú er ég... Æ, ég veit ekki hvernig ég á að orða það. En ég er önnur og heilbrigð ari en áður var. — Já, sannarlega önnur. Þú ert bbnd pf einhverri ofstækistrú. Hvaða bölvaður glæframaður hef ur þag verið, sem kom hér í vetur. Eg vildi að ég hefði verið heima. Sá skyldi ekki hafa leikið á mig. Eg hefði húðflett hann og húð- strýkt svo um munaði. Enda þótt hann hefði verið fjandinn sjálfur, T í M I N N, þriðjudagur 10. apríl 1962. \ 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.