Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 3
LÉ á gangsíett - sjálfsögö sjón í Aisír þessa daga
Tveir þriðju Frakka
með Alsír-samningum
PiPPB — París, 9. apríl:
Yfirgnæfandi meiri hluti
frönsku þjóðarinnar sam-
þykkti á sunnudaginn samn-
inga ríkisstjórnar de Gaulle
við Serki í Alsír. Af 27 milljón
um kjósenda greiddu 17.5
milljónir já-atkvæði, tæp hálf
önnur milljón nei, ein milljón
kjósenda skilaöi ógildu og sex
og hálf milljón sat heima.
Þetta eru allt svipaðar tölur og
reiknað hafði verið' með. Lang-
flestir stjórnmálaflokkar landsins
höfðu lýst1 yfir fylgi sínu við samn-
ingana, þar á meðal Kommúnista-
flokkurinn, sem er mjög öflugur.
Framtíðaráætlanir de Gaulles
Ekki er talið líklegt, að de
Gaulle muni í framhaldi af þessu
rjúfa þing og efna til kosninga.
Þótt hann hafi hér unnið sigur í
því máli, sem hann var kvaddur til
að leysa, er talið, að hann vilji
snúa sér á næstunni að ýmsum
málum, áður en hann hverfur frá
stjórnartaumunum. Er þar um að
ræða endurskipulagningu og nýr
búnaður franska hersins, framgang
ur tillagna hans um Evrópu fram-
tíðarinnar, framkvæmd framfara-
sinnaðrar félagsmálastefnu og
bættra lífsskilyrða í landinu.
Debré segir ekki af sér
Það er vitað, að Ðebré forsætis-
ráðherr'a er mjög hlynntur nýjum
kosningum, þar sem vinsældir de
Gaulles eru í hámarki um þessar
mundir, og það mundi koma flokki
Gaullista, UNR, í góðar þarfir. Er
talið, að ákvörðun verði tekin í
málinu innan tveggja sólarhringa.
FÁFRÆÐI AF FRELSISSKORTI
NTB — Geneve, 9. apríl:
Bandaríkin lögðu í dag
fram á afvopnunarráðstefn-
unni uppkast í sjö liðum að
yfirlýsingu um vandamálin í
sambandi við bann við stríðs-
áróðri.
í uppkastinu er skorað á ráð-
stefnuna að fallast á þá skoðun, að
fáfræði leiði oft til tortryggni og
ótta, að fáfræði i einu landi um að-
stæður og atburði í öðrum löndum
geti oft verið sér'lega hættuleg og
geti aukið stríðshættuna geysilega.
Ráðstefnan er beðin að viður-
kenna, að slík fáfræði sé afleiðing
af skorti á frelsi til ferðalaga er-1
lendis, skorti á frelsi til að lesa
erlend blöð og bækur og skorti á
frelsi til að hlusta á erlendar út-'
varpssendingar. Slíkt frelsi verða
allir að hafa, segir í yfirlýsingunni.
Biðja Krústjoff
Verið er að vinna að sameigin-
legri álitsgerð Macmillans og
Kennedys til Krústjoffs, þar sem
hann er beðinn um að fallast á
virkt eftirlit með banni við kjarn-
orkutilraunum. Telja sumir, að
Macmillan muni á síðustu stundu
stinga upp á toppfundi þríveld-
anna, ef allt i'eynist fyrir gýg, og
ekki verði séð fram á annað en j
nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup. •
Orði'ómur hefur vcrið, á kreiki
um, að Debré sé í þann veginn að
segja af sér, en hann bar sjálfur í
dag þann orðróm til baka, er hann
hafði verið í heimsókn hjá de
Gaulle til að' ræða kosningaúrslitin.
Evrópubúar í Alsír bitrir
Evrópuættað fólk í Alsir virtist
ekkert sérstaklega undrandi yfir
úrslitum þj óðaratkvæðagreiðslunn-
ar, sem sýndi yfirgnæfandi fylgi
Frakka við stefnu de Gaulles.
Menn voru ýmist bitrir eða svart-
sýnir. Hinir róttæku í andstöðunni
gegn Serkjum eni nú vissari en
nokkru sinni áður um, að Frakk-
land hafi svikið þá.
Ekki bar í dag á neinum óvenju-
legum uppþotum eða hryðjuverk-
um í Alsír, er úrslit atkvæða-
greiðslunnar voru gerð kunn.
Hryðjuverkin voru í svipuðum stíl
og venjulega og jafnvel minni. 24
Sei'kir voru myrtir og 40 særðir.
OAS sprengdu í barnaskóla
OAS-menn gerðu sprengjuárás i
dag á skóla rétt utan Serkjahverf-
isins Casbah í Algeirsborg. Ekkert
barnanna sakaði við sprenginguna,
sem varð, er OAS-mennirnir köst-
(Framh. á 15. síðu).
GAULLE HAFÐI SIH FRAM í EBE
NTB — Bonn, 9. apríl:
Vestur-Þýzkaland og Ítalía
hafa gefið eftirfyrirFrakklandi
í deilunum um stjórnmálalega
einingu Evrópu í framtiðinni,
gegn vissum eftirgjöfum af
hálfu Frakklands, sögðu í dag
menn, sem kunnir eru Evrópu
málum.
Þetta samkomulag náðist á fundi
lAdenauers, kanzlara V-Þýzkalands,
I og Fanfani, forsætisráðherra Italíu,
' á laugardaginn. Daginn áður hafði
de Gaulle Frakklandsforseti haldið
fund með Fanfani.
De Gaulle hélt fast við hugmynd
sína, að stjórnmálaleg eining Ev-
rópu ætti ekki að hafa i för með
sér skerð'ingu á sjálfstæði ein-
stakra þjóða. í staðinn vildi hann
gefa eftir að því leyti, að ráðherra-
þingið,'sem hann vill koma á, sé
ekki sett yfir Efnahagsbandalag Ev
rópu eða aðrar samevrópskar efna
hagsstofnanir, og blandi sér held-
ur ekkert inn í málefni NATO eða
fjárveitingar til NATO.
Hvort þessi miðlunartillaga nær
fram að ganga, kemur í ljós í dag
á fundi utanríkisráð'herra Vestur-
Evrópu í London. Hin franska áætl
un um að ráðherraþingið hafi yfir
EBE að segja, hefur mætt mikilli
mótstöðu Belgíu og Hollands, sem
óttast, að það ryðji veginn fyrir
einokun stóru þjóðanna í EBE. —
Fanfani hefur tekið að sér að
kynna miðlunartillöguna fyrir
stjórnum Belgíu og Hollands.
Ef tillagan nær fram a'ð ganga,
cr stigið stórt skref til stjórnmála-
legrar einingar EBE-ríkjanna, þar
sem eðli þeirrar einingar hefur
hingað til verið eitt mesta deilu-
málið milli þeirra. Frakkland fær
samþykkt, að sjálfstæði einstakra
ríkja verð'i enn talsvert, en hin rík
in fá þvi framgengt, að NATO
verði ekki veikt.
Ésrael vftt í SJ».
NTB-New York, 9. apríl
Öryggisráð SÞ samþykkti
í dag meg 10 atkv. gegn
einu að víta árás ísrael á
sýrlenzkar herstöðvar við
Genesaretvatn 16. marz sl.
Jafnframt harmaði • ráðið
skærurnar, sem hafa verið
á landamærum þessara ríkja
síðan 8. marz. Einnig voru
samþykktar tillögur von
Horns, yfirmanns herliðs'
SÞ á landamærunum, um
nýjar aðgerðir vopnahlés-
nefndarinnar.
Oscar-verðlaun
NTB-Santa Monica, 9.4.
Oscar-kvikmyndaverðlaun
unum verður úthlutað í nótt
í Santa Monica í Kaliforníu.
Talið er sennilegt, ag Sop-
hia Loren fái verðlaun kven
leikara, en Nathalie Wood,
Piper Laurie og Audrey
Hepburn eru hættulegir
keppinautar. Af karlleikur-
um þykja Maximilian Schell
og Spencer Tracy sigur-
stranglegastir. Kvikmyndin
West Side Story verður
sennilega hlutskörpust, og
telja sumir, að hún muni
fá svipaðan fjöl'da Oscar-
verðlauna og kvikmyndin
Ben Hur fékk í fyrra.
Ný stjórn Nehrus
NTB-Nýja Dehli, 9.4.
Nýja ríkiSstjórn Nehrus
var mynduð í dag, og er
ekki um miklar breytingar
að ræða. Þó má segja, að
vinstri armurinn með Ne-
hru og Krishna Menon í
broddi fylkingar, hafi
styrkzt nokkuð. *Nehru er
áfram forsætis- og utanrík-
isráðherra.
Moskvu-hreinsun
NTB-Moskva, 9.4.
Víðtæk hreinsun er á döf
inni í landbúnaðarvísindum
Sovétríkjanna. Lysenko hef
ur verið sviptur forsetastöð
unni í landbúnaðarvísinda-
akademíunni og tveir aðrir
meðlimir akademíunnar
jiafa verið hreinsaðir úr
henni, þeir I. D. Lapteff og
S. F. Demikoff. Lysenko
má nú muna fífil sinn fegri
er hann var einræðisherra
landbúnaðarvísinda þar í
landi.
Hringur lofar EBE
NTB-London, 9.4.
Einn alstærsti auðhring-
ur í heimi, lýsisfélagið UNI
LEVER, sem st.arfar i 50
löndum og hefur yfir 200
milljarða íslenzkra króna
umsetningu á ári, lýsti í dag
í ársskýrslu sinni yfir á-
nægju með EBE og vænt-
anlega inngöngu Bretlands
og annarra Evrópuríkja.
Segir í skýrslunni, að efna-
hagssamvinna Evrópu muni
í framtíðinni auka sam-
möguleika.
Barizt á Irian
NTB-Haag, 9. apríl
Stöðugt berast fréttir af
átökum milli Indónesa og
Hollendinga á Irian. IIol-
lendingar segjast hafa tek-
ig 45 Indónesa til fanga
um helgina á eyju undan
vesturströndinni. Þeir segj
ast einnig hafa handtekið
HPapúa á svæðinu umhverf
is höfuðborgina Hollandia,
þar sem á föstudagskvöldið
var gerð tilraun til ag her-
taka lögreglustögina. í
morgun kom til vopnavið-
skipta í Hollandia.
T^Í^M T N N, þriðjudagur 10. aurfl 1962.