Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 6
Göturnar í Reykjavfk bera glöggt vitni um, að ekki er vanþörf á því, að velta borgarstjórnarmeirihlutanum melra aðhald I borgarstjórninni. Það verður bezt gert með því að efla Framsóknarflokkinn I borgarstjórnar- kosnlngunum 27. mal. Það hefur vakiS mikinn fögnuð um allt land, að náðst hefur samkomulag milli verkamanna og vinnuveit- enda á Akureyri og Húsa- vík um nýja kjarasamninga, sem veita verkamönnum verulega kjarabót. Öllum hefur verið ljóst, að til átaka hlytl að koma vegna þessara mála eftir að ríkisstjómin hafnaði í byrj- un selnasta mánaðar að ræða nokkuð við launþegasamtök- in um kjarabætur, sem væru í öðru formi en kauphækk- un. P’yrir launþegasamtökin var ekki lengur hægt að una þeirri kjaraskerðingu, sem hlauzt af hinni óþörfu gengis lækkun í fyrra, þar sem sú staðreynd var einnig fyrir hendi, að launþegar hafa enga hlutdeild fengið í vax- andi þjóðartekjum seinustu þrjú árin. Frumundan hlutu því að vera stórátök, ef ekki væri tekið sanngj'amlega á málum launafólks. Þag ýtti svo undir það, að hinir láglaunuðu héldu ekki lengur að sér höndum, að rík isstjórnin hefur undanfarið fallizt á verulegar hækkanir til ýmissa stétta og starfs- hópa, sem sæmilega voru settir fyrir. Tryggir kjarabætur og: vinnufrið Þeirri hættu, sem vofði yfir vinnufriðnum í landinu, ætti að hafa verið afstýrt með samkomulaginu nyrðra. Senni legt verður að telja, að ann- ars staðar verði fylgt í slóðina og því komi ekki til vinnu- deilna í tilefni af óskum verkamanna um kjarabætur. Jafnframt því, sem sam- komulagið nyrðra treystir þannig vinnufriðinn, tryggir það verkamönnum veruleg- ar kjarabætur, en sem jafn- framt eru svo hóflegar, að ekki er með neinu móti hægt að réttlæta, að gripið sé til gengisfellingar eða nýrra skattaálaga vegna þeirrn. Með þessu samkomulagi er því ekki aðeins tryggður vinnufriður, heldur og jafn- vægi i efnahagsmálum, sam- hliða kjarabótunum. Vert er að veita því at- hygli, að þag eru fyrst og fremst stjórnarandstæðingar, sem hafa forustuna að þess- um samningum, Það ber vissulega vott um ábyrga, og þjóðholla stjórnarandstöðu. Ríkisstiórnin ókát Það furðulega hefur skeð, að sá aðili, sem helzt ætti að fagna sámkomulaginu nyrðra lætur síður en svo ánægju í ljósi, heldur hagar sér líkast og sneyptur óknyttapiltur. Hér er átt við ríkisstjórnina og blöð hennar.. Enginn aðili ætti fremur að fagna vinnufriði en ríkis- stjórnin. Það ætti og að hafa stuðlað að fögnuði stjómar- innar, að hún var búin að lýsa sig meðmælta kauphækk unum til hinna launalægstu. Þegar til kom ætlaði ríkis- stjómin hins vegar ekki að standa við þetta fyrirheit. Hún og blöð hennar reyndu allt, sem þau gátu til þess að koma í veg fyrlr, að sam- komulag næðist nyrðra. Eftir á þorir stjómin svo ekki ag játa ósigur sinn, en gerir það svo óbeint með því að láta blöð sín minna á sneyptan pörupilt. „Er SÍS að reyna ný svik?” Skrif stjómarblaðanna með an stóð á samningum nyrðra, vitna bezt um það, að stjórn- in ætlaði sér að koma í veg fyrir að samkomulag næðist. „Er SÍS að reyna ný svik?“ hrópaði Mbl. síðastl. -þriðju- dag. „SÍS þorir ekki“, hróp- aði Alþýðublaðið sigri hrós- andi sama daginn og samið var. Þá voru og þær kaup- kröfur verkamanna, sem sam ið var um, stimplaðar í Mbl. sem „nýtt áhlaup kommún- ista á hendur hinu íslenzka þjóðfélagi". Jafnvel Mbl. gekk svo langt að heimta lögfest- ingu á kaupi til að koma í veg fjudr kjarabæturnar. f sambandi við þetta og í samráði við ríkisstjórnina, hafa atvinnurekendur hér syðra hafnað til þessa að fallast á nokkra kauphækk- un til hinna lægstlaunuðu. Reynt var að hafa sömu á- hrif á atvinnurekendur á Ak- ureyri og Húsavík, en það tókst ekki. Ríkisstjórnin er því staðin að því að ætla að svíkja fyrir heit sitt um kauphækkanir til hinna launalægstu, — þótt það yrði til þess að eyðileggja vinnufriðinn. Þetta tókst ekki og því er stjórnin og blöð hennar eins og barðir rakkar. Yerkföll ríkis- stiórnarinnar Meðan verkalýðsfélögin og atvinnurekendur norðanlands koma sér saman um kjara- bætur og vinnufrið, ríkir ger samlega öfugt ástand, þar sem ríkisstjómin fær að ráða. Togaraflotinn er búin að vera bundinn í höfn á þriðja mánuð vegna verkfalls. Gjald eyristjón þjóðarinnar nemur sennilega orðið um tvö hundr uð milljónum króna vegna þessarar stöðvunar. Þessi stöðvun rekur ekki sízt rætur til þess, að rikisstjórnin hef ur vanrækt að tryggja útgerð inni starfhæfan grundvöll. Verkfall jámsmiða í Reykja vík er senn búið að standa í þrjár vikur. Fullt samkomu- lag hafði náðst milli járn- smiða og vinnuveitenda þeirra, þegar ríkisstjórnin skarst í málið á síðustu stundu oog hindraði samn- inga. Af þessum ástæðum vofir yfir nú meiri og minni stöðvun síldveiðiflotans 1 sumar. Sams konar stöðvun atvinnu lífsins norðanlands væii nú vafalítið skollin á, ef ríkis- stjórnin hefði fengið að ráða. Telja menn vel ráðið að styðja slíka verkfalla- og sundrungarstjórn, en það gera þeir, ef þeir kjósa stjórn arflokkana á sunnudaginn kemur? Helzta Moskvublaðið Hér er áður vitnað til þeirra ummæla Mbl., að hinar hógværu kaupkröfur. sem verkamenn á Akureyri og Húsavík hafa fengið viður- kenndar, væru „nýtt áhlaup kommúnista á hendur hinu islenzka þjóðfélagi". Þannig hefur Mbl. stimplað raunhæfa og ábyrga kjarabaráttu al- þýðu manna frá fyrstu tíð. Það hefur hrópað: Kommún- ismi, kommúnismi, \ næstum hvert einasta skipti, er eitt- hvert umbótamál eða kjara- bót hefur nág fram að ganga. Með þessum áróðri hefur Mbl. alveg villt mönnum sýn .á, hvað kommúnisminn er, og komið ýmsum til að halda, að hann væri allt annar en hann er. Með þessum áróðri sínum, hefur Mbl. sem út- breiddasta blað landsins unn- ið meira fyrir kommúnista hér á landi en nokkur annar aðili og t. d. vafalaust gert þeim margfalt meira gagn en Þjóðviljinn. Það er því ekki fjarri lagi að segja, að þann- ig hafi Mbl. í raun og veru verið mesta Moskvublað lands ins. Not íhaldsins af kommónistum Margir kunna að halda, að áðurnefndur áróður Mbl. sé eingöngu sprottinn vegna ofsafullrar andstöðu aðstand enda þess gegn félagslegum umbótum. Því er ekki að öllu leyti til að dreifa. Hér kemur það einnig til, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins vilja gjarnan hafa kommúnista hæfilega sterka. Þá geta þeir betur hjálpað íhaldinu til að skapa sundrungu i röðum íhaldsandstæðinga. Þá er líka auðveldara að nota þá sem Grýlu til þess að hræða með beim. Og síðast en ekki sízt er bá hægt fyrir íhaldið að hafa samstarf við þá, ef það telur sér það henta. Reynsla undanfarinna ára sannar, að þetta hefur verið rétt reiknag hiá íhaldinu. Vissulega hafa kommúnistar verið þeim hjálplegir til þess að kl.iúfa lið íhaldsandstæð- inga. Þeir hafa og ekki síður verið hentugir í alls konar samstarfi, t. d. þegar verið var að sóa stríðsgróðanum. Og þá er ekki slæmt. fyrir íhaldið ag geta notað þá sem Grýlu, sem það gerir óspart til þess að draga athyglina frá stefnu sinni og störfum, eins og nú seinast „viðreisn- inni“. Missir íhaldið Grýluna sína? Sitthvað bendir til þess, að kommúnistar séu nú verulega að tapa og væri það ekki von- um fyrr. Þó myndi fall þeirra verða meira, ef kjaraskerðing in af völdum „viðreisnarinn- ar“ reyndist þeim ekki góð búbót. Það leynir sér ekki heldur, að Mbl. óttast mjög, að það sé að missa Grýluna sína, eða m. ö. o. að kommúnistar tapi svo mjög, að íhaldið geti ekki haft sömu not af þeim og áður og lýst er hér ag fram- an. Fleiri og fleiri menn, ekki sízt í bæjunum, gera sér Ijóst, að bæði Sjálfstæðisflokkur- inn og kommúnistar þurfa að tapa. Hér þarf að efla frjálslyndan umbótaflokk, sem vinnur jafnt gegn einka- auðvaldi og kommúnisma. Þessi flokkur er Framsóknar- flokkurinn. Gengi Framsóknarflokksins er tvímælalaust mjög vax- andi. Þess vegna beina mál- gögn íhaldsins aðaláróðri sin um gegn honum. Þau óttast ekki aðeins, að Sjálfstæðis- flokkurinn missi fylgi. Þau óttast engu síður, að Grýlan þeirra, sem jafnframt hefur líka oft verið hjálparhellan þeirra, kommúnistarnir, sé að bresta. Aukið aðhald Stjórnarflokkamir hlutu ellefu borgarfulltrúa af fimmtán í seinustu borgar- stjórnarkosningunum I Reykjavík. Vafalaust munu þeir tapa, en það heyrir samt til hreinustu ólíkinda, að þeir tapl fjórum fulltrúum. Þeir munu því miður halda meirihlutanum áfram, ef ekki kemur neitt óség fyrir. Þess vegna er þag meginatriði í þessum kosningum — fyrst ekki er hægt að fella meiri- hlutann — að ganga svo frá hnútunum, að hann fái auk- ið aðhald og borgarbúar fái bannig stjóm, sem sé meira í samræmi við framtak þeirra og dugnað en verið hefur hingað til. Þetta geta borgar- búar bezt gert meg því að efla Framsóknarflokkinn og skapa honum sterkari að- stöðu til aðhalds í borgar- stiðrn Reykjavíkur. Æsiskrif íhaldsblaðanna um Framsóknarflokkinn sýna bað bezt, að það er aukið að- hald hans sem þeir óttast og munu þvi virða mest. Þess vegna þurfa Reykvíkingar að vinna ag glæsilegum sigri B-listans á sunnudaginn kemur. UM MENN OG MÁLEFNI TÍMINN, sunnuðaginn 30. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.