Tíminn - 18.04.1962, Síða 8

Tíminn - 18.04.1962, Síða 8
U.M.F. Dagsbrún í Hrútafirði frumsýndi skopleikinn „Klerk ar í klípu“ eftir Philip King í þýðingu Ævars Kvarans í Reykjaskóla 8. þ.m. Leikstjóri var Erlirigur Gíslason, sem fór jafnframt með eitt aðalhlut- verkið. Sýningin fór fram í hinu nýja íþróttahúsi skólans, og hana sóttu um 350 manns. Fréttaritari Tímans var við- staddur sýninguna og þótti hún hafa tekizt mjög vel. Þar var og staddur Einar Freyr, en hann vrnnur við að setja upp leikrit á Hvammstanga um þessar mundir. Fréttaritari sneri sér því til hans og bað hann að segja álit sitt á leikn- um og fara orð hans hér á eft- ir: „Það er sjálfsagt, að ég segi álit mitt á sýningunni, ég var einmitt að enda við að lesa leik skrána. Eg tel þessa sýningu mikinn sigur fyrir fólkið úti á landsbyggðinni. Eg man varla eftir að hafa séð öllu heil- steyptari sýningu hjá amatör- * um og hef ég séð mörg leikrit hjá þeim þau ár, sem ég hef starfað sem leiðbeinandi. Þessi sýning færði mér heim sann- inn um hinn sívaxandi áhuga fyrir leiklist og leikstarfsemi í kauptúnum og héruðum lands- ins, já og þróun í félagslífi, sem rétt er að veita athygli og reikna með í áætlunum, sem varða framtíð kauptúna og hér- aða. Eg tek undir orð formanns ungmennafélagsins, þar sem hann segir í leikskránni, að kröfur til leikstarfsemi úti á landi fari vaxandi með hverju ári. Þess vegna hefur Erlingur Gíslason verið fenginn til að leiðbeina. Frá mínum bæjardyr um séð finnst mér Erlingur koma fram sem mjög góður leikstjóri, því að vald hans til að stilla þessum ærslafulla leik skynsamléga í hóf, tókst með á gætum, og sviðsetning hans al- mennt var afar smekkleg. f slíkum leikritum er hætta á, að leikendur „ofleiki“, en þeg- ar það kemur fyrir, koma hin skoplegu atriði í leiknum, sem höfundurinn vill tjá, ekki til skila til áhorfenda vegna of mikils hraða, og fara því bæði brandarar og skemmtileg atvik fyrir ofan garð og neðan. Hér var ekki um slíkt að ræða. Auð vitað bar leikur Erlings það með sér, að hann var hinn reyndi maður á sviðinu, og leikur hans var góður, en hins vegar fannst mér frammistaða sumra annarra leikenda einnig góð og sannfærði mig um það, ■ sem ég raunar áður vissi, að úti á landsbyggðinni er góður efni- viður, ekki síður en í höfuð- staðnum. Eg tek einnig undir ummæli Ólafs, skólastjóra í Reykjaskóla, í leikskránni, þar sem hann talar um leiklistina sem mannlega þörf til að tjá hinar ýmsu hliðar mannlífsins bæði hinar skoplegu og alvar- legu. Þetta er rétt. Hinn mikli áhugi almennings fyrir leiklist- inni er ekki sprottinn af hé- gómaskap, eins og einstaka sér- vitringar halda, áhuginn á leik listinni er vanalega sprottinn af innri þörf og ber vott um vaxandi andlegt líf. Eg vil að lokum hvetja leikflokk ung- mennafélagsins til að sýna þennan leik sem víðast og fólk til að sækja sýningar hans“. — Þannig farast Einari orð, og eftir viðtökum áhorfenda að dæma virðist mér hér ekkert of sagt. Eins og þegar hefur kom- ið fram, þá fer Erlingur Gísla- son með eitt aðalhlutverk leiks ins, auk þess sem hann annast leikstjórn. Og þar sem það er nýlunda hér, að sjá svo vanan leikhúsmann leika með heima- mönnum, lék mér nokkur for vitni á að vita, hvernig honum hefði fallið það. Hann kvað sér ljúft að segja, að allt samstarf við fólkið hefði verið mjög á- nægjul. í alla staði. „Eg hikaði ekki við að leika með því, er ég , hafði haft af því nokkur kynni, og hér eru raunar engir við- vaningar á ferðinni", sagði Er- lingur við mig. Hinir leikar- arnir voru þessir: Ragna Unn- ur Helgadóttir, Þorbjörg Kvar- SAMIÐ UM INNGANGINN an, Jón Jónsson, Lára Helga- dóttir, Jón Kvaran, Magnús Gíslason, Magnús Þorbergsson og Hannes Lárusson. Að síð- ustu vil ég færa öllum, sem að þessari sýningu stóðu, mínar al úðarþakkir fyrir ánægjulega kvöldstund. Að baki þessarar sýningar liggur mikið og óeig- ingjarnt starf leikendanna sjálfra, og eigi að síður eiga hinir heiður og þökk skilið, sem bætt hafa á sig þeirra störf um að einhverju leyti og þann- ig á sinn hátt gert kleift að koma leiknum á svið. En slíka hluti sem þessa er því aðeins hægt að gera í svo fámennu fé- lagi, að þar ríki hinn sanni fé- lagsandi. Megi hann verða að- alsmerki okkar félaga um ó- komin ár. Gömlu félagar, beztu þökk fyrir sýninguna. Við kom um og sáum, þið sigruðuð. Jónas R. Jónsson. NTB—GENEVE, 16. aprU. — F0r mennimir tveir á 17-velda afvopn unarráðstefnunni, Rússinn Valeri- an Zorin og Bandaríkjamaðurinn Arthur Dean, sættust í dag á orða lag inngangsins að væntanlegum afvopnunarsamningi eftir þriggja stunda einkafund í bústað sovézku sendinefndarinnar. Þetta hefur ekki enn verið til- kynnt opinberlega, en Bandaríkja menn á ráðstefnunni segja, að text inn verði lagður fyrir almenna fundinn á ráðstefnunni á þriðju- dagsmorgun. Textinn er ekki enn fullgerður, en þar sem formenn- irnir tveir hafa komið sér saman um að nefna hann aðeins hjálpar gagn en ekki endanlegan texta, þá má leggja hann fram á þriðjudags fundinum eins og hann lítur út núna. Á fundinum ræddu þeir Dean og Zorin einnig dagskrá fundar í nefndinni, sem fjallar um aðgerðir til að minnka spennuna í alþjóða málum, en komust ekki að sam- komulagi um hana, nema að hún ræði fyrst stríðsáróður. Siguröur Gunnarsson, kennari: Vald blekkinganna Allir sæmilega hugsandi menn, hvar í heiminum sem eru, hljóta oft að hafa hugsað um það, hve líf ið er í raun og veru dásamiegt. Þeir hljóta einhvern tíma, annað hvort ó einverustundum eða í sam- félagi við aðra að hafa hugsað um fegurð himins og jarðar, hugsað nm þá frábæru fegurð og fjöl- breytni, sem birtist í ríki blóma og dýra, í dulúðugri tign heiðskirra vetrarkvölda, sólrfkra sumardaga, fegurð fjaiia og dala, — já, í ríki náttúrunnar yfirleitt. Um þessa undursamlegu fegurð og fjölbreytni Hfsins hafa líka mörg af beztu sfeáldum okkar og annarra þjóða ort ódauðleg kvæði, sem allir kunna meira og minna af. Allt sæmilega hugsandi fólk hlýt ur líka að hafa leitt hugann að því, að nú hefur maðurlnn, sem óneit- anlega verður að teljast kórónan í hinu fjölbreytta riki náttúrunnar, — kóróna sköpunarverksins, — að nú hefur hann fyrir löngu hlotið þá vitsmuni og þekkingu, sem ætti að nægja til þess, að hann geti lif- að fögru og flekklausu lífi í sam- ræmi við það fegursta og bezta, sem við þekkjum. Til þess að lifa slíku lífi, í anda gagnkvæms skiln- ings, vináttu og bræðralags, höf- um við mennirnir hlotið frábæra, sígUda leiðsögn, einkum — að dómi kristinna manna, — í gegn um meistarann mikla frá Nazaret. En hvernig stendur þá á því, að I svo mjög skortir á, að við menn- irnir getum almennt lifað saman á þann hátt, sem meistarinn ætl- aðist til? Hvernig stendur á því, að svo mjög ber enn á tortryggni, úlfúð og jafnvel hatri milii ein- staklinga og þjóða? Hvemig stend ur á þvá, að æskan er afvegaleidd af þeim eldri, oft — að þvf er virð- ist, — af ásettu ráði? Þannig mætti lengi spyrja. Meginástæðurnar fyrir því, að við mennirnir eigum enn, almennt skoðað, svo erfitt með að hlita leið sögn meistarans, má ef tH vill segja að séu einkum tvær: 1) eig- in sljóleiki og vanþroski og 2) vald — ofurvald hinna margvísiegu blekkinga. Færa má að þvi rök, að afsak- anlegt sé, þótt líf margra og breytni sé lágkúruleg og ófullkom- in, þegar mn sljóleika eða van- þroska er að ræða. En það er með öll'u óafsakanlegt, þegar greindir og gáfaðir menn stofna vísvitandi til margs konar blekkingarstarf- semi, sem afvegaleiðir yngra fólk og eldra, gerir iíf þess auvirðUegra og dýrslegra. Vegna þessarar miklu blekking- arstarfsémi, sem rekin er ýmist af einstaklingum eða smærri eða stærri auðhringum um allan heim, skapast margs konar neikvæðar venjur, sem beinlinis draga fjöl- ma.rga niður í duftið. Þetta er sorg legur, átakanlegur sannleikur. Og það er þetta mikia vald blekking- anna, sem kannske er mesti böl- Sigurður Gunnarsson valdur heilbrigðs og fagurs lífem- is í dag. Öllum hugsandi mönnum eru þessi sannindi vafalaust ljós og vita vel um hinar margvíslegu blekkingar og blekkingaáróður. Nægir i því sambandi að nefna blekkingavald áfengis, fóbaks, kvik mynda og sorprita. Blekkingavald þessa.ra fjögurra gæfuspilla er gíf- urlegt, og vafalaust á það meiri þátt en nokkuð annað í ógæfu manna, yngri sem eldri, — ógæfu þeirra i einkalífi, á sök á sifja- speUum, hvers konar afbrotum og slysum og öðrum ófarnaði. Blekk- ingaáróður þessara aðila er jafn- an rekinn á lævislegan hátt, og ætíð sem algildur sannleikur. Þess vegna nær hann líka sorglega oft valdi á saklausum og einföldum sálum, sem biða þess oft aldrei bætur á einn eða annan hátt. Hér verður nú aðeins með nokkr um orð'.mi vikið að þeim gæfuspill . I . . I I 1 ) I M } (.',11 i i , »: f r, I H r 'I.) í t i I. / > i'. vV ■ I ',ij ) >, í. '• \ j, I . T f MIN N . miðvikudaginn 18. apríl 1962 ■ •.' ' ! U '. ; II, M, I t , ; II , ,M 1 ................ ....................: >

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.