Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 9
Frú SigríSur Thorlacius ritar úr Bandaríkjaför:
Turnar og garðar Washington
hverfa í mistur; nokkra stund
eygi ég brúna, hlykkjótta rönd,
— Potomacfljótið. Pyrir stuttu
kvaddi ég Ruth Thompson á
flugvellinum og geri nú ekki ráð
fyrir að sjá nokkurt kunnugt
andlit næstu vikur- Ekki er al-
veg laust við, að ég kenni svo-
lítils kvíða, en eftirvæntingin
má sín þó meir. Kvöld er kom-
ið, er flugvélin lendir í Lexing-
ton í Kentucky, en ekki er ég
nema rétt komin út á flugvöll-
inn, er prúðmannlegur eldri
maður gengur til móts við mig
og kveðst vera kominn frá Ber-
ea að sækja mig. Og ekki erum
við komin á leiðarenda, er við
erum orðin mestu mátar og síð-
an hefur það sannazt, sem lítill
drengur sagði, er hann flutti í
nýtt bæjarhverfi: Hér er ekki
ókunnugt fólk, heldur vinir, sem
ég hef ekki áður hitt.
1 Berea bý ég á gistihúsi, sem
kennt er við Daniel Boone. Leið-
sögumaður minn, Mr. Welch, hef
ur sagt mér á leiðinni, að flest-
ir starfsmenn þess séu skólanem
endur staðarins. Hvergi hef ég
dvalið á hreinlegra né vistlegra
gistihúsi og aldrei fengið eins
ánægjulegan viðurgerning. —
Næstu daga reyni ég að kynn-
ast staðnum og staðháttum þar
undir leiðsögn elskule^s gamals
Kínverja, dr. Chang, sem rektor
jkólans hefur beðið að annast
mig. Dr. Chang kenndi í mörg
ár í Berea, en er nú kominn á
eftirlaun. Dóttir hans og tengda
aonur starfa þama og er það
-áóttir hans, sem leiðbeinir mér
í bókasafninu, er ég leita að bók-
um um sögu héraðsins og stað-
arins.
Morguninn eftir að ég kem til
Berea, koma dr. Chang og kona
hans og fylgjumst við að til
kirkju, þar sem skozkur klerkur
og ungur aðstoðarmaður hans
messa, en barnakór og blandað-
ur kór syngja. Sérkenni þessar-
ar kirkju er það, að hún er ó-
háð öllum kirkjufélögum og þar
eru allir velkomnir, hvaða trú-
fiokki, sem þeir tilheyra. Er við
göngum úr kirkju, kemur vörpu-
legur maður með grásprengt
hár á móti okkur og kynnir sig
sem Mr. Wyatt, íþróttakennara.
Hann kveðst hafa verið á ís-
landi s.l. haust að kenna körfu-
bolta og ber fólki og landi vel
söguna. Hann segist gera kröfu
til að fá að sýna mér næsta um-
hverfi; og er það auðsótt af
minni hálfu. Við ökum upp á
skógivaxið fjall og Mr Wyatt
bendir mér á fjallaskarð og seg-
ir: „Þarna lá leiðin, sem kennd
var við Daniel Boone og tók við
af öræfaslóðinni gegnum Appal-
achianfjöllin". Af frásögnum
og bókum heyri ég smám sam-
an þessa sögu.
Landnemamir streymdu frá
Evrópu til fyrirheitna landsins,
Ameríku- Þeir námu strendurn-
ar við Atlantshaf og þokuðust
síðan lengra og lengra inn í land
ið. Milli 1760 og 1770 var búið
að nema bezta landið austan
Appalachianfjalla, en svo nefn-
ist einu nafni hinn mikli fjall-
garður, sem liggur um héruðin,
sem nú eru kunn sem Virginía,
Carolina, Georgia, Tennessee og
Alabamafylki. Menn þóttust
vita, að handan fjallgarðsins
væri einnig land að finna og
tóku að leita að færri leið gegn
um fjallaklasann. Árið 1775
höfðu nokkrir leiðangrar brot-
izt yfir íjöllin, hinir fyrstu voru
smáhópar veiðimanna. Er fregn
ir bárust frá þeim af landgæð-
um, tóku stærri og stærri hópar
að feta í slóð þeirra — öræfa-
slóðina. Þeir gerðu samninga við
Indíánana, sem þarna höfðu
helgað sér veiðilendur. Ekki var
sambúð hvítra og rauðskinna
alltaf sem friðsamlegust, en
1775 töldust þó eitt hundrað
hvítir menn búsettir í héraði
þvi, er síðar hlaut nafnið Ken-
tucky.
Einn af fyrstu landnemunum
hefur látið eftir sig dagbók, sem
er hin skemmtilegasta aflestrar.
Lýsir hann erfiðleikum ferðar-
innar, villum í stórhríðum, erf-
iðum og spennandi veiðum, hve-
nær hrossin fældust og settu af
sér klyfjamar, svo að whisky-
brúsamir brotnuðu og púðurbelg
ir'nir sprungu, hvar merin hans
Joe fórst í ánni og æðioft getur
hann þess, að ekkert brauð hafi
verið með kvöldmatnum. Einn
dag segir hann; „Herra Drake
bjó til brauð, án þess að þvo
sér fyrst um hendurnar!"
Framan af lifðu menn góðu
lífi í fjalladölum Kentucky. Þar
var gnægð veiðidýra og skógar-
högg og kolanám veitti allgóða
afkomu fyrst eftir að landnem-
arnir hurfu frá hinni frumstæðu
veiðimennsku. En svo gekk á
skóginn, kolalögin gengu að
mestu til þurrðar, iandið varð
víða örfoka og annars staðar
reyndist jarðvegurinn grunnur
og lítt frjósamur til ræktunar.
Enginn verulegur iðnaður reis
þama, menn hokruðu á smáskik
um, ræktuðu tóbak og höfðu
reyting af búsmaia. Pólkinu
fjölgaði og fátæktin óx.
1 Kentueky fæddist Abraham
Lincoln og óx upp við hin
kröppu kjör, sem þar voru al-
geng. En þrátt fyrir örbirgðina
var fólkið í fjallahéruðunum
sama sinnis og Abraham Linc-
oln varðandi þrælahald. Niðri á
hinu frjósama sléttlendi, þar
sem Lexington nú stendur, voru
auðugir landeigendur, sem
héldu þræla, og þegar átökin
hófust milli Norður- og Suður-
ríkjanna í forsetatíð piltsins frá
Kentucky, voru sléttubúar og
fjallamenn síður en svo á einu
máli. Einn þeirra, sem ekki setti
ljós sitt undir mæliker á þeim
árum var klerkur að nafni John
G. Fee. Hann predikaði gegn
þrælahaldi við hvert tækifæri
og ritaði og gaf út fjölda bóka
til að sanna, hve auðvirðilegur
hugsunarháttur það væri, að
vilja auðgast á ánauð með-
bræðra sinna, hver svo sem hör
undslitur þeirra væri. „Af sama
blóði skapaði Drottinn þjóðir
heim“, var einkunnarorð hans.
Séra Fee kynntist Cassius M.
Clay, er síðar varð hershöfðingi
í her Norðanmanna. Þeir báru
báðir hag fjallabúa fyrir brjósti
og fyrir áeggjan hershöfðingj-
anna, settist klerkurinn að uppi
í fjalllendinu og fyrir 107 árum
reisti hann litla kirkju á skógi-
vaxinni hæð, á sama stað og ég
hlýddi messu fyrsta daginn
minn í Berea. Næsta skrefið var
að byggja lítið skólahús við
kirkjuná og það var fyrsti vís-
irinn ao’ þeirri menntastofnun,
sem enn vinnur að því að bæta
hag fjallabúanna.
Meðan á þrælastríðinu stóð,
hröktu Lexingtonbúar kennara-
lið og aðra íbúa oftar en einu
sinni frá Berea, því að þeir töldu
séra Fee næsta óþarfan ná-
granna. En alltaf hurfu Berea-
búar aftur til síns heima, og j
enn þann dag í dag heldur stofn ■
unin í heiðri einkunnarorð séra
Fee. Á þessari öld hefur skólinn
tvisvar átt í málaferlum út af
þvi, að blökkumönnum var j
heimill aðgangur að skólanum, Frú SigrfSur Thorlacius og dr. Chanc, japanskur maSur, sem sýnir henni
en það stríddi gegn lögum fylk- hrossaræktarbú.
isins. Hið fyrra sinni var stofn- j
unin dæmd til að vík a blökku-
upp i þessum vesælu hreysum,
mönnunum úr skóla, hið síðara sem ber fyrir augun alls staðar
sinn vannst málið, þar sem skól-
inn er sjálfseignarstofnun og al-
ríkislögin heimiluðu samskóla
hvítra og svartra. 1950 var svo
fylkislögunum einnig breytt í þá
átt.
Hvemig hefur verið hægt að
byggja upp svo veglega sjálfs-
eignarstufnun, sem rúmar 1500
nemendur. í þessu fátæka hér-
aði?
Það er gert með tvennu móti:
Fyrst og fremst vinna allir nem-
endur, meðan þeir eru við nám
og i öðru lagi hefur stofnunin
hlotið margar og myndarlegar
gjafir frá velunnurum sínum, er
reist hafa heilar byggingar og
stofnað sjóði til að kosta vissar
deildir.
1 Berea hlýtur enginn skóla-
vist, sem hefur efni á að kosta
sig í annan skóla. Þar sjást ekki
yfirfull bílastæði eins og við
aðra menntaskóla Hafi nem-
andi efni á að eiga bil, þá er
Berea ekki staður fyrir hann
Er þetta þá einhver tötrastað-
ur, þar sem vansældarlegir ungl
ingar silast áfram? Bera þau
ekki öll merki þess, að vera alin
í nágrenninu, þar sem fátækt og
fáfræði er svo ótrúleg, að mað-
ur skilur hvorki upp né niður?
Ónei. Gangið með mér milli
reisulegra bygginga, horfið á
þetta prúða og broshýra æsku-
fólk, snyrtilegt og frjálslegt í
fasi. Lítum inn í kennslustofum
ar, heimavistir, bókasafn, vinnu
stofur og verzlanir. Alls staðar
er sama snyrt.imennskan. sama
vinnugleðin. Hingað eru allir
raunverulega komnir til að
nema og vinna, og stjórn og
starfslið er slikt, að mér er sagt,
að naumast komi fyrir, að beita
þurfi áminningum, hvað þá refs
ingum.
Brátt verður maður þess var,
að hér er meira talað um Kína
en velflest önnur lönd og það
kemur í ljós, að allmargir úr
kennaraliðinu hafa starfað sem
trúboðar í Kína, áður en þeir
komu til Berea. Skólinn er fyrst
og fremst starfræktur á kristi-
legum grundvelli, þó að þar ríki
algert trúfrelsi. Eina samkom-
an, sem allir nemendur verða að
sækja vikulega, er samkoma á
sunnudagskvöldum. sem fer að
Dr. Chanc og kona hans fyrir dyrum úti.
nokkru fram í messuformi, en
samt eru þar fluttar ræður um
hin óskyldustu efni. Ungur kenn
ari í enskum miðaldabókmennt-
um sagði mér, hver væru laun
sín og starfskjör. „Laun flestra
okkar eru um það bil þriðjungur
þess, sem gx-eitt er við aðra hlið-
stæða skóla, en við njótum ým-
issa hlunninda. Og flest okkar
eru hér vegna þess, að við álít-
um, að hér getum við unnið
meira gagn en á nokkrum öðr-
um stað“.
Rektor skólans var trúboöi í
Kína. Kona hans, sem er lækn-
ir, starfaði þar einnig. Hún sér
um fæðingar og bamadeild
sjúkrahúss staðarins, lítur eftir
börnunum á bamaheimilinu og
hefur tvisvar í viku móttöku fyr
ir konurnar úr fjallahéruðunum,
allt án endurgjalds. Faðir og afi
rektorsins gengdu embættinu
fyrir hans dag, allt hinir merk-
ustu menn. Tengdafaðir hans,
nú háaldraður, var biskup í
Kína. Um hvert þeirra mætti
skrifa langa blaðagrein. Þetta er
allt gáfað og vel menntað fólk,
laust við yfirdrepsskap og talar
enga tæpitungu.
Níutíu hundraðshlutar nem-
enda eru úr Appalachianfjöllun-
um, hinir tíu hundraðshlutarnir
eru eiginlega teknir með sem
„krydd“ segja kennararnir. Hver
nemandi vinnur minnst 10
klukkustundir á viku og fær fyr
ir það greiðslu. Þeir, sem engan
stuðning hafa heiman að, geta
fengið meiri vinnu og ef þeim
liggur mikið á, þá geta þeir feng
ið peningalán til lengri eða
skemmri tíma.
Prófessor frá Indónesíu var
samtímis mér í Berea og fylgdi
dr. Chang okkur saman til
„Dean of Labor“, þ.e.a.s. manns,
sem hefur yfirumsjón með
vinnumiðluninni og lánastarf-
seminni. Indónesinn spurði,
hvaða trygginga væri krafizt
fyrir lánveitingunum til stúdent
anna. „Aðeins drengskaparlof-
orðs þeirra", svaraði prófessor-
inn brosandi. „Ha? Enginn á-
byrgðarmaður? Engin veð?“
spurði Indónesinn' með undrun í
röddinni. „Nei, og af 800 lánum
er aðeins eitt ógreitt, og það .er
jaf góðum og gildum ástæðum".
var svarið.
(Framhald á 13. síðu)
Hjá góðu fólki í fjöllum Kentucky
[tÍMINN, sunnudeginn 20, maí 1962
9