Tíminn - 30.05.1962, Page 2

Tíminn - 30.05.1962, Page 2
Seðlafölsun kom Salazar til valda Enn reyndu falsararnir að festa sig í sessi. Þeir byrjuðu að kaup hlutabréf í Portúgalsbanka, og dreymdi um að ná þar meiri- hluta, því hveniig gæti bankinn þá gert mótaðgerðir gcgn þeim? Gæti peningafyrirtæki risið gegn meirihluta hlutafjáreigenda? En vantraustið á bankanum óx. Sögur komust á kreik um að Sovétstjórnin stæði á bak við hann. Og að lokum hrundi allt, einmitt á þann hátt, sem þeir gátu aldrei varazt. Aðgætnir bankagjaldkerar ráku augun í, að sömu seðlanúmerin voru í umferð á meira en einum seðli. Það benti til þess, að eitthvað Seðlafölsun hefur oft veriS reynd víðs vegar í veröldinni og við misjafnan árangur. Mörgum hefur leikið hugur á að auðgast á seðlaútgáfu í samkeppni við þjóðbankana. Einhver stórkostlegasta til- raunin var gerð í Portúgal á sinni tíð, og átti það mál tals- verðan þátt í, að koma Sal- azar einræðisherra til valda. Höfuðpaui'inn var portúgalsk- ur fjárafla- og ævintýramaður, Arturo Alves Reis að nafni. Hann gát gert ótrúlega hluti, og kom stjórn Portúgals í meiri vanda eh nokkur atburður síðan jarð- skjálftinn geisaði í Lissabon árið 1755. Hann lagði ríkið næstum undir sig, án þess þó að grípa til stjórnarbyltingar eða vopna- styrks. Hann sá brezkum dóm- stólum fyrir einhverjum flókn- asta og dýrasta réttarfarsvanda síðari tíma. Og hann ruddi ein- hverju seiglífasta einræði ver- aldar braut. Hann hafði staðið að ýmsum misheppnuðum fyrirtækjum í Angola og í Portúgal, setið um stund í fangelsum, og var kom- inn að þeirri niðurstöðú, að framgangsleysið stafaði einungis af skorti á reiðufé. Og þá var að verða sér úti um það. Þetta var á árunum eftir 1920 og hann gat fylgzt með, hvernig seðla- pressurnar unnu án afláts í lönd um eins og Þýzkalandi og ítalíu. Hví skyldi hann sjálfur ekki reyna eitthvað svipað? Lét prenta ekta seðla Hann fór og kynnti sér seðla- málin í Portúgal. Samkvæmt lögum hafði Portúgalsbanki einkarétt á seðlaútgáfu, með þeim fyrirvara þó, að upphæðin mátti einungis nema þriðjungi af inngreiddu fjármagni. En Reis komst að því, að þess var lítið gætt og nam seðlaútgáfan hundr- aðföldu fjármagninu. Hann hugs- aði þá sem svo, að illt yrði að uppgötva, þótt þessi fjárhæð yrði enn aukin. Að lokum varð hann sannfærður um, að eng- inn myndi taka eftir því, þótt komið yrði í umferð í Angóla og Portúgal aukaseðlum fyrir and- virði rúmlega 500 milljóna króna. En hann var ekkert barn og vissi, að með venjulegum fölsk- um seðlum var þetta óframkvæm anlegt. Seðlarnir urðu að vera ekta. En hvernig var hægt að koma því í kring? Nú kom snilld hans fram í dagsljósið. Hann komst að því, að háir seðlar voru ekki prent- aðir I Portúgal, heldur hjá ein- hverri stærstu seðlaprentsmiðju heimsins í einkaeign, Waterlow & Sons í Lundúnum. Björninn var unninn, ef hægt var með ein- hverjum brögðum að fá þá heið- ursmcnn til að prenta seðlana. Hann flasaði ekki að neinu. Hjá gömlum félaga sínum, Ban- deira að nafni, komst hann í kynni við bróð'ur hans, sem var sendiherra Portúgals í Hollandi, og mann að nafni Hennies. Með aðstoð þeirra var náð í Hollend- ing, Marang að nafni, en hann hafði með fölskum skilríkjum komið sér fyrir sem persneskur ræðismaður í Haag, og hafði þar af leiðandi diplómatavegabréf. Nú voru allir með, sem til þurfti, og hægt að hefjast handa. Fyrst tókst þeim að falsa skil- ríki frá iíkisstjórn Portúgals og Þessi gíraffi á heima i dýragarðinum í Vínarborg. Elns og sjá má á myndinni eru gíraffar ekki síðri í leikfimi en hver annar. þjóðbanka, svo ,að ^Wat^f^w & Sons gæti ekki grunað annað en þeir væru réttir'‘ubi'indrekar stjórnarinnar Forstjóri fyrirtækisins, Sir William Waterlow, var a.m.k. svo auðtrúa, að hann tók á móti Marang sem erindreka frá Portú- gal. Hollendingurinn, sem kom til fundarins orðum skrýddur, fékk talíð honum trú um, að fyrirtæki hans ætlaði að koma Angola til aðstoðar með fullu samþykki stjórnarinnar. 1 þeim tilgangi þyrfti að prenta seðla fyrir 500 milljónir króna, og yrðu þeir yfirstimplaðir í Angola, jafn skjótt og þeir kæmu þangað. Auðvitað urðu þessi viðskipti öll að fara afar leynt, en það var skýrt tekið fram í stjórnar- bréfum, sem báru fullkomnar undirskriftir og innsigli. 6. janú- ar 1925 voru samningarnir und- irritaðir og falsararnir höfðu krækt sér í góðan skilding. í augum þeirra fannst aðeins eitt áhættuatriði. Seðlana varð að númera samkvæmt réttu kerfi, og þeir gátu átt von á, að tveim- ur seðlum skyti upp með sama númeri. En þetta var framtíðar- innar að leysa. Stofnaði eigin banka Þá var eftir að koma þessu mikla fé í umfcrð. Til þess höfðu þeir ráð fyrirfram. Auð- vitað þurfti banki að gera það, banki, sem þeir ættu sjálfir, og um mitt sumar opnaði Banco Angola e Metropole í Lissabon og Oporte. Hann fékk fjölda viðskiptavina. Menn sáu fljótt, að ekki einungis lágu lán lausar fyrír i þeim banka heldur var kaupgengi á erlendu fé þar hag- stæðara en annars staðar. En margir urðu órólegir út af nýja bankanum. Einkabankastjórar litu hann öfundaraugum og Portúgalsbanka grunaði, að eitt- hvað væri óhreint við hann. glæpsamlegt væri á ferðum. All- ir þræðir röktust betur og bet- ur til Bancb Angola e Metropole. Bankastjóri hans og Aituro Reis voru handteknir, haft var sam- band við Waterlow & Sons í Lundúnuni, og allt svindlið kom í dagsins ljós. Sir William Waterlow, sem varð að fara til Lissabon í tilefni af þessu, komst með naumindum hjá að verða handtekinn líka. Eftirleikurinn Marang slapp undan með hluta af herfanginu. Um Hennies er ekkert vitað síðan. Bandeira var dæmdur í fangelsi, en bróðir hans, sendiherrann, slapp sakir ónógra sannana og starfa sinna í þágu Rauðakrossins á styrjald- arárunum með fjögra ára útlegð til Azoreyja. Höfuðpaurinn Reis var dæmdur til tuttugu ára fang- elsisvistar, og var hleypt út fyrst 14. mal 1945. Þá hafði hann ritað guðhrætt og iðrunarfullt minn- ingarrit, sem hét „Leyndardóm- urinn við játningu mína“ og er einhver undarlegasta bók, sem skrifuð hefur verið. i Waterlow & Sons voru dæmd- ir, eftir langvinn réttarhöld og stórsnjalla vörn einhvers færasta lögfræðings Bretaveldis, til að greiða um 100 milljónir í skaða- bætur. Litlu síðar andaðist Sir William, — af áfallinu, sögðu vinir hans. Málið olli óstöðugu fjármála- ástandi og götuupphlaup voru tíð. Traust almennings á ríkis- stjórninni fór hraðminnkandi. Herforingjaklíka tók völdin í maí 1926, og sneii sér þá strax til Antonio de Oliveira Salazar, prófessors við Columbraháskól- ann. Honum var falið að endur- reisa traust manna á fjárhag landsins, og stjórnmálasögu tíma bilsins lauk með því, að hann gerðist einræðisherra árið 1932. Tveggja flokka kerfi I»á er kosningunum lokiS. Úr- slit þeirra sýna glögglega, hvert þróun stefnir í íslenzkum stjórn málum. Upp or að rísa stór flokkur harðsnúinn íhaldi og hægri öflum: Framsóknarflokkc urinn. Það hefur verið óham- ingja vinstri manna, hve sundr- aðir og dreifSir þeir liafa ver- ið. Svo sundraðir hafa þeir ekki getað staðið íhaldinu snúning. Vinstri menn hafa klofið sig í marga flokka og flokksbrot í stað þess að efla einn sterkan flokk í andstöðunni við íhaldið og reynt að ná samkomulagi um ágreiningsmál innan hans. Nú hafa kjósendur sýnt svo að ekki verður um villzt skiln- ing á hinni ríku þörf, að efla einn stóran flokk til andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Það er líka eina leiðin til að koma í veg fyrir ofurvald íhaldsins í íslenzkum stjórnmálum í næstu framtíð. Framsóknarflokkurinn einn hefur skilyrði til að verða slíkur flokkur. Hann er stærsti flokkurinn í sveitum landsins og nú er hann að verða stærsti andstöðuflokkur íhaldsins í flest um bæjum og kauptúnum lands ins. Úrslit þessara bæjarstjórna kosninga gefa því góðar vonir um það, að á næstunni muni takast að hefta framrás Sjálf. stæðisflokksins, sem hcfur blómgast vegna sundrungar vinstri manna. Elja Framsóknar- manna Sigur Framsóknarflokksins f þessum kosningum vannst ekki sízt fyrir það, hve mikill áhugi r.íkti í röðum stuðningsmanna flokksins. Stuðningsmenn störf- uðu með eindæmum vel, lögðu sig fram af lífi og sál. í þessum kosningum skapaðist sá grund- völlur, scm íslenzk stjórnmál munu standa á í næstu framtíð, — en hann er sú staðreynd, að eina leiðin til þess að beygja í- lialdið í landinu, er að efla Framsóknarflokkinn. Þessar kosningar eru því scm upphaf á nýrri baráttu — og það hillir undir lokasigurinn, scm er stór, frjálslyndur umbótaflokkur, — þ.c. tveggja flokka kerfi í land- inu. Það fólk, sem vann fyrir Framsóknarflokkinn í þessum kosningum, fann þcssa stað- rcynd liggja í loftinu og það lagði sig mjög vel fram og dró ekkert af sér. Ber að þakka því alveg sérstaklega liið farsæla starf og við vitum, að hjá þyf eru nú þau vopn, sem ckki munu bregðast, þegar næsta lirina hefst, því að baráttunni er ekki lokið — og Iokasigur vinnst ekki nema sleitulaust og af djörfung sé unnið. Réftláfari fekjuskipting og aukin uppbygging Á næstunni verður það hlut- verk Framsóknarmanna að berj ast fyrir réttlátari tekjuskipt- ingu, og hefja merki framfara og aukinnar fjárfestingar. Upp- byggingarstefnan verður að sigra. íslenzka þjóðin verður að treysta á land sitt og sjálfa sig. Þjóðina skortir heldur ekki framtak og dugnað ef hún fær að starfa og losnar við íhalds- stefnu og innilokunarfargan „viðreisnarinnar“. Það er hlutverk Framsóknar- flokksins að hafa forustu í þess ari baráttu þjóðlegra framfara og réttlátrar uppbyggingar, sem gerir alla sjálfbjarga. Allir efna lega sjálfstæðir, það er verkefn ið. — Og ef ekki verður slakað á klónni, þá er sigurinn vís. 2 TÍMINN, miðvikudaginn 30. maí 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.