Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 7
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franikvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriOi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri- Egil) Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur I Bankastræti 7 Símar: L8300— 18305 Auglýsingasim) 19523 Afgreiðsluslmi 12323 Áskrifta.rgj kr 55 á mán innanl t lausasölu kr 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f - Hvatning Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna á sunnu- daginn marka tímamót í stjórnmálasögu landsins. Eftir þessar kosningar er það ótvírætt, að Framsókn- arflokkurinn er orðinn næststærsti flokkurinn í kaup- stöðum landsins. Hann hefur orðið mun meira atkvæða- magn en Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa hvort um sig. Úrslit kosninganna í kauptúnunum sýna ekki eins hreinar línur í þessum efnum, en ótvírætt er þó, að Framsóknarflokkurinn er þar miklu stærri en Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hvort um sig, og sennilega orðinn þar jafnoki Sjálfstæðisflkoksins og vel það. Þessu til.sönnunar má vísa til úrslitanna í Borgar- nesi, á Patreksfirði og á Hólmavík. Þessi milda efling Framsóknarflokksins í kaupstöðum og kauptúnum landsins er langsamlega athyglisverðasta einkenni kosninganna á sunnudaginn. Augljóst er að hér er ekki um stundarfyrirbrigði að ræða, heldur stöð- ugan vöxt og þróun, því að Framsóknarflokkurinn hefur á annan áratug alltaf verið að auka fylgi sitt á þessum stöðum. Það sýna úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga og þingkosninga á þessu tímabili. Þetta er árangur þeirrar heilbrigðu ályktunar fleiri og fleiri kjósenda, að frjálslynt og umbótasinnað fólk eigi ekki að vera tætingslið, eins og það er orðað í íhalds- blöðunum, skipt í sundraða og áhrifalitla smáhópa held- ur eigi þetta fólk að fylkja sér i einn sterkan, þjóðlegan framfaraflokk. Jafnframt vex sá skilningur, að fólk í borgum og sveitum hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta, en séu ekki andstæðingar og keppinautar, eins og oft er prédik- að í Mbl. og Alþýðubl. Bændur, millistéttir bæjanna og verkamenn, eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta um flest og samstaða þeirra í einum flokki tryggir bezt far- sæla stjórnmálaþróun, sbr. Alþýðuflokkinn í Noregi og aemókrata í Bandaríkjunum. Framsóknannenn unnu víða mikla sigra í kosning- unum á sunnudaginn. Þeir munu hins vegar ekki miklast af þeim. Mest er um vert, að sigrarnir verði til góðs Þeir eiga að vera hvatning til aukins starfs og betra. Sigrarnir. sem unnust á sunnudaginn, eiga ekki sízt að vera hvatn- ing um að herða starfið fyrir enn meiri eflingu hins vax- andi þjóðlega umbótaflokks íslands. Þá munu íhaldsöfl landsins ekki aðeins hætta að fagna yfir því, að þau eigi í höggi við sundrað tætingslið. heldur verða þannig bezt tryggðir réttlátir stjórnarhættir á þjóðlegum grundvelli. Viðvörun Þótt bæjar- og sveitarstjórnarkostningar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um bæjar- og sveitarstjórnar- málin, hafa landsmálin þó jafnan nokkur áhrif á þær. Efalaust má telja, að óvinsældir „viðreisnarinnar“ hafi átt verulegan þátt í úrslitunum á sunnudaginn. Til þeirra má m.a. rekja það, að tap kommúnista varð minna en búast mátti við. Þangað má einnig rekja hrun það, sem orðið hefur hjá Alþýðuflokknum síðan í síðari þing- kosningum 1959. Kjaraskerðingarstefnan bitnar fyrr á honum en Sjálfstæðisflokknum. Sú afstaða almennings til „viðreisnarinnar“. sem kosningaúrslitin á sununudaginn vitna um, mætti vissu- lega verða stjórninni til viðvörunar um að forðast ný ógæfuverk eins og gengislækkunina i fyrra. Sú viðvörun mun hins vegar ekki endast nema fram að næstu þing- kosningum. Það tækifæri, sem þá gefst, verða kjósendur að nota vel til að koma i veg fyrir að nýtt „viðreisnarævin- týri“ verði endurtekið. Walfer Lippmann ritar um alþjóðamál: Ymsir vandleystir erfiöleikar í sambúð vestrænu þjóðanna Ágreiningurinn um kjarnorkuvopnin er eitt vandasamasta málið Fyrir mánuði fór ég lil Vest- ur-Evrópu til þess að kynnast nánar stærsta viðfangsefni vest rænna samtaka, Efnahagsbanda lagi Evrópu, en innganga Breta stækkar það til muna og við Bandaríkjamenn ætlum að taka saman höndum við það um víð lent svæði frjálsrar verzlunar. Þegar ég fór af stað, var ég saunfærður um, að bandalagið væri æskilegur og sjálfsagður hlutur í þróun hins vestræna heims. Eg er enn á þessari skoðun. En ég játa, að áhugi minn var meiri en þekking mín á því, hvað eru veigamestn þættirnir í hinni nýju Evrópu. eins og málum er þar komið í seinni tíð. Eg hafði ekki gert mér ljóst að þráteflið í kjarnorkumálun- um ylli miklu um framgang málsins, né heldur áhrifin frá óvissunni um framtíð Frakk lands og Þýzkalands og minnk andi yfirburðir okkar í efna- hagsmálum. Vegurinn framundan er grýtt- ur og bjartar vonir um vest- ræna samvinnu rætast ekki ] sumar eða í næstu framtíð. Valdastreita innan vestrænna samtaka hindrar framgang hins mikla máls. Við höfum rétt til V* trúa bvi. að með þoúnmæffi samfara glengni o.g einlægum vilja. takist að vinna bug á þess- um erfiðieiknm Eg hef það fyr :r satt. að i Evrópu sé innileg- •ir vilji til að sigrast 4 ,>rfiðleik unum, jafnvel með því að þrauka þá í hel ef nauðsyn kref ÞEGAR ég lagði af stað, var ég við því búinn. að eyða iniklum tíma í hluti, sem eru næsta leið inlegir fyrir b’aðamann, þ.e viðskiptaleg vandamál í sam- bandi við Éfnahagsbandalagið, einkum hvað varðar Bretland, brezka samveldið og hlutlausu ríkin í Evrópu. Eg komst brátt að raun um. að þó að viðskipta- legu viðfangsefnin séu mikil- væg, þá standa meginhindran- irnar i sambandi við einokun Bandaríkjanna í kjarnorkumál- unum. Viðskiptalegu ágreiningsatrið in eru mikil milli Bretlands og meginlands Evrópu. En í aug- um de Gaullé, sem er leiðtogi andstöðunnar gegn Bretum, er hið sérstaka samband þeirra við Bandaríkin svartasti biett- urinn. Þetta sérstaka samþand Engil-Saxa — eins og deGaulle nefnir Breta og Bandaríkja menn — stafar ekki einvörð- ungu af því. að þeir tala báðir ensku og eru vfirleitt fljótir að kynnast Aðalntriðið er, að Bret ar hafa aðgang að kjarnorkuvit neskju Bandaríkjanna, en Frökkum er neitað um hana. í grein í Figaro segir Ray- mond Aron. að það sé torskilið, hvers vegna sé óhætt að flytja kjarnorkubekkingu vfir Atlants- hafið frá Bandaríkjunum til Bretland' en ekki óhætt að flytja hana þaðan yfir Erma- sundið tii Frakklands. í augum de Ga’il’e yrðu Bretar umboðs- menn B’)nd"ríkianna í Efna- hagsh'mdn'-'co Evrópu vegna þe?r„,.,_ cÁ~-t5ðu sinnar. Lík- ur c-' að ákveðín mál yrði ekk' • ra»ða opinskátt DE GAULLE • og í hreinskilni, af því að Bret- ar byggju yfir vitneskju, sem þeir mættu ekki miðla til ann- arra þátttakenda í bandalaginu. Það mætti því heita undarlegt, ef de Gaulle reyndi ekki að hindra . inngöngu Breta. þótt ekki væri nema af þessari á- stæðu einni. Og trúa mætti, að honum ætti ekki að verða þetta svo ýkja erfitt, þegar hliðsjón er höfð af því, að meðal Breta sjálfra eru skoðanir mjög skipt,- ar um, hvort þeir eigi að ganga í bandalagið. EG REYNDI af fremsta megni að skilja undirrót hinnar frönsku uppreisnar gegn kjarn- orkueinokun okkar Bandarikja- manna. Eg efa ekki, að stolt, valdafíkn, framalöngun og ým- iss konar þess háttar sjónarmið eru þar að verki En þó kemur fleira til. — Það, sem ég segi hér á eftir, eru fyrst og fremst persónulegar ályktanir mínar, en ég byggi þær að visu á góð- um heimildum að því er mér virðist sjálfum. í Evrópu eru menn sannfærö- ari-en í Bandaríkjunum um það. að jafnvægi sé í kjarnorku- mætti gagnvart Sovétríkjunum. Þetta er einkum áberandi í Frakklandi, enda eru skoðanir manna í þessu efni ákveðnari þar en annars staðar Það er al mennt álit Evrópumanna, að þráteflið milli austurs og vest- urs verði óbreytt í næstu fram- tíð. Því muni ekki verða úr kjarnorkustríði um sinn og minni háttar hernaðarátök út af Berlínar- eða Þýzkalandsmálun um, verði heldur ekki, og því muni ekki verða úr neinum meiriháttar samningum meðan svo stendur. Okkur greinir ekki á við Ev rópumenn í því efni, að við telj um líkur á samningum um meiriháttar mál. En þeir telja kjarnorkuþráteflið óbifanlega staðreynd, en við höfum stöð- ugar áhyggjur af þvi, hvað það kostaði í svita og áhyggjum að ná því og muni kosta að halda því. Það er af þessum sökum, að þeir de Gaulle og Adenauer eru hvassari en við Bandaríkja- menn í Berlínarafstöðu sinni. Þeir eru ekki reiðubúnari en við að fara í stríð út af Berlín. Þeir telja ófrið útilokaðan vegna kjarnorkujafnræðisins. Það gerum við ekki. Þess vegna kvöddum við út herlið, þegar Berlín var skipt með veggnum fræga. Það gerðu hvorki Frakk ar né Þjóðverjar. Það er því rugl, að skrifa um skoðanamun inn sem ágreining milli gömlu, traustu hetjanna og ungu, und- anlátssömu mannanna. í Wash- ington er hnappurinn, sem ýtt verður á, og þaðan séð er kjavn orkuþráteflið engan veginn ð- bifanleg staðreynd. DEILAN út af einokun Banda- ríkjanna á kjarnorkuvitneskju er tengd möguleikum þeirra á að hindra kjarnorkustríð. Oft er talað um hinn óháða kjarn- orkustyrk á þann hátt, að hann gæti komið í staðinn fyrir styrk Bandaríkjanna. Það gæti hann alls ekki. De Gaulle hershöfð- ingi, segir. að Fi-akkar geti ver- ið búnir að koma sér upp traust ’ um kjarnorkustyrk í árslok 1963, þ.e.a.s. kjarnorkubúnaði, , sem drepið gæti 20 milljónir ; manna í árás. Þetta er óneitan- lega nokkur herstyrkur, en þó stenzt hann rússneskjum kjarn- orkustyrk ekki súning og ó- studdur er hann engin vörn ■ gegn Sovétríkjunum. Og spurningin er þá, til hvers á þessi franski kjarnorku styrkur að vera? Eg tel mig hafa rétt til að segja, að hann eigi að verða þjóðlegur herstyrkur Frakka Og hvenær yrði til hans grinið? Þegar á Frakkland væri ráðizt Hvað teldist þá árás á Frakk- land? Samgöngubann við Berlín til dæmis? Nei. Á Frakkland teldist ráðizt, þegar komið væri að hinum raunverulegu landa- mærum þess, en þau eru áin Rín. Yrði kjarnorkustyrkurinn notaður, þó að yfir landamærin væri ráðizt með öðrum tækjum en kjarnorkuvopnum? Já. En yrði Frakkland ekki rifið í tætl ur, ef það greiddi fyrsta högg- ið? Nei. Bandaríkin mundu hindra Rússland. VIÐ GETUM því spurt: Á hvern hátt yrði hinn franski styrkur sjálfstæður styrkur? Svörin við þessu tel ég tvö. og miða þá bæði við eldri vitn- eskju mina og áunna vitneskju í nýafstaðinni Evrópuferð. Fyrra svarið er: Ef Frakkar hefðu mátt til að drepa 20 millj ónír Rússa, gæti það losnað við þátttöku í stríði, t.d. í Asíu, sem er utan franskra hagsmuna marka. Hið síðara: Ef Fraxkar geta framkvæmt fyrstu kjarn ork”.árásina, sem neyddi Banda ríkin til að snúast á sveif með þeim, þá er ákvörðunarvaldið um kjarnorkustríð eða frið ekk> lengur bundið við Washir.gíon eina. Sjálfstæður franskur kjarn- orkustyrkur er það, sem nú á að koma í staðinn fyrir hersveit ir Bandaríkjanna við víglínu kalda striffsins. Þ? r vr.ru stað- settar þarr-a íyrir 10 árum sem (Framh a í.'i síðu) TIM IN N , þriðjudnginn 29. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.