Tíminn - 10.04.1962, Blaðsíða 7
'WRSMl
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indrið)
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs
ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu.
afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7
Simar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusímr
12323 Áskriftargj kr 55 á mán. innanl. t lausasölu kr. 3 eint
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Dr. Richard Beck:
ff
Blindur er bóklaus maður"
Dregur að bæjar-
stjórnarkosningum
Athygli manna beinist nú í vaxandi mæli að bæjar-
og sveitarstjórnarkosningunum, sem fram eiga að fara
í lok næsta mánaðar. Framboðum til þeirra þarf að
vera lokið innan rúmlega tveggja vikna og munu þau
víðast vera meira og minna ráðin. Þannig munu þeir
flokkar, sem eiga nú fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur,
hafa undirbúið að mestu skipun framboðslista sinna, þótt
formlega hafi enn ékki verið gengið frá þeim. Tals-
verðar breytingar munu verða á skipun þeirra, m.a.
vegna þess, að allmargir núv. þæjarstjórnarfulltrúar hafa
óskað eftir því að hætta.
Nokkur orðrómur hefur verið um það, að einn eða
tveir óháðir listar verði boðnir fram í Reykjavík að þessu
sinni, en ekkert mun þó enn ráðið endanlegt um það, og
líklegast, að ekki verði neitt úr þeim ráðagerðum. Þá er
talið, að Þj óðvarnarflokkurinn ætli að freista gæfunnar
enn einu sinni,
Úrslit seinustu bæjarstjórnarkosningar urðu þau, að
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 10 bæjarfulltrúa kosna,
kommúnistar 3, Framsóknarflokkurinn 1 og Alþýðu-
flokkurinn einn. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins reyndist
þá svo öflugur, að hreint hrun yrði að verða hjá flokkn-
um, ef hann missti meirihlutann nú. Þá hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn alltaf öruggan varamann, þar sem er bæjar-
fulltrúi Aiþýðuflokksins, ef svo færi, að hann missti
meirihlutann, en Alþýðuflokkurinn hefur unnið með hon-
um í bæjarmálum allt seinasta kjörtímabil og fengið að
launum sæti í bæjarráði. Af þessum ástæðum má telja
það víst, að sami meirihluti muni ráða í bæjarstjórninni
áfram og á þessu kjörtímabili. Málefnalega skiptir það
engu, hvort Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar bænum einn
eða gerir það með atbeina Alþýðuflokksins.
Ýmsaf ástæður valda því, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ráðið svo lengi í bæjarstjórn Reykjavíkur. Ein
veigamesta ástæðan er ekki sízt sú, að aðalforustan þar
gegn honum hefur jafnan verið mjög seinheppileg. Fyrst
var^hún í höndum Alþýðuflokksins, en hún reyndist mjög
seinheppin, enda á flokkurinn nú ekki nema einn full-
trúa þar, en átti einu sinni sex bæjarfulltrúa. Siðar tóku
kommúnistar við forustunni og höfðu um skeið fimm
bæjarfulltrúa. Nú hafa þeir aðeins þrjá bæjarfulltrúa. Það
er bezti dómurinn um forustu þeirra gegn ‘meirihlutan-
um í bæjarstjórninni.
Framsóknarflokkurinn hefur undanfarið hatft einn
fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann hefur haldið
uppi mjög skeleggri málefnalegri baráttu þar. Fylgi
flokksins jókst líka verulega í seinustu bæjarstjórnar-
kosningum. Miðað við fyrri þingkosningar 1959, hefði
flokkurinn fengið tvo bæjarfulltrúa kosna, og miðað við
síðari þingkosningarnar sama ár, hefði hann aðeins vant-
að tæp hundrað atkv. til þess að fá tvo bæjarfulltrúa
kosna.
Það mundi mjög styrkja aðstöðu Framsóknarflokks-
ins í bæjarstjórn Reykjavíkur, ef hann fengi tvo fulltrúa
kjörna og gera hann að forustuflokki gegn íhaldsmeiri-
hlutanum þar. Þess vegna munu Framsóknarmenn leggja
á það meginkapþ að fá nú tvo fulltrúa kjörna í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Þeir munu ekki síður leggja kapp á að efla ítök sín i
bæjar- og sveitarstjórnum víðs vegar um landið, enda ber-
ast nú þær fréttir þaðan, að kosningarhorfur flokksins
séu hinar beztu.
Kafli úr ræðu, sem var flutt á sumarmála- og 50 ára afmælis-
samkomu Lestrarfélagsins í Gimíi, Manitoba, 21. apríl 1961
En vér erum héf saman komin
í kvöld, eins og ég hef þegar gef-
ið í skyn, eigi aðeins til þess
að sameinast íslendingum heima
á ættjörðinni og víðs vegar um
þessa álfu um að fagna komandi
sumri, sem eitt sér er ærið til-
éfni fagnaðarhátíðar. Vér erum
hér jafnframt saman komin til
þess að mjnnast sögulegra tíma-
móta í menningarsögu þessa
bæjar og byggðar, og Nýja ís-
lands í heild sinni, 50 ára afmæl-
is Lestrarfélagsins hér á Gimli
Og ég held, að það séu engar
ýkjur, þótt sagt sé, að lestrarfé-
lögin íslenzku hér vestan haft
liafi í rauninni verið einhver
allra ágætustu og áhrifamestu
þjóðræknisfélögin vor á meðal.
því að meðan íslendingar hér í
álfu halda áfram að lesa íslenzk
ar bækur, tímarit og blöð, erá
þeir í nánum og föstum tengsl-
um við menningararf sinn og
andlegt líf heimaþjóðarinnar. —
Allir þeir, lífs og liðnir, sem lagt
hafa á sig starf og fjárhagslegar
fórnir til þess að halda við ís-
lenzkum lestrarfélögum, eiga því
ómældar þakkir skilið fyrir þá
miklu og þörfu menningarvið-
leitni sína. Og ég vil því áður en
lengra er farið í þessari ræðu
minni, þakka hjartanlega í nafni
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, og persónulega ykk
ur öllum, sem átt hafa og eigið
hlut að því að hafa haldið þessu
prýðilega lestrarfélagi yfckar vak
andi og starfandi í hálfa öld. Það
er mikið menningarlegt afrek. Sé
ykkur heiður og þökk íyrir það,
o.g haldið fram, sem horfir, enn
um ókon|in ár!
Þið kannizt öll vig málshátt-
inn: „Blindur er bókarlaus mað-
ur“. Hvort sem hann er íslenzk-
ur að uppruna eða ekki, þá er
enginn vafi á því, að Jhann túlkar
rétt og vel skilning íslendinga á
gildi bókarinnar, hve andlega
snauður hver maður er án henn-
ar. Hið ritaða orð hefur öldum
saman verið þjóð vorri yndi og
uppspretta orku og dáða. Úr bók
menntum sínum höfðu íslending-
ar hitann, þegar þeir áttu við
mesta erfiðleika að stríða; lestur
sagna og kvæða styttu vetrar-
kvöldin, þegar hvassast blés á
þekju og og ömurlegast var út að
líta. Hin mörgu íslenzku handrit,
að ógleymdum hinum fjölmörgu,
sem glatazt hafa, eru talandi vott
ur þess, hve mikla ást íslending-
ar höfðu fest á hinu ritaða orði,
áður en prentunin kom til sög-
unnar. Það er ógleymanlegt að fá
tækifæri til að skoða og hand-
leika hin merku íslenzku handrit,
frumrit eða afrit, frægustu rita
vorra, sem geymd eru í safni
Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn. Prófessor Jón Helga
son, sem áratugum saman hefur
verið bókavörður þess dýrmæta,
já, ómetanlega safns, hefur ort
um það rnikið og merkjlegt
kvæði, „í Árnasafni“, 'og kemst
þar meðal annars að orði:
Undrandi renndi ég augum
með bókanna röðum:
feljuverk þúsunda varðveitt á
skrifuðum blöðum.
Hvar sem ég fletti, við eyru
mér ólguðu og sungu
uppsprettulindir og niðandi
vötn minnar tungu.
Oftsinnis, meðan ég þreytti
hin fornlegu fræði,
RICHARD BECK
fannst mér sem skrifarinn
sjálfur hið næsta mér stæði.
Hugurinn sá yfir hlykkjóttun
stafanna baugum
hendur, sem forðum var stjórn
að af lifandi taugum.
Aldrei verður hún metin til
fulls menningarlega skuldin,
sem vér stöndum í við þá, sem
festu á bókfell fornsögur vor-
ar og kvæði, dýrustu gersemar
vorar, sem skipað hafa Íslandi
og fslendingum í fremstu röð
meðal bókmennta- og menn-
ingarþjóða. Þann arf ber oss að
varðveita og ávaxta í hin
lengstu lög.
í hinni nýju kvæðabók Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi: í
dögun, er mjög athyglisvert og
tímabært lcvæði um íslenzku
handritin, uppruna þeirra, út-
breiðslu og ómetanlegt gildi
þeirra fyrir andlegt líf þjóðar
vorrar, og í rauninni fyrir alla til-
veru hennar. Honuift farast þann
ig orð:
Þeir slátruðu kálfum, eltu
skorpin skinn
og skráðu á letur, mikil og
ægifögur.
Fræðimenn skáru fjaður-
penna sinn
í fannbörðu hreysi norður við
yztu gjögur.
Þar krotuðu bræður við kol-
unnar glæður
kvæði og ættarsögur.
Lengi bárust ritin frá manni
til manns,
við mánaglætuna lesin oft og
víða.
Þau voru eini fjársjóður
fátæks lands
í forlagastormum myrkvaðra
hungurtíða.
Sagnanna andi var sviknu
/. landi
sólskin og veðurblíða.
Og ást íslendinga á hinu rit-
aða orði, á bókinni, var söm við
sig eftir að prentunin kom til
sögunnar, eins og hún hafði ver-
ið meðan handritunum einum var
til aö dreifa.
íslendingum var því runnin
í merg og bein ástin á bókum
og lestri, er þeir fluttust vestur
um haf, og sú ást h,efur góðu
heilli haldizt hjá mörgum afkom
endum þeirra fram á þennan dag,
eins og Lestarfélagið hérna og
starfsemi þess ber fagurt vitni.
Ógleymanlegt dæmi ástar ís-
lenzkra frumherja á bókum og
lestri er einmitt að finna hér i
Nýja íslandi, því að innan
tveggja ára eftir að innflytjend-
urnir komu lpngað, höfðu þeir,
þrátt fyrir alla örðugleikana, fá-
mennið og fátæktina, komið sér
upp prentsmiðju og blaði. Um
þetta komst dr. Björn B. Jónsson,
sonur eins Iandnemans í Nýja ís-
landi, svo að orði í merkilegri
ræðu: „Prentsmiðjan og blaðið
eru óræk sönnunarmerki þess, að
án bókmennta fær íslenzk sál
ekki lifað. Án bókmennta gátu
nýlendumenn ekki unað ævi
sinni árinu lengur.“ Þetta á vit-
anlega einnig við um íslenzka
innflytjendur hingað til Vestur-
heims almennt. Og frumherjarn-
ir íslenzku fluttu eigi aðeins með
sér bóka- og lestrarást, heldur
einnig íslenzkar bækur. Ég hefi
það fyrir satt, að mörgum járn-
brautarþjónum hafi þótt koffort
íslenzku innflytjendanna æði
þungur farangur; sú þungavara,
sem þar var að finna, var þó ekki
gull eða silfur, heldur bækurnar
íslenzku, sem innflytjendurnir
fluttu með sér yfir hafið. Og þær
urðu þeim, eins og löndum okkar
heima fyrir, uppspretta hvatning
ar og orku til dáða. Frú Jakobína
Johnson skáldkona hittir ágæt-
lega í mark, þegar henni farast
þannig orð í íslendingadags-
kvæði:
Aldrei voru bækur meira
metnar,
myrkrum dreifðu vetur eftir
vetur.
Fjársjóð rýran innflytjandinn
átti.
Engan sparisjóð, sem reyndist
betur.
Dýrstu erfðagripir, ástarþökk.
Já, skáldkonan hefur rétt að
mæla. Vér íslendingar, hvorum
megin hafsins sem, er, höfum
aldrei átt betri sparisjóð, andlega
talað, en bækur vorar og bók-
menntir, né heldur dýrari erfða-
gripi. Og þannig er það enn.
Nemum svo staoar augnablik
við gildi bókanna almennt. í
snjöllu kvæði, sem Einar P. Jóns
son orti í tilefni af 25 ára afraæli
Lestrarfélagsins hérna, hóf hann
mál sitt á þessa leið:
í bókunum geymist öld frá
i öld
hin óslitna jarðlífssaga.
Þetta er hverju orði sannara.
Á það lagði rithöfundurinn Char
les Kingsley einnig réttilega á-
herzlu í þéssum kunnu orðum sin
um: „Ekkert er undursamlegra
—, að lifandi mönnum fráskild-
um — heldur en bók. Hún er
boðskapur hinna dánu, boðberi
mannsálna, sem vér höfum engin
kynni af og átt. ef til vill heima
í órafjarlægð. Og þó tala þær
til vor af þessum litlu pappírs-
blöðum, vekja oss, skelfa oss,
opna hjörtu sín fyrir oss, svo sem
værum vér bræður þeirra.“ —
William E. Channing sló á sama
slreng, er hann sagði: „Guði sé
lof fyrir bækurnar. Þær eru
raust hinna fjarlægu og dánu og
gera oss arftaka að andlegu líái
liðinna alda“. (Fyrrgreindar til-
vitnanir eru teknar úr bók séra
Gunnars Árnasonar: Kristallar).
Já, bækurnar opna öss, ef vér
notfærum oss þær, ótakmarkaða
heimafræðslu og fegurðar, vizku
og andríkis. Þær eiga sér -ögu-
(Framhald S 15 s£Bu)
l'TáiMJJS briðjudagw M). aprfí
I