Tíminn - 19.05.1962, Side 3

Tíminn - 19.05.1962, Side 3
Taldi skipun Kennedys áfuieqa NTB—Bangkok, 18. maí. — Bandaríski hershöfSinginn, Paul Harkins, hvatti í dag öll aðildarríki SEATO til að senda hersveitir til Thailands. Rétt áður höfðu blöðin skýrt frá því, að forsætisráðherra Thai- lands, Sarit Thanarat marskálk ur, hefði látið svo um mælt, að bandarísku hersveitirnar í landinu væru nógu öflugar til að verja landið gegn árásum og ógnunum kommúnistahers- ins í Laos. STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekström Harkins sagði, að með því. að senda her til 'l'hailands legðu SEATO-ríkin_ áherzlu á sterka sam stöðu sína. í Bankok er sagt, að Thanarat hafi skýrt frá því, að öll ! SEATO-ríkin hafi boðið Thailandi aðstoð sína, nema Frakkland, og væru reiðubúin að senda liðstyrk þangað, ef þess yrði óskað. Enn hefur ekki verið óskað eftir því, en ríkjunum hefur verið þökkuð hug ulsemin. Þau ríki, sem um cr að ræða, eru, auk Bandarikjanna: Bretland, Pakistan, Filippseyjar, Ástralía og Nýja-Sjáland. í thai- lenzka utanríkisráðuneytinu eru raddir uppi um, að Thailand hafi ekki beðið Bandaríkin um aðstoð, heldur tekið tilboði þeirra. Hverfa yfir landamærin Harkins hélt því fram, að enn væri alls ekki víst, að tekizt hefði að kveða niður bardagana í Laos, og hann áliti, að enn ættu sór stað smáværingar hinum megin við landamærin. Hersveitir þær, sem nú lúta stjórn hans í Thailandi, 1000 landgönguliðar og 1800 flota hermenn, munu taka þátt í ströng Hvítt: F. Ólafsson 16. Bxc4 — Re6a5 17 Bc4a6 — Rf6e8 18. b2b3 — De7c7 Friðrik segir: Hvítur vinur nú markviss að því að hrekja riddar ann á a5 í burtu, en svartur reyn ir að hindra það. Nú vantar skip NTB—Algeirsborg, 18. maí. — Síðdegis í dag var vitað um 18, sem höfðu fallið í Algeirs- borg og Oran síðan í morgun. 13 voru Serkir, þar af 6 konur. Fólk heldur áfram að streyma úr landi. Tíu menn með grímur ruddust í dag inn i skattstofu í Oran. Eyði- lögðu þeir öll þau skjöl og pappíra, sem þeir komust yfir og kveiktu síðan í húsinu. Evrópumenn halda áfram að streyma úr landi, og í morgun lagði skipið Ville de Mar- seille af stað með 1600 farþega um borð. Verið er að kanna þann möguleika að fá fleiri skip til þess- ara flutninga í næstu viku. Michel Fourquet sagði í dag, að ósannar væru erlendar blaðafregnir um al- varleg átök franskra hersveita og FLN-hersveita á landamærum Al- sír og Túnis. Eina atvikið, sem um geti verið að ræða, gerðist 15. maí, þegar FLN-herinn setti upp landa- mæravirki við Sidi Freidji. Þetta var í ósamræmi við Evian-samning inn, og herinn dró sig síðan til baka. í Túnis sat alsírska útlaga- stjórnin á fundi og ræddi ástandið í Alsír og framkvæmd Evian- samningsins, og sérstaklega ástand- ið við landamærin. um heræfingum, meðan þeir dvelja í Thailandi. Ambassador Banda- ríkjanna, Kenneth Young, var spurður, hvort til greina kæmi, að bandarísku hermennirnir færu yf- ir landamærin til að berjast. Hann kvað það algerlega háð því, hvort Thailandi yrði ógnað, herinn væri til að verja landið gegn árásum og tryggja öryggi þjóðarinnar. — Nokkur hundruð flóttamenn frá Laos hurfu i dag aftur yfir landa- mærafljótið Mekong, og allir Laos hermennirnir, sem flúðu til Thai- lands um daginn hafa nú verið fluttir heim, og flutningaflugvélar fljú.ga nú látlaust til þeirra með vopn og vistir. Búizt er við fram- sókn kommúnistahersins á hverri stundu á ákveðnu svæði, en i Singapore eru brezkar þotur til- búnar til flugtaks með nokkurra mínútna fyrirvara. Ný-Sjálending- ar eru og fúsir að senda her, ef óskað verður. Souvanna Phouma til London í London segir talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, að ástandið í Laos sé óbreytt, og ríki þar ró og spekt. Bretar hafa ekki verið beðnir um aðstoð enn. Utanríkis ráðuneytið skýrði frá því, að hlut- lausi prinsinn, Souvanna Phouma, kæmi til London i fyrramálið og ræddi við Home lávarð, utanríkis ráðherra Breta á sveitasetri hans, áður en prinsinn leggur af stað heimleiðis, sem verður á morgun. Gert er ráð fyrir, að Home brýni (Framh á 15. síðu i Kvennaíundur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur fund í Tjarnar- götu 26, mánudaginn 21. þ.m. og hefst hann kl. 8,30 e.h. Stutt á- vörp flytja Kristján Benediktsson Ásta Karlsdóttir, Hjördís Einars- dóttir, Halla Eiríksdóttir og Sig- ríður Björnsdóttir. Auk þess mun Sigríður Thorlacius segja frá ný- lokinni Bandaríkjaför sinni og sýna litskuggamyndir. — Allar j| stuðningskonur B-listans í Reykja- vík eru velkomnar á fundinn með- an húsrúm leyfir. Stjórnin. 0AS HOTAR AD DREPA DÓMARA NTB—París 18. maí. — í dag hótaði OAS dómurum Sal- ans dauða, ef Salan og Jou- haud yrðu dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hótunarbréf- ið var lesið upp í réttinum af Vill tala við Rusk NTB—Genf 18. maí Á afvopnunarráðstefnunni í dag lagði sovézki fulltrúinn, Zorin, til að hann og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, reyndu ag brúa bilið milli þeirra sjónarmiða, sem fram hafa komið i sambandi við fyrsta stig afvopn unar. Margt hefði skýrzt á ráð- stefnunni og ágreiningsefnuim fækkað, og allt yrði að gera til að reyna að finna lausn á vand- anum. Aðeins tveir möguleikar eru til að forðast ógnir kjarnorku stríðsins: að eyðileggja kjarn- orkuvopnin eða hindra notkun þcirra, sagði hann. Brezki full- trúinn, Godber, kvag ef til vill vera hægt að finna leið til sam- komulags, ef Sovétríkin féllust á eftirlit, og þó að komið yrði á eftirliti, þýddi það ekki að Vest- urveldin ætluðu að grandskoða öll Sovétríkin og gægjast inn u.m hverja rifu. en þau vildu fá að framkvæma eftirlitið, ef og þegar þau vildu leikaranum André Gavalda, en það er undirritað OAS. í bréf- inu segir, að það sé sent sam- kvæmt skipun Yves Godard, ofursta, sem er einn af leið- togum OAS. Forseti réttarins, Charles Born- et, skýrði frá því, er bréfið hafði verið lesið upp, að flestir dómar- arnir hefðu þegar fengið slík bréf. Verjandi Salans, Vignancourt, reynir enn að fá ýmsa fræga menn til að vitna í réttinum, þ.á.m. De- bré, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann er einn þeirra, sem ekki hefur orðið við þeirri ósk verjand- ans að mæta. Ætlun Vignancourts er að spyrja þá, hvaða skipanir og fyrirmæli ríkisstjórnin hafi gef- ið Salan, meðan hann var æðsti yfirmaður franska hersins í Alsír, og sömuleiðis um Bazooka-árásina. Francois Mitterand, fyrrverandi dómsmálaráðherTa, sagði í réttin- um í dag, að Bazooka-árásin á Sal- an 1957 hefð'i verið fyrsti vottur borgarastríðs, sem beinzt hefði (Framh. á 15. síðu) Hvetja til nánara samstarfs NTB—Strasbourg 18, maí. Ráðgjafaþing Evrópuráðs- ins lauk í dag vorfundi sín um í Strasbourg og sam- þykkti aS hvetja til nýrra ráðstafana til að koma á nánu samstarfi í efnahags- málum milli Norður-Amer- íku og Evrópu. Það var sænskur fulltrúi, sem bar fram þessa tillögu i efna- hagsnefndinni. Skorað er á aðildarríki EBE og EFTA og önnur Evrópuríki að stuðla aS efnahagssam- vinnu og samstarfs milli þessara tveggja bandalaga og hraða undirbúningi að samræmdri efnahagsmála- stefnu Bandaríkjanna og EBE Þinrrið samþykkti fjöl- margar álvktanir um sam- vinnu i sviði menningar- og félagsmála og vísinda. Stersfa yðrusýning Brets NTB—Stokkhólm 18. maí. Tage Erlander, forsætisráð herra Svía, opnaði í dag mikla brezka vörusýningu í Stokkhólmi, og er það mesta kaupstefna, sem Bretar hafa efnt til erlendis. Kostnað- urinn nemur hundruðum milljóna, Þarna er sýnt allt frá tennisboltum upp í geysi stórar vélar, og um 500 brezk iðnfyrirtæki sýna þar framleiðsluvörur sínar. Við opnun sýningarinnar voru margir tignir gestir, auk kaupsýslu^manna, þ. á. m. Gústaf Svíakonungur og drottning. Ulbricht neitar eftirliti NTB—Berlín 18. maí Aust urþýzki kommúnistaleiðtog- inn Walter Ulbricht sagði í ræðu í Prag í dag, að Aust- ur-Þjóðverjar gætu ekki fallizt á eftirlit með sam- gönguleiðunum til Berlínar, og slíkt eftirlit væri móðg- un við fullveldi Austur- Þýzkalands. En Ulbricht lagði áherzlu á, að Austur- Þjóðverjar væru hér eftir sem hingað til fúsir að fall ast á, að komið yrði á fót sérstakri stofnun, sem allir gætu snúið sér til með kær ur vegna tiltekta Austur- Þjóðverja i simbandi við samgöngur til Berlínar, ef til kæmu. Ræðuna hélt Ul- bricht á þjóðþingi Tékkosl- óvakíu, og var henni útvarp að og sjónvarpað.' Talið ófært að rýra skiptakjör Sjómannaráðstefna á vegum A1 þýðusambandsins var haldin dag- ana 11. og 12. þ. m. og gerði hún eftirfarandi ályktun: „Sjómannaráðstefna haldin á vegum AlþýSusambands íslands í Reykjavík dagana 11. og 12. maí 1962, vegna uppsagnar Landssam- bands ísl. útvegsmanna á gildandi sainningi um síldveiðikjör, álykt- ar eftirfarandi: Ráðstefnan telur ekki vera rök fyrir lækkun á skiptakjörum sjó- manna á síldveiðiskipumim þar sem á móti kostnaði við hin nýju tæki við síidveiðarnar, þ.e. sjálf- virk fiskleitartæki og kraftblökk, hefur útgerðinni sparazt mikill kostnaður á móti, svo sem: 1. Kostnaður við nótabáta, við- hald þeirra og endurnýjun. 2. Lækkun vátryggingagjalda af nót og bát, sem nemur tug- um þúsunda á skip á hverri vertíð. 3. Mikill sparnaður á olíueyðslu vegna tíðra ferða veiðiskip- anna upp að landi í slæmum veðrum vegna nótabátanna. Auk þess liefur skipverjum nú verið gert að grciða til jafns við útgerðarmenn út- flutningsgjald af aflanum tii að standa strauin af vátrygg ingjagjöldum skipanna, sem er einn af hæstu útgjaldalið um útgerðarinnar, sérstak- lega hinna nýju og dýru skipa. Telur ráðstefnan því ekki fært að skiptakjör verði rýrð frá því sem þau hafa verið. Vegna uppsagnar L.Í.Ú. á samn ingunum fyrir hönd útgerðar- manna víða um Iand, telur ráð- stefnan æskilegt, að sem flest af þeim félögum, sem aðild eiga að sfldveiðisamningunum, vinni sam- an að nýrri samningagerð, og skipi sameiginlega samninganefnd. — Verði kjörin ekki fámennari en 9 ínanna nefnd tii að fara með samn (Framh. á 15. slðu). TÍMINN, laugardaginn 19. maí 1962 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.