Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 7
Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Frarakvæmdastjóri Tómas Á.rnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjóriiar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Egili Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu.
afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur f Bankastræti 7
Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi
12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint
— Prentsmiðjan Edda h.f. —
Lánsatkvæðið
Ritstjórar MorgunblaSsins vita bersýnilega ekki sitt
rjúkandi rá3 eftir atburð þann, sem gerðist á fundi borg-
arstjórnar Reykjavíkur síðastl. fimmtudagskvöld. Það er
nefnilega erfitt hlutskipti að halda uppi daglegum æsi-
skrifum gegn kommúnistum, en kjósa þá samtímis til
hinna mestu trúnaðarstarfa í þjóðfélaginu.
Gleggsta dæmið um þessa ruglun ritstjóranna er að
finna í Mbl. í gær, en þar er því m.a. haldið fram, að það
sé fréttafölsun, að Einar Olgeirsson hafi verið kosinn í
Sogsstjórnina með lánsatkvæði frá Sjálfstæðismönnum!
En hvers vegna lét þá borgarstjórnin tvíkjósa í stjó'rn-
ina? Einmitt vegna þess, að Einar Olgeirsson hafði verið
úrskurðaður löglega kjörinn í fyrra skiptið með fjórum
atkvæðum og enginn vafi lék á því, að fjórða atkvæðið
var frá Sjálfstæðisflokknum.
Um það má vitanlega deila endalaust, hvernig þetta
lánsatkvæði var tilkomið, nema það eitt er útilokað, að
hér geti hafa verið um mistök að ræða, því að svo alkunn-
ugt er það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur D-lista í öllum
kosningum. Hitt má hins vegar deila um, hvort þessi
Sjálfstæðismaður, sem kaus Einar, hafi gert það í sam-
ráði við flokkinn eða í samráði við vissa menn í flokkn-
um eða upp á eigin spýtur. Hverju af þessu þrennu, sem
er til að dreifa, þá sýnir það, að kommúnistar eiga leyni-
þræði, sem liggja inn í Sjálfstæðisflokkinn, og nota þá,
þegar mikið liggur við. Gleggst komu þessir leyniþræðir í
Ijós, þegar Bjarni Benediktsson lét breyta fyrirkomulag-
inu á kjöri Norðurlandaráðs í desember síðastl. til að
tryggja kosningu Einars Olgeirssonar. Þeir eða sá, sem
veitti Einari lánsatkvæðið, mun vissulega hafa ályktað
þannig, að ekki væri saknæmara að hjálpa Einari í Sogs-
stjórnina en í Norðurlandaráð.
Það gerðist hins vegar eftir dúk og disk í borgar-
stjórninni, að Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki heppilegt,
að þessir leyniþræðir afhjúpuðust svona glögglega rétt
fyrir kosningar. Þess vegna var seint og um síðir settur
á svið sá skrípaleikur, sem síðari kosningin var.
En sá skrípaleikur nægir vissulega ekki til að leyna
leyniþráðnum milli Sjálfstæðisflokksins og kommúnista.
Lánsatkvæðið, sem Einar fékk, er óumdeilanleg stað-
reynd. Kjör Einars í Norðurlandaráð er óumdeilanleg
staðreynd. Þrátt fyrir öll æsiskrif Mbl. um kommúnista,
liggja hinir sterkustu leyniþræðir milli Bjarna Benedikts-
sonar og Einars Olgeirssonar, engu síður nú en í verkföll-
unum 1958 og kjördæmabyltingunni 1959.
Yfir þetta verður ekki breitt með eins algerum frétta-
fölsunum og þeim, sem Mbl. viðhefur í gær, að Einar 01-
geirsson hafi ekkert lánsatkvæði fengið hjá Sjálfstæðis-
mönnum við fyrri kosninguna í Sogsstjórnina á bæjar-
stjórnarfundinum á fimmtudaginn. Slík ósannindi hefði
kannske verið hægt að berja inn í fólk í Þýzkalandi Hitl-
ers, en sá, sem reynir að beita þeim eins og enn er háttað
á íslandi, verður sér aðeins til fyrirlitningar.
Hraktar upp til heiða
Mikla athygli hefur vakið viðtal, sem birtist í Tíman-
um í gær við Markús Guðmundsson togaraskipstjóra, þar
sem hann lýsir ástandinu við höfnina,
Markús segir m.a., að „skipulagsleysið við höfnina
hafi hrakið fiskvinnslustöðvarnar upp til heiða“ og geri
þetta löndunarkostnað óhóflega dýran og valdi margvís-
legum erfiðleikum.
Öll frásögn þessa glögga og mikilhæfa skipstjóra sýnir
ljóst, að ekki veitir af því, að borgarstjórnarmeirihlutinn
fái aukið aðhald í hafnarmálunum.
ÆTTERNI OG UPPRUNI RÚG-
SÚGUNNAR UM ÞJÚDFYLKINGUNA
í tilefni af því, að Morgun-
blaðið hampar nú mjög æsi-
sögu um þjóðfylkingu Fram-
sóknarmanna og kommún-
ista, þykir ekki úr vegi að
rifja upp úr hvaða jarðvegi
þessi saga er fyrst sprottin.
Þessari sögu var fyrst beitt í
þingkosningunum 1937, en þá
háði Sjálfstæðisflokkurinn aðal-
baráttu sína gegn Framsóknar-
flokknum og Alþýðuflokknum á
þessum grundvelli. Því var þá
hiklaust haldið fram í Mbl. og
Vísi, að Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn væru búnir að
mynda leynilega þjóðfylkingu
með kommúnistum. Þessi „þjóð-
fylking", sem hvergi átti sér stað
nema í íhaldsblöðunum, var svo
kölluð „rauða hættan“ og þjóð-
inni ákaft innrætt að reka hana
af höndum sér.
Ættemi þessarar þjóðfylkingar
sögu leyndi sér hins vegar ekki,
ef nokkuð var skimað út fyrir
landsteinana. Þá var Hitler ný-
kominn til valda í Þýzkalandi.
Eitt aðalefnið i áróðri hans var
að allir lýðræðissinnar og frjáls-
lyndir umbótaflokkar væru banda
menn og undirlægjur kommún-
ista. Þeir væru í leynilegum
samtökúm með kommúnistum
og ætti að heyja baráttuna gegn
þeim á þeim grundvelli. Til að
sanna þennan áburð voru oft
birtar glefsur úr stolnum eða föls
uðum leyniskýrslum, sem eignað
ar voru andstæðingunum.
Það var úr þessum jarðvegi,
sem áróður Sjálfstæðismanna
sumarið 1937 um þjóðfylkingu
Framsóknarmanna og kommún-
ista var sprottin. Og að góðkunn-
um þýzkum sið var hann m. a.
byggður á bréfi, sem háttsettur
Framsóknarmaður átti að hafa
skrifað trúnaðarmönnum flokks-
ins. í bréfinu var sagt, að Fram-
sóknarflokkurinn væri búinn að
gera „vottfastan samning" um
samvinnu við kommúnista!
Aldrei þorði blaðið að nefna
nafn bréfritarans, þótt eftir því
væri gengið, enda sýndi allt, að
hér var um hreint falsbréf að
ræða.
Það er að ýmsu leyti athyglis-
vert að rifja upp uppruna og ætt-
erni þessara atburða sumarið
1937.
„Nafn hans mun hljóma
fagnandi“
Vorið 1933 var stofnuð hér í
Reykjavík svokölluð Þjóðernis-
hreyfing íslendinga, er stældi
flokk Hitlers á flestan hátt. Þessi
hreyfing gaf út tvö blöð, tslenzka
endurreisn og Þórshamar. Stefnu
þessarar hreyfingar má nokkuð
marka á eftirfarandi ummælum,
sem birtust í íslenzkri endur-
reisn 10. ágúst 1933:
„Og jafnlengi mun þýzka þjóð-
in fagna og gleðjast yfir því, að
á hönnungar- og neyðartímuni
rís upp maður, sem flytur þjóð-
inni boðskap um sameinaða og
sterka þýzka þjóð. Um ókomnar
aldir mun nafn hans hljórna fagn
andi af vörum þýzkra manna.
Adolf Hitler hefur skráð nafn
sitt við hliðina á fremstu mönn-
um hins germanska kynstofns.
Hann flutti þjóð sinni trúna á
| sannleikann. á sinn eigin mátt og
megin“.
Nokkru síðar segir í íslenzkri
endurreisn á þessa leið:
BJARNIBENEDIKTSSON
„Adolf Hitler er sá maður, sem
þjóðin trúir fyrir málum sinum,
maðurinn, sem fátækir og ríkir,
ungir og gamlir treysta og
blessa“.
í janúar 1934 birtist stór mynd
af Hitler í blaðinu Þórshamar og
sagði þar á þessa leið:
„Hér birtist myndin af þessum
merka manni, sem hefur leitt
þýzku þjóðina út úr ógöngum
kommúnisma og marxisma. f eitt
ár hefur Hitler verið kanzlari
Þýzkalands og unnið slíkt þrek-
virki, að ekki þekkjast þess
dæmi. Bráðlega kemur út á ís-
lenzku fyrsta bókin um Hitler.
Lesið hana og kynnizt viðreisnar-
starfi mesta núlifandi stjórnmála-
manns“.
Gamalt Reykjavíkurbréf
rifjað upp
Það gerðist um þetta leyti, að
Bjarni Benediktsson kom heim
frá námi í Þýzkalandi og tók að
starfa í Sjálfstæðisflokknum.
Meðal annars gerðist hann mjög
handgenginn ráðamönnum Mbl.
Hér skal ekki dæmt um, hvað-
an þau áhrif voru runnin, aó i
Reykjavíkurbréfi Mbl. 14. maí
1933, var farið þessum orðum um
Þjóðernishreyfinguna:
„Sósíalistar innan Alþýðu- og
Framsóknarflokksins liafa fengið
hálfgert æðiskast út af þjóðernis-
hreyfingunni. Tíminn og Alþýðu-
blaðið keppast um að ausa
óhróðri og svívirðingum yfir þjóð
ernissinna, nefna þá uppreisnar-
menn, svartliða, einræðismenn og
jafnvel manndrápara. f ofurhjart-
næmri grein, er Jónás Jónsson
skrifaði nýlega, bcnti hann á
þann möguleika, að hann og þeir
velunnarar hans í Alþýðuflokkn-
um myndu e. t. v. þurfa að grípa
til þeirra ráða að sækja um að-
stoð erlendra þjóða til þess að
bæla þjóðernishreyfinguna niður.
Svo hverft varð þessum upp-
hafsmanni hins íslenzka kommún-
isma við, er hann sá, að skóla-
æskan var að snúa við honum bak
inu, og vonlaust er orðið um, að
hann og félagar hans geti látið
bið kommúnistíska skrilæði festa
hér rætur.
Hin nývaknaða þjóðernishreyf-
ing fær á margan hátt byr undir
vængi frá andstæðingum sinum.
Hriflungar þjóta upp og lieimta
útvarpsumræður um „ofbeldis-
stefnur" og „verndun þjóðernis-
ins“ . . . En útvarpsumræðunum
er stefnt gegn þjóðernissinnum
. . . Óþarft er að taka það fram,
að Þjóðernissinnum detta engin
spjöll lýðræðis í Iiug en fylgja af
• alhug eflingu ríkisvaldsins, cr
spornar við hvers konar yfir-
gangi ofbeIdisseggja“.
Nokkrum dögum síðar farast
Mbl. orð um Þjóðernishreyfing-
una á þessa leið:
„En hvernig svo sem starfsemi
íslenzkra þjóðernissinna verður í
framtíðinni, og hvort sem þeir
bera á sér þórshamarsmerki, leng
ur eða skemur, og hvort sem þeir
bera það sem eins konar auglýs-
ingu fyrir Eimskipafélag íslands,
eð« til þess að benda á stjórn-
málaskyldlcika sinn við erlendan
flokk manna, þá er eitt víst, að
Þjóðernishreyfing íslendinga, sú
hréyfing, sem að því miðar, að
verjast kommúnistískum sjúkdóm
um og erlendum niðurdrepsáhrif-
um, er sprottin úr alíslenzkum
jarðvegi — af innlendri nauð-
syn“I!
„Ljúff og skyli að þakka
stuðning þennan“
Hvort sem Bjarni Benediktsson
hefur stjornað þessum skrifum
um Þjóðernishreyfinguna eða
ekki, er hitt staðreynd, að þegar
dró að bæjarstjórnarkosningun-
um 1934, var hann aðalhvatamað
ur þess að stofnað var til kosn-
ingasamvinnu milli Sjálfstæðis-
flokksins og Þjóðernishreyfingar-
innar. Samkvæmt því hlaut Þjóð-
ernishreyfingin 6. og 9. sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins. Bjarni hlaut að launum 2.
sætið á listanum fyrir milligöng-
una og hófst með því pólitísk
ganga hans.
Bandalag þetta staðfesti Jón
Þorláksson með svohljóðandi yf-
irlýsingu í Mbl. 19. janúar 1934:
„Því hefur ekki verið haldið
uæeilega á loft í hlö«ur- Sjálf-
stæðisflokksins, að það eru fleiri
en félög Sjálfstæðismanna hér í
bænum, sem standa að C-listan-
um og styðja hann. Listinn nýtur
einnig stuðnings félagsskaparins
„Þjóðernishreyfing íslendinga".
Aðalráð þess félagsskapar birti
yfirlýsingu um stuðning þennan
um það leyti, sem C-listinn var
tilbúinn, og hefur síðan beitt sér
öfluglega fyrir að afla listanum
(Framh a 15 siðu .
MAlAiAUN Þ'JÖOEJRNmHHXi.yfíNOAH ÍSÍ.EMWNCA
/ís* ,y%r*x Ut, * vvWjk/V
/•-r .. /',■••• V ;:>■> ■•( (/
* hi*>«t' i'. •>.yii. - hir-ípiy
/■■■:?/
Þetta var eitt af stuSningsblöSum Bjarna Benediktssonar, er hann bauS
sig fyrst fram í Reykjavík.
et:
TISIIN N, stmnudaginn 20. maí 1962
z