Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 1
Fólk er fceSið að
athuga. a9 kvö!rt«ími
blaíliamsínrea er
1 8 3 0 3
SÚLUBÖRN
AfgreiSslan í Banka-
stræti 7 opnuð kl. 7
alla virka daga
„Svartur mánu-
dagur” í kaup-
höllinni í N.Y.
NTB—New York, 28. maí.
Gífurlegt verðfall varS í gær
á verSbréfum í kauphöllinni í
Wall Street í New York. Út-
reikningar sýndu, aS verS-
hrun þetía, aSallega á verð-
bréfum í brezkum fyrirtækj-
um, nam yfir 20 milljörðum
dollara, eða sem svarar þrem
prósentum nettó af saman-
lagSri verðbréfaeigninni. Á
hálfri klukkustund höfðu sum
verðbréfin fallið í verði um
milijónir dollara. Mikil skelf-
ing greip um sig meðal fólks,
; sem verðbréf átti, við f regn
í þessa. Fjármálamenn í New
! York sátu langt fram á nótt
og reiknuðu út tjón sitt vegna
verðfallsins.
| Stjórnin i Washington hefur
látið í ljós mikinn ugg vegna þessa
(atburðar og lýst því yfir, að fjár-
j málastjórn landsins sé nú stefnt í
; bráðan voða, og viðs'kiptagildi doll
arsins sé í hættu. Sem dæmi um,
! hve mikilli ringulreið atburðurinn
I olli, má nefna, að fjarritarar, sem
i venjulega greina frá kauphallar-
. viðskiptum, urðu 2 klst. og 20 mín-
' útum á eftir með fréttina. Er þetta
! mesta verðhrun, sem orðið hefur
: í kauphöllinni síðan árið 1929, er
heimskreppan skall á .
Gengur nú dagurinn í gær und-
(Framh a 15. siðui
sasKazi
Guðlaug Helgadóttir (t.v.) og
Gerður Guðmundsdóttir (th.) bíða
þess að fá að komast inn í aug-
lýsingaskrifstofuna. Þær voru í
óða önn að Ijúka við hádegisaug-
lýsingarnar í gær, þegar þrír
rnenn snöruðust inn til þeirra og
sögðu þeim, að kom? sér út, því
þelr ættu að innsigla skrifstof-
una. Á hurðarhúninum sést inn-
siglið. (Ljósm.: Tíminn, GE)
SKATTHEIMTUMENN
LÆSTU ÚTVARPINU!
I GEYSIS-MEWN
SJA 4. SIÐU
I fyrrakvöld fór Ólafur Jó-
hannesson, varaformaður Fram-
sóknarflokksins nokkrum orðum
um kosningaúrslitin í fréttaauka
Ríkisútvarpsins, þar sem ýmist
formcnn eða varaformenn flokk
anna töluðu. Ólafur sagði m.a.:
,,Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka fólki það traust, sem
það hefur í þessum kosningum
sýnt stefnu og starfi Framsókn-
arflokksins. Það er okkur sönn-
un þess að við höfum barizt fyrir
góðum málum . . . . “ Ávarp sitt
endaði Ólafur á þessum orðum:
„Ég vil svo aðeins að endingu
þakka öllum hinum mörgu, sem
unnið hafa að glæsilegum sigri
Framsóknarflokksins í þessum
kosningum“.
Um 12-leytið í gær komu
þrír menn niður í Ríkisútvarp
í þeim erindagerðum, að
stöðva að einhverju leyti starf
semi þess, sökum vangoldins
söluskatts af aðgöngumiðum
að tónleikum sinfóníuhl jóm-
sveitarinnar.
Mennirnir þrír voru fulltrúar
tollstjóra og lögreglu, og innsigl-
uðu þeir auglýsingastofu útvarps-
ins og skrifstofu aðalgjaldkera.
Ríkisútvarpið hefur tekið að sér
um skeið rekstur Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar, en annars standa að
henni með fjárframlögum ríkið,
Reykjavíkurbær, Þjóðleikhúsið og
Ríkisútvarpið. Það var ekki fyrr en
um áramót, að skattanefnd ákvað
að leggja söluskatt á hljómsveit-
ina, og mun sú upphæð hafa verið
eitthvað innan við 10 þúsund krón
ur. Ríkistúvarpið hafði vegna þessa
snúið sér til Menntamálaráðuneyt-
isins, og það síðan til yfirskatta-
neíndar varðandi það, hvort hljóm
sveitinni bæri að greiða þennan
skatt.
Útvarpinu hafði ekki borizt svar
um þetta mál í gærmorgun, en þá
vár útrunninn sá tími, sem toll-
stjóri gefur hverjum aðila til þess
að greiða skatta þá, sem honum,
eða embætti hans ber að krífja
inn. Fóru því starfsmenn toli-.jóra
niður í útvarp eins og fyrr segir,
í þeim erindagTðum að stöðva að
einhverju leyti starfsemi þess.
Laganna verðir komu á auglýs
ingaskrifstofuna, og voru þar þá
tvær stúlkur að ljúka við að skrifa
auglýsingar, sem lesa átti i hádegis
útvarpinu. Var stúlkunum sagt að
hafa sig út, og fengu þær ekki
einu sinni að taka með sér auglýs-
(Framhald a 15 síðuj
Vuknð u konninyuiíúD á 7. sióo
SJÁ LEIÐARA
SKRIF ÍHALDSBLAÐANNA
UM KOSNINGAÚRSLITIN