Tíminn - 19.05.1962, Qupperneq 2
LATUM BIÚMIN TALfl -
Sú regla hefur komizt á,
að einn sunnudagur í ári er
helgaður mæðrum landsins,
og sýna þá flestir þeim kon-
um, sem þeim eru efst í
huga, jafnvel en meiri sóma
og virðingu en aðra daga
ársins. Þetta er gert að er-
lendri fyrirmynd og er
mæðradagurinn orðinn jafn
legur siíur, að tjá mæðrum hug
sin með því að gefa þeim blóm
á mæðradagmn öðrum dögum
fremur, og láta ilmrík og lit-
fögur blómin um að lýsa þeim
tilfinningum til mæðranna, sem
orðin ná ekki að tjá. Það er
engin höfuðnauðsyn að hver og
ein gefi blóm svo kílóum skipti,
heldur aðeins að vera með, allir
gefi falleg blóm, börn mæðrum
sínum, eiginmenn mæðrum
f Reykjahlíð eru 1800 fer-
metrar undiir gleri. Þar sáum
við Ijónsmunna, gladiolus, chrys
antemum og ilmskúf, svo eitt-
hvað sé nefnt. Og þar hellti
Hákon upp á könnuna og gaf
okkur kaffi.
Svo sem að framan sést, vinna
ekki aðrir við gróðrarstövarnar
en minnst verður komizt af með
og fjölskyldan leggur öll hönd á
plógínn. Samt eru blómarækt-
endur ekkert ofsælir af sínum
ágóða. Ber þar margt til. Gróð-
urhús eru dýr í byggingu, og
mikil vinna er við það að hugsa
um blóm, sem ekki þola ís-
lenzka veðráttu. Það þarf að
gæta hitastigs, raka, og áburð-
ar, og það þarf að' þrífa til,
planta út, grisja, skera upp.
ganga frá vörunni fyrir markað
og ótal margt annað. Og þeir
verða að eiga kæli, til þess að
geyma blómin fersk.
Við skulum því ek'ki láta neitt
aftra okkur á morgun, heldur
fara snemma á fætur og kaupa
blóm — blómabúðir verða opn-
ar frá hálftíu til tvö — og láta
þau tala við mæðurnar okkar.
Blóm eru öllum til yndisauka.
—. s
VIÐ MÆÐURNAR Á MORGUN
ELSTIKARLAKÚR NOR
EGS I SÖNGFÚR HÉR
Heimasæturnar i Reykjahlfð hrelnsa
fjær en Maja nær.
sjálfsagSur og sumardagur-
inn fyrsti og verzlunar-
mannafríhelgin, svo ekki
séu nefndir aðrir hátíSis-
dagar. Og mæðradagurinn
er á morgun.
Það slagorð, sem erlendir aijg
lýsingasérfræðingar telja hið
bezta sem fram hefur komið og
meta á 10 þúsund dollara, er
hið fræga „Say it with flowers",
sem á íslenzku myndi vera „seg-
ið það með blómurn." Einhvern
veginn hefur íslenzka þýðingin
ekki náð fótfestu, enda færi
kannske betur að segja: Látum
blómin tala. Og það er einmitt
á mæðradaginn, sem flestir
fylgja þessu slagorði og láta
blómin tala.
Það er fallegur og skemmti-
Karlakór Reykjavík
ur austur fyrir fjall
Karlakór Reykjavíkur efnir til
samsöngva nk. sunnudag að
Hvoli kl. 3.30 og Flúðum kl. 8.30
um kvöldið, og er þetta í fyrsta
skipti, sem karlakórinn syngur í
hinum nýju félagsheimilum á
þessum stöðum. í kórnum eru
40 manns og einsöngvarar verða
Sigurveig Hjaltested og Guð-
mundur Jónsson. Söngstjóri er
Sigurður Þórðarson, tónskáld, en
við píanóið Fritz Weisshappel.
krlngum chrysantemum — Anna
barna sinna, unnustar stúlk-
unni, sem þokað hefur móður-
inni úr efsta sæti. Þetta kostar
ekki mikla peninga, en ber ríku
legan ávöxt.
Blómaræktendur í Mosfells-
sveit buðu fréttamönnum nýlega
í heimsókn í gróðurhúsin í
Mosfellsdalnum, og þar fengum
við að sjá 'breiður af blómum,
sem eiga að hjala við mæður
Reykjavíkur og nágrennis á
morgun á mæðradaginn.
Fyrst komum við í gróðrar-
stöðina að Reykjadal. Hún er
eign Mosfellskirkju, en for-
stöðumaður er Einar Kristjáns-
son. Einar hefur 1100 fernietra
undir gleri, og sýndi okkur
breiður af ilmskúfi (levkoj),
sem á a?s tala á morgun. Auk
Einars vinnur kona hans. Guð-
björg Kristjónsdóttir, við blóma
ræktina, og krakkarnir í ná-
greinninu vinna sér inn vasa-
pening með því að reita hjá
þeim arfa við og við. Auk ilm-
skúfsins hefur Einar mikið af
rósum, sem að margra áliti eru
blóm blómanna.
Því næst komum við í Reykja
hlíð, en þar á Reykjavíkurborg
gróðrarstöð undir umsjón Jóels
Jóelssonar. Auk Jóels vinnur þar
Hákon Jóhannsson við stöðina,
svo og konur þeirra, Salóme
Þorkelsdóttir og Hólmfríður
Guðvarðardóttir. Þegar við kom
um að Reykjahlíð voru dætur
þeirraeinnig að dútla í húsun-
um, Anna Jóelsdóttir og Maja
Hákonardóttir.
Norski stúdentakórinn, sem er
elzti og þekktasti karlakór í Nor-
egi, er kominn í söngför til Is-
lands. Mun kórinn halda tvenna
SVERRE BRULAND
tónleika, aðra í samkomuhúsinu á
Akureyri á sunnudag kl. 5 en hina
í Gamlabíói í Reykjavík á mánu-
dagskvöld kl. 7. Stjórnandi kórsins
er Sverre Bruland, en kórinn skipa
45 eldri og yngri stúdentar. Ölafur
Noregskonungur er verndari söng-
fararinnar til íslands.
Stúdentakórinn noiski var vænt-
anlegur til landsins á föstudags-
kvöld með flugvél frá flugfélagi
Braathens. Dveljast ■ kórmenn á
heimilum íslenzkra kórmanna, Nor
egsvina, stúdenta og á stúdenta-
görðunum. Á laugardag fara þeir
í boði Reykjavikurbæjar til Þing-
valla og síðdegis heldur norska
sendiráðið boð fyrir þá. A sunnu-
dagsmorgun fljúga þeir til Akur-
eyrar með Flugfélagsflugvél og
taka kórmenn á Akureyri á móti
þeim. Á mánudag skoða þeir há-
skólann og borða hád.verg í boði
skólans og um kvöldið, eftir hljóm-
leikana í Gamla bíó.munu þeir
borða í veitingahúsinu Klúbburinn
og taka þar nokkur lög um kvöldið,
og eru kórmenn, Noregsvinir, stú-
dentar og aðrir, sem vilja hitta þá
og heyra, velkomnir. Á þriðjudags
morgun halda Norðmennirnir utan
aftur.
Á söngskrá kórsins eru fjölmörg
lög, mes-t eftir norska höfunda,
þar á meðal Grieg. Af blaðadóm-
um, sem borizt hafa frá Noregi,
má sjá að Norðmenn telja þetta
sinn bezta kór, og fær hann mjög
lofsamlega dóma. Hljómsveitar-
stjórinn, Sverre Bruland, er ungur
maður, sem hefur fengið alþjóð-
leg verðlaun fyrir hljómsveitar-
stjórn í Englandi og Bandaríkjun-
um. Formaður kórsins er Eyvind
I Svensen, tannlæknir.
Leiðin til bættra lífs-
kjara er að kjósa EKKI
Sjálfstæðisflokkinn
Eiga þeir, sem reyna allt
hvað þeir megna til að koma
í veg fyrir að vinnufriSur hald
ist í landinu og beita sér gegn
liinum minnstu og hóflegustu
kauphækkunum, þótt cnginn
ábyrgur aðili treysti sér nú
lengur til að reikna út, hvernig
meðalfjölskylda á að lifa af
launum venjulegs vinnudags,
eiga þeir skilið traust og aukiS
fylgi í þessum kosningum? —
Eiga þeir sem hafa gert unga
fólkinu nær ókleift að eignast
þak yfir höfuðið skilið aukið
traust? Eiga þeir, sem hafa stór
hækkað vexti, fryst lánsfé og
gert framkvæmdir svo dýrar,
að aðeins þeir f jársterkustu geta
Iagt í verulegar framkvæmdir,
skilið að fá sérstaka trausts-
yfirlýsingu frá unga fólkinu?
Stjómarflokkarnir munu
telja atkvæði þau, sem þeir fá
í borgarstjórnarkosningunum
stuðning við þessar aðfarir. —
Vill unga fólkið ýta undir meira
af slíku?
»
Gatnagerðin
í hverjum einustu borgar-
stjórnarkosningum undanfama
áratugi hefur SjálfstæSisflokk-
urinn lofað stórbættum vinnu-
brögðum og miklum fram-
kvæmdum í gatnagerð, lofað ná
kvæmum jarðvegsrannsóknum
áður en götur em ákveðnar,
stórvirkum vinnuvélum, vísinda
legum rannsóknum til að fá
sem haldbezt efni og hentugar
aögerðir til gatnagerðar, eink
um þó endurbótum á gatnagerð
inni í nýjum íbúðahverfum. —
Allt hjakkar þó í sama farinu.
Hlutfallið milli moldar og mal
argatna annars vegar og malbik
aðra gatna hins végar, verður
sífellt óhagstæðara með hverju
árinu sem líður. f engri borg
í heiminum greiða borgararnir
þó hærri skatt til gatnagerðar
en í Reykjavík. Tækni er næsta
óþekkt fyrirbrigði. Á sama
sumrinu og ísl. aðalverktakar á
Keflavíkurflugvelli malbikuðu
4 km. á einum sólarhring, mal-
bikuðu vinnuflokkar borgarinn
ar 90 metra á sumrinu.
Bláa bókin hefur orðið:
Ekki þarf að lýsa fyrir Reyk
víkingum ástandinu á götum út-
hverfa Rvíkurborgar, en nú gef-
um við bláu bókinni orðið:
„Að stofnað verði til vísinda-
legra rannsókna um hentugasta
efni og aðferðir til gatnagerðar
og að haldið verði áfram kaup-
um stórvirkra vinnuvéla af ný.
tízku gerð til gatnagerðar og
annarra bæjarvinnu". — Bláa
bókin 1946.
Þessu var Iofað fyrir 16 ár-
um. Reykvíkingar hafa fylgzt
með því undanfarna daga hvern
ig hinar „nýtízku" aðferðir eru,
þ.e. skóbæturnar á malbikinu,
sem gera götumar að tómum
mishæðum.
„Að haldið verði áfram vís-
indalegum rannsóknum til þess
að fá sem haldbezt efni og hent
ugar aðferðir til gatnagerðar og
að sérstaklega séu rannsakaðir
möguleikar til endurbóta á
gatnagerðinni í nýjum íbúða-
liverfum. Að hinum ýmsu starfs
greinum sé á hverjum tíma séð
fyrir nægjanlegum, nýtízku
vélakosti og stórvrikum vrek-
færum." — Bláa bókin 1950.
„Að haldið verði áfram vís-
indalegum rannsóknum til þess
að fá sem haldbezt og hent-
gatnagerða. Að haldið sé áfram
(Framhald á 15 síðui
2
TÍMINN, laugardaginn 19. maí 1962