Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1962, Blaðsíða 14
 staðið í nær stanzlausum bardog- um alveg frá falli Singapore og Burma hafði hann misst megin hlufann af hergögnum sínum og farartækjum og verið hrakinn fjögur hundruð mílur til baka með þeim afleiðingum, að Nílar- deltan og skurðurinn voru í yfir- vofandi hættu. Hvort þessar ófar ir eyðimerkurhersins voru að kenna foringjum hans, útbúnaði eða baráttuþreki var erfitt að segja um, í þrettán þúsund mílna fjarlægð á sjó og fjögur þúsund í lofti. Og enda þótt stöðugur straumur hermanna og nergagna — samkvæmt fyrri beiðni Brookes — væri á leiðinni eyði- merkurhernum til styrktar, þá var hann mjög kvíðafullur. — „Það var augljóst", skrifaði hann — „að eitthvað var öðruvísi en átti að vera, en ekki auðvelt að dætma um það hvað þetta eitt- hvað var. Nú var komið að ör- lagaríkri úrslitastund og nauðsyn legt að ég færi þangað til að sjá með eigin augum hverju ábóta- vant væri. En í þá ferð vildi ég fara einn . . . “ Hugsunin um ætlunarverk sitt hafði naumast hvarflað eitt andar tak frá Brooke meðan hann beið Bandaríkjamannanna. Og þann 15 júlí, þremur dögum fyrir komu þeirra, fékk hann leyfi forsætis- ráðherrans til að fara þessa ferð, en þá sátu þeir í garðinum við Downing Street 10 og voru að ræða um stríðið, en „þá var hann í mjög góðu skapi.“ Um þetta at- vík skrifar Brooke enn fremur: „Eg hafði þá komizt að því, að ef maður vildi fá samþykki Winst- ons við einhverju, þurfti maður kannske að bíða í nokkra daga eft ir hagstæðu augnabliki. Að biðja hann einhvers á óheppilegu augnabliki var sama og að bjóða óheppninni heim. Þegar maður var einu sinni búin að fá neikvætt svar, var næstum ómögulegt að fá hann til að breyta úrskurði sín um. Eg var búin að bíða i marga daga, mjög dýrmæta daga eftir hentugu tækifæri. til að spyrja hann um það, hvort ég mætti fara til Mið-Austurlanda, einn og fylgd arlaus. Eg gekk þess cngan veginn dulinn, að erfitt myndi reynast og enginn barnaleikur að fá sam- þykki hans. Eg vissi að hann myndi segja sem svo, að hann mætti með engu móti missa mig, enda þótt hin raunverulega orsök myndi vera hin, að hann gæti ekki til þess 'hugsað, að ég færi einn í slíka ferð, án þess að hann færi sjálfur með mér.... En þar sem segja mátti, að ástandið í Mið-Austur- löndum færi versnandi með degi hverjum, þá taldi ég það nauðsyn legt að fara þangað og sjá hvað það væri sem þessum óförum ylli, ef það væri þá gerle.et fyrir mig. Til allrar hamingju uidist hann i ákjósanlegu skap. ,>ejsa fögru kvöldstund sem við sátum úti í garðinum hjá Downing Street 10. Eg lét því kylfu ráða kasti og fékk mér til ólýsanlegrar gleði, sam- þykki hans nær fyrirhafnarlaust." Jafnskjótt og Bandaríkjamenn- irnir lögðu af stað heimleiðis, byrj aði Brooke því tafarlaust að undir búa ferð sína. Auk þess að kanna ástandið í Mið-Austurlöndum og kynna sér stjórn eyðimerkurhers- ins, var það þrennt annað, sem hann ætlaði sér að fræðast um: í fyrsta lagi, hversu hentugur stað- ur Gibraltar væri sém starfsmið- stöð fyrir hernaðaraðgerðir gegn frönsku Norður-Afríku, í öðru lagi, varnir Möltu, og í þnðja lagi hvaða möguleika hinar iitlu og tvístruðu brezku herdeildir í Pers- íu og írak hefðu til að verja olíu svæðin, ef viglína Rússa í Caucas usrofnaði. Hann langaði líka til þess, ef til bess væri tími, að halda ferð sinni áfram til Indlands og ræða þetta síðásta atvik og jafn- framt um varnir á landamærum Burma, við yfirhershöfðingjann þar, Wavell hershöfðingja. Vegna alls þessa ákvað hann að fljúga stytztu og hættulegustu leiðina, yf ir endilangt Miðjarðarhafið, með viðkomu á Möltu, þar sem setulið ið og hinn glæsilegi landsstjóri hennar Gort lávarður nálguðust nú ískyggilega algera þurrð á hvers konar vistum. Þetta var mikil á- hætta, því að vélarbilun einhvers staðar á þessu svæði, sem nú var á valdi óvinanna táknaði óhjá- kvæmlega það sama og handtöku eða dauða. En þann 30 júlí, daginn áður en Brooke hugðist leggja af stað, frétti hann á herforingjafundi þá um morguninn, að forsætisráðherr ann hefði ákveðið að fara til Cario líka, Strax að fundinum loknum var hann boðaður á fund forsætis ráðherrans, sem skýrði honum frá orsökum þessarra skyndiíegu breyt ingar á áformunum. Fáum dögum áður hafð i hann verið mjög á- hyggjufullur vegna Áttunda Hers- ins, sem hafði mistekizt að reka óvinina aftur frá Alamein. Nú þeg ar hinum þreytta og sundraða her hafði enn mistekizt að hrekja Bommel úr bækistöðvum sinum við hliff Egyptalands og forsætis- ráðherranum varð ljóst að margir mánuðir kynnu að líða, áður en önnur árás yrði hugsanleg, varð ó- þolinmæði hans vegna hinnar „ó- skýranlegu tregðu Mið-Austur- brezku herstjórnarinnar“ óviðráð- anleg með öllu. Hann fullyrti að 63 einungis nærvera sín gæti komið henni til að breyta ákvörðun Knightsbridge, og bætt. þannig fyr ir það, sem orðið var. í stað þess að bíða eftir skýrslu frá Brooke og fara þ,i næst með honum hína öruggu, en lengri flugleið, yfir Vestur- og Mið-Afríku, stakk hann upp á því að leggja af stað ein- hvern næsta dag og fljúga fteint frá Gíbraltar yfir eyðimörk Norð- ur-Afriku til Cairo Það var líka önnur ástæða fyrir ákvörðun forseta.ns Vegna hinnar hröðu sóknar Þjóðverja yfir Suð- ur-steppurnar, í áttina til Volgu bg Kaspiahafs, urðu kröfur Rússa um myndun nýrra vígstöðva í Ev- rópu ákafari með degi hverjum og brezki ræðismaðurinn lagði á- herzlu á það, hve brýn nauðsyn væri á tafarlausu persónulegu sam bandi við æðstu valdamenn í Kremlin. Churchill taldi það skyldu sína að flytja Stalín .per- sónulega hinar óvelkomnu fréttir og útskýra orsakir þeirra. Hann hafði því sent rússneska einræðis- herranum skeyti þá um morgun- inn og lagt það til, að hann og Brooke kæmu til fundar við hann, jafnskjótt og þeir hefðu lokið er- indum sínum í Cairo. Þetta gerði að engu allar vonir Brookes um að fara til Indlands og hindraði það jafnframt, að hann gæti aflað sér glög.grar og áreiðanlegrar vit- neskju um Mið-Austurlenzku her- stjórnina. Seint um nóttina. eftir að forsæt isráðherrann hafði haldið honum á fótum til klukkan 1 e.m. til að ræða við hann um ferðina og það áform sitt, að dulbúa sig við kom- una til Gíbraltar, með gráu skeggi, lauk Brooke við síðustu innfærsl- una í sjöttu litlu vasabókina, — þ.e. sjötta bindi dagbókarinnar: „Byrja á nýrri bók á morgun“, skrifaði hann: „Þar sem ég þori ekki að eiga það á hættu að hafa þessa bók með mér, ef eitthvað skyldi koma fyrir okkur í ferða- laginu". Fáum klukkustundum síð BJARNI ÚR FIRÐI Stúdentinn ; Hvammi 53 Kannske hafði prófastsdóttirin, sem giftist kaupmannssyninum, verið ástin hans. Svo lengi hafði hann stjórnað búi prófastsins, að slíkt var ekki með öllu ólíkleg getgáta. Að vísu var þar allmikill aldursmunur. Áttu þeir ekki allir hinir mörgu piparsveinar ein- hverja ástasögu, sem aldrei var annað en hugfóstur? Enginn skil ur hjartað, né getur skyggnt innstu kima mannssálarinnar. Guðmundur reif sig upp úr þess um hugleiðingum, áttu þær nokk uð skylt við ákvörðun hans? Á- kvörðun varð að taka. Sigþrúður fröken Sigþrúður. Nú stóð hún honum til boða. Ef hann kæmi nú til hennar og segði henni, að hann hefði þráð hana eina, allt frá því er hann sá hana fyrst og myndi aldrei þrá aðra konu. En hann gæti ekki átt hana. Hann gæti ekki kropið þeim engli, sem hann vissi fegurstan, eftir fall hans. Hann vildi fölskvalausa elsku. Annað væri tortíming. Þau myndu bæði tapa innsta eðli sínu, ef þau giftust nú. Því yrðu vegir að skilja, þótt það kostaði mikið. Nei þetta gat hann ekki sagt. Þetta Var heldur ekki nema brot af hug hans. Og brotið mátti ekki yfir- skyggja heildina. Annaðhvort varð hann að segja já eða nei án allrar skýringar. Segði hann nei án skýringar, lýsti það stórlæti, og gat valdið margs konar mis- skilningi. Segði hann aftur á móti já, hiklaust, að því er virtist, varð eftirleikurinn háskalega óviss. Ekki gat hann með óskertum fagnaði bundizt fröken Sigþrúði. Það var svo margt á huldu. Var það víst, að fröken Sigþrúður vildi í raun og veru ganga að eiga hann, þó að hún léti ag vilja annarra, sem heimtuðu hennar síðasta eyri, eftir að hafa rænt hana aðalauði sínu.m. Jú. Það var bezt að gera málið upp án undanbragða. Ef úr hjóna bandi yrði, myndu þau sennilega bæði ganga út. í það með blöndn- um huga. Var nokkurt vit í því? Kannski myndi fröken Sigþrúður virða það við hann, hve auðsveip ur hann var, er til hans var leitað. Kannski myndi hún lítilsvirða hann fyrir bráðræðið og lítil þægnina. Hann vissi hug sinn til hennar. Hann elskaði hana. En gat hann reynzt henni sannur eig inmaðuT? Vel gat það komið upp, að eiginkonan bæri hug til ann- ars manns. Hvað var líklegra um Sigþrúði? Þag var hægt að leyna því um stund. En eins og þunginn segir til sín á sínum tíma, hversu sem reynt er að fela hann.eins fer um dulda ást. Hvar stóð hann þá? Það var hægt að spyrja ó- endanlega. Og spurningar hans hlóðust upp eins og hrannir. Og innan um hrannirnar byltu sér ályktanir, spár og margs konar hugmyndir, sem vó og mat. en skildi þó allt eftir jafn botnlaust ef ekki botnlausara en í upphafi. Eitt var þó alltaf eins og sjálfu sér samkvæmt: Ást hans á fröken Sigþrúði. Hann elskaði hana. Ef hann aðeins vissi, að eins væri henni farið, þá skyldi engin tor- færa hamla honum lengur. En hvernig var hægt að finna þann sannleika? Þar dugði engin vara játning. Loks komst hann að nið urstöðu. Eftir þag gekk ferðin greiðlega. V Guðmundur hálf kveið því að j hitta fröken Sigþrúði í Dæld. En' til þess kom ekki. Er hann spurði um hana, var honum sagt, að hún hefði farið meg yngstu börnunum á berjamó. Hann skilaði þá af sér farangri hennar. Bar fatakistuna og rúmfatapokann inn í baðstof- una að rúmi hinnar ungu konu. Henni var búinn staður í öðrum enda baðstofunnar. Og hafði hún dregið tjöld fyrir rúmið sitt. Meira meðlæti gat hún ekki veitt sér í þessu ókunna heimili. Hér, í friðlausu nábýli við börn og ó- kunnugt fólk, hlaut hún að búa. Guð veit hvag lengi. Sýslumanns setrið Hvammur þurfti þá ekki að fyrirverða sig fyrir neitt. Ríkilæti hinnar ríku var óskert með öllu. Þelta hvarflaði að Guðmundi Björnssyni, meðan hann dvaldi í baðstofunni í D'æld. Og hann t.ók að endurskoða ákvörðun sína. Honum lá við að ganga til fund ar við Sigþrúði, en hvarf þó frá því. Hafði hún kannski forðað sér á berjamó, af því að hana grunaði komu hans í dag? — Engin meiri heilabrot, sagði hann við sjálfan sig. Húsfreyja vildi, að hann þægi góðgerðir. Hún var sjáanlega for- vitin. Það heyrði hann á eftir- grennslan hennar, þó að hún reyndi að leyna því. — Eg kenni í brjósti um fröken Sigþrúði, sagði hún. — Það er þó reglulega indæl stúlka. Og svo er hún svo ung og barnalega saklaus Eg skil ekkert í frú Ragnheiði. eins og það er gætin kona og góð. að hún skuli láta þennan ungling hana Sigþrúði, blessaða. þjóna gestum til sængur. Þeir ern ekki allir siðsamir. þessir fínu berrar. enda þótt'þeir líti niður á okkur almúgann Að ég ekki tali úm, j þegar þeir eru við skál. Vonandi ' sýnir sýslumaður röggsemi í máli þessu og bjargar því, sem bjargað verður. — Ekki efast ég um það, sagði Guðmundur Björnsson. —- Kannski hún eigi einhvern elskhuga, og það verði Ijós úr þessu. hélt konan áfram. Guðmundur svaraði því engu. — Þú hefðir átt að ná í fröken Sigþrúði. Það hefði verið skömm að því ag neita þér, jafn-myndar legum manni. Manni á bezta aldri vel stæðum og mikilsvirtum af öllum og háttsettum á sýslumanns setrinu. — Nú slærg þú mér gullhamra sagði Guðmundur, en gat þó ekki varizt því að fölna lítið eitt. Sjálf sagt sá húsfreyja það og venti seglum. En hélt sér þó við sömu. vindstöðu. — Eg veit að frú Ragnheiði tekur sárt til fröken Sigþrúðar, sagði húsfreyja. — Og ekki horfa þau hjónin í skildingana þann tíma, sem fröken Sigþrúður dvelst hér Eg kvíði því einu, að geta ekki veitt henni það, sem hún þarfnast, svona fínni stúlku. Og svo er ég hrædd um, að henni leiðist hér í fámenninu. Jæja við gátum samt ekki neitað um þessa hjálp, fyrst sýslumannshjónin' sóttu það svona fast, sagði hún og dæsti til áréttingar þeim mikla vanda, sem hún taldi sig hafa tekizt á hendur við komu fröken Sigþrúðar. Þó fannst Guðmundi öðrum þræði, að húsfreyja væri upp með sér af því trausti, sem fyrirfólkið bar til hennar. Guðmundur kvaddi, bað að heilsa bónda hennar og fröken Sigþrúði. Og hraðaði förinni heim. VI Fáum dögum síðar bað Guð- mundru Björnsson frú Ragnheiði um einmæli. Enn varð gestastof- an fyrir valinu. — Þú baðst mig um daginn að draga þig ekki lengi á svari mínu, sagði Guðmundur Björnssöon. Eg hef tekig ákvörðun. Eg ætla að lýsa því yfir til þess að fyrirbyggja að ég ann Sigþrúði. Og einmitt vegna þess tek ég það nú í mál að kvænast henni. Eg lít ekki á hjónabandið sem verzlun. Þrátt fyrir þag geri ég nú tvö tilboð. Hið fyrra: Að Sigþrúður komi tafarlaust heim. Að vísa henni í útlegð, eins og á stendur, tel ég öhæfu og óforsvaranlegt. Við op- ; inberum svo fljótt, sem unnt er, og giftumst í haust, áður en barn- T í M I N N , jia^gardagmn 19. maí 19G2 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.