Tíminn - 19.05.1962, Page 7

Tíminn - 19.05.1962, Page 7
Utgefandi FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri Tómas Árnason Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þprsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- Egili Bjarnason Ritstjómarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Bankastræti 1 Símar: 18300— 18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Askriftargj kr 55 á mán innanl t lausasölu kr. 3 eint _____________— Prentsmiðjan Edda h.f. — •_ Allir fagna, nema ríkisstjórnin Um allt land er nú fagnaS því samkomulagi, sem hef- ur verið gert milli verkalýðsfélaganna á Akureyri og Húsavík annars vegar og atvinnurekenda á þessum stöð- um hins vegar. Með þessum samningum er verkamönnum tryggð talsverð kauphækkun til að vega gegn kjaraskerð- ingunni af völdum gengisfallsins í fyrra, auk þeirrar 4% kauphækkunar, sem áður hafði verið samið um. Telja má víst, að þessir samningar verði teknir til fyrirmyndar annars staðar og það hafi því gerzt með þessu samkomulagi, að bæði hafi verið tryggður vinnu- friður og hófleg kjarabót. Einn er sá aðili, sem ekki fagnar þessu samkomulagi. Það eru ríkisstjórnin og blöð hennar. Aðalblað hennar, Morgunblaðið, segir frá samkomulaginu undir ösmárri eindálksfyrirsögn. Ef allt hefði verið með felldu, hefði ríkisstjórnin þó átt að fagna flestum fremur. Hún var nefnilega búin að lýsa yfir því, að hún væri meðmælt kauphækkun til hinna launalægstu. En stjórnin og blöð hennar fagna ekki, heldur setja upp hundshaus. Ástæðan er sú, að stjórnin ætlaði alls ekki að standa við þetta heit sitt. Þegar til kom, reyndi hún að svíkja það. Hún gerði allt, sem hún gat til þess að reyna að hindra samkomulagið nyrðra. En hún beið ósigur. Blöð hennar þora hins vegar ekki að játa ósigur- inn, heldur reyna að gera sem minnst úr þeim mikla ávinningi, sem náðst hefur. ,Áhlaup á þjóðfélagið‘ Hið rétta hugarfar ríkisstjórnarinnar og blaða hennar kom í ljós meðan verið var að semja á Akureyri. Ætlar vSÍS að svíkja enn? hrópaði Mbl. SÍS þorir ekki, hrópaði Alþýðublaðið sigri hrósandi. Og sama daginn og samið var, stimplaði Mbl. þær kröfur verkamanna, sem fallizt var á, „nýtt áhlaup kommúnista á hendur hinu íslenzka þjóðfélagi“ og að „tilgangurinn væri ekki að knýja fram raunverulega bætt kjör launþega, heldur að brjóta á bak aftur viðreisnarráðstafanir, sem komið hafa hinu íslenzka þjóðfélagi á réttan kjöl“! Hér syðra hafa atvinnurekendur neitað eindregið þeim kjarabótum, sem samið hefur verið um nyrðra, og reyndu að fá stéttarbræður sína nyrðra til að gera hið sama. En sú viðleitni brást vegna styrkleika samvinnufélaganna. Vegna þessara ástæðna fagna stjórnarblöðin ekki samkomulaginu nyrðra, heldur eru hin sneypulegustu. Garmurinn Ketill Það sýnir vel þá þjónsstöðu, sem Alþýðuflokkurinn leikur til endurgjalds þeim beinum og bitlingum, er detta af borði Sjálfstæðisflokksins, að honum var teflt fram til að hindra samkomulag á Akureyri. í bæjarráði Akureyrar var fulltrúi hans, Bragi Sigur- jónsson, ekki aðeins látinn hafa forgöngu um, að neitað væri að fallast á taxta verkalýðsfélagsins, heldur einnig um það, að felld var tillaga þess efnis, er Jakob Frímanns son flutti, að reynt yrði að ná samkomulagi við félagið' Þeir, sem hafa séð Skugga-Svein, fá glögga mynd af núv. hlutverki Alþýðuflokksins, þar sem Ketill er. Það er illt að trúa því, að þetta hafi einu sinni verið flokkur Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar. Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Estes - hneykslið getur orðið örðugt fyrir demokrata Enginn af aðalmönnum þeirra virðist þó flæktur í það NÚ ER komið upp í Washing- ton fjármálahneyksli með póli- tískum keim og er það hið fyrsta síðan Kennedy kom til valda. Republikönum er þetta mikið fagnaðarefni, því að þá hefur mjög skort skotfæri fyr- ir kosningastríðið í nóvember n.k. Demokrötum tókst að not- færa sér Goldfine-Adams hneykslið til mikils ávinnings á sinni tíð, en það leiddi til falls Sherman Adams, sem áður hafði verið hægri hönd Eisen- howers forseta. Af þessum sök- um er Republikönum þetta kær komið tækifæri til hefnda. Umrætt hneyksli er í sam- bandi við Bill Sel Estes, millj- ónamæring frá Texas. Virðist það ætla að verða enn umfangs- meira en Goldfine-málið, þótt enginn af hinum skærari stjörn u.m Kennedy-stjórnarinnar virð- ist — þegar þetta er skrifað — vera jafnmikið við málið riðinn og Adams var við Goldfine-mál- ið. Lengi hefur því verið haldið fram, að flestir hlutir væru stærri í sniðum í Texas en ann- ars staðar. Því skyldi engan undra, þótt sumir þeir hlutir, sem Estes notaði til að þægja vinsamlegum og skilningsgóð- um embættismönnum, séu dálít- ið óvenjulegir. Nefna má til dæmis herraslifsi á 500 krónur, skyrtur á fast að 1300 krónur og jakkaföt á nálega 11.000 krónur. Allt er þetta fimm eða sex sinnum dýrara en sá klæðn- aður, sem ég kaupi. ESTES hugrenninga og jafnvel verk- legra synda að sjá hitt kynið í baðfötum. En siðakenningar í kynferð- ismálum eiga ekkert skylt við siðferði í viðskiptum, enda er Estes vægast sagt mjög hug- kvæmur fjármálamaður. Hann aflaði sér mikils veltufjár t.d. á þann hátt, að fá lán gegn veði í fasteign. En geymslutankar þeir fyrir tilbúinn áburð, sem hann fékk lán út á, voru ekki af þessum heimi. Með þessari frumlegu aðferð útvegaði hann sér rekstrarfé, sem yfirvöldin telja nema milli 22 og 24 millj- ónum dollara. ESTES er aðeins 37 ára gamall, en hefur þó unnizt tími til að koma sér upp „heimsveldi" í Texas, sem talið er að verðmæti einhvers staðar á milli 12 og 250 milljónir dollara. (Sjálfur metur hann eigur sínar mjög mishátt við hin ýmsu tæki- færi.) Hann er bóndasonur og ólst upp við fremur þrongan kost. En hann var mjög ungur, þegar fyrst fóru að koma fram hjá honum alveg óvenjulegir fj áröf lunarhæf il eikar. Estes var þrettán ára, þegar | honum var gefin kind í jóla- gjöf. Þá keypti hann litla veð- vél fyrir 5 dollara. Árið eftir átti hann 100 ær. Þær seldi hann á 3000 dollara og varði þeim í snatri til svínaræktar, því að hún gaf meira í aðra hönd. Hann var búinn að læra ótal aðferðir til að græða pen- inga, áður en hann náði lög- aldri, og hann var yfirleitt fljótur til að hagnýta þær, þeg- ar tækifæri buðust. Milljóna- mæringur var hann orðinn inn- an við þrítugt og þátttakandi í alls konar rekstri, allt frá út- Ieigu hveitigeyma til útfarar- umsjóna. AÐFERÐIR Estes eru oft bæði undarlegar og ógætilegar .og stundum lá leiðin á snið við lög in. Þó var hann víðkunnur fyr- ir strangar siðferðisskoðanir, sem hann boðaði ákaft sem á- hugapredikari. Hann gat ekki liðið, að ungt fólk af báðum kynjum notaði samtímis sömu sundlaugina. Leit hann svo á, að það gæti leitt til vafasamra ÞAÐ var einmitt hin óljósa til- vera áburðartankanna, sem varð Estes að fótakefli og fyrirtækj- um hans, sem voru eitthvað um 30. En hann átti í raun og veru sjálfur sök á því, „ð svo fór. Estes hafði búið f stóru og glæsilegu húsi í Peces síðan 1946. Peces er smábær, íbúarn- ir um 15 þúsund, og þar var að eins gefið út eitt dagblað, „The Peces Independant and Enter- prise“. Þetta er ekki óvanalegt í Bandaríkjunum, enda hefur bráðafár í blöðum oft geisað þar enn ákafar en í Evrópu. Til eru þar stórborgir með milljón íbúa, þar sem aðeins er gefið út eitt dagblað. En Estes fannst of lítið að hafa eitt dagblað í Pec- es og hóf þá útgáfu annars dag blaðs til að keppa við það, og gaf því nafnið „The Peces Daily News“. Ritstjóra Independant geðjað ist illa að þessu og hann gerðist athafnasamur, eins og fólki hættir til, þegar það sér fram á að lífsafkoma þess er í hættu. Honum þótti undarlegt, að i heimabæ hans virtust allt í einu vera_ veðsettir fleiri geymslu- tankar fyrir tilbúinn áburð en þörf sýndist vera fyrir í öllu Texasfylki. Enn undarlegra þótti ritstjóranum þetta, þegar hann komst að því, að enginn, sem hann þekkti, hafði augum litið slíkan tank. Ritstjórinn sendi fréttaritara sína á stúfana til þess að svip- ast um eftir tönkunum og þeg- ar þeir komu aftur tómhentir, hélt hann málinu áfram. Svo var það einn fagran dag í vor, að liann gat gefið blað sitt út með efni, sem var mjög óþægi- legt fyrir útgefanda blaðsins B Daily News. Fyrirsögnin náði þvert yfir forsíðuna og hljóð- aði svo; Áburðartankar Estes ekki til. ÞETTA vakti áhuga yfirvald- anna á málinu og snemma í apríl var Estes ákærður fyrir stórfelld fjársvik. Við frum- rannsókn málsins kom margt undarlegt fram, t.d. sagan um korngeymslur Estes. Stjórn Bandaríkjanna styrkir landbúnaðinn með mörgu móti. M.a. kaupir hún alla fram- leiðslu ákveðinna búgreina, t.d. korns, við verði, sem er til muna hærra en markaðsverðið. Korn þetta verður að geyma, og „Sam frændi“ greiðir eigendum kornturna, vörugeymslna og gamalla flutningaskipa engar smáupphæðir í þessu sambandi. Estes var fljótur að skilja, að söfnun kornbirgða getur ver- ið ábatasöm fyrir eigendur geymslnanna. Þetta er.svo arð- vænlegt, að árið 1961 telst Est- es hafa haft tekjur af þessu einu fast að 5 milljónum doll- ara. Það er engum erfiðleikum bundið að eiga þessi skipti við ríkisstjórnina, þegar framboð á korni er til muna meira en eftirspurnin. En svo stóð ekkr á í fyrra. Dómsmálaráðherrann í Texas heldur því fram, að samt hafi kornflutningalestirn- ar frá Kansas beðið í röðum eftir affermingu við korn- geymslutanka Estes, samtímis og geymslur keppinauta hans voru tómar. Það er list að geta grætt milljónir á korngeymslu, þegar svo stendur á, en þá list virðist Estes hafa kunnað út í æsar. ÞAÐ, sem mest ríður á, þegar slíkt á a„ t-'kast, eru góð stjórn málasambönd í Washington. Þar stóð Estes flestum betur að vígi. Hann hafði lagt rækt við þessi sambönd af stakri kost- gæfni. Flokkarnir í Bandaríkjunum eru ávallt í fjárþröng eftir hin- ar kostnaðarsömu kosningaorr- ustur. Estes hafði verið örlátur á fé við kosningasjóð Demo- krata og „sáð“ fé á ýmsan ann- an hátt. Hnan á til dæmis flokksskírteini í gylltum ramma þar sem hann er viðurkenndur ævifélagi flokksins. Þetta skír- teini kostaði hann 100 000 doll- ara. Estes hefur við ýmis tækifæri gefið út ávísanir á nöfn margra þingmanna í fulltrúadeildinni, og flestar eru þær að upphæð nokkur hundruð dollarar. Það verður ekki séð á ávísunumim, hvort þær voru gefnar út til þess að styrkja einhverja fjár- öflun flt,’..ksins, eða til greiðslu á persónulegum greiða. Eitt sinn bjargaði Estes t.d. þing- manni einum úr miklum fjár hagsvandræðum með því að greiða honum 5000 dnllara fvr- ir hlutabréf í kolanámu. sem var að verða gjaldþrota. Það eru ^1"' i en guð. sem Framhald á bls 15 TI M IN N, laugardaginn 19. maí 1962 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.