Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 15
f hljómleikasal B'rámháld ct 8. slðu. ar. Einsöngvararnir Rolf Halvor- sen og Knut Erik Ek, bassar, sungu einsöng með kórnum og gerou það prýðilega, sá síðar- nefndi fór mjög smekklega með einsöng sinn í rússnesku þjóð- lagi. Söngstjórinn Sverre Bruland stjótnaði kórnum vel og örugg- lega. U. A. Skóbursiun á forginu (Framhald af 16. síðu). Ekki vissi borgarverkfræðingur nein deili á umsækjanda önnur en iþau, að hann ætti heima í Út- 'hlíð 13. Við hringdum heim til hans. Þar var okkur vísað á Kristján í hlaupareikningsdeild Landshankans, en hann vinnur þar. Aðspurður sagðist Kristján hafa fengið hugmyndina í vor. Skóburst un þykir sjálfsögð í flestum borg- um erlendis, en þekkist varla í Reykjavík. Þó kvaðst Kristján hafa heyrt, að ungur maður hefði burstað skó á Lækjartorgi í hitteðfyrra. Annars hefur þessi þjónusta verið óþekkt hér. Krist- ján er fastur starfsmaður í Lands bankanum og hefur ekki hugsað til að taka sér burstann í hönd sjálfur, heldur láta annan sjá um verkið. Til sölu lítil, rafdrifin steypuhrærivél. Upplýsingar í síma 3-76-40 Dráttarvél til sölu, INTERNATIONAL, 26 hestöfl. Vélinni fylgir sláttuvél, hjólaplógur og sextán- diskaherfi. Skipti á jeppa koma til greina. Upplýsingar í síma 7582, j Sandgerði. Miðstöðvalagnir Geislahitunarlagnir Vatnslagnir Breytingar fyrir hita- veitutengingar o. fl. TÆKNI H.F., Súðavog 9 j Símar: 33599 og 38250 FRIMERKI Kaupi öll notuS íslenzk frímerki hæsta verði. Gísli Brynjólfsson, Pósthólf 1039, Reykjavík. Bændur Mjög duglegur 11 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitar- heimili í sumar. Upplýsingar í síma 1577, Keflavík. Dansar á heims- sýningimni (Framhald af 16. síðu). eftir fór hann aftur til Robbins, en þá var það, sem hann hitti nú- verandi yfirmann sinn og meistara Robert Joffrey. Joffrey er einn kunnasti ballett meistari í Bandaríkjunum, og hef- ur New York Herald Tribune meðal annars kailað hann „einn hæfileikamesta ballettstjórnanda vorra daga“. Eftir að Helgi hafði æft með flokki Joffreys var ákveðið, að hann réðist í sýningarferðalag um Bandaríkin í febrúar, marz og apríl s.l. Sýningarferðin stóð í 10 vikur, og sýndi flokkurinn um 60 sinnum. Fékk hann alls staðar mjög góða dóma. Helgi byrjaði með því að dansa aðalhlutverk í tveimur ballettum, en í ferðalok hafði hann mfeð höndum sólódansa í 6 ballettum. Stjóm Heimssýningarinnar í Seattle fór fram á það við Joffrey Skattheimtumenn læstu útvarpinu (Framhald af 1. síðu). ingarnar og færa þær þuli tól lestr ar. Var augiýsingaskrifstofunni lok að, og einnig var skrifstofa aðal- gjaldkerans innsigluð, en hann var ekki viðstaddur, er þetta gerðist. Síðan hurfu mennimir á brott. Yfirmenn útvarpsins höfðu farið þess á leit, að þeir fengju frest til að greiða söluskattinn, þar til úrskurður kæmi um það, hvort hljómsveitinni bæri að greiða hann. Því var neitað á þeim for- sendum, að engum væri gefinn slíkur flestur. Á hinn bóginn hefði útvarpið getað greitt skattinn með fyrirvara, og síðan fengið hann endurgreiddan, þegar dómur geng ur í málinu, svo framarlega, sem hann verður hljómsveitinni í vil. Mun það ráð hafa verið tekið í gærdag, eftir að viðskiptavinir höfðu orðið fyrir talsverðum óþæg indum af því að ekki voru lesihár auglýsingar í hádegi og með írétt um, og sjálft mun útvarpið hiafa orðið fyrir nokkrum skaða, þar eð ágóðinn af auglýsingum nem- ur dag hvern þúsundum króna. Útvarpið telur vafasamt, að því beri skylda til að standa skil á þessu gjaldi vegna þess, að Sin- fóníuhljómsveitin, þótt hún sé að nokkru leyti rekin á vegum Ríkis- útvarpsins, hefur sjálfstætt reikn- ingshald, og ætti því innheimtunni að hafa verið beint til hennar. Mun því Ríkisútvarpið höfða skaðabóta- mál út af þessari lokun, þar sem það varð fyrir tugþúsunda tjóni við missi þeirra auglýsinga, sem ekki komust í hádegisútvarpið. í gær setti útvarpið síðan trygg- ingu fyrir greiðslunni. Var þá opn- að aftur og hernaðarástandinu þar með aflétt. Til sölu Margs konar varahlutir í DODGE CARIOL bæSi nýir og notaðir. Mótorar, Gírkassar,, millikassar, hásingar framan og aftan, drif, öxlar, hjöruliðir, stýrissnekkjur. Dynamoar, startarar o.fl. Sendi gegn póstkröfu. ViSgerðarverkstæSi GuSm. Valgeirssonar, Auðbrekku, sími um Möðruvelli. að hann setti upp ballett í sam- bandi við sýninguna, og^ varð það úri að hann gerði það. Átta menn úr flokki hans voru valdir til far arinnar úr hinum upprunalega flokki hans, og varð Hel,gi einn þeirra. Dansar þeir, sem Joffrey setur upp, eru í sambandi við sýn ingar á óperunni Aida eftir Verdi. Alls taka 25 manns þátt I dönsun- um, og þar af eru 4 sólódansar, og var Helgi valinn til þess að verða einn þeirra. Ekki hefur Helgi ákveðið hvað hann gerir að þessum sýningum loknum, en þær verða enn um óá- kveðinn tíma. Lippmann Framhald af 7 síðu tekst að halda þeim áfram, ef til vill í nokkur ár. Ég trúi því, að með tímanum opnist augu allra fyrir mikilvægi far sællar lausnar. Að baki máls- ins er mikil og almenn hreyf- ing, byggð á hinum augljósu fjá'rhagslegu kostum einingar- innar og þeim miklu friðar- og öryggisvonum, sem eru sam- fara einingunni. Hvað okkur Bandarikjamenn snertir, þá verðum vift nær veruleikanum og höldum vonum okkar og stefnu hærra á loft með ein- lægum vilja til að halda áfram að reyna að ná endanlega hinu mikla marki. Evrópa 1962 er alls ekki eins og hún á að verða eða hlýtur að verða að lokum. Hún gæti tekið mikl- um breytingum á fáeinum mánuðum. Humarinn hækkar (Framhald af 16. síðu). leyfin bátum innan við 40—45 lest ir, því að svo litlir bátar eiga ó- hægt um aðrar veiðar. Stóru bát- arnir veiða ekekrt meira af humar en þeir litlu og eiga hæg heima- tökin um aðrar veiðar. Fáum um- sóknum hefur þurft að hafna, þar sem eágikJ stórir bátar hafa sótt jUrúý^Ý’estmþ.nnaeyjabátunum, sem reyndust brotlegir í fyrra, hefur verið veitt leyfi aftur í sumar, en þeim leyfum hafa fylgt strangar viðvaranir. Rannsókna þörf Fréttaritari blaðsins á Stokks- eyri benti í gær á, í viðtali við blaðið, að mikil þörf sé á vísinda legum rannsóknum á humrinum, bæði leit að miðum og einnig á styrkleika stofnsins og hættu á of- veiði. Ekkert hefur enn verið unn ið að þessu, svo vitað sé. Humarveiðarnar eru mikil lyfti stöng fyrir sjávarþorpin, þar sem þær eru stundaðar. Á humri er mjög öruggur markaður og verðið fer sihækkandi. Geysimikil vinna er í landi við vinnsluna. Á Stokks- eyri eru t.d. allar hendur vinnandi við hann allt sumarið frá miðjum maí fram í september, en það eru sérstaklega konur og unglingar, sem vinna við humarinn. Það sem veitt hefur verið þessa dagana, hefur fengizt aðallega djúpt suður af Selvogi, á svipuðum slóðum og mest var veitt í fyrra. Einnig eru humarmið út af Eldey, suður af Hornafirði, og eitthvað út af Vestfjörðum. Um helmingur í 1. flokk Nú eru greiddar 12,40 krónur fyrir kílóið af stórum humar og 4,75 krónur fyrir kílóið af litlum. Fyrst var um þriðjungur humars- ins af stærri og verðmeiri flokkn- um en. nú er það komið upp í um það bil helming. f fyrra voru greiddar átta krónur fyrir I. flokk, en 3,75 krónur fyrir II. flokk. Blaðið hafði í gær samband við fréttaritara sína á helztu humar- verstöðvunum. Þá voru allmargir bátar nýbyrjaðir róðra og voru búnir að fara 1—-5 ferðir, en aðrir voru enn að undirbúa sig. Fréffabréf K; in a! 9 siðu ' ingu slíkrar starfsemi fyrir kyn- bætur nautgripa hefur þó, að ég hygg, farið hér sívaxandi. Hefur og komið til tals-, að Austur-Hún- vetningar a.m.k., jafnvel vestur- sýslan einig, hafi félagsskap við Skagfirðinga um stofnun stöðv- arinnar og rekstur. Á samlagsfund inum kom fram svohljóðandi til- laga í málinu, flutt af allmörgum fundarmönnum: „Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga 1962 samþykkir, að stofnframlag Skagfirðinga til vænt anlegrar sæðingarstöðvar fyrir nautgripi verði greitt af Mjólkur- samlagi Skagfirðinga á árunum 1962—1964 að báðum meðtöldum. Árleg greiðsla verði þó eigi hærri en sem svarar 2 aurum á hvern innveginn mjólkurlítra.“ Nokkurs skoðanamunar gætti um tillöguna á fundinum, en sam- þykkt var hún með miklum meiri hluta atkvæða. Má því væntanlega gera ráð fyrir, að mál þetta sé þar með komið á þann rekspöl, að framkvæmda megi vænta innan langs tíma a.m.k. ef Húnvetningar skerast ekki úr leik. —mhg— Rússneskan ráðgáta (Framhald af 16 síðu). bandi því, sem haft er við geirn- fara. Aðrir sérfræðingar á sviði loft- skeyta segja hins vegar, að hér sé einungis um að ræða skeytasend- ingar milli sovézks fiskveiðiflota og loftskeytastöðvar í landi. Útvarpsstöð Reuters í Lundún- um skýrir frá því, að loftskeyta- tæki þar hefðu greint samtal á rússnesku, sem stóð yfir í 90 mín- útur. Benda loftskeytamenn þar á, að þetta langa samtal bendi til þess, að hér geti ekki verið um að ræða skeytasendingar milli geim- fars á braut umhverfis jörðu og loftskeytastöðvar á jörðu niðri. Loftskeytastöðvar í Kaupmanna höfn og Bochum í Vestur-Þýzka- landi urðu einnig varar við þesar dularfullu skeytasendingaf. Egilsbúð Framhald af 8. síðu. ir, Þóra Jakobsdóttir, Stefán Þor leifsson og Ásgeir Lárusson. Leiknum var mjög vel tekið, og fyrirhugaðar eru nokkrar sýning ar á honum í Neskaupstað. Ekki er ennþá vitað, hvort farig verð ur með hann í nærliggjandi þorp. Teikningu af Egilsbúð gerði Sigvaldi Thordarson arkitekt í Reykjavík. Yfirsmiður hússins var fvar Kristiinsson, Kristján Lundberg sá um raflögn, Jón Ingólfsson um málningarvinnu og Þorgeir Sigfinnssoön um múr- verk. Ný verzlun í Hafnarfirði Nýlega opnaði frú Sigrún Magn úsdóttip nýja verzlun í Hafnar- firði. Verzlunin heitir Sigrún og er til húsa á götuhæð í nýinrétt- uðu verzlunarhúsnæði við Strand götu 31. Brýn þörf hefur verið í Hafn- arfirði fyrir verzlun sem þessa, er einkum verzlaði með dömu- og barnafatnað, en Sigrún mun hafa á boðstólum sem mest úrval af ýmiss konar fatnaði, yzt sem innst einkum kven- og barnafatnaði, svo sem kápum, drögtum og kjól um, allt frá vinnukjólum upp í spari- og módelkjóla. Ennfremur verða þar seldir skartgripir, tösk ur og veski, prjónafatnaður o. m. fl. M. a. mun Sigrún kappkosta að hafa til sölu vörur frá Eygló í Reykjavík. Lögð verður áherzla á mikið úrval og vandaðar vörur, og munu Hafnfirðingar eflaust fagna þessari nýju verzlun, þar eð þeir þurfa nú ekki lengur til Reykjavíkur, ef þá vantar framan greinda hluti. Verzlunin er í gömlu húsi, og hefur hún verið smekklega innréttuð og máluð. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir og kveðjur færi ég ölum, sem með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum heiðruðu mig á sextugsafmæli mínu þann 15. þ.m. Jóney S. Jónsdóttir, Kletti, Reykholtsdal. Innilegt hjartans þakklæti til allra, sem heimsóttu mig á 70 ára afmælisdaginn. Hjartans þakklæti fyrir allar gjafirnar, blómin og skeytin. Guð blessi ykkur öll. Hjörleifur Ólafsson, Hrísateig 7 Útför móSur okkar Guðrúnar Guðmundsdóttur fer fram föStudaginn 1. júní, hefst með húskveðju að heimili hennar Torfastöðum, Fljótshlíð, kl. 2 e.h. — Jarðsett verður að Breiðabóls- stað. — Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Jónsson Faðir okkar, Einar Magnússon, frá Glerárskógum, andaðist að heimili sínu Meðalholti II, þann 28. þ.m. Guðbjörg Einarsdóttir, Magnús Einarsson Utför mannsins míns, Gísla Ingvars Hannessonar, bónda á Skipum, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 2. júní. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e.h. — Bílferð frá Bif- reiðastöð íslands kl. 10 f.h. Guðfinna Guðmundsdóttir. i I TÍMINN, miðvikudaginn 30. maí 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.