Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 12
IÞRDTT ÍÞRÚTTIR RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Cal Poly, 13. maí 1962: Margt hefur skeð í frjáls- íþróttaheiminum undanfarnar vikur. Skal þar fyrst teljaj stangarstökk Dave Torks yfir; 4,93 m. í Los Angeles fyrirj nokkrum dögum. Átti hann á sama móti góðar tilraunir við 5,00 m. Ekki voru þó margir áhorfendur, sem sáu Tork stökkva þessa hæð, því að stangarstökkskeppnin dróst á langinn og lauk ekki fyrr en öllum öðrum greinum var lokið. Voru því flestir farnir heim á leið, því að ekki hafði mönnum dottið í hug, að Tork ætlaði sér að setja heimsmetj eins og raun varð á. Sárnaði: mörgum, að Tork skyldi ekki velja betra tækifæri til þess að setja heimsmetið. ByrjunarhæS hans var 4.57 og fór hann hana í fyrstu tilraun, og einnig fór hann 4.72 í fyrstu til- raun, en að lokum fór hann 4.93 í ai\narri tilraun. Átti hann svo all- góðar tilraunir við 5.00 á eftir, þótt ekki tækist honum að fara yfir í það sinnið. Ekki lét hann sér þó þetta nægja. Daginn eftir stökk Tork yfir 4.88 svona til þess að sanna, að þetta afrek hans daginn áður hafði ekki verið nein „slembi- lukka“. Á sama móti kastaði A1 Oerter, tvöfaldur Ólympíumeistari, kringl- unni 60.44 m. og sigraði heimsmet- hafann Jay Silvester, sem kastaði 59.65 m. Má búast við betri árangri í sumar, þegar kempurnar kasta þetta langt í byrjun maí. Er pó ekki beinlínis unnt að segja að þetta ?é neinn „slorárangur" Mega Rússar fara að spjara sig, ef þeir ætla sér að sigra þá kappa i iands- keppni þeirri milli Bandaríkjanna og Rússlands, sem fram fer hér í Kaliforníu í sumar. ■::jí ‘. iSfíijsgij I ;ú~5iaí Ijj iírl iil: :: • Annar árangur athyglisverlur á þessu móti var að Connolly kasteði sleggju 68.95 m.. og Ulis Williams hljóp 400 m. á 46.0 sek. Einnig má nefna hástökk Joe Faust, 2.11 m. og stangarstökk fyrrverandi heims- methafa. George Davies, 4.75 m. 1800 keppendur í gær var svo haldið mót i Fresco, hið svokallaða West Coast Relays, sem er álitið eitt af helztu mótum hér í landi. Keppondur voru yfir 1800 og stóð keppni yfir frá kl. 10 um morguninn til kl. 10 um kvöldið. Var haldið áfram án hvíldar allan þennan tíma, nema hvað kaffihlé var gefið frá kl. 4 til 5. Var leikvangurinn þéttsetinn allan tímann, en sæti eru fyrir 50 til 60 þúsund manns Keppt var í þremur deildum, gagnfræðaskólar í einni, menntaskólar í annarri, og háskólar og félög í þeirri þriðju Var keppni hörð í flestum grein- um og var hvergi „dauður punkt- ur“, enda ekki við öðru að búast, Páll Eiríksson skrifar frá Kaliforníu: þegar þátttakendafjöldi er svo mik ill. T.d. voru í einu tveggja mílna boðhlaupi (4x800 m.) 27 sveitir og var barizt af mikilli hörku alla leið, því að allar sveitirnar hlupu í einu og nálgaðist þetta slagsmá] af verstu tegund. Þátttakendur í 5000 metra hlaupi voru 35 og var annað eftir því. Klukkan 12 á hádegi kom fyrsta stórafrekið. Sveit háskólans í Ore- gon, sem hefur líklega bezta lið allra háskóla hérlendis, setti nýtt heimsmet í 4x1 mílu boðhlaupi á ótrúlega góðum tíma: 16.08,9 mín. og voru millitímar þessir: Archie San Romani 4.04,0, Vic Reeve 4.04, 0. Keith Forman 4.03,0 og enda- sprettinn hljóp Dyrol Burleson á 3.57,9 (56.3 — 61.0 — 62.0 — 58.6). Er þetta frábært afrek og ekki dregur það úr, að þetta skuli ekki vera landslið, heldur skólalið. — Fyrra metið, 16.23,8 mín., átti landslið Nýja-Sjálands, Peter Snell, j Murray Halberg og félagar. Klukkan 3 hófst kringlukast og urðu úrslit þau, að Jay Silvester sigraði og kastaði 58.00 m. Annar varð risi nokkur frá háskólanum i; Stanford, Dave Weill að nafni, og kastaði hann 55.57 m. Á hann bezt um 58.00 m. á þessu ári. Um kvöldið hófst svo keppnin í stangarstökki og var völlúrinn Jýst ur upp með flóðljósum, svo að bjart var sem um hádag. . Byrjunarhæðin í stangarsickk- inu var 4.32 m. og fóru 15 menn yfir þá hæð. Er hækkað hafði ver ið í 4.63 m. hófu þeir John Uelses og Dave Tork keppnína og fóru báðir hátt yfir þá hæð. Bjuggust menn nú við stórár- angri. Ekki varð þó úr því, þar eð allt í einu hvessti mjög, svo að »rf itt varð að stökkva Endir varð sá, að enginn fór hærra en 4.63 m„ en 5 menn fóru þá hæð, Uelses, Tork, George Davies (fyrrv. heims- methafi), Ron Morris (annar á Ól. í Róm) og Jeff Chase. Er nú beðið með spenningi eftir næsta einvígi þeirra félaga, Uelses og Tork Ann ars my.ridi ’mér ekki koma á óvart, þótt fleiri menn stykkju. yfir 4.90 m. en þeir tveir. T.d. gæti Davies, John Rose eða, einhver af þeim 22 stangarstökkvurum, sem hafa stokk ið yfir 4.57 m. á þessu ári skotizt yfir 4.90 á góðum degi. Meðan stangarstökkið stóð yfir hófst keppni í kúluvarpi. Var bú- izt við góðum árangri þar, því að Dallas Long hefur verið í mikilli framför undanfarið. Ekki brást hann vonum manna því að hann varpaði kúlunni hvorki meira né minna en 1976 m. Er þetta trá- bær árangur, en Dallas sýndi, að við meiru má búast af honum, þar eð hann kastaði í ógildum köstum HM í dag Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu hefst í Chile í dag og taka 16 þjóðir þátt í lokakeppninni. — Leikið er í fjórum borgum og þess ir leikir fara fram í dag: Uruguay —Kolombía; Chile—Sviss; Argen- tína—Búlgaría; Brazilía—Mexico. Riðlaskipan í keppninni er þannig: 1. Kolombía, Uruguay, Sovétríkin og Júgóslavía. 2. Brazi lía, Spánn, Mexico og Tékkósló- vakia. 3. Argentína, England, Ung verjaland og Búlgaría. 4. Chile, Ítalía, Sviss og Vestur-Þýzkaland. Víöavangs- hlaup drengja Útbreiðslunefnd Frjálsíþrótta- sambands íslands og Frjálsíþrótta ráð Reykjavíkur hafa ákveðið að efna til keppni í stuttum víðavangs hlauppm fyrir drengi í byrjun júní. Formenn iþróttafélaganna í Reykjavík -hafa gefið verðlauna gripi, sem vinnast til eignar af sigurvegurunum í hverjum flokki, en verðlaunagripirnir verða til sýn is í Vesturveri næstu daga. Keppt verður í fjórum aldurs- flokkum, sem hér segir: 4. Drengir, sem fæddir eru 1950 (11 og 12 ára) keppa miðviku- dag 6. júní. 3. Drengir, sem fæddir eru 1949 (12 og 13 ára) keppa fimmtu- dag 7. júní. 2 Drengir, sem fæddir eru 1948 (13 og 14 ára) keppa föstudag 8. júní. 1 Drengir, • sem fæddir eru 1947 (14 og 15 ára) keppa föstudag 8. júní. Hlaupin hefjast í Hljómskála- garðinum kl. 18.00 og skulu kepp- endur mæta ó Melavellinum kl. 17.30 keppnisdaginn. — Þeir, sem ætla að taka þátt í þessum hlaup um, skulu láta skrá sig á Mela- vellinum, frá kl. 17—19 næstu daga, en þó í síðasta lagi þriðju- daginn 5. júní. Það skal tekið fram, að eigi er nauðsynlegt að þátttakendur scu skráðir í íþróttafélagi. yfir 20 metra. Annar í keppninni varð Dave Davis og kastaði hann 19.03 m., og er þetta í fyrsta sinn í tvö ár, sem hann kastar yfir 19 metra. Verður fróðlegt að sjá, er þessir tveir kappar mæta Gary Gubner, þeim sem lengst kastaði innanhúss í vetur. Úrslit í öðrum greinum urðu þau, að Keith Forman vann mílú- hlaup á 4.00,7 mín., en þetta var annað míluhlaupið hans þennan dag. Hann var einnig í sveitinni, sem setti heimsmetið fyrr um dag inn í 4x1 míla. Jack Yerman vann 400 m hlaup á 46,6 sek., Jerry Tarr vann 110 m. grindahl. á 13,7 sek., Harry Jerome frá Kanada vann 100 yarda hlaup á 9,3 sek. Hástökk vann Joe Faust og stökk 2,13 m., en hann á bezt 2,16 á þessu ári. Er hann orðir.n rnjög öruggur hástökkvari og stckkur yfirleitt ekki lægra en um 2,10 í keppni. Ilefði það einhvern tíma þott gOtt. Lauk svo mótinu um kl. 10 og má segja, að þetta hafi með sanni verið stórmót. 12 TIMINN, miðvikudagiim 30. maí 1S62

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.