Tíminn - 19.05.1962, Page 4
í 'húsinu númer 17 við Laug-
arásveg er húsbóndinn vinnu-
laus, og hefur verið það í hálf-
an annan mánuð, og sem verra
er: það er útlit fyrir, að hann
verði það næstu mánuði, nema
ef eitthvað mjög óvænt slceður,
því að hann er togaraskipstjóri,
en togurunum hefur verið lagt
vegna verkfalls og slæmrar af-
komu. Við ræðum við Markús
Guðmundsson, hinn kunna
skipstjóra, um viðhorf hans til
vandamála togaraútgerðarinnar
í dag.
Tveir af tuttugu
Það er víðsýnt úr gluggunum
í Laugarásnum, við blasir feg-
ursta útsýni yfir flóann og bæ-
inn. Þegar við vorum setztir
byrjuðum við að tala um sjó-
inn og hvað allt hefur breytzt.
— Eg byrjaði á togurum
1937, þá sem háseti á síldveið-
um. Eg hafði þó farið á hverju
vori á sjó, til að ná af mér vetr-
arsleninu eftir skólann. Faðir
minn var togaraskipstjóri og
tók mig fyrst með sér, þegar ég
var fimm ára gamall, svo aff
það er nú snemma, sem ég þyk-
ist hafa byrjað, þegar ég kemst
á raupaldurinn, segir Markús
og brosir. — í alvöru byrjaði
ég 1945 sem háseti á togara. En
síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar.
— Eg held, segir Markús og
heldur áfram, — að gott dæmi
um það, hversu fótunum hefur
verið kippt undan þessum út-
vegi, sé, að þegar ég útskrifað-
ist úr Stýrimannaskólanum, þá
vorum við 25, sem lukum fiski-
mannaprófi. Núna er ég einn
eftir af þeim hópi á togurum,
þrír voru til skamms tíma skip-
stjórar, en hafa nú horfið að
öðrum störfum. Allir eru að
missa trúna á togarana.
Launamál togaranianna
Þegar ég var að byrja, þá
borgaði togaraútgerðin mikið
kaup. Þá var haft við orð: Hann
getur það, af því að hann er
togaraskipstjðri. Núna hefur
toppmaður á togara minna en
liáseti á meðalfiskibát. Þetta
nær vitanlega ekki nokkurri
átt. Eg er ekki að segja, að fiski
bátahásetinn eigi ekki að hafa
það gott, eða sé ekki vel að sín-
um hlut kominn, en þetta eru
tekjur af meðalbát. Þeir, sem
eru á toppfiskibátum hafa vit-
anlega miklu hærra. Núna þarf
enginn að öfunda togaraskip-
stjórana.
Nú er það vissulega athug-
andi í þessu sambandi, að svo
er um hnútana búið, að útgerð-
armenn geta ekkert borgað.
Þeir reka með tapi ár eftir ár
og útlitið er óvenjuþungt fram-
undan í ár. Það er sannarlega
ekki bjart framundan. Ástand-
ið er í stuttu máli þannig, að
bókstaflega allir græða á tilvist
togaranna nema þeir, sem sigla
Markús Guðmundsson, sklpstjóri
á þeim eða gera þá út. Smiðj-
urnar, sem gera við þá og halda
þeim við, komast af, þeir sem
kaupa af þeim fiskinn græða,
þeir sem selja þeim rekstrar-
vörur græða, þeir sem tryggja
þá græða og þannig hafa allir
sitt nema skipshöfnin og útgerð
in.
Fiskverðið og togararnir
Ein aðalástæðan fyrir rekstr-
arvandræðum togaraflotans er
lágt fiskverð. Svo lágt, að mann
undrar. Það kann að vera, að
ekki sé hægt að borga hærra
verð fyrir afla hér heima.
Hvernig stendur á því, að það
þykir hrun á erlendum mark-
aði, ef ekki fæst nema tvöfalt
verð fyrir hann þar? Þessar og
fleiri sp arningar leita á hug-
ann, segir Markús.
— Telur þú, að skipin eigi
þá einvörðungu að selja erlend-
is?
— Nei! Það eiga þau ekki að
gera. Það sem er athugavert við
þetta, er fyrst og fremst það,
að útgerðarmenn togara eru
þeir einu, sem þurfa að reka
með tapi. Ef framleiðslan borg-
ar sig ekki, þá á að hætta henni
eða skapa henni viðunandi
grundvöll. Ef við segjum þetta
með svolítið öðrum orðum, þá
barf að greiða uppbætur á fisk
verðið og fá fé með almennum
sköttum til að greiða þær. Það
er verið að fjargviðrast út í
styrkjapólitík, en það verður þá
að finna úrræði til þess að
koma í staðinn. Líka myndi það
laga mikið, ef öll gjöld yrðu
felld niður, sem togararnir
þurfa að greiða, eða þau a.m.k.
yrðu lækkuð verulega. Svo og
vextimir, sem eru ægileg byrði,
eins og ástandið er.
Fiskvinnsla í sveitasælu
— Það er, heldur Markús á-
fram, — einnig margt í landi,
sem sýnilega má betur fara, og
í Reykjavík er ástandið þannig,
að skipulagsleysið hefur hrakið
fiskvinnslustöðvarnar upp til
heiða. Við getum tekið sem
dæmi um vinnubrögðin, að all-
ir togarar landa fiskinum í
Austurhöfninni. Þar er fiskur-
inn settur á þunga bíla. Bflarn-
ir eru of stórir fyrir bílavogirn-
ar í Austurhöfninni, sem eru
mjög gamlar. Þar næst liggur
það fyrir að aka bflunum vestur
í Vestunhöfn. Þá verður að aka
um verzlunargötur, þar sem um
ferð er á annatímum ógreið.
(Talið er, að meðalhraðinn i
Tryggvagötu sé um 5 kílómetr-
ar á klukkustund). Þegar búið
er að vigta fiskbílana á vigt-
unum í Vesturhöfninni, þar
sem nægilega stórar vogir eru,
er aftur haldið út í verzlunar-
göturnar og nú er ekið til fisk
vinnsluhúsanna, sem eru í Aust
urbænum. Vörubifreiðir þær,
sem notaðar eru núna, kosta
500.000.00 kr. stykkið, svo að
árlegur reksturskostnaður og
afskriftir eru gífurlegar. Stórar
stöðvar eiga þetta 4 svona bila
og dugar þó ekki til. Þetta
skipulagsleysi gerir löndunar-
kostnaðinn óhóflegan og fyrir
það verða togararnir að borga.
Erlendis er þessu öðruvísi
varið. Þar þekkjast ekki bifreið
ar við löndun. Frystihúsin og
fiskverkunarhúsin eru á hafnar-
bakkanum. Meira að segja í
Grimsby og Hull, þar sem hafn
armannvirkin eru afar gömul,
þá er gert að öllum fiski í hús-
um á bryggjunum. Fiskurinn er
svo fluttur unninn á markað í
járnbrautum eða bílum.
Hér er fiskinum ekið fram og
aftur í vigt og síðan upp í sveit
til að taka úr honum hrygginn.
Svo verður „uðvitað að aka fisk
inum aftur niður á höfn tfl þess
að afskipa hann. Þessi vinnu-
brögð, að flæma fiskverkunina
frá höfnin. i, kosta meira en
nokkurn grunar. Það verður þvi
að taka upp stefnubreytingu í
skipulagsmálunum. Við eigum
að hafa frystihús og fiskvinnslu
stöðvar í Örfirisey og auglýsa
þannig bæinn okkar og fram-
leiðsluna. Þetta þarf ekki að
iýta bæinn. Sjáðu frystihús
Júpíters og Marz. Þar er vel um
gengið, falleg mannvirki, gras
og blómabeð umhverfis. Þetta
er til sóma og ástæðulaust að
óttast þessa tegund iðnaðar.
Þegar ég einu sinni hafði
þann heiður, að vera með fyrsta
skip til að landa á nýrri fisk-
höfn í Þýzkalandi, þá voru verk
smiðjurnar á hafnarbakkanum,
svo að þetta er ekki úrelt, að
svona eigi þetta að vera.
Ef við göngum meðfram höfn
inni, sjáum við, að í Reykjavík
er engin aðstaða til fiskverkun-
ar eins og nú standa sakir.
Margvísleg starfsemi fer fram
á hafnarbakkanum, sem þar á
engin erindi.
Fjármál og Iandhelgin
— Hvað segir þú um það,
sem fram kom við umræður
um þessi mál, að togararnir eigi
inni hjá þjóðarbúinu, og að
rekstrargrundvöllur þeirra sé
lagfærður með lækkun vaxta og
opinberra gjalda?
— Eg styð þær. Mér vitan-
lega er ekki með nokkurri sann
girni hægt að ætlast til þess,
eins og ég sagði áðan, að út-
gerðarmenn og áhafnir togar-
anna séu látin kosta þennan út-
veg, sem allir aðrir græða á,
eða sleppa að minnsta kosti
skaðlausir frá. Annars vil ég
láta eitt koma greinilega fram,
að við á togurunum teljum okk-
ur vera íslenzka sjómenn á ís-
lenzkum skipum og því eigum
við sama rétt til landgrunnsins
og aðrir íslendingar, að vísu
innan þeirra takmarka sem
botnvarpan eða veiðarfærin
leyfa. Við höfum talað fyrir
daufum eyrum í þessu máli og
við erum afskiptir. Hvar verð-
um við staddir, ef við göngum »
aftur á bak til lengdar og hverf
um aftur til handfæra og drag-
nótar? Eru þessar veiðiaðferðir
færar um að sjá þjóðinni fyrir
nægjanlegum gjaldeyri? Togar-
arnir hafa verið flæmdir í haf
út og við hljótum að krefjast
einhvers í staðinn. Við treyst-
um okkur til að flytja á land
sambærilegan og betri fisk en
netabátarnir Ieggja nú á land,
og við treystum okkur til að
skila árvissum afla ef aðstaða
okkar verður lagfærð, t.d. með
kvóta á ákveðnum svæðum. Við
eigum ekki minni rétt en aðrir
landar okkar, sem fá undanþág
ur til dragnótaveiðá í landhelgi,
segir Markús og rís úr sæti. —
Veiztu, að það versta núna er
það, að þurfa að láta úr höfn.
Það vantar kannske fjóra eða
fimm háseta, sem ekki mæta til
skips. Þetta verðuhi við að þola
möglunarlaust, því að eftirsókn
in í togaraplássin er úr sögunni
— í bili vona ég.
Við kveðjum Markús skip-
stjóra á tröppunum. Manninn,
sem er atvinnulaus í svipinn,
vegna þess, að togarar liggja
bundnir. Ár eftir ár hefur hann
verið aflakóngur íslenzka tog-
araflotans, flutt milljónir í þjóð
arbúið. Alla vertíðina hefur
hann staðið dæmdur úr leik,
ásamt 1200 öðrum vöskum tog-
aramönnum, því að okkur í
landi hefur mistekizt að búa
þeim starfsskilyrði. Skipulags-
leysið, tvíverknaðurinn og and-
varaleysið er dýr sambýlingur
á íslandi. jg.
14 ára
drengur óskar eftir sveita-
vinnu, er óvanur.
Upplýsingar í síma 15112
Til sölu
Margs konar varahlutir í
Dodge Cariol, bæði nýir og
notaðir mótorar, gearkass-
ar, millikasasr, hásingar,
framan og aftan, drif, öxlar,
hjöruliðir, stýrissnekkjur.
Dynamoar, startarar o. fl.
Sendi gegn póstkröfu.
Viðgerðaverkstæði
Guðm. Valgeirssonar,
Auðbrekku,
Sími um Möðruvelli.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Sendum um allt land.
HALLDÖR SIGURÐSSON
Skólavörðustíg 2
Fermingaföt
DRENGJAMATRÓSAFÖT
frá 6—14 ára. frá kr.
750.—
DRENGJAJAKKAR
frá kr. 400,—
DRENGJABUXUR frá 4—
14 ára frá kl. 200,—
GALLABUXUR á UNGL-
INGA kr. 125,—
DRENGJAPEYSUR
DRENGJASOKKAR
ÆÐARDÚNSSÆNGUR
ÆÐARDÚNSSÆNGURVER
KODDAR
PATONSULLARGARNIÐ,
allir litir og grófleikar.
j
I PÓSTSENDUM
Það hefur mistekízt a
skipuleggja höfnina
4
T f MI N N, laugardaginn 19. maí 1962